Hagskýrslur um landbúnað

Eksemplar

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1927, Side 11

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1927, Side 11
Búnaðarskýrslur 1925 9 kálgarðastærðin allsstaðar tekin eftir túnmælingunum, þar sem þær liggja fyrir, en þar sem þær þrýtur er stærðin tekin eftir upplýsingum þeim um stærðina, sem eru í búnaðarskýrslunum. í þeim hreppum, sem túnmæl- ingar eru ókomnar úr, vísast í neðanmálsgrein til þess árs búnaðarskýrsln- anna, sem stærðin er tekin eftir. Þar sem mælingar þær, sem komnar eru, ná aðeins yfir nokkurn hluta af hreppnum, er merkið - sett við túnstærðina og er þá það sem á vantar tekið eftir búnaðarskýrslunum. Samkvæmt skýrslunum, eins og þær birtast hjer, er túnstærðin 22 923 hektarar, en kálgarðar 492 hektarar. III. Jarðargróði. Produits des récoltes. Samkvæmt búnaðarskýrslunum hefur heyskapur að undanförnu verið: Taöa Úthey 1901—05 meðaltal .... 609 þús. hestar 1 253 þús. hestar 1906 — 10 — .... 623 — — 1 324 — — 1911—15 — .... 667 — — 1 423 — — 1916—20 — .... 597 — — 1 472 — — 1920—24 — .... 698 — — 1 290 — — 1924 ............... 693 — — 1 262 — — 1925 ............... 853 — — 1 596 — — Árið 1925 hefur heyskapur orðið mjög góður. Samanborið við meðaltal 5 næstu áranna á undan varð töðufengurinn 22 % meiri og útheyið 24 °/o meira. Og í samanburði við næsta ár á undan (1924) var munurinn heldur meiri. 2. yfirlit (bls. 10*) sýnir heyskapinn í hverjum landshluta fyrir sig. í öllum landshlutum hefur bæði töðufengur og úthey orðið meira árið 1925 heldur en meðaltal áranna 1920—24 og víðasthvar miklu meira. En mestur er munurinn á Suðvesturlandi. Uppskera af jarðeplum varð óvenjulega mikil 1925, 34 þús- tunnur. Árið næst á undan var hún 25 þús. tunnur og meðaluppskera 5 næstu áranna á undan (1920—24), aðeins 24 þús. tunnur. — Uppskera af rófum og næpum var líka með mesta móti árið 1925, 12 þús. tunnur, en aðeins 9 þús. tunnur árið 1924 og að meðaltali árin 1920—24. Mótekja 300 þús. hestar haustið 1925. Er það miklu minna en meðaltal 5 áranna á undan, sem var 389 þús. hestar og líka töluvert minna heldur en árið 1924, er mótekja var 353 þús. hestar. — Hrísrif

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.