Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1916, Blaðsíða 10
8*
Rúnaðarskýrslur 1915
II. Búpeningur.
Le bétail.
Sanikvæmt búnaðarskýrslunum hefur tala s a u ð f j e n a ð a r í
fardögum 1915 verið alls 556 þúsund. Reynslan hefur sj'nt það
undanfarið, að fjártalan í búnaðarsH'rslunum er æfinlega töluvert
of lág. Þannig reyndist sauðfjenaðurinn við fjárskoðunina veturinn
1906—07 um 109 þúsundum fleiri en fram var talið í búnaðar-
skj'rslunum vorið eftir (1907). En með því að ekki virðist ástæða
til að ætla, að framtalið muni vera betra eða lakara eitt ár lieldur
en annað, mun líklega óhætt að byggja á búnaðarskýrslunum
samanburð milli áranna um tiltölulega fjölgun eða fækkun.
Vorið 1914, eftir fjárfellinn, töldu búnaðarskýrslur sauðfjenað-
inn 585 þúsund. Hefur honum samkvæmt því fækkað faradagaárið
1914—15 um 29 þúsund eða um 5°/o. En vorið 1913 var hann talinn
635 þúsund og er það langhæsta tala, sem sauðfjenaðurinn hefur
náð samkvæmt því sem búnaðarskýrslur greina. A þessum tveim
árum hefur sauðfjenaðinum þannig fækkað um 79 þúsund, eða
álíka mikið og lionum fjölgaði á næstu fjórum árum á undan,
1909 -13. Árið 1914—15 var tíðarfar yfirleitt gott um land alt og
skepnuhöld góð. En lambadauðinn vorið áður hefur dregið mikið
úr viðkomunni og ýmsar ástæður hinsvegar valdið þvi, að lógun
fjenaðar um haustið 1914 hefur orðið með meira móti.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig sauðfjenaðurinn skiftist vorið
1915 samanborið við árið á undan.
1914 1915 Fjölgim
Ær með lömbum .. 286 414 329 213 + 15°/o
Geldar ær 114 766 68 555 -1- 40—
Sauðir og lirútar... 59 233 54 749 +- 8-
Gemlingar 124 609 103 454 +- 17-
Sauðfjenaður alls.. 585 022 555 971 +- 5°/o
Fækkunin hefur inest komið niður á gemlingunum og sauð-
unum. Þó hefur ánum líka fækkað um 3^/2 þúsund eða um læp-
lega 1%. Aftur á móti eru geldar ær ekki taldar nema Vc af ánum,
og er það álíka mikið og talið hefur verið í búnaðarskýrslunum
1913, en árið 1914 var alveg sjerstakt að því leyti, að þá voru
geldar ær taldar framundir þriðjungur af ánum.
Sauðfjenu hefur ekki fækkað jafnmikið f öllum landsfjórðung-
um, svo sem sjá má á eftirfarandi yfirliti: