Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 8. Október 20088 Fréttir
Geir H. Haarde forsæt-
isráðherra sagði í gær
að Íslendingar þyrftu
að leita nýrra vina í
efnahagskreppunni þar
sem áður traustir vinir
væru að bregðast. Rúss-
ar taka vel í að lána
ríkinu 4 milljarða evra.
Geir hefur nýlega varað
við þeirri hættu sem
Íslendingum kann að
stafa af Rússum.
fyrirvari á
rússahjálp
Þau ummæli Geirs H. Haarde for-
sætisráðherra í gær að leita þurfi
nýrra vina þegar aðrir bregðast í
bankakreppunni hafa vakið umtals-
verða athygli og þykja vera til marks
um sinnaskipti gagnvart Rússum.
Ljóst er að lög um yfirtöku rík-
isins á íslenska bankakerfinu voru
sett í fyrrakvöld án þess að upplýst
væri um ýmsa lánamöguleika eða
fyrirgreiðslu nágrannaþjóða í erfiðri
stöðu. Þar á meðal um 4 milljarða
evra lán frá Rússlandi. Geir upplýsti
að hann hefði unnið að lántökunni
síðan í sumar. Rússar væru tilbún-
ir til þess að ræða lánamálin á já-
kvæðum nótum þótt ekki væri búið
að ganga frá neinu. Geir þótti hugs-
anleg lánveiting Rússa góð og mikil
tíðindi og þakkarverð af hálfu rúss-
neskra yfirvalda. Lánið rynni ekki til
bankanna heldur beint í gjaldeyris-
varasjóð landsmanna.
Misvísandi fréttir
Illa gekk að fá staðfest í gær að
viðræður um lántökuna væru hafn-
ar. Á Bloomberg-fréttavefnum,
Reuters og Novosti var vitnað til
Dmitrís Pankin aðstoðarfjármála-
ráðherra Rússlands sem kannaðist
ekkert við að viðræður væru hafn-
ar né að beiðni um lán hefði borist
opinberlega.
„Rússland lítur jákvætt á ósk Ís-
lands um lánafyrirgreiðslu,“ sagði
hins vegar Alexei Kudrin, fjármála-
og aðstoðarforsætisráðherra, í við-
tali við blaðamenn. „Okkur hefur
borist beiðni frá íslenskum yfirvöld-
um um lántöku... Ísland er þekkt
sem land þar sem mikill agi ríkir í
ríkisútgjöldum.“
Enn ein mistökin
Seðlabanki Íslands neyddist í
gær til að senda frá sér leiðréttingu
á fréttatilkynningu bankans frá því
í gærmorgun um lánafyrirgreiðslu
Rússa að fjárhæð 4 milljarðar evra.
Í fréttatilkynningu bankans frá því í
gærmorgun var sagt að sendiherra
Rússlands á Íslandi, Victor I. Ta-
tarintsev, hefði tilkynnt formanni
bankastjórnar Seðlabankans, Davíð
Oddssyni, að staðfest hefði verið að
Rússland myndi veita Íslandi slíkt
lán og það mundi styrkja grundvöll
íslensku krónunnar og gjaldeyris-
forða landsmanna. Pútín forsætis-
ráðherra hefði staðfest ákvörðun-
ina.
Í seinni tilkynningu bankans
segir: „Í framhaldi af frétt Seðla-
banka Íslands frá því fyrr í morg-
un um viðræður milli Rússlands og
Íslands skal áréttað að löndin hafa
ákveðið að hefja viðræður um fjár-
málaleg atriði innan fárra daga.“
Í þessu felst að ekkert var að
marka fyrri yfirlýsingu bankans,
enn er ósamið um lánið og þá einn-
ig kjör þess og hugsanleg önn-
ur skilyrði. Mál þetta þykir einkar
neyðarlegt og á erlendum frétta-
vefjum kom fram í gær að rússneski
sendiherrann hefði fundið sig knú-
inn til að hringja í Geir H. Haarde
til að koma málum á hreint. Þykir
formaður seðlabankastjórnarinnar
hafa kynnt málið á afar óheppileg-
an hátt. Davíð fór síðan yfir þennan
misskilning í Kastljósi í gærkvöld og
sagðist vongóður um að málið yrði
fljótlega til lykta leitt þótt best væri
að tala varlega.
Gleymdist að tala við vinina?
„Íslensk stjórnvöld hafa ekki haft
samband við okkur. En geri þau það
erum við tilbúin til viðræðna,“ sagði
Kristín Halvorsen, fjármálaráðherra
Noregs, á blaðamannafundi í gær.
Rögnvaldur Hannesson, próf-
essor hjá norska Verslunarháskól-
anum í Osló, sagði í samtali við nor-
ræna viðskiptafréttavefinn E24 í gær
að það væri til mikils að vinna fyrir
Íslendinga að snúa sér frá lántökum
í Rússlandi en hefja samningaum-
leitan við Norðmenn. Jafnvel þótt
Íslendingar hefðu ekki samband
við norska fjármálaráðherrann væri
engu að síður full ástæða til þess að
snúa sér til Noregs. Rögnvaldur tel-
ur að Íslendingar geti lært mikið af
því hvernig Norðmenn komust út
úr sinni bankakreppu. „Nú sjáum
við að það eiga að fara fram við-
ræður um að rússneska ríkið láni
Íslendingum. Það má hugsa sér að
norsk stjórnvöld hafi hag af því að
koma í veg fyrir að rússnesk stjórn-
völd bjargi íslenskum bönkum,“
segir Rögnvaldur.
Tímamótalán
„Þetta er einstakt og mark-
ar merkileg tímamót. Rússar hafa
aldrei rétt þjóð innan Atlants-
hafsbandalagsins fjárhagsað-
stoð af þessu tagi svo ég viti
til,“ segir Guðmundur Ól-
afsson hagfræðingur.
Guðmundur er
sannfærður um að
Björgólfur Thor Björ-
gólfsson hafi haft
milligöngu um lán-
töku í Rússlandi þótt
Geir Haarde seg-
ist hafa leitað hóf-
anna um slíkt lán
fyrir nokkru. „Björ-
gólfur kannast við
Pútín síðan hann rak
drykkjarvöruverksmiðju
í Pétursborg. Þá var Pútín
aðstoðarmaður borgarstjóra
Pétursborgar.“
Guðmundur telur fullvíst
að það mæti tortryggni með-
al Natóríkja að Íslendingar skuli
þiggja góðvild Rússa með
þessum hætti, enda
lifi rússa-
grýlan
enn
góðu lífi
með-
al ráðamanna þar. „Við höfum afar
gott fordæmi fyrir því að komm-
únískt hernaðareinræðisríki láni
Natóþjóð stórfé. Engir hafa lánað
Bandaríkjamönnum jafn mikið og
Kínverjar en 45 prósent erlendra
skulda Bandaríkjamanna er við
Kínverja.“
Sinnaskiptin
Ljóst er að Geir sendir menn
sína bónleiðina til Moskvu þrátt
fyrir harða gagnrýni á stjórnvöld
þar í borg. „Á síðustu vikum hefur
Evrópa verið minnt óþyrmilega á
það að rússneski björninn er ekki
dauður úr öllum æðum,“ sagði Geir
H. Haarde forsætisráðherra fyrir
tæpum mánuði, þar sem hann var-
aði við ógn Rússa gagnvart Íslandi í
Valhöll.
Í umræðum á leiðtogafundi
Nató í Búkarest í byrjun apríl síð-
astliðins sagði Geir að Íslendingar
væru undrandi á áherslu Rússa á
flug orustuþotna við Ísland.
13. september var Geir afar
harðorður í garð Rússa og lét í það
skína að þeir væru að færa sig upp
á skaftið: „Stórfelldar hernaðarað-
gerðir Rússa í nágrannaríkinu Ge-
orgíu, sem er alþjóðlega viðurkennt
sjálfstætt ríki, í síðasta mánuði sýna
svo ekki verður um villst að sú ógn
sem Evrópu stafaði af hernaði Rússa
áratugum saman og margir töldu
tilheyra liðinni tíð er því miður enn
fyrir hendi og þær raddir heyrast nú
austan hafs sem vestan að Banda-
ríkjamenn hafi verið fullfljótir á
sér að draga úr viðbúnaði sínum á
Norður-Atlantshafi. Tíðar flugferðir
rússneskra sprengjuflugvéla við Ís-
landsstrendur er óþægileg áminn-
ing um nálægð okkar við það sem
Rússar líta á sem sitt áhrifasvæði,“
sagði Geir.
Mótsagnir
Geir
lýsti and-
stöðu
sinni við hernaðaraðgerðir Rússa
og gaf í skyn í því samhengi að
stjórnvöld þyrftu að tryggja öryggi
Íslendinga.
„Ýmsir höfðu á orði að við sjálf-
stæðismenn værum fastir í hlekkj-
um kalda stríðsins. Þeir hinir sömu
ættu kannski að heimsækja Gori og
fleiri bæi í Georgíu þar sem Rúss-
ar létu sprengjum rigna yfir íbúana
í síðasta mánuði,“ sagði hann og
bætti við: „Frumskylda stjórnvalda
er að tryggja öryggi íbúa lands-
ins. Íslensk stjórnvöld munu fylgj-
ast grannt með umsvifum Rússa á
Norður-Atlantshafi á næstu misser-
um eins og þegar hefur komið fram
og við höfum ítrekað vakið máls
á við þá og við munum gera þær
ráðstafanir sem þurfa þykir ef stig-
mögnun verður á slíkri hernaðar-
uppbyggingu á okkar svæði.“
Þess má geta að Davíð Oddsson
seðlabankastjóri sagði við Bloomb-
erg-fréttastofuna í gær að hann
fagnaði velvilja Rússa. Öll aðstoð
frá Rússlandi er vel þegin.
Eystrasaltslöndin, Eistland, Lett-
land og Litháen, muna frumkvæði
Íslendinga þegar löndin þrjú bru-
tust undan valdi Rússa eftir hrun
Sovétríkjanna. Ótti þeirra við ægi-
vald Rússa er enn fyrir hendi. Einn
af viðmælendum DV er þess fullviss
að þegar það spyrst að Íslending-
ar séu nú gengnir Rússum á hönd
í erfiðri bankakreppu muni virð-
ing þeirra fyrir Íslandi snúast upp
í „ískalda fyrirlitningu“. Við þetta
má bæta að DV hafði í gær spurn-
ir af Pólverjum á Íslandi sem hygð-
ust reyna að selja allar sínar eigur
á Íslandi vegna frétta af rússalán-
inu. Það hefði þó ekkert með fyrir-
litningu að gera heldur einfaldlega
rótgróinn ótta Pólverja við Rússa.
Fólkið væri einfaldlega hrætt við að
Rússarnir væru að koma.
JóHann HaukSSon
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Davíð oddsson seðlabankastjóri
kynning á láni frá rússum þótti takast
heldur óhönduglega hjá Seðlabankanum.
Guðmundur ólafsson hagfræðingur
Lán frá rússum eru tímamót, enda rússar
og kínverjar rísandi efnahagsveldi.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra Hefur margoft gagnrýnt hernaðarumsvif
og ögranir rússa á undanförnum mánuðum en leitar nú nýrra vina.
„Björgólfur kannast við Pútín síðan hann rak
drykkjarvöruverksmiðju í Pétursborg. Þá var Pút-
ín aðstoðarmaður borgarstjóra Pétursborgar.“