Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Blaðsíða 28
mánudagur 18. ágúst 200828 Fókus
Árið 1998 kom loksins að því að
alríkislögregluparið Fox Mulder og
Dana Scully úr hinum vinsælu X-
Files sjónvarpsþáttum komust yfir
á hvíta tjaldið. Útkoman olli því
miður nokkrum vonbrigðum þar
sem þvældur samsæriskenninga-
og geimverulopinn var teygður út í
hið óendanlega þannig að myndin
reyndi talsvert á þolrif áhorfenda.
Fjórum árum síðar runnu sjón-
varpsþættirnir sitt skeið og síðan þá
hefur ekkert spurst til þeirra Mulder
og Scully.
Það er að segja þangað til nú þeg-
ar önnur bíómyndin skýtur upp koll-
inum, svo að segja eins og skrattinn
úr sauðaleggnum þar sem varla er
hægt að tala um að eftirspurnin eft-
ir Mulder og Scully hafi verið mik-
il síðustu misserin enda lognuðust
þessir annars ágætu þættir hægt og
rólega út af.
Þegar hér er komið sögu hefur
ýmislegt gengið á hjá þeim skötu-
hjúum. Þau eru bæði hætt að vinna
fyrir FBI. Scully hefur klæðst hvíta
læknasloppnum og starfar á sjúkra-
húsi en Mulder hefur safnað mynd-
arlegu alskeggi og hegðar sér eins og
sérvitur einbúi og hengir úrklippur
úr blöðum um yfirskilvitleg fyrir-
bæri upp á vegg. Á þessum líflega
vegg hangir svo vitaskuld „I Want to
Believe“ veggspjaldið sem skreytti
kjallarkompuna sem FBI úthlutaði
honum í uphafi X-Files þáttanna.
Mulder er frekar þver og fúll og
kann FBI litlar þakkir fyrir málaferli
sem leiddu til brotthvarfs hans frá
stofnuninni. Hann lætur þó til leið-
ast, meðal annars fyrir þrábeiðni
Scully, og snýr aftur þegar FBI
stendur frammi fyrir því að þurfa að
treysta á vafasaman sjáanda í leit að
horfnum alríkislögreglufulltrúa. FBI
veit ekki hvort mark sé á manninum
takandi og enginn er auðvitað betur
til þess fallinn að sjá í gegnum svika-
miðla en einmitt Fox Mulder.
Mulder krefst þess þó að Scully
fylgi með þannig að enn á ný fáum
við að fylgjast með þeim leysa sam-
an flókið mál þótt þau séu að þessu
sinni hvorki vopnuð byssum né lög-
regluskilríkjum.
Sjáandinn sem virðist hafa
hæfileika til þess að þefa uppi lík-
amsparta sem tengjast rannsókn
á ráni á ungri FBI konu er býsna
kúnstug persóna. Hann er kaþ-
ólskur prestur sem hefur veirð
sviptur kjóli og kalli fyrir að mis-
nota 37 unga drengi. Ekki beint
geðslegur félagsskapur en Muld-
er er þó tilbúinn til þess að trúa
á hann.
Myndin byrjar eins og dæmi-
gerður X-Files þáttur og er frekar
hæg í gang þannig að maður ótt-
ast á tímabili að þetta langa hlé
hafi dregið allan mátt úr þeim
Mulder og Scully. Þegar Muld-
er svo loks sýnir að kaldhæðnin
hefur ekki elst af honum kemst
skriður á málin og þessar áhyggj-
ur gufa upp þegar löggugengið
heimsækir sambýli fyrir barnan-
íðinga og Mulder varar fólk við
því að fara inn í hobbýherbergið.
Síðan eru þetta bara fastir lið-
ir eins og venjulega. Sakamálið
rambar á mörkum hins mögulega
og ómögulega. Mulder vill trúa
en Scullly efast. Drungaleg X-Fil-
es stemningin ræður ríkjum og
nettur hryllingsmyndaandi svífur
yfir vötnum. Þessi mynd er eigin-
lega bara eins og langur miðlungs
góður X-Files þáttur. Hún miss-
ir hins vegar kraft við að það er
komið eitthvert tómahljóð í þetta
allt saman og spennan nær aldrei
hámarki. X-Files, sem fyrirbæri,
ber aldurinn hreinlega ekki vel.
Þetta svínvirkaði í lok síðustu ald-
ar en X-Files eru bara eitthvað „so
1992“.
Okkur sem þykir vænt um
Mulder og Scully leiðist mynd-
in samt síður en svo. Duchovny
og Anderson sýna gamla takta og
skoski spaugfuglinn Billy Conn-
olly stelur senunni ítrekað í hlut-
verki skyggna barnaníðingsins. Þá
birtist óvænt annar gamall kunn-
ingi úr sjónvarpinu á ögurstundu
og lyftir heldur betur geði dyggra
aðdáenda þáttanna.
Geimverusteypan sem gerði út
af við fyrri myndina er sem bet-
ur fer víðs fjarri að þessu sinni
og myndin er bergmál af X-Files
þáttunum sem gerðu út á sam-
þættingu hryllings og sakamála.
Maður hefur svo sem ekki yfir
neinu að kvarta öðru en því að
fyrir X-Files aðdáendur er þetta
of lítið og kemur allt of seint.
Þórarinn Þórarinsson
á m á n u d e g i
Frönsk stemming
Það er frönsk stemming í Iðnó á menningarnótt þegar AllIAnce FrAncAIse býður upp
á tónlist, ljóðalestur og líflegan dans í þessu glæsilega húsi í hjarta reykjavíkur.
dagskráin hefst klukkan 18 og stendur hún til 22. Það er boðið upp á allt frá selló-
og hörpuleik yfir í hressilegt franskt dansiball.
Langur sjón-
varpsþáttur
eins og í
bíómynd
Landsleikurinn á laugardag minnti
mig svolítið á mynd sem var sýnd á
RÚV kvöldið áður. Það var íþrótta-
myndin Mighty Ducks 2. Þó að leik-
urinn hafi nú ekki verið jafn væmin
og Danirnir aðeins betri leikarar en
Emilio Estevez. En þróunin var sú
sama.
Í byrjun var allt í járnum þó Danirnir
væru yfirleitt einu skrefi á undan.
Við þurftum að hafa meira fyrir öllu
og Danirnir spiluðu grófan og fastan
handbolta sem okkur fannst svolítið
ósanngjarn. Þá tóku Danirnir mikið
af því sem ég kalla „klassískan dana“.
Sem sagt að brjóta gróft af sér og
taka svo fúla móðgaða gaurinn þeg-
ar ýtt er við þeim.
Þetta elur af sér mjög mikið hatur í
þeirra garð hjá stuðningsmönnum
hins liðsins sem er í þessu tilfelli
Ísland. Reyndar voru Íslendingar
vondu karlarnir í hokkí-myndinni
Mighty Ducks 2 og voru algjör ill-
menni.
Um miðjan hálfleikinn komust
Danir svo nokkrum mörkum yfir og
leikurinn virtist vera renna frá okkur.
En með góðum lokaspretti fæddist
vonarglæta. Og á þeim kafla gerðist
það mikilvægasta. Sigfús fékk nóg af
dönsku sultunni og lét einn þeirra
finna fyrir því og var rekinn útaf. Þá
létu Íslendingar allri minnimáttar-
kennd og tóku á baununum. Eins og
Hollywood-mynd þá var dramantík-
in í hámarki. Rautt spjald og fínerí.
Vítakast á lokamínútunni og allt að
gerast. Til að toppa þetta allt hljóp
svo danska „konan“ sem þjálfar
danska liðið æpandi um völlinn eft-
ir á og gerði sigur/jafntefli íslenska
liðsins enn sætari.
Það er eitt-
hvað við
simma og
Jóa
Það er einfaldlega eitthvað við
Simma og Jóa. Vissulega þekkja
þá flestir enda slógu þeir í gegn
hjá þjóðinni sem kynnar Idolsins
þegar það var og hét. Þeir ná vel til
fólks, gera gott grín, skemmta sér á
kostnað hvors annars og það gerir
þá mannlega og skemmtilega. Í út-
varpsþætti þeirra á Bylgjunni á laug-
ardagsmorgnum má heyra að þeir
hafa engu gleymt. Þeir leggja gífur-
legan metnað í þáttinn. Semja lög
um atburði líðandi stundar og eru
með mjög svo fróðlega og skemmti-
lega viðmælendur. Á heimasíðu
Bylgjunnar segir reyndar: „Simmi og
Jói bera enga ábyrgð á því hvort við-
mælendur þeirra eru ekta eður ei.“
Sama er mér, viðmælendurnir eru
hver öðrum skemmtilegri og á með-
an sumir þeirra eru auðheyranlega
leiknir efast maður um aðra.
Ljótulagakeppni, vangaveltur um
lífið og tilveruna, ítrekuð gagnrýni
á fermingarmynd aumingja Jóa og
símtal til mömmu hans Simma eru
dæmi um það sem fram fór í þessum
frábæra skemmtiþætti Simma og Jóa
á laugardaginn.
Big Beach Sports er íþróttaleikur í
anda Wii Sports sem hefur náð gríð-
arlegum vinsældum og vakið mikla
lukku. Sem sagt leikur sem bygg-
ir upp á nokkrum smáleikjum eða
íþróttum sem gerast í þessu tilfelli
á strönd.
Í Big Beach Sports er boðið upp
á blak, boccia, fótbolta, krikket, fris-
bígolf og amerískan fótbolta. Út-
færslurnar á þessum íþróttum eru
misskemmtilegar en spilun þeirra
allra notast að sjálfsögðu við Wii-
stýrikerfið og gefur það þeim kar-
akter. Maður líkir eftir hreyfingun-
um líkt og í Wii sports.
Leikurinn getur verið nokkuð
skemmtilegur sértu að spila með fé-
laga og stendur frisbígolfið eða folf-
ið upp úr. Boccia er einnig mjög fínt
en folfið hefur vinninginn. Leikur-
inn verður fljótt mjög þreyttur ef þú
ert að spila einn en hann getur ver-
ið þeim mun skemmtilegri sértu að
keppa við vini og vandamenn.
Grafík leiksins verður seint eitt-
hvað til að klappa fyrir og sama
bongólagið verður helvíti þreytt á
endanum. Þó grafíkin í Wii Sports
sé engin bylting þá er hún aulalega
skemmtileg og stílhrein en ekki tekst
að skapa sama andrúmsloft hér.
Það er þó jafnvel þess virði að
kíkja á þennan leik ef þú hefur gam-
an af smáleikjaforminu. Folfið er
skemmtilegt og mig dauðlangar til
að spila það í alvöru eftir að hafa
prófað það hér. Ásgeir Jónsson
Máttlítil eftirlíking
simmi og jói HHHHH
bylgjan á laugardögum 9.00 - 12.00.
ÚTVARP
Ísland-danmörk
HHHHH
sjónVarPiÐ
sJÓNVARP
TölVuleikiR
BIG BEACH SPORTS HHHHH
Útgefandi: nintendo Wii
kVikMYND
X-FILES: I WAnT TO BELIEvE
HHHHH
Leikstjórn: Chris Carter
Aðalhlutverk: david duchovny, gillian
anderson, amanda Peet, billy Connolly
Mulder og Scully
Hafa yfirgefið alríkislögreglunna
en láta sig hafa það að rannsaka
enn eitt furðumálið.