Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1938, Síða 26
24
Mannfjöldaskýrslur 1931—1935
A því timabili, sem yfirlit þetta nær yfir, hefur frjósemi giftra
kvenna minkað í öllum aldursflokkum, nema í hinum yngsta (16—19
ára), þar hefur hún aukist töluvert. Eins er um ógiftu konurnar. í eldri
aldursflokkunum hefur frjósemin minkað, en aukist í tveim hinum
yngstu. Mest er frjósemi giftra kvenna í yngsta aldursflokknum og fer
svo minkandi með aldrinum. En meðal ógiftra kvenna er frjósemin mest
á aldrinum 25—29 ára, en minkar bæði upp á við og niður á við.
5. Kynferði fæddra.
Naissances par se.rc.
Þau 13 461 börn, sem fæddust árin 1931—35, skiftust þannig eftir
kynferði, að 6 980 voru sveinar og 6 481 meyjar. Af hverjum 1 000 börn-
um voru þannig 518 karlkyns, en 482 kvenkyns. Á næsta 5 ára tíma-
bili á undan (1926—30) voru 514 af 1 000 karlkyns, en 486 kvenkyns.
Undanfarið hafa annars kynferðishlutföll fæddra barna verið svo sem
hér segir:
Tala sveina af 1000
lifandi fæddra andv. fæddra fæddra alls
1876-85 614 514
1886—95 547 510
1896—05 572 516
1906—15 517 572 519
1916—25 518 530 518
1926—35 575 516
Af andvana fæddum eru tiltölulega fleiri sveinar heldur en af lif-
andi fæddum. Sýnir það, hættara en lífi meyja. að þegar á undan fæðingunni er lifi sveina
6. Andvana fæddir.
Mort-nés.
Af þeim 13 461 börnum, sem fæddust árin 1931—35, voru 13 179
fædd lifandi, en 282 andvana. Hafa þannig 21 af hverjum 1 000 börn-
um verið fædd andvana. Á næsta 5 ára tímabili á undan (1926—30)
voru 26 andvana fædd börn af hverjum 1 000. Andvana fæddum börnum
hefur fækkað tiltölulega síðan um aldamót, svo sem sjá má á eftirfar-
andi yfirliti:
Tala andvana fæddra af 1000 fæddum
sveinuin meyjum sveinum og meyjum
1876—85 .... 41 27 34
1886 95 .... 38 33 36
1896—05 .... 27 31
1906—15 .... 27 30
1916—25 .... 26 27
1926-35 .... 20 23
\