Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 8. Október 2008 15Umræða
Í þann mund sem samþykkt var á
Alþingi lagafrumvarp um yfirtöku
ríkisins á tveimur bankastofnunum
sem komnar voru í þrot og á góðri
leið með að setja þjóðarbúið á hlið-
ina, var dreift á borð þingmanna
gömlum „góðkunningja“ þingsins.
Hér er um að ræða þingsályktun-
artillögu frá fjölmennri sveit sjálf-
stæðismanna sem lögð hefur ver-
ið fram ár eftir ár og gengur út á að
finna hvar ríki og sveitarfélög búa
yfir verkefnum sem heppilegra væri
að einkavæða. Þingmálið er byggt á
stefnu Verslunarráðsins sáluga sem
nú heitir Viðskiptaráð.
Í greinargerð þingmálsins, sem
kom einsog skrattinn úr sauðar-
leggnum, eru rakin fjölmörg dæmi
um rekstur sem færa má út á mark-
að auk þess sem bent er á mikilvæga
sigra frá liðnum árum: „Fjölmörg
fyrirtæki á vegum ríkisins hafa ver-
ið einkavædd og má þar m.a. nefna
bankastarfsemi ….“ Það er óneitan-
lega hraustlega að verki staðið að
dengja tillögum um einkavæðingu
opinberrar starfsemi á borð þing-
manna með sérstakri skírskotun
til einkavæðingar ríkisbankanna á
sama tíma og reynslan varar okkur
við slíku ráðslagi á jafn óvæginn hátt
og nú.
Mætum afleiðingunum saman
Í mínum huga hefur það aldrei
verið sáluhjálparatriði að ríkið reki
bankastarfsemi. Því fer fjarri að ég
leggi að jöfnu Landsbankann og
Landspítalann. Bankar mega gjarn-
an vera á markaði en þar eiga þeir
að starfa samkvæmt stífum reglum
og varnarmúrar reistir í lögum fyr-
ir hönd almennings. Þetta var ekki
gert þegar fjármálakerfið var einka-
vætt í heild sinni á tíunda áratugn-
um. Ítrekaðar tilraunir til að setja
lög sem aðgreina viðskiptabanka
og fjárfestingarstarfsemi hafa illu
heilli verið slegnar út af borðinu.
Þá er það að sannast að í okkar
litla hagkerfi varð það ofan á sem
varað var við að sömu aðilar sætu
beggja vegna borðs, annars vegar
eigendur allra stærstu fyrirtækja
á markaði og hins vegar þeir sem
veittu þessum sama atvinnurekstri
lánafyrirgreiðslu í fjármálakerfinu.
Alvarlegastar eru síðan gegndar-
lausar áhættufjárfestingar um all-
an heim – margföld íslensk lands-
framleiðsla, allt á lántökum og að
verulegu leyti með ríkið, íslenskan
almenning að bakhjarli. Við von-
um öll að það versta sé yfirstaðið
þótt afleiðingar fyrir starfsmenn og
þúsundir heimila eigi enn eftir að
koma í ljós. Mikilvægt er að þjóð-
in standi saman til að mæta illum
afleiðingum þessa. En nú verður að
breyta af leið við stjórn landsmála.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn
aldrei að læra?
Þetta sjá nú allir. Fyrirgefið, þetta
sjá nú flestir. Fyrrnefndur þing-
mannahópur sjálfstæðismanna ætl-
ar enn að halda út á markaðstorgið
með starfsemi hins opinbera jafnvel
þótt nú blasi við hverju mannsbarni
hve ótrygg tilveran þar er. Það sem
grunnþjónustan þarf á að halda
er stöðugleiki og jafnvægi. Upp á
það býður fjárfestingarmarkaður-
inn ekki. Þetta er lærdómur líðandi
stundar. Nei, segja þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins, áfram, meira. Ger-
um eins og við gerðum við bankana.
Gerum Íbúðalánasjóð að hlutafé-
lagi. Þetta heyrist enn á göngum
þingsins!
Ráðamenn verða að hlusta
Nú verðum við að draga rétta lær-
dóma af reynslunni. Nú þurfa ráða-
menn að hlusta á rödd þjóðarinnar.
Í umræðu manna á meðal er harmað
að hér skuli ekki hafa verið tryggur og
traustur ríkisbanki, að Ríkisskip hafi
verið aflagt með þeim afleiðingum
að strandsiglingar lögðust af við Ís-
land, að FL Group hætti að vera flug-
félag og gerðast fjárfestingarfélag,
að Glitni og FL Group skyldi hleypt
inn í Hitaveitu Suðurnesja, að póst-
þjónustan skyldi undirlögð mark-
aðslögmálum og að byrjað skyldi að
þröngva heilbrigðisþjónustunni og
orkugeiranum í markaðsvæðingu. Á
ekkert að læra að reynslunni? Er ekki
rétt að hlusta á rödd þjóðarinnar?
Hver er maðurinn?
„vilhjálmur bjarnason, alinn upp í
Hlíðunum, búsettur í garðabæ.“
Hvað drífur þig áfram?
„að Íslendingar hafi atvinnu og
lifibrauð af landinu.“
Hefur þú búið erlendis?
„Ég bjó tvo vetur í bænum Fort Lee í
New Jersey þegar ég var við nám í
bandaríkjunum.“
Hefði verið hægt að komast hjá
þeim efnahagslegu hamförum
sem nú ganga yfir land og þjóð?
„Já, ef aðvörunarorð ýmissa manna
allar götur frá árinu 2000 hefðu verið
tekin marktæk.“
Hvernig finnst þér ríkisstjórnin
hafa unnið úr málunum hingað
til síðan allt fór á hliðina á
dögunum?
„Það á náttúrlega enn eftir að vinna
úr málunum. Nú erum við bara að sjá
fyrstu nauðsynlegu aðgerðir. en ég
met það svo að hún hafi haft nægar
upplýsingar til að gera hluti.“
Hefur þú tapað miklum
fjármunum í hruninu?
„við skulum bara segja að ég hafi
tapað.“
Áttu einhver ráð fyrir fólk til að
komast í gegnum kreppuna?
„ekki nema bara halda bjartsýni og
ró og gera sér grein fyrir því fólk
hefur tapað áður og staðið upp.“
Ef þér yrði boðið að verða
seðlabankastjóri, myndirðu taka
að þér starfið?
„Já, ég hefði mjög gaman af því að
verða seðlabankastjóri. Ég hef
nefnilega unnið í Seðlabankanum,
fyrst í þrjú sumur og svo hjá
Þjóðhagsstofnun og inni í Seðla-
banka í tvö ár þannig að ég þekki
húsakynnin.“
Mál að linni
EkkERt gRín Íþróttafréttamaðurinn bjarni Felixson hélt í fyrstu að um grín væri að ræða þegar leitað var til hans um að fá leyfi fyrir nafngiftinni á bjarna Fel Sportbar sem
var opnaður nýverið í austurstræti. Hann samþykkti þó eftir að hann gerði sér grein fyrir að um alvöru væri að ræða. Mynd: RóbERt REyniSSon
Hvernig líst þér á fyrirHugað lán frá rússum?
„Mér finnst þetta frábært. rússar sýna
okkur þarna velvild og þeir eiga gott
eitt skilið fyrir það.“
guðMunduR HElgi SiguRðSSon,
56 ára SeNdibÍLStJóri
„Mér líst illa á þetta. rússarnir gera
þetta til þess að geta nýtt auðlindirnar
okkar, virkjað náttúruna og setja
væntanlega upp olíuhreinsistöð á
vestfjörðum.“
baldvin Jón SiguRðSSon,
36 ára HáSkóLaNeMi
„Mér finnst alls ekkert að því. eitthvað
verður að gerast. Þetta er skárra en að
fara til bandaríkjamanna sem komu
þessu rugli af stað.“
guttoRMuR viðaRSSon,
36 ára kOkkur
„Ég hefði nú ekki viljað fara í þessa
áttina heldur frekar leitað til banda-
ríkjamanna hefði það verið möguleiki.
Mér líst líka mjög vel á boð Norð-
manna.“
gunnaR JöRundSSon,
54 ára verSLuNarMaður
Dómstóll götunnar
vilHJÁlMuR bJaRnaSon,
framkvæmdastjóri Félags fjárfesta
Myndi þiggja stöðu
seðlabankastjóra
„Mér finnst þetta bara allt í lagi. Það
vantaði gjaldeyri inn í landið. ekki réttu
bandaríkjamenn okkur hjálparhönd.“
Jón E. tRyggvaSon,
41 árS SöLu- Og MarkaðSStJóri
kjallari
mynDin maður Dagsins
ögMunduR
JónaSSon
alþingismaður skrifar
„Nú þurfa ráða-
menn að hlusta á
rödd þjóðarinn-
ar.“