Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Síða 16
mánudagur 18. ágúst 200816 Umræða
Upp er risin Ummtíð. Fólk bragð-
ar stöðugt á nýjum félagsmála-
pakkaréttum og segir: Umm ..! Aug-
að þverfótar varla í sjónvarpinu
fyrir endalausum matreiðsluþáttum:
Umm. Eilíf umfjöllun um heilsufar
og næringu: Umm í útvarpi. Umm
í dagblöðum. Brotið upp á nýjum
skreytingum á fiskbollum: Umm. Og
auðvitað er allt í samfélaginu krydd-
legið. Almenningur og auðmenn hafa
komist að þeirri farsælu niðurstöðu
að í lífi mannsins er álíka mikið Umm
það að spara og það að eyða. Þjóðin
er farin að minna á menntastúlku
að setja samasemmerki við ólík-
legustu hluti í viðtali. Bankastjórar
umma í berjamó. „Söngvarnir þagna
og heiðlóan flýr ...“ en Ummið kom-
ið í staðinn. Ráðherrar hjóla Umm-
andi. Hver veit nema maður fari að
sjá Ólaf Ragnar og Dorrit ummandi
á gömlum reiðhjólum, klædd fötum
frá hjálparstofnun kirkjunnar. Prest-
ar Umma í kirkjum. Megas er einnig
farinn að umma með eðlilegri rödd
eins og mamma yfir pottunum. Hvað
gerir Bubbi? Eða Árni Johnsen? Yfir
hverju er fólk þá að kvarta? Álverin
fara sigurför um landið ummandi
meðal bænda; burt með jarmandi
rollur! Fleiri bláfátækir Bretar sjást
ummandi á götunum vegna frétta
um að allt sé gott í Bjarkarlandi, jafn-
vel ókey að lenda þar í fangelsi; betra
en atvinnuleysið heima. Meðan þetta
gerist engjast landsmenn af þrá eftir
minni holdum en meiri fínpússun á
því sem þeir láta ofan í sig. Nú monta
menn sig ekki lengur yfir mestu bíla-
eign á mann í heimi heldur hjóla-
eign. Fólki fækkar í verslunum vegna
megrunarstarfsemi og sparnaðar.
Aðeins tveir kassar eru opnir í Bón-
us; íslenskumælandi stúlkur á báð-
um. Maður fær ekki lengur skammir
frá kassastúlkum fyrir að kunna ekki
austantjaldsensku. Það var engin
leið að kenna þeim íslensku, tíminn
naumur á kössunum, biðröðin þrýsti
á með matarkörfurnar sem Ingibjörg
Sólrún var sérfræðingur í á upp-
gangstíma sínum, eins og hún hefði
staðið eins og samasemmerki báð-
um megin við búðarborðið á sínu
uppvaxtarskeiði uns hún skellti sér út
í frelsunina með fréttir af matarkörf-
unni og misvirtum konum sem virt-
ust hafa allt sitt vit í þeirri eftirlíkingu
á laupi. Matarkarfan var enginn lyga-
laupur, enda kvenkyns, en laupurinn
lyginn og karlkyns. Svona einfalt var
Ummið sem laðaði atkvæði í kjör-
kassann. Og hvílík ríkisstjórn með
mataruppskriftir og hagfræðitertur í
hruni kapítalismans á heimsvísu. En
ókey af því Gunnar Smári er kominn
á ný til sögunnar, korktappinn tryggi
úr heimsflösku fjölmiðlanna. Hon-
um skýtur alltaf upp á strandstað eft-
ir skipskaða í blaðamennsku. Ferfalt
Umm! fyrir honum.
Umm..!
ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR. Fáum duldist að hann var engan veginn í stakk búinn til að stjórna ...
Vondra manna verk
Leiðari
Eftir upphlaupið í kringum meirihluta-skiptin í borginni er tímabært að menn skoði hverjir báru ábyrgð á því að Ólafur F. Magnússon var
gerður að borgarstjóra. Ólafur hafði glímt
við erfið andleg veikindi þegar sjálfstæð-
ismennirnir Kjartan Magnússon og Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson sóttu hann, nán-
ast á sjúkrabeð, og settu hann í þá stöðu
að stýra Reykjavíkurborg. Sjálfur hefur
Ólafur nú sagt að hann hafi verið blekkt-
ur. Fáum duldist að hann var engan
veginn í stakk búinn
til að stjórna með
nauðsynlegri
reisn og festu.
En samt ákvað
Sjálfstæðis-
flokkurinni
að taka
ábyrgð á
gjörn-
ingnum.
Síðan þegar Ólafur fór út af sporinu í verkum sínum láta þeir
eins og það komi á óvart. Ofbeldi er beitt til þess fyrirsjáanlega
verks að fella hann af stalli. Hanna Birna Kristj-
ánsdóttir, nýr leiðtogi sjálfstæðismanna, er
einkar vel að því hlutverki komin. Hún virð-
ist hafa það sem til þarf og lítil hætta á að
hún skandalíseri í embætti sínu. En hún
ber bagga fortíðar eins og aðrir flokks-
menn. Hún ber sína ábyrgð á því að Ólafur
var sóttur í björg til að stjórna eins og allir
aðrir borgarfulltrúar sem fylgdu þáverandi
forystu þegjandi út í fenið. Næstu misseri
munu leiða í ljós hvort hún veldur embætt-
inu eða hvort skrípaleikurinn heldur áfram.
Mesta ábyrgð bera tvímenningarnir sem
leiddu Sjálfstæðisflokkinn út í það
fen að setja Ólaf F. Magn-
ússon til valda. Það
var vondra manna
verk sem borgarbú-
ar verða að gera
upp við flokkinn
í kosningum.
DómstóLL götunnar
Hvað finnst þér um nýjan meiriHluta í borgarstjórn?
„mér finst þetta bara vera sirkus, svo
óstöðugt, og ég vildi bara fá davíð
aftur.“
Guðbjörg Jóhannsdóttir 60 ára
sjúkraliði
„mér finst hann bara allt í lagi.“
Heimir Klemensson 17 ára
verkamaður
„mér líst ekkert á það, þetta er bara
þvæla fram og til baka, þetta er of
dýrt.“
Guðmundur Gunnarsson 44 ára
kokkur
„mér líst vel á Hönnu Birnu, ég held
hún verði fín.“
Anna Linda Sigurgeirsdóttir 40
ára vinnur hjá N1
sanDkorn
n Talið er að lykilmaður við
stofnun hins nýja meirihluta
sé Björn Ingi Hrafnsson, fyrr-
verandi leiðtogi flokksins, sem
er í einkar góðu sambandi
við Hönnu
Birnu Kristj-
ánsdóttur.
Á meðan
Óskar Bergs-
son laug sig
bláan varð-
andi það að
ekkert væri
í gangi er
hermt að Björn Ingi hafi liðkað
fyrir á bak við tjöldin og lagt
grunninn. Hann mun þó ekki
hafa nein áform um afskipti af
stjórnmálum eða annarskon-
ar viðsnúning. Björn Ingi er þó
kominn á sama stall og Alfreð
Þorsteinsson og orðinn Don
að tjaldabaki.
n Sögulegar sættir urðu milli
Kastljóssmannsins Helga Selj-
an og Ólafs F. Magnússonar
fráfarandi borgarstjóra á föstu-
dagskvöldið. Áður hafði soðið
upp úr á milli þeirra í Kast-
ljóssþætti en að þessu sinni
fór vel á með mönnum. Hermt
er að eftir þáttinn hafi Ólafur
slegið á létta strengi og meðal
annars haft á orði við Helga
að hann yrði aðstoðarmað-
ur hans. Vandinn er aðeins sá
að djobbið hefði aðeins enst
í viku.
n Félagar í Frjálslynda flokkn-
um eru farnir að huga að
næsta flokksþingi sínu. Menn
velta fyrir
sér hvað
gerist þá
og eru sér-
staklega
farnir að
velta fyrir
sér hvað Jón
Magnússon
gerir. Hann
var kjörinn formaður Borgar-
málafélags Frjálslynda flokks-
ins í Reykjavík á dögunum.
Ýmsa grunar hins vegar að
það sé ekki eina formanns-
tignin sem hann hefur áhuga
á. Nú heyrist að hann kunni
að bjóða sig fram gegn Guð-
jóni Arnari Kristjánssyni, for-
manni flokksins.
n Fari svo að Jón Magnússon
bjóði sig fram til formanns
Frjálslynda flokksins, hvort
sem það yrði gegn Guðjóni
Arnari Kristjánssyni eða eftir
að sá síðarnefndi dregur sig
í hlé, kann að rætast spá frá
því fyrir síðustu þingkosning-
ar. Þá hélt
Margrét
K. Sverris-
dóttir því
fram að Jón
Magnússon
og félag-
ar hans í
Nýjum vett-
vangi ætl-
uðu sér að yfirtaka flokkinn.
Meðal þeirra sem voru með
Jóni í Nýjum vettvangi var Ása
Jóna Flosadóttir, sem hefur
verið öflug í flokksstarfi Frjáls-
lynda flokksins í Reykjavík, og
lagði grunn að stofnun Borg-
armálafélagsins.
LyngháLs 5, 110 Reykjavík
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010,
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur.
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
GuðberGur berGSSoN
rithöfundur skrifar
„Ráðherrar hjóla ummandi. Hver
veit nema maður fari að
sjá Ólaf Ragnar og Dorrit
ummandi á gömlum reið-
hjólum, klædd fötum frá
hjálparstofnun kirkjunnar.“