Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.02.1916, Qupperneq 16
14
Fiskiskýrslur 1914
Veið það, sem lijer cr tilfærl á nýjum fiski, er það verð, sem
botnvörpungar liafa fengið fyrir nýjan fisk seldan á Bretlandi. Er
það verð mjög breytilegt og stendur ekki í neinu beinu hlutfalli við
verð annars íiskjar.
Á flestöllum tegundum fiskjar liefur liið uppgefna verð verið
töluvert hærra árið 1914 heldur en næsta ár á undan.
B. Lifraraflinn.
Produit de foie.
í töflu X. (bls. 82) er sundurliðuð skýrsla um lifrarafla þil-
skipa árið 1914, en uin lifrarafla bála er skýrsla i töflu XI og Xlf
(bls. 33—36).
Alls var lifraraflinn árið 1914 sam kvæmt skýrslunum :
Hákarls- Önnur lifur Lifur
lifur (aðall. þorskl.) alls
Á botnvörpunga 10 403 hl 10 403 hl
- önnur þilskip . 1 787 bl 879 — 2 666 —
- mótorbáta 8 254 — 8 254 —
- róðrarbáta 4 694 — 4 694 —
Samtals . 1 787 bl 24 230 hl 26 017 hl
Á undanförnum árum hefur lifraraflinn alls numið því, sem
bjer segir:
Ilákarls- Önnur lifur I.ifur
lifur (aðall. þorskl.) alls
1897-1900 meðattal 16 982 lil 7 006 lil 23 988 bl
1901—1905 — 13 070 — 10 683 — 23 753 —
1906—1910 — 10 096 — 17152 — 27 248 -
1909—1913 — 8 033 — 23 859 — 31 892 -
1913 4128 — 24 092 — 28 220 —
1914 1 787 — 24 230 — 26 017 -
Hákarlslifrin fer árlega þverrandi enda eru hákarlaveiðar að
minka. Árið 1914 var aflinn af hákarlslifur meir en helmingi minni
heldur en árið á undan og ekki nema rúml. Vio a f því, sem aflað-
ist af henni næstu árin fyrir aldamótin. Aflur á móti hefur aflinn af
annari lifur (sem mest öll er þorskalifur) aukist. Þó vantar liklega
mjög mikið á, að alt komi í skýrslurnar sem þar á að vera.
Verð lifrarinnar, sem á þilskip aflaðist 1914, hefur verið gefið
upp í skýrslunum, svo sem sjá má í töflu X. (hls. 32). Samkvæmt
skýrslunum liefur meðalverðið á hákarlslifrinni verið kr. 13.79 hektó-
lítrinn, en á annari lifur kr. 7.03. Ef gerl er nú ráð fyrir sama verði
á þeirri lifur, sem á báta aflaðist, verður verð alls lifraraflans árið
1914 svo sem bjer greinir: