Hagskýrslur um landbúnað

Issue

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1925, Page 15

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1925, Page 15
Búnaðarskýrslur 1923 11 í öllum landshlutum hefur töðufengurinn orðið töluuert meiri árið 1923 heldur en meðaltal áranna 1918—22. Aftur á móti hefur úthey- skapurinn í öllum landshlutum orðið miklu minni, nema á Suðurlandi hefur hann verið svipaður. Uppskera af jarðeplum varð með meira móti þetta ár, 27 þús. tunnur. Er það miklu meira en uppskeran árið á undan, sem var að eins 22 þús. tunnur, og nokkru meira en meðaluppskera 5 næstu ár- anna á undan (1918—22), sem talin var 25 þús. tunnur. — Uppskera af rófum og næpum var 11 þús. tunnur árið 1923, en 9V2 þús. tunnur árið á undan og ekki nema 9 þús. tunnur að meðaltali árin 1918—22. Mótekja hefur verið 370 þús. hestar haustið 1923. Er það álíka eins og árið á undan, er hún var 377 þús. hestar, en miklu minna en meðaltal 5 áranna á undan, sem var 456 þús. hestar. — Hrísrif hefur verið 21 þús. hestar árið 1923. Er það heldur minna en meðaltal áranna 1918—22 sem var 22 þús. hestar. Árið 1922 var það þó ekki nema 20 þús. hestar. IV. Jarðabætur. Améliorations introduites aux fermes. Jarðabótaskýrslurnar eru teknar eftir skýrslum búnaðarfjelaganna, sem þau senda stjórnarráðinu, en það miðar úthlutunina á styrk þeim til búnaðarfjelaganna, sem veittur er í fjárlögunum, við jarðabætur þær, sem unnar hafa verið í hverju búnaðarfjelagi næsta almanaksár á undan út- hlutuninni. I þeim hreppum, sem búnaðarfjelög eru í, mun mega gera ráð fyrir, að langmestur hlutinn af þeim jarðabótum, sem unnar eru, sjeu gerðar innan búnaðarfjelagsins. En í sumum hreppum er ekkert bún- aðarfjelag og eins er svo að sjá sem búnaðarfjelög í sumum hreppum sendi eigi æfinlega skýrslu. En lítið mun kveða að jarðabótum í þeim hreppum, þar sem ekkert búnaðarfjelag er til. Og þar sem búnaðarfjelag er til, en ber sig ekki eftir jarðabótastyrknum með því að senda skýrslu, mun líka óhætt að gera ráð fyrir, að mjög litlar jarðabætur muni vera gerðar, og ef þær eru nokkrar, munu þær sennilega teknar til greina, þegar fjelagið sendir næst skýrslu. Vfirlitsskýrslan eftir sýslum um jarðabætur búnaðarfjelaganna (tafla VI, bls. 19—23) hefur verið gerð jafn nákvæm og sundurliðuð eins og skýrslurnar frá búnaðarfjelögunum eru, en skýrslurnar um jarðabætur ein- stakra fjelaga (tafla VII, bls. 24—33) hafa verið dregnar nokkuð saman, svo að þær eru ekki eins mikið sundurliðaðar. Síðustu árin hefur tala búnaðarfjelaga, sem styrk hafa fengið,

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.