Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Side 10
mánudagur 18. ágúst 200810 Fréttir
Lottómiði sem keyptur var í söluturni í Iðufelli skilaði kaupandanum 65 milljónum:
Milljónamæringur leynist í Fellunum
„Allir sem vinna svona stóra vinn-
inga fá fjármálaráðgjöf,“ segir Inga
Huld Sigurðardóttir, markaðsstjóri
Íslenskrar getspár. Á laugardaginn
var einhver heppinn einstaklingur
með allar fimm tölur réttar í Lottó-
inu og vann því rúmar 65 milljónir
króna. „Við getum ekki tilkynnt við-
komandi um vinninginn því hann er
ekki áskrifandi. Væntanlega kemur
viðkomandi til okkar eftir helgi með
miðann til þess að fá vinninginn.
Þess vegna getum við ekkert sagt fyrr
en eftir helgi og vonandi kemur hann
eða hún bara strax á mánudaginn,“
segir Inga. Hún bætir við að áskrif-
andi í Lottó borgi með kreditkorti
og þá hefur Getspá allar upplýsing-
ar um viðkomandi. „Þess vegna fá
allir áskrifendur alltaf alla sína vinn-
inga og við hringjum alltaf í þá strax
á mánudegi. Vinningshafar fá svo
vinningin greiddan út fjórum vikum
eftir útdrátt,“ segir Inga.
„Það var rosaleg sala í gær, bara
metsala,“ segir Reynir Óli Smárson,
starfsmaður Söluturnsins Iðufell
þar sem vinningsmiðinn var seld-
ur á laugardaginn. „Ég var að vinna
hérna allan daginn og fékk eiginlega
enga pásu. Venjulega er mjög ró-
legt hérna en í gær var enginn frið-
ur. Þetta voru bæði fastagestir og fólk
sem ég hef aldrei séð áður sem kom
hérna við og keypti Lottómiða. Ég er
ótrúlega forvitinn hver keypti vinn-
ingsmiðann,“ segir Reynir.
astrun@dv.is Lottó Vonandi áttar vinningshafinn sig á því að hann vann 65 milljónir í Lottóinu.
Tilviljun réð því að upp komst um barnaníðinginn sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir helgi. Maður-
inn var dæmdur fyrir ítrekuð og mjög gróf kynferðisbrot gegn fósturdóttur sinni. Þegar nágrannar manns-
ins komust á snoðir um það sem gekk á innan veggja heimilisins námu þeir stúlkuna á brott. Lögregla var
í kjölfarið kölluð til og í framhaldinu komst upp um athæfi mannsins. Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, segir fólkið sem skarst í leikinn hafa axlað samfélagslega ábyrgð.
Í dómnum yfir manninum kemur
fram að „upp hafi komist um at-
hafnir þeirra er vinkona eiginkonu
ákærða hafi komið í heimsókn.“
Gróf misnotkun mannsins á tæl-
enskri fósturdóttur sinni eftir að ut-
anaðkomandi aðilar skárust í leik-
inn. Nágrannar mannsins námu
stúlkuna á brott frá heimili henn-
ar mánudaginn 19. maí vitandi að
misnotkun átti sér stað innan veggja
heimilisins. Þegar vinkonan móð-
urinnar kom í heimsókn var níð-
ingurinn með stjúpdótturina uppi í
rúmi. Eftir að hafa heyrt sögusagnir
af því að maðurinn og stúlkan hafi
sést kyssast brá vinkona móðurinn-
ar á að ráð að fara með stúlkuna
heim til sín og nam hana þannig
á brott. Níðingurinn og eiginkona
hans hringdu þá í lögregluna og
málið komst allt upp.
Sagðist hafa kysst hana á
munninn
Þegar lögreglan kom á vettvang
þann 19. maí skýrði níðingurinn út
fyrir lögreglu að hann hefði nýver-
ið verið að kyssa fósturdóttur sína á
munninn. Var níðingurinn færður
á lögreglustöðina til skýrslutöku en
sleppt að henni lokinni.
Viku síðar mætti eiginkona
mannsins á lögreglustöðina til þess
að kæra. „Kvað hún dóttur sína hafa
greint sér frá því að ákærði hafi stað-
ið í kynferðislegum samskiptum
við hana. Hafi hún haft munnmök
við ákærða og strokið getnaðarlim
hans. Þá hafi þau haft samfarir,“
segir ennfremur í dómnum.
Þögul og kennir sjálfri sér um
Stúlkan var drifin í skoðun í
Barnahúsi þar sem kom í ljós að
meyjarhaft hennar var rofið með
óreglulegum köntum. Skoðun á
barninu leiddi ennfremur í ljós að
hún stundaði reglulegt kynlíf.
Stúlkan mátti þola viðurstyggi-
leg brot af hálfu mannsins og gat
enga björg sér veitt. Fram kemur í
dómnum að stúlkan eigi mjög erf-
itt með að tjá sig og sé þögul. Hún
kennir sér um hvernig fór fyrir fjöl-
skyldunni og að hún hefði sundrast.
„Erfitt er að segja til um batahorfur,“
segir í niðurlagi dómsins.
Almenningur er á varðbergi
„Samkvæmt barnaverndarlög-
unum er tilkynningarskylda ef
fólk grunar að barn sæti van-
rækslu eða misþyrmingum,“ seg-
ir Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu. „Ég verð að
segja að þróunin undanfarin ár
hefur verið jákvæð í þessum efn-
um. Við erum að sjá mikla fjölg-
un á tilkynningum til nefndanna
sem bendir til þess að almenn-
ingur er meira á varðbergi í þess-
um efnum heldur en áður var og
til muna meðvitaðri um mikil-
vægi þess að börn verði ekki fyrir
ofbeldi eða vanrækslu. Almennt
er ég nokkuð ánægður með vit-
und íslensks samfélags í þess-
um efnum og mér finnst bæði al-
menningur og fagfólk í skólakerfi
og heilbrigðisþjónustu vera mun
meðvitaðra en áður í þessum efn-
um og þekkingu manna hefur
raunverulega fleytt fram. Þessu er
einnig að þakka að það er meira
traust borið til barnaverndar-
starfs en var áður, þannig að fólk
er reiðubúnara að gera viðvart.“
Rétt viðbrögð nágranna
Bragi segir þó mikilvægt að hafa
í huga að það sé ekki ígildi kæru að
tilkynna um svona til barnavernd-
ar. „Tilkynningin er ekkert annað en
beiðni til barnaverndarnefndar um
að kanna hagi og aðstæður barn-
anna án þess menn séu að bera sak-
ir á einhvern. Þetta er frekar beiðni
um að kanna aðstöðu og hagi og
grípa þá inn í með stuðningsað-
gerðum ef á þarf að halda.“
Aðspurður um hvort nágrannar
barnsins hafi brugðist rétt við seg-
ir Bragi það óyggjandi að þeir sem
grípa inn í og gera viðvart axla sína
samfélagslegu ábyrgð. „Þeir axla
ábyrgð með mjög ánægjulegum
hætti til aðstoðar þessum börnum,
á því leikur ekki nokkur vafi.“
Benedikt BóAS hinRikSSon
blaðamaður skrifar: benni@dv.is
NágraNNar
stöðvuðu NíðiNgiNN
Viðbjóðslegur glæpur níðingurinn
var dæmdur í sex ára fan elsi.
myndin tengi t ek i efni greinarinnar.