Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.2008, Page 30
mánudagur 18. ágúst 200830 Síðast en ekki síst
Sandkorn
n „Eins og einhverjir hafa
heyrt þá fékk ég nýlega
samning við Ilmvatnsfram-
leiðandann Ray Saxx. Ég fór í
myndatökuna á miðvikudag-
inn síðasta og hún gekk bara
ágætlega,“
segir Ásdís
Rán Gunn-
arsdóttir
á heima-
síðu sinni
um leið og
hún kveður
Ísland eftir
gott frí. Á
síðunni má einnig sjá brot úr
myndatökunni og er óhætt
að segja að stúlkan valdi að-
dáendum sínum ekki von-
brigðum frekar en fyrri dag-
inn. Hægt verður að nálgast
skandinavíska ilmvatnið sem
Ásdís prýðir, í verslunum
strax í september.
n Sólveg Anspach er í Evr-
ópuferð um þessar mundir
þar sem hún kynnir mynd-
ina sína Skrapp út. Myndin
var lokamynd Locarno Film
Festival í
Sviss um
helgina.
Mynd-
in verð-
ur sýnd
í Piazza
Grande
leikhús-
inu, en
frá Sviss heldur Sólveig
til Frakklands. Þar verð-
ur myndin sýnd 20. ágúst.
Myndin, sem skartar Diddu
Jónsdóttur í aðalhlutverki,
fjallar um miðaldra konu
sem er vinsæll kannabissali
í Reykjavík og kemst í hann
krappan.
n Það er mikið um að vera
hjá Haffa Haff þessa dag-
ana. Eins og DV greindi frá
fyrir helgi
þá er hann
á leiðinni
til Seatt-
le að hitta
kærastann
sinn í fyrsta
skipti, en
í vikunni
tekur hann
einnig við nýju starfi. Fyrir
er Haffi förðunarmeistari hjá
Mac, blaðamaður, og stíl-
isti á Vikunni, útvarpsmað-
ur á Flass að því ógleymdu
að vera á fullu í tónlistinni.
Því má segja að hann sé að
fara taka við fimmta starfinu.
Haffi vildi ekki greina frá því
um hvaða starf væri að ræða,
en það er spurning hvort
hann ætli að reyna fyrir sér í
leiklistinni næst.
Hver er konan?
„Fjörtíu og eins árs gömul eiginkona,
móðir og stjórnmálamaður í Foss-
voginum.“
Hvað drífur þig áfram?
„Löngunin til að hafa góð áhrif á um-
hverfið í kringum mig.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir
þegar þú vaknar á morgnana?
„Það fyrsta sem ég geri á morgnana
er að dást að eiginmanni mínum og
börnum.“
Uppáhalds matur?
„Íslenskur fiskur og sushi.“
Helstu áhugamál?
„Lestur góðra bóka, ferðalög og
stjórnmál.“
Hver er þinn helsti hæfileiki?
„Getan til að leiða saman ólík sjón-
armið.“
Hvernig er tilfinningin að verða
borgarstjóri?
„Ég veit það ekki ennþá, það kemur í
ljós á fimmtudaginn.“
Hefur það alltaf verið draumur-
inn að verða borgarstjóri?
„Nei.“
Hvert verður þitt fyrsta verk sem
borgarstjóri?
„Fyrsta verk mitt sem borgarstjóri
verður að heilsa upp á samstarfs-
menn mína í ráðhúsinu og síðan
hyggst ég heimsækja helstu stofnan-
ir borgarinnar.“
Verður byggt upp í Vatnsmýrinni?
„Það verður byggt upp í nágrenni við
flugvöllinn.“
Hvernig gengur að sameina
vinnuna og heimilislífið?
„Stundum ágætlega en of oft er það
svolítið flókið.“
Hver eldar kvöldmatinn á
heimilinu?
„Við gerum það bæði en í seinni tíð
hefur það lent oftar á manninum
mínum.“
Hver er þín fyrirmynd?
„Helstu fyrirmyndir mínar til þessa
eru foreldrar mínir.“
Hvað er framundan?
„Vonandi mjög góður tími fyrir
Reykjavík og Reykvíkinga.“
dáist að eiginmanni
sínum og börnum
Bókstaflega
„Óskar er ógeðslega fúll út
í mig.“
n marsibil
sæmundardóttir
um ákvörðun sína
að starfa ekki með
borgarstjórnar-
flokki sjálfstæðis-
flokksins.-visir.is
„Þetta hefur því miður
komið á daginn.“
n Ólafur F. magnússon í yfirlýsingu sinni
um kenningu þá að hann hafi verið
blekktur til samstarfs
við sjálfstæðis-
flokkinn til að
sprengja
tjarnarkvart-
ettinn.
„Afhverju
ekki að nýta
alla þessa tækni sem við
búum við ef við höfum
tækifæri til þess.“
n söngvarinn Haffi Haff á kærasta í
seattle sem hann hefur aldrei hitt en
þeir spjalla saman í gegnum internetið.
–dV
„Ef barnið fer með þeim
er ekki spurning um hvort
heldur hvenær eitthvað
hræðilegt gerist.“
nViðmælandi dV um að misþroska
foreldrar ætli að flytja frá fjölskyldu
sinni með tveggja vikna barn. -dV
„Í fyrstu var ég pínu hrædd,
en í dag hlakka ég til.“
n Edda Heiðrún Backman um að hún sé
að fara til Bandaríkjanna að prófa nýtt
lyf við taugasjúkdómnum mnd. -dV
„Þetta er sögulegur dag-
ur. Þetta er bylting í sam-
göngumálum á Suður-
landi.“
n Kristján möller samgönguráðherra.
Fyrir helgi var skrifað
undir samning um
gerð Landeyjar-
hafnar og
Bakkafjöruvegar
sem stytti
siglingu nýs
Herjólfs um
hálftíma. -Fréttablaðið
Skútahrauni 11
220 Hafnarfjörður
S: 565 2727
www.hraunbt.is
Fligel 4 Öxla vélavagn með 2
beygjuöxlum 2,70 áb ferí 3,25
Fligel Malarvagnar 2 öxla á 2 földu
með lyfti hásingu segli og fl
Fligel Malarvagnar 3 öxla á 1 földu
með lyftihásingum og segli og fl
Möguleiki á 100% fjármögnun
Minningartónleikar til heiðurs Vilhjálmi Vilhjálmssyni í Laugardalshöll.
Erfiðast að velja lögin
„Það er fyrirtækið Bravó! sem ætlar
að ráðast í þetta stórvirki og leggja í það
fullan metnað,“ segir Magnús Kjartans-
son um Minningartónleika Vilhjálms
Vilhjálmssonar sem fram fara í Laugar-
dalshöllinni þann tíunda október næst-
komandi.
Magnús kemur til með að vera tón-
listarstjóri kvöldsins en fær að eigin
sögn hjálp góðra manna við tónlistar-
stjórnina enda heldur stórt verkefni að
velja lög úr safni Vilhjálms sem var einn
ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar.
„Það erfiðasta við það að setja sam-
an svona prógram er að velja lögin. Vil-
hjálmur á sér breiðan aðdáendahóp
og það þurfa náttúrulega allir að fá sitt.
Það er draumur okkar allra sem stönd-
um að baki þessu að þetta verði ein allra
besta sýning sem sett hefur verið upp
á Íslandi. Þrátt fyrir að þetta séu minn-
ingartónleikar þá má ekki gleyma því
að þetta er líka skemmtun og við mun-
um keppast við að skemmta fólki með
allri þeirri tækni sem okkur stendur til
boða,“ segir Magnús og bætir því við að
ráðist verði í heljarinnar uppgröft á efni
og fleiru frá tímum Vilhjálms.
Meðal þeirra söngvara sem fram
koma á tónleikunum eru Björgvin Hall-
dórsson, Bubbi Morthens, Diddú, Eg-
ill Ólafsson, Ellen Kristjánsdóttir, Guð-
rún Gunnarsdóttir, Helgi Björnsson,
Jónsi, KK, Laddi, Lay Low, Páll Rósin-
kranz, Pálmi Gunnarsson, Ragnheið-
ur Gröndal og Stefán Hilmarsson. Auk
þeirra kemur fram 10 manna hrynsveit,
strengjasveit og kórar. „Ætli það verði
ekki um fjörutíu til fimmtíu manns á
sviðinu á köflum,“ segir Magnús að lok-
um.
krista@dv.is
Tónleikastjórinn Magnús Kjartansson
magnús segir erfitt að velja lög á
minningartónleika Vilhjálms Vilhjálmsson-
ar þar sem þau séu svo mörg.
MaÐUR
DagsINs
Hanna Birna Kristjánsdóttir
tekur formlega við sem borgarstjóri
reykjavíkur síðar í vikunni.