Hagskýrslur um landbúnað

Útgáva

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1914, Síða 14

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1914, Síða 14
12 Búnaðarskýrslur 1912 á landinu 61 428 dagsláttur eða 19 604 hektarar1 2), en eftir búnaðar- skj7rslunum 1912 eru túnin 61 455 dagsláttur eða 19 613 hektarar*). Eftir þessu hefðu túnin árið 1912 að eins átt að hafa stækkað um 27 dagsláttur eða 9 hektara, en harla ósennilegt er að þau hafi ekki stækkað meira, því að árið 1911 voru samkvæmt jarðabótaskýrslum búnaðarfjelaganna grædd út tún samtals 491 dagsl. eða 124,s ha. Það virðist svo sem mestur hluti nj7ju túnanna hafi ekki verið talinn með. Yfirleitt virðist skýrslunum um túnastærðina vera töluvert á- bótavant. Sumstaðar mun ár frá ári vera talin sama túnastærð- in án tillits til nokkurra breytinga. Líklega er túnastærðin nokkru meiri heldur en skýrslurnar sýna. Styðst sú getgáta við töðufenginn af þeim. Búfróðir menn telja, að af dagsláttunni muni varla fást að meðaltali meir en 10 hestar af töðu. Árið 1912 var töðufengurinn samkvæmt búnaðarskýrslunum rúml. 700 þús. hestar og bendir það til þess, að túnin muni vera meiri en þau eru talin í skýrslunum. Kálgarðar og annað sáðland er heldur eigi svo nákvæmlega greint í búnaðarskýrslunum sem æskilegt væri. Árið 1912 vantaði skýrslu um þetta atriði úr 14 hreppum. í 2 þeirra, Óspaksej'rar- hreppi og Grímseyjarlireppi, hafa engir kálgarðar verið tilgreindir í neinni búnaðarskýrslu síðan um aldamól og hefur því verið litið svo á sem þar sjeu engir kálgarðar, en í hinum 12 hreppunum hafa verið settar tölurnar frá næstu árunum á undan, sem skýrslur eru til frá. Samkvæmt því verður stærð kálgarðanna 1912 3 466 114 fermetrar eða 347 hektarar. Samkvæmt búnaðarskýrslunum 1911 voru kálgarðar og sáðreitir það ár rúmir 335 hektarar3 * * *). Eftir jarðabótaskýrslunum 1911 hefðu átt að bætast við tæpir 15 ha og hefði því mátt búast við, að sáðreitirnir yrðu 350 ha árið 1912, en þeir eru 347. Hafa þvi eigi allir nýju sáðreitirnir verið teknir upp i búnaðarskýrslurnar. Það mun vera svo allviða um sáðreit- ina líkt og um túnin, að stærðin sje talin sú sama ár eftir ár án tillits til breytinga, og munu þeir því að líkindum vera nokkru stærri heldur en þeir eru taldir i skýrslunum. 1. í Lhsk. 1912 bls. 52 er túnnstærðin 1911 talin 61 24S dagsláttur, en það stafar af þvi, að i nokkrum hreppum (7) er túnastærðin skakt tilfærð vegna samlagningarskekna eða mis- skriftar i hreppstjóraskýrslunum. Hjer liafa þessar skekkjur verið leiðrjettar og ennfremur bætt við samkvæmt skýrslum næstu ára túnastærð 5 hreppa, sem cngin tún voru tilgreind i 1911. 2. Úr 8 hreppum vantar skýrslu um túnastærðina árið 1912. Er hún þvi sett þar eftir skýrslum næstu ára. 3. í Llisk. 1912 bls. 52 ertt kálgarðar taldir 927143 ferfaðmar (eða 329 lta), en lijer hefur verið bætt við samkvæmt skýrslum næstu ára kálgarðastærð 14 ltreppa, er skýrslu vantaði um 1911, og ennfremur hefur verið lciðrjett kálgarðastærð Eiðahrepps, sem var 3 508 ferfaðmar, en ekki 12 443 eins og stendur i Lhsk. 1912 bls. 42. Verður þá kálgarðastærðin alls 1911 945 748 ferfaðmar eða 335 ha.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.