Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1978, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um dómsmál - 01.01.1978, Blaðsíða 12
10 f töflu 9 eru sýnd afdrif _opinberra mála eftir tegundum afbrota, og er þá átt við öll mál, sem lyktar með dómi, og þau mál fyrir brot gegn hegningarlögum, sem lyktar með sátt. Langstærsti afbrotaflokkurinn er gegn ákvæðum um ölvun við akstur, 662 brot, en Jrvi næst koma brot gegn ýmsum ákvæðum hegningarlaga og fer þar mest fyrir málum vegna fjarsvika.sem eru 161 talsins. Af sáttum voru sektir 531, en áminningar 35. Stærsti flokkur dómsniðurstaða var varðhald óskil- orðsbundið styttra en 1 mánuður, 660, í langflestum tilvikum vegna brota gegnákvæðum umferð- arlaga, en þar næst koma sektir, 74, einnig flestar vegna brota jregn ákvæðum umferðarlaga, en tæpur fjórðungur vegna brota gegn lagaákvæðum um fiskveiðar í landhelgi. 706 einstaklingar voru sviptir ökuleyfi eða rétti til að öðlast ökuleyfi. Það athugist, að innifaldir f samtölunni 909 eru 7 dómar með tvöföldum viðurlögum, sbr. skyringar neðanmáls við töflu 9. f Reykjavík voru einnig kveðnir upp 7 dómar með tvötöldum viðurlögum, eins og getið er f kaflanum um opinber mál í Reykjavfk. Dómar með tvöföldum viðurlögum koma hvergi ella fyrir f töflunum, enda telst svipt- ing ökuleyfis ekki til iefsingar. f töflu 10 er þeim, sem ákærðir voru fyrir hegningarlagabrot (þ.e. mál, sem sátt eða dómur gekk f, auk 1 niðurfellingar, sem tekin var á seðil til sakaskrár) skipt eftir kyni,^ aldri, atvinnu og tegund afbrots. Af 717 ákærðum voru 49 konur, eða 6, 8°lo. Rúmlega helmingur ákærðra var 25 árá eða yngri. Af þeim, sem höfðu tilgreinda atvinnu, voru verkamenn flestir, 150, en sjómenn þar næst, 147. TJafla 11 er um mál, sem lauk með sátt, vegna brots gegn sérrefsilögum. Minni háttar brot gegn ákvæðum umferðarlaga og ölvun á almannafæri eru stærstu afbrotaflokkarnir. 4. einkamAl OG ÖNNUR DÓMSMÁLASTÖRF HÉRAÐSDÓMARA, SVO OG SÁTTAMÁL OG LÖGREGLUSEKTIR. Civil cases etc. Frá og með árinu 1966 senda héraðsdómarar (f Reykjavík embætti borgardómara, borgarfógeta, sakadómara og lögreglustjóra) skýrslur um dómsmál o. fl. til Hagstofu á serstökum eyðublöðum, sem hún hefur útbuið til þeirra nota. Hér er um 15 mismunandi eyðublöð að ræða. Fyrir hvertmál, er kemur til formlegrar afgreiðslu fyrir dómi, skal gera skýrslu á sérstökum seðli.en fyrir aðrar af- greiðslur skal fylla ut skýrsluform, þar sem greind er tegund afgreiðslu og tala yfir allt árið. Tafla 12 er yfirlitstafla yfir einkamál, sem rekin hafa verið og afgreidd við almenna og sér- staka undirréttardomstóla 1972-74. Töflur 13-15 fjalla nánar um þessi mál, en í þeim kemur ekki fram önnur staðarleg aðgreining en sú, að Reykjavrk er tekin út úr og sýnd sérstaklega. f töflu 12 er sýndur málafjöldi fhverju umdæmi hvert ar um sig. Málin eru alls tæplega 19þusund,4/5 þeirra fReykjavík; Þar næst koma að málafjölda héraðsdómaraembættin f Hafnarfirði(1028mál), Kefla- vfk (687 mál), Akureyri (462 mál) og Kópavogi (345 mál). Önnur embætti hafa mun færri mál og ekkert mál var skrásett f tveimur þeirra, Dalasýslu og Strandasýslu. Yfirgnæfandi meiri hluti tæplega 19 þúsund mála f töflu 12 er mál fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi (fReykjavík bæjarþingi) eða tæplega 18 þúsund. Tæp 900 eru sjo-ogverslunardoms- mál eða landamerkjamál. Þá eru rúmlega 80 bamsfaðernismál og loks um 190 fógetamál og 60 sérstök mál, sem rfsa aðallega meðan á uppboðs- eða skiptameðferð stendur. f töflu 13 eru ýmsar sundurgreiningar a málum fyrir reglulegu dómþingi og aukadómþingi (í Reykjavfk bæjarþingi), svo og sjó- og verslunardómi og landamerkjadómi. Samkvæmt töflul3er fjöldi afgreiddra mala mjög svipaður öll árin, 1972-74. Af gefnu tilefni þykir rétt að taka það fram sérstaklega, að með málum fyrir reglulegu dóm- þingi og aukadómþingi (í Reykjavfk bæjarþingi) f töflum 13A og 13B eru talin áskorunarmal.sbr.lög nr. 49/l968_, og var svo einnig f Dómsmálaskýrslum 1969-71, enda eru þau aðeins frábrugðin öðr- um málum í þessum töflum að þvf leyti, að þau sæta annarri meðferð en önnur einkamál f héraði. Til frekari upplýsingar skal frá því greint, að afgreidd áskorunarmál fyrir bæjarþingi f Reykjavík voru 1708 árið 1972, 1585 árið 1973 og 1906 árið 1974, eða alls 5199 af samtals 14438 málum á árunum 1972-1974, en það er rúmlega þriðjungur allra afgreiddra mála á Jressu árabili. Langflest áskorunarmálin f Reykjavík voru vfxilmál, eða 4018, sfðan komu skuldamal, 926, en afgangurinn, 255, voru tékkamál. Tölur um fjölda áskorunarmála f umdæmum utan Reykjavíkureruekki tiltæk- ar, þar sem það er sjaldnast tekið fram sérstaklega á skýrslum frá þeim, hvort um sé að ræða á- skorunarmál. Af töflu 13 má ráða, að af málum fyrir reglulegu dómþingi og aukadómjringi ( í Reykjavfk bæjarþingi) voru víxilmál langflest, eða um 11 þúsund, en þar næst skuldamal, rúmlega 4 þúsund. Aðrar tegundir mála voru langt undir þúsundi hver. Svipuð vom hlutföllin f Reykjavík einni. Af sjó- og verslunardómsmálum og landamerkjamálum var mest um verslunarmál, rúmlega 400, og kaup- og kjaramál, tæplega 300. Aðrar tegundir mála voru langtum færri. Það mun stundummats- atriði, hverrar tegundar domsmál er, þegar þeim skal skipa í flokka eins og dálkafyrirsagnir f töflu 13 segja til um. Nokkrum sinnum hafa skýrslugefendur merkt við tvær tegundir mála, sem hafa þá þótt jafn gildar. Oftast var hér um að ræða skulda- og skaðabótamál. f urvinnslu var málum þess- um raðað á þá tegund, sem_ fyrr er tilgreind á eyðublaði þvf, sem notað er, og gildir sú röð einnig f töflu 13. Tæplega 3/4 mála fyrir reglulegu domþingi og aukadómþingi (f Reykjavík bæjarþingi) á öllu landinu voru dæmd að kröfu stefnanda að öllu eða nokkru leyti, satt var gerð f 1/8 mála, en 1/10 hafinn. Aðrar afgreiðslur, svo sem frávfsun og sýkna, voru mun fátfðari. Af málum fyrirgó- og verslunardómi og landamerkjamálum var um helmingurdæmdur að kröfu stefnanda að öllu eða

x

Hagskýrslur um dómsmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um dómsmál
https://timarit.is/publication/1129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.