Hagskýrslur um fiskveiðar

Issue

Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1917, Page 20

Hagskýrslur um fiskveiðar - 01.01.1917, Page 20
18 Fiskiskýrslur 1815 Enda þótt skipin, sem síldveiði stunduðu, hafi verið meir en helm- ingi fleiri árið 1915 heldur en árið 1914, hefur komið meiri síldar- afli á hvert skip að meðaltali árið 1915 heldur en árið á undan. Meðalafli á hvert skip hefur verið: 1914 1915 Botnvörpuskip.................... 6 250 hl 4 300 hl Önnur þilskip.................. 1 020 — 1 403 — Sildveiðaskip alls.. 2 276 hl 2~612 hl Á botnvörpuskipin hefur meðalsíldaraflinn verið töluvert minni árið 1915 heldur en árið á undan. í töflu XIV (bls. 40) er gefið upp verð á síldarafla þilskipanna árið 1915 og lalið, að það hafi numið þvi sem hjer segir: Botnvurpuskip Önnur þilskip Piiskip alls Söltuð sild.............. 1 260 þús. kr. 432 þús. kr. 1 692 þús. kr. Ný sild.................. 232 — — 339 — — 571 - — Samtals 1915.... 1 492 þús. kr. 771 þús. kr. 2 263 þús. kr. 1914.. .. 250 - — 168 — — 418 — — 1913.. .. 215 — — 160 — — 375 — — 1912.. .. 93 — — 146 — — 239 — — Samkvæmt þessu hefur verðhæð sildaraflans verið meir en fimmförd á móts við árið á undan. Stafar það ekki aðeins af meiri afla heldur ennþá meir af miklu hærra verði á sildinni. Meðalverð- ið á hektólítra, sem upp hefur verið gefið í skýrslunum, hefur verið á söltuðu síldinni kr. 24.55 úr bolnvörpungunum, en kr. 40.42 úr öðrum þilskipum, og á nýju sildinni kr. 6.71 úr bolnvörpungum, en kr. 9.28 úr öðrum þilskipum. III. Arður af hlunnindum. Produit du la péche inleríeure, la chasse aux phoques el l’oisellerie. A. Hrognkelsaveiði. La pcclie du lompe. Um hrognkelsaafla var fyrsl getið sjerstaklega i skýrslum 1913. Sundurliðaðar skýrslur um aflann 1915 eru í löflu XVI og XVII (bls. 44—56). Samkvæmt þvi var hrognkelsaaflinn á öllu landinu 239 þúsund á móts við 1.50 þúsund árið áður. En sjálfsagt má gera ráð fyrir, að skýrslurnar um þenna afla sjeu ekki enn komnar i fast horf, og aðallmikið af hrognkelsaaflanum vanti í þær.

x

Hagskýrslur um fiskveiðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um fiskveiðar
https://timarit.is/publication/1127

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.