Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Síða 13
DV Helgarblað föstudagur 11. júlí 2008 13 bombuna og söngkonuna Nelly Furtado en fregnir þess efnis bár- ust á síðasta ári en hann á að hafa hitt hana á Ibiza þar sem hann var búsettur. Hann vildi ekki tjá sig um það á sínum tíma. Síð- an var hann eini Íslendingurinn sem var viðstaddur jarðarför Pa- varottis. Síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri Gufu ehf. sem endurreisti gömlu gufuböðin á Laugarvatni og síðan var hug- myndin að hafa tyrknesk böð í bland við það. Bláa lónið tók yfir reksturinn fyrir um tveimur árum og hefur Þorsteinn ekki komið nálægt því síðan þá. Flókið smygl Fáir virðast vita eitthvað um einkahagi Þorsteins. Flestir þekkja hann, aðrir hafa heyrt af honum, en enginn átti von á því að hann myndi tengj- ast mesta fíkniefnasmygli sem um getur í Íslandssög- unni. Lögregluna grunar að sá sem er ábyrgur fyrir inn- flutningnum hafi ekki flutt inn slíkt magn í fyrsta skiptið. Þá eru einnig sérfróðir vissir um að ef menn ætla að kaupa tvö hundruð kíló af hassi þurfi þeir að þekkja vel til í undirheimum Hollands. Flóknara sé hins vegar að dreifa efnunum, til þess þurfi gríðar- góð tengsl og skipulag. Nokkuð sem menn þróa með sér í gegn- um árin. Hitt er ljóst að athafnamað- urinn Þorsteinn virðist hafa lifað tvöföldu lífi. Annars vegar sem hinn heilbrigði og heillandi Þor- steinn Kragh og svo hugsanlega myrku lífi eiturlyfjasalans. TvöfalT líf ÞorsTeins Kragh Pavarotti Þorsteinn Kragh var eini íslendingurinn sem var við jarðarför Pavarottis. Þorsteinn Kragh Hefur lifað ótrúlega viðburðaríku lífi. Bókaði Bubba Þorsteinn var umboðsmaður Bubba Morthens í mörg ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.