Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.07.2008, Blaðsíða 22
föstudagur 11. júlí 200822 Umræða DV Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir ritStjórar: jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is og reynir traustason, rt@dv.is fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DrEifingarStjóri: jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Samfylkingin hefur ítrekað verið gagnrýnd fyrir að rjúfa þagnarbandalagið og taka þátt í umræðunni. Þagnarbandalagið rofið Leiðari Þögnin er verðmæt fyrir valda-menn. Engar fréttir eru góð-ar fréttir, fyrir þá. Meira að segja hól er hættulegra stjórnmála- mönnum heldur en þögnin, því hægt er að breyta því í satíru. Tjáningarfrelsið er hins vegar verðmætt fyrir fólkið í landinu, hvort sem það vill tjá sig eða ekki. Það er líka nauðsynlegt stjórnarandstæðingum sem vilja bjóða ríkjandi valdi byrginn. Frjáls tjáning er kjarni lýðræðisins, og það er forsenda þess að fólk geti öðlast hamingjuríkt líf. Nýlega hafa komið upp nokkur dæmi þar sem menn eru gagn- rýndir fyrir að rjúfa þagnarbandalag valdamanna. Þetta þagnar- bandalag varð til í stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins undir handleiðslu Davíðs Oddssonar. Sá síðasti til að rjúfa þagnarbandalagið er Árni Johnsen. Hann tjáði sig um uppruna Baugsmálsins og hefur mætt ískaldri þögn frá valda- mönnum, en harðri gagnrýni frá stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins. „Ég held að þessi maður ætti að hafa vit á því að halda kjafti,“ sagði yfirmaður á Morgunblaðinu af þessu tilefni. Árni hafði framið einhverja stærstu synd Sjálfstæðisflokksins með því að tjá sig á gagnrýninn hátt um yfirvaldið. Samfylkingin hefur ítrekað verið gagn- rýnd fyrir að rjúfa þagnarbandalagið og taka þátt í umræðunni. Það virðist hafa verið ætlast til þess að Samfylkingin við- héldi þagnarbandalaginu líkt og Fram- sóknarflokkurinn. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra orðaði það sjónarmið í viðtali við Rás 2 að eina lausnin undan krónískum gengissveiflum og afleiðingum þeirra væri aðild að Evrópusambandinu. Því ætti Sjálfstæðisflokkurinn fyrr eða síðar að horfa til þess. Björgvin var gagnrýndur af Birni Bjarnasyni fyrir þetta. Hann var líka gagnrýndur harðlega af Valgerði Sverrisdóttur, varaformanni Framsóknarflokksins, sem útskýrði gildi þagnarbandalagsins. Ástæða gagnrýni hennar var að slík tjáning væri ekki eðlileg af stjórnmálamanni í ríkisstjórn. Hún heiðrar enn þagnarbandalag- ið umfram allt, en það er torséð hvernig það þjónar hagsmunum almennings ef flokkar sem fengu tvo þriðju hluta allra atkvæða í kosningum hætta allri rökræðu. Það var aldrei hluti af hugmynda- fræðinni að lýðræðið fengi fjögurra ára hlé á milli kosninga. Það eru hinir ósammála sem drífa áfram umræðuna sem knýja hjól lýðræðisins. Heill sé þeim fyrir það eitt að rjúfa þögnina. Þeir munu hins vegar búa við árásir þagnarbandalagsins. DómstóLL götunnar Á að leyfa nýbyggingar Á Þingvöllum? „nei, alls ekki, þetta er þjóðgarður okkar íslendinga og það á ekkert að raska honum. stækkanir á sumarbú- stöðum finnst mér að eigi alls ekki að leyfa.“ Rakel Bergsdóttir, 43 ára atvinnurekandi „nei, mér finnst það skemma staðinn. Ég veit ekki um stækkanir á bústöðum sem eru fyrir, ég hef enga skoðun á því.“ Guðrún Bjarnadóttir, 79 ára húsmóðir „nei, það finnst mér ekki, þetta er helgur staður hjá þjóðinni og á að vera það áfram án húsbyggjenda sumarbú- staða.“ Ólafur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Bergvíkur „nei, alls ekki, þetta er þjóðgarður, það eiga bara að vera þjóðminjar þar en ekki sumarbústaðir. Það er í lagi með þá sumarbústaði sem eru þarna fyrir, en það á ekki að fjölga þeim.“ Gunný Gunnarsdóttir, 66 ára húsmóðir sanDkorn n Ólgan fer vaxandi innan Sjálfstæðisflokksins vegna aðgerðaleysis Geirs Haarde forsætisráðherra sem læt- ur höfuðfjendur sína á borð við þann umboðslitla Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra vaða uppi óáreittan. Innan flokksins er að mynd- ast blokk ungs og efnislegs fólks sem telur fyllilega tíma- bært að skipta út forystunni eins og hún leggur sig og skipa til verka nýja menn sem til þess eru betur fallnir. Nafn Bjarna Benediktssonar al- þingismanns kemur stöðugt upp í umræðunni sem arftaki Geirs. n Björn Bjarnason er ekkert á þeim bux- unum að fara sjálf- viljugur úr embætti þótt talið sé að hon- um sé ætl- að að víkja á miðju kjörtíma- bili. Mest af orku ráðherrans fer nú í að halda því á lofti að Jóhannes Jónsson í Bón- us vilji að almenningur grípi til vopna til að koma sér og Haraldi Johannessen ríkis- lögreglustjóra úr embættum. Víst er að margir vilja ríkis- lögreglustjórann út í hafsauga um leið og Björn en Haraldur er af mörgum talinn á meðal spilltustu embættismanna. n Þótt umtalsverð ró sé yfir Samfylkingunni sem í stjórn- arsamstarfinu hefur flotið með Sjálfstæðisflokknum er undir niðri talsverð ólga. Kosningastefnan Fagra Ísland hefur reynst vera hjóm eitt og flokkurinn stendur að stór- iðjustefnu sem Framsóknar- flokkurinn stæði fullsæmdur af. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir umhverfisráðherra hefur fengið það hlutverk að staðfesta framkvæmdir sem flokkast undir stóriðju og er talin vera veikasti ráðherrann í stjórninni. Nú eru uppi hug- myndir um að réttast væri að skáka henni yfir í stól forseta þingsins þegar Samfylkingin fær það embætti á næsta ári. n Fari svo að Þórunn verði for- seti Alþingis er nokkuð ljóst að það verður Katrín Júlíusdóttir alþingismaður sem tekur við ráðherrastóli hennar en Katrín var sæti ofar en Þórunn á lista Samfylking- ar í Kragan- um. Flokk- urinn er bundinn af kynjakvóta. Fari svo að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður skipti út karli eru yf- irgnæfandi líkur á að Kristján Möller samgönguráðherra taki pokann sinn en honum hafa verið mislagðar hendur við stjórnsýslu sína. Virða ber það við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra að hann held- ur öðrum ráðherrum fremur uppi merkjum umræðustjórnmála. Nema ef vera kynni að Össur Skarphéðins- son stæðist honum snúning. Það er auðvelt fyrir kjósendur að vita hvar þeir hafa Björn. Hann bregst alltaf við. Hann er kannski ekki fram- sýnt leiðtogaefni með frumkvæði en bregst gjarnan við frumkvæði ann- arra. Sáldrar hrósi, athugasemdum eða jafnvel svívirðingum um menn og málefni. Út á þetta ganga svo sem mannleg samskipti á netinu. Að ræð- ast við. Það hefur Björn gert lengur en flestir aðrir. Það vekur aftur á móti bjánahroll þegar menn hafa skoðanir á öllu eins og Björn ráðherra virðist stundum hafa. Félagi hans og foringi heima- stjórnararms Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hefur þó vit á því að þykjast til dæmis ekki meiri en lækn- arnir sem fundu æxli í hálsi hans árið 2004 og skáru hann upp. Um þetta geta menn lesið í ágætu viðtali Þor- gríms Þráinssonar í nýjasta tölublaði Heilbrigðismála. Maður bíður eiginlega eftir því að ofstækið verði slíkt að Björn geti ekki gengið um borð í flugvél án þess að ganga fyrst úr skugga um að flugstjór- inn sé með rétt flokksskírteini. „Óvenjulegur illvilji“ Björn var til dæmis þykkjuþung- ur þegar hann lagði orð í belg um tvær greinar dr. Svans Kristjánsson- ar, stjórnmálfræðiprófessors við Há- skóla Íslands, á dögunum um Hann- es Hólmstein Gissurarson, umdeilda flokksráðningu hans til HÍ fyrir um 20 árum og síðar afglöp hans í ritsmíð- um um Halldór Laxness sem hann hlaut dóm fyrir. Björn skrifaði á vefsíðu sína 21. júní síðastliðinn: „Svanur Kristjáns- son prófessor hefur ritað tvær grein- ar í Fréttablaðið til að ófrægja Hannes Hólmstein Gissurarson, prófessor og samkennara sinn við félagsvísinda- deild Háskóla Íslands. Jafnframt hef- ur Svanur veist að Ólafi Þ. Harðarsyni, prófessor við sömu deild, auk þess að gagnrýna Kristínu Ingólfsdótt- ur, rektor Háskóla Íslands. Á bak við þessi skrif býr óvenjulegur illvilji. Ég hef ekki kynnt mér önnur skrif Svans á fræðasviðinu en þau, sem snerta embætti forseta Íslands. Þau ná ekki máli, heldur byggjast á annarlegum sjónarmiðum eins og skrif Svans um Hannes Hólmstein.“ Björn Bjarnason veit greinilega ekki að heilbrigð akademía nærist á beittri gagnrýni. Líka inn á við. Hann hefði til dæmis betur kynnt sér eftir- farandi sem Svanur setti á blað í bók- inni Frá flokksræði til persónustjórn- mála árið 1994: „Kreppa hins íslenska þjóðfélags er djúptæk og stafar fyrst og fremst af breytingum á hagkerfi og samfélagi án endurnýjunar og ný- sköpunar í stjórnmálum og stjórn- kerfi landsins.“ Líf eftir Sjálfstæðisflokk Fjórtán árum síðar er að sjá sem Svanur hafi haft á réttu að standa. Og meira en það, því enn búa menn við þá stjórnmálakreppu á Íslandi að hafa menn eins og Björn Bjarna- son í ríkisstjórn. Hann er til dæmis sami stjórnmálamaðurinn og sá sem árið 1992 skrifaði um vaxtarbrodd- inn í Evrópusambandinu sem við Ís- lendingar þyrftum að huga að, ekkert síður en Finnar sem gengu í ESB árið 1995. „Margt er líkt með hagsmun- um þjóðanna, þegar litið er til Evr- ópusamstarfsins,“ sagði Björn þá en sneri við blaðinu og hefur verið kjark- laus dragbítur á framþróun íslenskra stjórnmála allar götur síðan. Hann hótar til dæmis klofningi Sjálfstæðisflokksins ef sótt verði um aðild að ESB. Margir telja að Samfylkingin geti ekki „landað“ aðild að ESB án Sjálf- stæðisflokksins. Því verði Samfylk- ingin að bíta í skjaldarrendur og bíða átekta eftir að menn eins og Björn Bjarnason hverfi aftur til skoðana sem hann hafði 1992 og Davíð Odds- son hélt á lofti fyrir 1990 þegar hann vildi ganga í Evrópusambandið. Þetta er áreiðanlega vitleysa. Lýð- ræðisást stjórnarandstöðuflokkanna er slík að þeir vilja ólmir komast í stjórn með Samfylkingunni til þess að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu kjósenda um aðild að ESB. Lýðræðis- ást Steingríms J., Guðna og Guðjóns er meiri en svo að þeir neiti þjóðinni um slíka atkvæðagreiðslu strax árið 2010. Með samvinnu stjórnarandstöð- unnar og Samfylkingarinnar linnir fyrst stjórnmálakreppunni sem Svan- ur ræddi og útskýrði þegar árið 1994. Björn í híði – svanur í ham JÓhann haukSSon útvarpsmaður skrifar Björn Bjarnason veit greinilega ekki að heil- brigð akademía nærist á beittri gagnrýni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.