Hagskýrslur um landbúnað - 01.01.1947, Qupperneq 14
Búnaðarskýi'slui1 1 !)4á
12*
Árið 1945 hefur framteljendum alls húpenings fækkað, en meðaltal
nautgripa og sauðfjár á hvern framteljanda hefur hækkað. Hænsnafram-
teljendur hal'a hér um hil staðið í stað, en hænsnalalan hefur hækkað tölu-
vert, og koma þvi fleiri hænsni á hveru frainteljanda.
II. Ræktað land.
Terrain cultivé.
Túnastærðin er lalin liér í skýrslunuin að mestu eftir því, sem
tilgreint er í Fasteignabók fyrir árið 1950, að viðbættri nýrækt samkvæmt
jarðabótaskýrslum síðan. Sjá um það nánar i Búnaðarskýrslum 1930
bls. 8*—9*. Síðar var gerð gangskör að því að leiðrétta túnastærðina
1936, þar sem hún virtist tortryggileg í samanburði við heyfenginn, og
notið við það aðstoðar Búnaðarfélagsins. 1944 hefur túnastærðin alls á
landinu verið talin 37 712 hektarar, en árið 1945 38 484 hektarar.
Slærð m a t j u r t a g a r ð a var talin alls 839 ha. árið 1944, en 813 ha.
árið 1945.
Þar sem tölur um garðastærðina vantaði í skýrslur hreppstjóranna,
eða þær hafa þótt grunsamlegar, hefur verið hyggt á eldri tölum, að við-
hæltu % af nýjum matjurtagörðum samkv. jarðabótaskýrshun. Eru töl-
urnar þá merktar með athugasemd um, að þær séu áadlaðar.
III. Jarðargróði.
Produit des récoltes.
í húnaðarskýrslunum er hæði hey, mór og hrís gefið upp i hestum.
En hesturinn af hverju þessu er misþungur, og einnig er töðuhesturinn,
útheyshesturinn o. s. frv. misþungur á ýmsum stöðum. Fer það nokkuð
eftir landshlutum, en þó getur munað töluverðu á nágrannahreppum og
jafnvel á bæjum í sama hreppi. A búnaðarskýrslueyðublöðunum hefur
því þess verið óskað, að tilgreind væri venjuleg þyngd í hreppnum á
hestinum af hverri tegund. Þetta hefur verið gert allvíða, en þó hvergi
nærri allsstaðar. Samkvæmt þessum upplýsingum hefur því siðan 1930
hestum af ölluin tegundum allsstaðar verið breytt í 100 kg hesta, en þar
sem upplýsingar hefur vantað um hestþyngdina, hefur verið farið eftir
upplýsingum fyrir nágrannahreppana eða þá, sem næstir voru með slíkar
upplýsingar. Samkvæmt þessu reyndist meðalþyngd á hesti í búnaðar-
skýrslunum 1930 þessi: