Hagskýrslur um landbúnað

Eksemplar

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1927, Side 18

Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1927, Side 18
16 Búnaðarskýrslur 1925 hvert dagsverk, til túnræktar 1 kr. á dagsverk og til garðræktar 80 au. á dagsverk. Þó fær enginn styrk á fyrstu 10 dagsverkin, sem hann vinnur á ári að túnrækt, fyrir hvern verkfæran mann, sem hann hefur í heimili til vinnu. Tala styrkþega var alls 2 280 og hafa því komið rúml. 77 kr. á hvern -styrkþega að meðaltali. Hvernig tala styrkþega, dagsverkatala við þessar jarðabætur og sfyrksupphæðin skiftist á sýslurnar, sjest á 3. yfirliti, sem gert hefur verið af Búnaðarfjelaginu. — Auk þessa styrks var 20 þús. kr. sfyrkur veittur á fjárlögunum fyrir árið 1926 til búnaðar- fjelaga í hlutfalli við aðrar jarðabætur unnar árið 1925. I 4. yfirliti, sem einnig er gert af Búnaðarfjelaginu, sjest hve miklar jarðabætur taldar í dagsverkum hafa verið gerðar á kirkjujörðum og þjóðjörðum árið 1925 er metnar hafa verið til jarðarafgjalds. Hafa það verið alls 4 768 dagsverk á 92 kirkjujörðum og 805 dagsverk á 20 þjóðjörðum. Koma þá að meðaltali 52 dagsverk á hverja kirkjujörð, en 40 dagsverk á hverja þjóðjörð, þar sem jarðabætur hafa verið gerðar til landskuldargreiðslu. Dagsverkið er hjer metið eftir verðlagsskrá í hverri sýslu, en aðeins 2b upphæðarinnar telst landskuldargreiðsla. A sumum jörðum hafa jarðabæturnar orðið það miklar, að 2b verðs þeirra þannig reiknað nemur meiru en afgjald eins árs og gengur þá afgangurinn upp í afgjald næsta árs á eftir. A sumum jörðum hefur líka verið slíkur afgangur frá fyrra ári og sýna því landsskuldatölurnar í töflunni ekki, hvað mikil landsskuld hefur verið greidd á árinu með jarðabótum.

x

Hagskýrslur um landbúnað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um landbúnað
https://timarit.is/publication/1125

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.