Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 12
mánudagur 18. ágúst 200812 Fréttir Kanadíski barnaníðingurinn Christopher Paul Neil, sem Int- erpol gerði alþjóðlega leit að á síðasta, ári hefur verið dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi fyr- ir hafa misnotað 13 ára dreng á Taílandi. Hann hafði starfað sem enskukennari víðs vegar um Asíu þegar hann var handtekinn. Þetta er aðeins fyrsti dómurinn af mörg- um sem gætu fylgt í kjölfarið eft- ir áralanga alþjóðlega kynferð- isglæpahrinu Kanadamannsins gegn ungum drengjum. Féll á eigin bragði Neil, sem er 32 ára kennari frá Kanada, náðist eftir að Interpol tókst að afrugla nokkrar af þeim 200 myndum sem birst höfðu af honum á netinu í viðurstyggileg- um kynlífsathöfnum með börn- um. Þýskum rannsóknarlögreglu- mönnum tókst að afrugla andlit Neils á myndunum með aðstoð tölvutækninnar. Var þar aðferð- inni sem beitt hafði verið til að rugla myndirnar einfaldlega snúið við. Í kjölfarið birti Interpol mynd- irnar í öllum helstu fjölmiðlum og upphófst mikil leit sem skil- aði árangri aðeins ellefu dögum síðar þegar hann var handtekinn í október á síðasta ári í bæ nærri Bankok á Taílandi. Myndirnar sem komu upp um Neil eru tald- ar hafa verið teknar í Kambódíu á árunum 2002 og 2003. Neil ját- aði sök í málinu sem nú hefur ver- ið dæmt í, en upphaflegur dómur yfir honum hljóðaði upp á sex og hálft ár í fangelsi, en sá dómur var mildaður eftir að hann játaði sök. Mun hann því sitja inni í þrjú ár og þrjá mánuði fyrir brot sín gegn drengnum. Misnotaði bróðurinn líka Máli Neil er þó hvergi nærri lokið því hann er enn ákærður fyr- ir misnotkun á yngri bróður 13 ára stráksins á Taílandi. Í því máli lýsir hann yfir sakleysi sínu, en gæti átt yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi fyrir brot sín gegn honum. Yngri bróðirinn var níu ára gamall þegar meint brot áttu sér stað, en þar er Neil meðal annars sakaður um að hafa misnotað drenginn kynferð- islega, tekið athæfið upp á mynd- band og haldið drengnum gegn vilja sínum. Drengurinn segir að Neil hafi borgað honum 1.200 til 2.400 krónur fyrir munnmök árið 2003. Réttað verður í því máli þann 7. október næstkomandi. Aðeins byrjunin Eftir réttarhöldin var Neil leidd- ur glottandi úr réttarsalnum í fylgd lögreglu, íklæddur appelsínugul- um fangabúningi með ökklajárn. Túlkur hans sagði við fréttamenn eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp að Neil myndi ekki áfrýja þessum dóm. Hann virtist taka dómnum ágætlega og einu tilsvör hans til fréttamanna fyr- ir utan dómssalinn voru: „Ókei“. Hann var færður rakleiðis í fang- elsi í Bankok þar sem hann mun hefja afplánun dómsins. Rosalind Prober, forseti kanadísku barna- verndunarsamtakanna Beyond Borders, sagði að dómurinn hefði mátt vera þyngri. En hún minnti á að þetta væri aðeins byrjunin á réttarferlinu yfir Neil. „Þetta er fyrsta smáskrefið í átt að því að gera Christopher Neil ábyrgan fyrir áralöngum kynferðisbrotum sínum víðs vegar um heiminn,“ sagði Prober. „Allur heimurinn fylgist með af áhuga til að sjá hvort pólitískur vilji sé til að málið haldi áfram,“ bætti Prober við. Enn er möguleiki á að Neil verði látinn svara til saka fyrir aðra kynferðis- glæpi gegn börnum víðs vegar um Asíu, þar á meðal Víetnam. Raðníðingur og kennari Fórnarlamb kynferðis- glæpanna í Bankok sem Christop- her Neil hefur nú verið dæmdur fyrir, sagði í réttarhöldunum að misnotkunin hafi átt sér stað í íbúð hans í Bankok. Fórnarlambið er nú 18 ára gamalt. Var Neil sakfelldur fyrir að hafa misnotað dreng undir lögaldri, dreifingu klámefnis þess eðlis og ólöglegt brottnám á barni frá foreldrum þess. Fleiri myndir af Neil í kynferðislegum athöfnum með börnum voru einnig lagð- ar fyrir dómstólinn. Hann viður- kenndi með aðstoð túlks að hafa tekið myndirnar, en neitaði að hafa sett þær á netið. Christopher hafði starfað sem enskukennari í grunnskólum víðs vegar um Asíu þegar hann var loks handtekinn þann 19. október á síðasta ári. Christopher Paul Neil sem handtekinn var á síðast ári í Bankok á Taílandi fyrir stórfelld kynferðisbrot gegn ungum drengjum og framleiðslu barnakláms var fyrir helgi dæmdur í rúmlega þriggja ára fangelsi. Hans bíða enn ákærur víðs vegar um Asíu fyrir misnotkun á ungum drengjum. KanadísKi Kennarinn dæ dur Glottandi níðingur Christopher neil sýndi engin merki iðrunar er hann var leiddur fyrir rétt í járnum. MyNd AFP SiGuRðuR MikAel jóNSSoN blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Afruglaður Interpol birti þessa mynd á heimsvísu sem varð til að neil var handtekinn. Qantas fatast flugið Vélarlúga rifnaði af risaþotu ástr- alska flugfélagsins Qantas sem var á leið til Singapúr á föstudaginn og vandræði flugfélagsins halda áfram. Flugvirkjar komust að vél þotunnar í gegnum lúguna sem rannsóknarmenn tóku eftir að hafði rifnað af. Qantas hefur verið í sviðsljósinu eftir að nauðlenda þurfti þotu félagsins þegar spreng- ing varð um borð í vélinni í lok júlí. Talsmenn félagsins segja að öryggi vélarinnar hafi ekki verið stofnað í hættu vegna atviksins á föstudag- inn. Þetta er fjórða vandamálið sem kemur upp hjá Qantas á stutt- um tíma. Borgarvíxl í Birmingham Borgarráðsmenn í Birmingham á Englandi voru ansi skömm- ustulegir á dögunum eftir að upp komst að þeir notuðu ranga mynd á þúsundir kynningabæklinga sem dreift var í borginni. Bækling- arnir eru liður í endurvinnsluátaki borgarinnar, en undir fyrirsögn- inni „Takk fyrir Birmingham“ var birt mynd af Birmingham í Ala- bamafylki Bandaríkjanna í stað ensku borgarinnar. Borgaryfir- völd hafa viðurkennt mistökin, en hyggjast ekki endurkalla bækling- ana þar sem skilaboðin séu það mikilvæga í málinu en myndin óheppileg. Bush skammar rússa George W. Bush ávítti Rússa um helgina fyrir kaldastríðslega fram- göngu sína gagnvart Georgíu í átökum þeirra. Sakaði hann Rússa um einelti og kúgun í garð Georg- íumanna, sem eru yfirlýstir banda- menn Bandaríkjanna. Rússar hafa verið með látlausa viðveru í borgun- um Gori og Poti frá því í síðustu viku þegar átök þjóðanna náðu hámarki í kringum Suður-Ossetíu. Bush lýsti því yfir að Bandaríkin stæðu með fólkinu í Georgíu og lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn landsins. Dimitry Medvedev forseti Rússlands lofar frið en telur óvíst hvort Rússar hörfi frá Georgíu. Hin 102 ára Ivy Bean frá Yorkshire í Bretlandi er orðin elsta manneskjan á Facebook. Fröken Bean ákvað að skrá sig eftir að hafa heyrt af síðunni frá starfsfólki hjúkrunarheimilisins þar sem hún býr. Starfsfólkið aðstoðaði þá gömlu við að koma sér upp sínum eigin aðgangi að Facebook, sem hún notar nú eins og ekkert sé til að hafa samband við fjölskyldu og vini. „Þetta er vissulega skárra en að skrifa þeim bréf á gamla mátann,“ sagði sú gamla eldhress, og bætti að við að næst ætl- aði hún að prófa Nintendo Wii. 102 ára á Facebook

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.