Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Side 8
mánudagur 18. ágúst 20088 Fréttir FANGAKLEFAR FULLIR Í HÓLMINUM Fjöldi ungmenna var saman kominn á Dönskum dögum í Stykkis- hólmi um helgina. Lögreglan hafði í nógu að snúast og voru fangageymslur yfirfullar. Lögreglan segir að ungir aðkomumenn hafi verið þeir sem voru mest til vandræða. Finnur Torfi Þor- geirsson, öryggisvörður, er ósáttur við framkomu lögreglu, eftir að hafa verið snúinn niður að tilefnislausu, að hans mati. Verk- efnisstjóri Danskra daga er hins vegar ánægður með hátíðina. Fjöldi manna gisti fangaklefa lög- reglunnar á Snæfellsnesi á bæjarhá- tíðinni Dönskum dögum um helg- ina. Lögreglan áætlar að um fjögur þúsund manns hafi verið saman- komnir í Stykkishólmi um helgina. Mikið var um ólæti og ölvun í bæn- um, samanborið við síðustu bæj- arhátíðir og segir upplýsingafull- trúi lögreglunnar á Snæfellsnesi að lögreglan hafi haft í nógu að snúast. Svo mikill erill var hjá lögreglu á föstudagskvöldið að þeir sem höfðu snemma nætur verið handteknir og látnir sofa úr sér í fangaklefa, voru vaktir og hent út úr klefum sínum um miðja nótt, til þess að rýma fyr- ir nýrri næturgestum lögreglunnar, eða þeim sem talið var meiri þörf að hafa í haldi. Aðkomumenn með usla Engar alvarlegar líkamsárás- ir komu upp, en fjölmörg slagsmál brutust út víðsvegar um bæinn, skömmu eftir miðnætti á föstu- dagskvöldið. Þeir sem lögregla þurfti að hafa mest afskipti af voru ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára, langflestir frá höfuðborgarsvæðinu. Enginn heimamaður í Stykkishólmi þurfti að gista fangaklefa, heldur eingöngu aðkomumenn, að sögn lögreglu. Danskir dagar hafa hingað til verið fjölskylduhátíð og hafa farið afar vel fram. Lögregla telur þann mikla fjölda ungra gesta sem sótti hátíðina, megi rekja til þess að yfir- leitt hafi Danskir dagar verið haldn- ir sömu helgi og Menningarnótt í Reykjavík, en ekki í ár. Verkefnisstjórinn ánægður Daði Sigurþórsson, verkefnis- stjóri Danskra daga, segir hins veg- ar að hátíðin hafi tekist æðislega vel. „Það rættist úr veðrinu, fullt af fólki kom og það var mjög gaman. Við erum bara ekki vön því að það komi svona margir á besta partí- aldri og þá meina ég fólk á milli 18 upp í 23 ára sem eru að skemmta sér duglega. Það var slett verulega úr klaufunum á aðfaranótt laug- ardags, það var nokkuð um pústra en engar alvarlegar líkamsárásir,“ segir Daði. Hann segir það verst að tvær til þrjár rúður hafi verið brotn- ar. „Við erum það góðu vön að það er það sem slær okkur mest því það hefur aldrei gerst áður. Níutíu og níu prósent af fólkinu var í góðum gír, það voru þrjú til fimmþúsund manns á svæðinu og þrír teknir úr umferð á föstudegi og þeir sömu á laugardegi,“ segir Daði. Ætlar að kæra lögreglu Finnur Torfi Þorgeirsson, starf- aði sem öryggisvörður á veitinga- staðnum Fimm fiskar í Stykkishólmi um helgina. Þegar hann tók pásu frá störfum, fékk hann sér göngu- túr niður að bryggjunni í bænum. „Ég var að labba niður á bryggju til þess að horfa á flugeldasýninguna. Skyndilega birtust sex lögreglu- menn og handtóku manninn fyrir framan mig. Gott og vel, þeir hafa sennilega haft gilda ástæðu til þess,“ segir hann. Bryggjan í Stykkishólmi er þröng og segir Finnur Torfi að því næst hafi lögreglumennirnir gengið hröðum skrefum að honum. „Þeir löbbuðu bara beint á mig. Ég spurði þá hvað væri málið. Þá greip einn lögreglu- maðurinn í mig og dúndraði mér í jörðina. Ég var frekar ósáttur og sagði við þá að kurteisi kostaði ekkert.“ Finnur Torfi segir að því næst hafi hann spurt lögreglumanninn um lögreglunúmerið, því hann ætlaði að leggja fram kvörtun vegna þess- arar framkomu. „Þá brást hann illa við og snéri upp á hendina á mér og spurði mig hvort ég vildi koma upp á stöð. Já, sagði ég og þá henti hann mér í burtu.“ Finnur fékk seinna lög- reglunúmer mannsins og ætlar í þessari viku að leggja fram kvörtun vegna valdbeitingar. „Ég lagði ekki hönd á neinn, var ekki með læti og var ekki ókurteis. Ég var bláedrú og ég skil ekki afhverju þeir snúa upp á hendina á mér,“ segir hann. Íbúi ekki var við ólæti „Ég varð ekki var við neitt en ég frétti af einhverjum pústrum og lát- um en ég sá ekkert slíkt sjálfur,“ seg- ir Alfreð Viktor Þórólfsson vélstjóri. „Mér fannst einkennandi fyrir há- tíðina í ár hversu margir ungling- ar voru í bænum. Ég held að það sé út af því að Menningarnótt hef- VAlGEIR ÖRN RAGNARS- SON OG áSTRúN FRIðbjÖRNSdóTTIR blaðamenn skrifa valgeir@dv.is og astrun@dv.is Lögreglumaður sem DV ræddi við í gær, segir ástandið í Stykk- ishólmi á föstudags- kvöld, hafa verið það versta sem hann hef- ur nokkru sinni séð í bænum. bæjarhátíð Finnur torfi Þorgeirs- son, segir lögregluna hafa snúið sig niður að tilefnislausu þegar hann var að horfa á flugeldasýninguna. mynd - dralli.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.