Hagskýrslur um landbúnað - 01.02.1916, Blaðsíða 15
Búnaðarskýrslur 1915
13*
A Suður- og Vesturlandi hefur töðufengur verið í meðallagi og
útheyskapur í betra lagi. Á Norður- og Austurlandi hefur töðufengur
aftur á móti verið töluvert minni en i meöallagi og á Norðurlandi
hefur útheyskapurinn líka verið tæplega í meðallagi, en á Austur-
landi liefur hann aftur á móti verið í góðu meðallagi.
Uppskera af jarðeplum hefur orðið 24 þúsund tunnur árið
1915. Er það miklu meira en næsta ár á undan, en þó fyrir neðan
meðaluppskeru næstu 5 ára á undan, sem var 26 þúsund tunnur.
Uppskera af rófum og næpum hefur aftur á nióti verið með
mesta móti, 19 þús. tunnur, þar sem meðaltal undanfarinna 5 ára
var að eins 13 þús. tunnur.
Mótekja hefur verið 313 þús. hestar árið 1915 og er það
miklu meira en að undanförnu. Árið 1914 var mótekjan 251 þús.
hestar, en árin 1910—14 að meðallali 261 þús. hestar. Hrísrif
hefur líka verið meira 1915 heldur en undanfarin ár, 15 þús. hestar.
Árin 1910—14 var það að meðaltali 12 þús. hestar.