Alþýðublaðið - 04.12.1919, Side 2

Alþýðublaðið - 04.12.1919, Side 2
2 ALí’ÝÐUBLAÐIÐ óferjandi, sé í stuttu máli ekki til annars en ab setja ríkið á haus- inn, svifta nýtustu stéttina i land- inu atvinnufrelsi, innfæra kúgun, einokun o. s. frv. o. s. frv., að enginn muni græða einn einasta eyri á henni aðrir en þeir sem standi fyrir henni og stingi í sinn vasa því sem þeir ekki spili burt af heimsku. Yið þennan tón kveður hjá flest- um kaupmönnum hér og það þótt þeir viti betur. En hæzt láta þó verzlunarþjónar, sem hlaupa eftir því sem „principalinn" segir, án þess þó að bera mentun eða dóm- greind til að fjalla um slík mál. Það er bæði létt verk og löð- urmannlegt að hrekja fjarstæður slíkra manna, og skal eigi farið til þess hér. En í sambandi við þetta er at- hugandi hver er reynsla annara þjóða í þessum efnum. Það er kunnugra en frá þurfi ab segja, að síma- og póstmál eru í nær öllum löndum í heimi rek- in af ríkinu. Sömuleiðis járnbrautir o. 11. o. fl. Bein ríkisverzlun hefir einnig borgað sig ágætlega. Þarf ekki annað en benda á, að á stríðsár- unum var varla um annað en ríkisverzlun að ræða, t. d. í Eng- landi. Á því græddu Englendingar stórfé, fyrir utan það, að þeir gátu frekar trygt sér nægar birgðir með því móti. Sama má segja um okkar landsverzlun, enda þótt einhver mistök kunni að hafa verið á rekstri hennar í byrjun. Mönnum er áreiðanlega ekki nægi- lega Ijóst, hve mikið dýrara við hefðum orðið að kaupa vörurnar, ef kaupmenn hefðu fengið að vera einvaldir um verzlunina. Sennilega hefðu kaupmennirnir ekki reynt neitt til að byrgja landið upp, ef því hefði verið samfara mikil fjár- hagsleg áhætta fyrir þá. Pví kaup- mannaverzlun gengnr eðlilega ekki út á annað, en að græða fé. Þeir kaupa útlendu vöruna á ódýrasta markaðinum utanlands og selja hana á dýrasta markað- inum innanlands. Sama gildir um innlenda vöru. Þeir hafa einungis hagsmuni sjálfra sín fyrir augum, en ekki þjóðfélagsins í heild, en það hefir ríkisverzlun. Því hlýtur rökrétt afleiðing af þessu að vera sú, að allir góðir og skynsamír menn í landinu hljóti að failast á, að ríkisverzlun sé nauðsynleg íyrir velmegun þjóðarinnar, og berjast fyrir því. Og menn eru óðum að gera það. Að berjast gegn ríkisverzlun getur því einungis stafað af tvennu: Annaðhvert gera menn það í eígin- hagsmunaskyni, — þeir menn meta meira bráðabirgðagróða sinn, en velferð gervallrar þjóðarinnar, eða menn setja sig upp á móti henni af þekkingarleysi eða heimsku. (Frh.). Ormar. Mannrækt. IV. Húsnæðisskortur er mikill hér í bænum. Það er svo alkunnugt, að ekki þarf að rökstyðja. Þó má ekki skilja þetta alveg bókstaflega og athugunarlaust. Þessi húsnæðisskortur tekur ekki til allra bæjarbúa. Hann kemur að eins við efnalitla menn og ör- eiga. Beir geta leitað að húsnæði í marga mánuði árangurslaust. En mér er ekki kunnugt um að nokkur ríkismaður eða valdsmaður liggi með hyski sitt í óþiljuðu útihúsi eða gluggalausum og milli- gerðarlausum kjallara vegna hús- næðisleysis. Þeir — og vandamenn þeirra — virðast eiga mjög auð- velt með að fá húsnæði, skifta um húsnæði og velja um húsnæði — rétt eftir geðþótta. Ekki er mér heldur kunnugt um að nokk- ur útlendingur — sé hann ekki verkamaður — þurfi þegar á land kemur að standa ráðþrota á göt- unni og geti hvergi komist undir þakl Hingað mættu víst koma margir skipsfarmar af svonefndu heldra fólki útlendu áður en því yrði húsnæðisvant. Fátækum barnamönnum eru allar bjargir bannaðar um húsnæði. En útlendum landeyðum standa jafnan hundrað gáttir opnar. Sennilega veit enginn með vissu hvort húsnæðið í bænum er í raun og veru of lítið fyrir bæjarbúa. Sennilegast þykir mér, væri mælt rúmtak allra íbúðarhúsa í bænum og íbúatölunni deilt í teningsmetra fjöldann, að þá kæmu nægilega margir teningsmetrar íbúðarrúms á mann. Það er misskiftingin, í þessu sem fleiru, sem er mikil orsök bölvunarinnar. Nú liggur beinast við að líta svo á, að væri húsnæði borgar- innar skift milli borgaranna eftir viturlegum og mannúðarlegum reglum, þá mundi fyrst og fremst- börn, gamalmenni og lasburða fólk hafa nóg húsnæði. Fullorðið fólk og fullhraust yrði að sætta sig við þrengslin, ef um þrengsli væri að ræða. En allir vita, að eítir þessari reglu er ekki farið. Sú regla sem farið er eftir er einmitt gagnstœð þessari. Ríkismennirnir, birgir að mat, eldivið og klæðnaði, hrifsa til sín úrvaiið úr húsnæðinu, og miklu meira, en þeir hafa nokkra þörf fyrir. Hinir, sem fátækir eru, — fátækir vegna ómegðar, vegna þess, að þeir eru að ala upp kom- andi kynslóð, sem skortir mat, eldivið og klæðnað — þeir verða hundruðum saman, að sætta sig við úrkastið úr húsnæðinu, og miklu minna húsnæði en svo, að heilsa fullorðinna afbeii það, hvað þá heilsa barna. Er nú unt að hugsa sér öfugri uppeldis-aðferð en þessi er? Er unt að hugsa sér greipilegra kæruleysi um velferð næstu kyn- slóðar? Er ekki full greinilegt, að með þessu er unníð að afturför og úrkynjun þess lýðs, sem bæinn byggir ? G. „Allir úryflrdóminum“. Morg- unblaðið í gær segir, að Krist- ján Jónsson dómstjóri og Eggert Briem og „allir yfirdómararnir" hafi verið skipaðir í Hæðstarétt. í yflrrétti sitja þrír menn. Hverj- ir eru þá „allir úr yfirdóminum"? Ekki þó Halldór Daníelsson einn? Ennþá eitt dæmi um skarpleik Mbls! Kvennaskólinn var opnaður aftur á þriðjudaginn, þar eð eng- in stúlka veiktist í viðbót og skarlatssótt var á engu heimili þeirra.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.