Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1919, Blaðsíða 13
9
Búnaðarskýrslur 1917
11
Á öllu landinu hefur heyskapur 1917 orðið belri en að meðal-
tali næstu 5 árin á undan. Þó hefur töðufengur á Suðurlandi orðið
töluvert rýrari, en útheyskapur aftur á móti töluvert betri.
Uppskera af jarðeplum hefur orðið 30 þús. tunnur árið
1917. Er það miklu meira en meðaluppskera næstu 5 ára á undan,
sem var 24 þús. tunnur. Þó hefur uppskeran ekki orðið fyllilega
eins mikil eins og árið 1912, er liún nam 33 þús. tunnum. Upp-
skera af rófum og næpum var 16 þús. tunnur árið 1917. Er
það álika og árið á undan, en meira en meðaluppskera undanfar-
inna 5 ára, sem var 14 þús. tunnur.
Mótekja hefur verið miklu meiri árið 1917 heldur en undan-
farin ár, 431 þús. liestar á móts við 324 þús. hesta árið áður og
285 þús. hesta að meðaltali 5 næstu ár á undan. í öllum sýslum á
landinu hefur mótekjan verið meiri árið 1917 heldur en árið á
undan og sumstaðar er munurinn mjög verulegur, en mest kveður
þó að því í kaupstöðunum, einkum Reykjavík og Akureyri, enda
liefur kolaskorturinn þar verið tilfinnanlegastur. Hrisrif liefur líka
verið miklu meira árið 1917 heldur en áður, 26 þús. hestar á móts
við 15 þús. árið 1916 og 14 þús. hesta að meðaltali næstu 5 árin
á undan. í öllum sýslum, þar sem um það er að gera, hefur það
verið meira árið 1917 heldur en árið áður.
IV. Jarðabætur.
Améliorations introduites aux fermes.
Jarðabótaskýrslurnar eru teknar eftir skýrslum búnaðarfjelag-
anna, sem þau senda stjórnarráðinu, en það miðar úthlutunina á
styrk þeim til búnaðarfjelaganna, sem veiltur er í fjárlögunum, við
jarðabætur þær, sem unnar hafa verið i hverju búnaðarfjelagi næsta
almanaksár á undan úthlutuninni. í þeim hreppum, þar sem bún-
aðarfjelög eru, mun mega gera ráð fyrir, að langmeslur hlutinn af
þeim jarðabótum, sem unnar eru, sjeu gerðar innan búnaðarfjelags-
ins, og að skýrsla búnaðarfjelagsins sje þá fullnægjandi skýrsla um
jarðabætur í hreppnum. En í sumum hreppum er ekkert húnaðar-
fjelag, og eins er svo að sjá sem búnaðarfjelög í sumum lireppum
sendi eigi æfinlega skýrslu. En eftir því, sem menn segja, sem
kunnugir eru búnaðarliáltum víðsvegar um land, mun mjög lítið
kveða að jarðabótum í þeim lireppum, þar sem ekkert búnaðar-
fjelag er til. Og þar sem búnaðarfjelag er til, en ber sig ekki eftir
jarðabótastyrknum með því að senda skýrslu, mun líka óhætt að