Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Side 2
mánudagur 18. ágúst 20082 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
„Okkur líður nokkuð vel miðað
við aðstæður,“ segir unnusti konu
sem var nauðgað af yfirmanni sínum
á Skagaströnd í vikunni. Maðurinn
er enn í haldi lögreglunnar og hefur
verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Eins og DV greindi frá á föstudaginn
þá lokkaði maðurinn, sem er á sjö-
tugsaldri, konuna heim til sín undir
því yfirskini að vinnu væri að hafa.
Þar á maðurinn að hafa nauðgað
konunni, sem er á þrítugsaldri. Kon-
an reif sig lausa frá honum að sögn
unnustans og komst út úr húsinu.
Þaðan hélt hún heim til unnustans
sem fór með hana rakleiðis til lög-
reglunnar á Blönduósi. Hún gekkst
síðan undir læknisskoðun bæði á
Blönduósi og síðan Akureyri.
Yfirlögregluþjónninn Daníel
Guðjónsson staðfesti að málið væri í
rannsókn hjá lögreglunni á Akureyri
þó málið hefði komið upp á Skaga-
strönd.
„Við bíðum bara eftir lausn mála
en við ætlum bara að halda áfram
með okkar líf,“ segir unnustinn en
hann gaf lögreglunni skýrslu nýver-
ið. Unnusta hans hefur fengið nýjan
réttargæslumann en liggur nú fyr-
ir og reynir að jafna sig eftir meinta
árás. Unnustinn segist sjálfur mjög
reiður vegna málsins.
Það skal þó tekið fram að í frétt
sem birtist á föstudag kom fram að
maðurinn væri eigandi fyrirtækisins
þar sem konan vinnur íhlaupavinnu.
Það er ekki rétt. Maðurinn er hins
vegar starfsmaður þar.
Hinn meinti nauðgari situr enn í
varðhaldi.
valur@dv.is
Ung kona jafnar sig eftir kynferðisbrot:
Meintur nauðgari í gæsluvarðhaldi
Fórnalamb jafnar sig Kona
sem hefur kært yfirmann sinn
fyrir nauðgun er að jafna sig.
Innbrot í skóla
Lögreglan handtók
snemma á laugardagsmorg-
un fjóra unglingspilta grun-
aða um innbrot í Árbæj-
arskóla. Piltarnir voru í bíl
á leið frá Árbænum þegar
lögregla stöðvaði þá og færði
til yfirheyrslu. Málið er í
rannsókn en í bíl drengjanna
fannst meint þýfi.
Hanna Birna á
byrjunarreit
Samkvæmt skoðanakönnun
sem Fréttablaðið birti á sunnudag
nýtur nýr meirihluti Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks 26,2
prósenta fylgis í Reykjavík. Þetta
er svipaður stuðningur og meiri-
hluti Ólafs F. Magnússonar og
Sjálfstæðisflokks naut í upphafi
í janúar á þessu ári. 73,8 prósent
borgarbúa segjast samkvæmt
könnuninni ekki styðja nýja
meirihlutann. Í skoðanakönnun
Fréttablaðsins sögðust 46,8 pró-
sent kjósa Samfylkingu ef kosið
væri nú, 27,9 prósent Sjálfstæðis-
flokk, 17,7 prósent vinstri-græna,
4,5 prósent Framsóknarflokkinn
og 3,4 prósent F-lista. Yrði þetta
niðurstaða kosninga fengi Sam-
fylkingin átta borgarfulltrúa, Sjálf-
stæðisflokkurinn fjóra og vinstri-
grænir þrjá.
Reynt við
Marsibil
Orðrómur þess efnis að Mars-
ibil Sæmundardóttir, varaborgar-
fulltrúi Óskars Bergssonar, sé að
ganga til liðs við Samfylkinguna
komst á kreik fljótlega eftir að hún
lýsti því yfir að hún myndi ekki
styðja nýjan meirihluta Sjálfstæð-
isflokks og framsóknarmannsins
Óskars Bergssonar. Sjálf segist
Marsibil vel skilja að fólk spyrji
sig þeirrar spurningar. Hún segist
þó ekki hafa gert upp hug sinn og
ætlaði að velta stöðu sinni fyrir
sér í rólegheitum yfir helgina.
Hún segir þó eðlilegt að fólk álykti
að hún geti hugsað sér að skipta
yfir í Samfylkinguna þar sem hún
hafi viljað styðja Tjarnarkvartett-
inn auk þess sem Samfylkingin
sé augljós kostur fari svo að hún
yfirgefi sinn félagslega sinnaða
miðjuflokk. Þegar Marsibil var
spurð hvort Dagur B. Eggertsson
eða Svandís Svavarsdóttir væru
byrjuð að reyna við hana og lokka
hana í sínar raðir hló hún og sagði
að alltaf sé verið að reyna við sig.
Auglýsing
í skoðun
„Okkur bárust ábendingar
um að auglýsingarnar væru brot
á fánalögum en það þótti ekki
ástæða til að grípa til aðgerða,“
segir Gunnar Jóhannsson hjá
lögreglunni á
Akureyri um
auglýsingar
Vodafone, Skítt
með kerfið.
Málið er nú í
höndum Sýslumannsins á
Akureyri sem hyggst senda það
áfram til lögreglunnar í Reykja-
vík. Starfsmaður embættisins
segir málið svipa til kvartana yfir
áfengisauglýsingum þar sem
auglýsendur fara í kringum lögin,
ekki er full ljóst hvort þær hafi
verið ólöglegar.
VON BROTTRÆK
fRá SeyðiSfiRði
Tíkin Von á ekki sjö dagana sæla á Seyðisfirði en bæjaryfirvöld hafa gert eiganda henn-
ar, Oddnýju Lísu Ottósdóttur að fjarlægja hana úr bæjarfélaginu innan viku. Oddný
er ósátt við ákvörðunina en tíkin réðist á kött með þeim afleiðingum að hann drapst, og
var álitin hættuleg af bæjaryfirvöldum. Tíkin hefur þó aldrei gert neinum mein ef
kötturinn er undanskilinn.
„Ég er bara sár út af þessu og ég vil ekki
láta vaða yfir mig,“ segir Oddný Lísa
Ottósdóttir en hún fékk nýverið bréf
frá heilbrigðiseftirliti Austurlands þar
sem henni var gert að fjarlæga Rott-
weiler-tíkina Von frá Seyðisfirði inn-
an viku. Ástæðan er sú að tíkin Von
beit kött til bana í bakgarði Oddnýjar
og það hleypti illu blóði í bæjarstarfs-
menn. Sjálf segist Oddný hafa fengið
undarleg símtöl þar sem hún var beð-
in um að koma með Von til hundaeft-
irlitskonu bæjarins og þar átti að að
skjóta tíkina. Bæjarstjóri Seyðisfjarð-
ar, Ólafur Sigurðsson segir rétt að það
eigi að fjarlægja tíkina úr bænum en
sér enga ástæðu til þess að lóga dýr-
inu. „Það er engin ástæða til þess að
drepa hundinn,“ segir hann.
Drap kött
Upphaf málsins má rekja til þess
að Von var úti að pissa í bakgarði
Oddnýjar. Þá sá tíkin kött og réðist
á hann og beit í hálsinn. Kötturinn
drapst samstundis. Í kjölfarið fór
Oddný, sem er starfar tímabund-
ið í bænum, til nágranna síns sem
á köttinn. Hún baðst innilegrar af-
sökunar á framferði Vonar og var að
eigin sögn fyrirgefið. Nágranninn
kærði ekki kattardrápið og þar með
taldi Oddný málið úr sögunni. En
svo reyndist aldeilis ekki. Hundaeft-
irlitskona tók málið upp á sína arma
og hafði samband við Oddnýju. Að
sögn hennar vildi hundaeftirlits-
konan lóga dýrinu hið fyrsta. Sjálf
var Oddný ekki á því.
Faldi Von
„Mér brá svo mikið að ég fór með
Von í felur,“ segir Oddný en síðar kom
í ljós að engin heimild var fyrir því að
lóga dýrinu. Málinu var að lokum vís-
að til bæjarráðs og þaðan var því vís-
að til heilbrigðiseftirlits Austurlands.
Nokkru síðar fékk Oddný bréf þar
sem henni var tilkynnt að hún ætti að
fjarlæga tíkina úr bænum innan viku
frá dagsetningu bréfsins. Oddný er
bæði sár og reið vegna málsins.
„Tíkin er vel öguð og hefur aldrei
veist að neinum að kettinum undan-
skildum,“ segir Oddný sem vill ekki
láta vaða yfir sig.
Sætta bæjarbúa
„Hundurinn er gestkomandi
hér í bæ, hann er skráður á Akur-
eyri og kvartanir hafa borist okk-
ur,“ segir Ólafur Sigurðsson, bæj-
arstjóri Seyðisfjarðar, en hann
segir allnokkrar kvartanir hafa
borist vegna hundsins eftir kattar-
drápið. Við því sé brugðist að sögn
Ólafs vegna þess að velferð bæjar-
búa sé á þeirra könnu. Hann seg-
ir hundinn vissulega líta út fyrir að
vera sauðmeinlaus en sjálfur hefur
hann kynnst tíkinni Von lítillega.
Hann segir enga ástæðu til þess að
lóga henni en það beri að hlusta á
kvartanir bæjarbúa.
Hann staðfestir að málið hafi
verið tekið fyrir á bæjarráðsfundi
en þar hafi mál Oddnýjar þó ekki
sérstaklega verið rætt, heldur gall-
ar á samþykktum um hundahald
yfir höfuð.
Mikið tilfinningamál
„Við höfum ekki áður lent í svona
löguðu með gestkomandi hunda,“
segir Ólafur og bendir á að í svona til-
vikum spili tilfinningar stórt hlutverk.
Hann skilur reiði Oddnýjar og segist
sjálfur hafa mikla samúð með henni.
„En okkur ber skylda til þess að
leysa málið á einhvern hátt,“ seg-
ir Ólafur sem þykir þetta hóflegasta
leiðin til þess að sætta sjónarmið
allra.
Oddný hyggst aftur á móti mót-
mæla úrskurði heilbrigðiseftirlits
Austurlands.
„tíkin er vel öguð og
hefur aldrei veist að
neinum að kettinum
undanskildum.“
Oddný Lísa Ottósdóttir Ósátt við að seyðisfjarðarbær vilji tíkina Von út úr
bænum.
VaLur grettiSSOn
blaðamaður skrifar: valur@dv.is