Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Síða 14
mánudagur 18. ágúst 200814 Neytendur Lof&Last n Lofið fær verslunin Pixel fyrir lipra og góða þjónustu. Viðskiptavinur kom og vildi fá mynd prentaða á striga. um var að ræða afmælisgjöf og var viðskiptavin- urinn í tímaþröng. starfsmenn brugðust hinir bestu við og afgreiddu málið á fjórum klukkutímum. n Lastið fær 10-11 á Hverfisgötu fyrir lélegar hilluverð- merkingar. Viðskipta- vinur tók eftir því að í einum af stóru frystiskáp- unum var ekki einn verðmiði. neytendasamtökin hafa um tíma hvatt verslunareigendur til að passa upp á þessa hluti en svo virðist sem enginn fari eftir því. Vöruumbúðir segja oft ekki til um raunverulegt innihald: Blekking á gosumBúðum Grunlausir neytendur láta oft blekkjast af auglýsingum á umbúð- um gosdrykkja. Kaupa þá í þeirri trú að þeir séu nokkuð hollir. Á flösku af Coca Cola Light stendur áberandi stöfum að innhald sé sykurlaust og innihaldi minna en eina kalor- íu. Auðvitað fær það fólk til þess að halda að drykkurinn sé því hollari en eitthvað annað og kaupir hann frekar. Við nánari skoðun á smáa letrinu stendur að minna en ein kal- oría sé í 100 grömmum. Það þýðir að í hálfum lítra af Coca Cola Light er nákvæmlega ein kaloría en ekki minna en ein kaloría eins og auglýs- ingin gefur til kynna. Annað dæmi er á flösku af Pepsi en á hana hefur verið sett hlutfall af hitaeiningaþörf fólks á dag. Upplýsingarnar standa með stærri stöfum en aðrar. Þar seg- ir 6 prósent af dagsþörf af kalorí- um og 31 prósent af sykurþörfinni. Við nánari skoðun sést í örsmáu letri fyrir ofan töfluna að 250 milli- lítrar innihaldi þessi 6 prósent. Það þýðir að hálfs lítra flaska inniheld- ur helmingi meira en segir til um í töflunni. 12 prósent af dagsþörf af kaloríum og 62 prósent af sykurþörf líkamans. Fyrir þann sem kaupir sér gos- drykk í flýti er auðvelt að falla í gryfj- una og kaupa drykk sem maður tel- ur skárri kost. Svo er í raun ekki og er full ástæða að fylgjast betur með blekkingarleik framleiðendanna. Gullinbrú 166,70 183,60 Bensín dísel íldshöfða 165,10 181,90 Bensín dísel Bústaðavegi 166,20 183,10 Bensín dísel Grafarholti 165,10 181,90 Bensín dísel Fellsmúla 165,10 182,00 Bensín dísel Lækjargötu 166,70 183,60 Bensín díselel d sn ey t i Tilvalið er fyrir fjölskylduna að sameinast í eldhúsinu til að fylla frystikistuna fyrir veturinn. Margir eiga í fjárhagslegum erfiðleikum í lok mánaðarins og þá er gott að vera vel undirbúin með því að eiga nóg til í kistunni. Fjölskyldan getur farið saman í berjamó og að veiða. Hamstrað í HaustlokHjólið á göngustígumFrábært er að eiga hjól til að komast á millli staða. göngustígar eru um alla borg sem hægt er að nýta því sárafáir eru á gangi á þeim. gerð var könnun á því hvað ódýrasta hjólið fyrir fullorðna manneskju kostar á hverjum stað. Áður fyrr var það húsmóðirin sem sá um að fylla búrið og frystikistuna af mat fyrir veturinn. Þessi siður þarf ekki að vera hluti af fortíðinni. Í dag eiga margir í erfiðleikum með að láta enda ná saman og í lok mánaðarins eru peningarnir búnir. Þá væri gott að eiga mat í frystinum og hentugt að hafa undirbúið þessa seinustu og verstu daga. Fjölskyldan saman Í dag geta karlar og konur hjálp- ast að við húsverkin. Í flestum fjöl- skyldum eru bæði karlinn og konan úti á vinnumarkaðnum og verka- skiptingin hefur sem betur fer breyst þannig að það er ekki lengur reglan að konan sjái ein um heimilið. Það er hægt að búa til skemmtilegt fjöl- skylduverkefni, öll fjölskyldan getur sameinast í eldhúsinu við sláturgerð eða sultugerð. Það er líka frábært fyrir fjölskylduna að fara í berja- mó og tína nokkrar fötur af þessum ókeypis ávöxtum náttúrunnar. Hendum mat fyrir 3,4 milljarða Samkvæmt könnun sem Sorpa og fleiri gerðu í maí kom í ljós að Ís- lendingar henda mat fyrir 3,4 millj- arða á ári. Talið er að matur fyrir 811 krónur lendi í ruslinu í hverri viku á hverju heimili og það er þá oftast kál eða salat. Það er mikilvægt að henda ekki matnum heldur reyna að nýta hann. Þegar ávextirnir eru orðnir slappir er sniðugt að frysta þá. Hægt er að skera ávextina í bita, frysta þá og nota þá seinna í skyrhristinga. Þegar bananarnir eru orðnir brún- ir þarftu ekki að henda þeim heldur skaltu frekar stinga þeim í frystinn. Banana er hægt að nota í banabrauð og fleira sniðugt. Þegar avókadóið, mangóið og spínatið er farið að láta á sjá er hægt að stinga því í frystinn og nota í skyrhristinga og hægt er að steikja spínatið. Bakstur og veiðar Það er tilvalið að baka meira af brauði og sætabrauði til að eiga. Því er hægt að stinga í frystinn og það er ekki lengi að þiðna ef gest- ir koma óvænt í heimsókn. Það er miklu ódýrara en að fara í bakaríið. Sniðugt er að baka brauð, flatkökur, kanilsnúða, brauðbollur og bara allt sem hugurinn girnist. Gott er að nota berin úr berjamónum í baksturinn. Á agn.is er hægt að kaupa veiðikort fyrir 5.000 krónur. Kortið veitir að- gang að þrjátíu og einu vatni og gild- ir fyrir einn fullorðinn og börn yngri en 14 ára í fylgd með korthafa. Meðal þeirra vatna sem hægt er að veiða í er Þingvallavatn, Arnarvatn, Urriðavatn og Svínavatn. Kortið gildir út sum- arið þannig að tíminn er naumur og tilvalið er að nota síðustu daga sum- arsins til að veiða ofan í frystikistuna fyrir veturinn. reiðhjól gAP, mongoose Rockadile 31.900 kr. Örninn, Trek 39.990 kr. markið, scott Reflex 39.900 kr. Hagkaup, Ódýrasta herrahjólið 34.999 kr. intersport, ein tegund til 18.990 kr. Glöð á Olís „Ég fór í sumarbústaðaferð með fimm vin- konum mínum og við tókum börnin með,“ segir Ellý ármanns fjölmiðlakona. „Við kom- um við í Olís í norðlingaholti og var eitt barnanna með safnkort. Ef eitt barn er með safnkort vilja öll fá en það voru ekki til nein kort á stöðinni. starfsfólkið gaf þá bara öllum börnunum ís. Þetta gladdi alla og sérstaklega mömmurnar.neytendur@dv.is umsjón: ásdís Björg jóHannEsdóttir, asdis@dv.is Neyte ur neytandinn Ekki sykurlaust né hollt Þessi strákur veit eflaust ekki hvað hann er raunverulega að drekka. ástrún FriðBjörnsdóttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is í berjamó öll fjölskyldan getur farið saman í berjamó. Veiðiferð Veiðikortið veitir aðgang að 31 vatni og kostar aðeins 5.000 krónur. mynd / stefán Karlsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.