Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 8. Október 200816 Ættfræði
60 ára í dag
30 ára
n Kwasi Adjei Yeboah Stóra-Ármóti, Selfoss
n Georgeta Liana Bora Þverárseli 8, Reykjavík
n Marisa Angela Hisse M. Dos Reis Selási 14,
Egilsstaðir
n Gyða Björk Aradóttir Lækjartúni 8, Akureyri
n Sigurrós Ingigerðardóttir Suðurgötu 35, Akranes
n Marinella R Haraldsdóttir Vesturvangi 13,
Hafnarfjörður
n Sigurður Borgar Bjarnason Greniteigi 9,
Reykjanesbær
n Elísabeth Saga Pedersen Sundlaugavegi 10,
Reykjavík
n Hildur Guðmundsdóttir Línakri 3, Garðabær
n Hjörvar Jóhannesson Klappakór 4, Kópavogur
n Guðjón Davíð Pétursson Eiríksgötu 25, Reykjavík
40 ára
n Charles Edward McCabe Brávallagötu 48,
Reykjavík
n Hans Ragnar Þór Álftamýri 12, Reykjavík
n Sigurður Árnason Grundarstíg 26, Sauðárkrókur
n Fylkir Þór Guðmundsson Stapasíðu 13f, Akureyri
n Ingimar Oddsson Lynghaga 17, Reykjavík
n Hildur Steinunn Magnúsdóttir Bæjargili 66,
Garðabær
n Berglind Helgadóttir Réttarhvoli 11, Mosfellsbær
n Hjálmar A Sigurþórsson Hæðarseli 18, Reykjavík
n Rúnar Vigfússon Ægisgötu 39, Vogar
n Jóhann Eyjólfsson Blásölum 14, Kópavogur
n Sigrún Helga Sigurðardóttir Suðurvöllum 12,
Reykjanesbær
n Ásgeir Gísli Gíslason Álfaborgum 21, Reykjavík
50 ára
n Þórunn Stefánsdóttir Hraunbæ 50, Reykjavík
n Marta L Sigurbjarnadóttir Frostafold 25,
Reykjavík
n Þorvaldur Guðmundsson Grímsholti 9, Garður
n Guðlaug Vilbogadóttir Seilugranda 2, Reykjavík
n Sigurpáll Sigurbjörnsson Norðurgarði 10,
Reykjanesbær
n Konráð Pétur Jónsson Böðvarshólum,
Hvammstangi
n Bjarni Frans Viggósson Tangagötu 15, Ísafjörður
n Kristín Birgisdóttir Engihjalla 1, Kópavogur
n Karen Gígja Karlsdóttir Keilufelli 1, Reykjavík
n Sigríður K Sigurðardóttir Kórsölum 5, Kópavogur
n Guðrún Arthúrsdóttir Vallargötu 36, Sandgerði
60 ára
n Svanhvít Eydís Egilsdóttir Grettisgötu 92,
Reykjavík
n Þorvaldur Pálmason Hryggjarseli 5, Reykjavík
n Sigurður Örn Baldvinsson Hávegi 58, Siglufjörður
n Þórdís Hulda Hreggviðsdóttir Gnoðarvogi 30,
Reykjavík
70 ára
n Pálmi Jónsson Dalbraut 16, Reykjavík
n Helga Benediktsdóttir Hörðukór 1, Kópavogur
n Elín Arnoldsdóttir Fossheiði 50, Selfoss
75 ára
n Ottó Ragnarsson Völvufelli 4, Reykjavík
n Guðmundur Jóhannes Guðmundsson Lyn-
gmóum 5, Garðabær
n Magnús Guðmundsson Lindasíðu 19, Akureyri
n Sveinn Guðjónsson Tindaflöt 1, Akranes
80 ára
n Auðunn Haraldsson Þorvaldsstöðum, Bakkafjörður
n Gunnar Guðjónsson Skúlagötu 40b, Reykjavík
n Una Gísladóttir Krummahólum 10, Reykjavík
n Sveinbjörn Þ Egilson Oddeyrargötu 36, Akureyri
85 ára
n Ragnheiður Árnadóttir Dalalandi 10, Reykjavík
n Stella Stefánsdóttir Mýrarvegi 117, Akureyri
90 ára
n Friðbjörg Ingjaldsdóttir Grandavegi 45, Reykjavík
n Kristín Ingvarsdóttir Jökulgrunni 5, Reykjavík
n Ásta Vilhjálmsdóttir Kleppsvegi Hrafnistu,
Reykjavík
n Guðbjartur Eiríksson Austurbergi 8, Reykjavík
95 ára
n Sveinn Tómasson Víðivöllum 5, Selfoss
100 árs
n Ingimar Friðgeirsson Heiðarlundi 4f, Akureyri
Guðrún Þorsteinsdóttir
deildarstjóri launadeildar MOsfellsbæjar
Guðrún fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hún lauk námi í tækni-
teiknun frá Akademiet for fri og
merkantil kunst í Kaupmannahöfn
1966 og stúdentsprófi frá MH 1979.
Þá er hún nemi í fjarnámi í við-
skiptafræði við HA.
Guðrún var tækniteiknari, lengst
hjá Jóni Haraldssyni arkitekt en
einnig hjá gatnamálastjóra og Ála-
fossi hf. Hún varð launafulltrúi hjá
Mosfellsbæ 1988 og er deildarstjóri
þar frá 1999.
Fjölskylda
Guðrún giftist 22.2. 1975 Friðriki
G. Olgeirssyni, f. 30.11. 1950 í Ólafs-
firði, sagnfræðingi. Hann er sonur
Olgeirs Gottliebssonar, fyrrv. hita-
veitustjóra í Ólafsfirði, og Lovísu
Friðriksdóttur húsmóður.
Börn Guðrúnar og Friðriks eru
Sturla Geir, f. 31.8. 1975, tölvun-
arfræðingur hjá Anada, búsettur í
Mosfellsbæ en kona hans er Auð-
ur Björk Þórðardóttir og eru börn
þeirra Viktor Elí, f. 2000, og Guð-
rún Jóna, f. 2005; Helga, f. 6.2. 1980,
stjórnmálafræðingur, búsett í Mos-
fellsbæ en maður hennar er Benja-
mín Lloyd Rosman og er sonur
þeirra Orri Victo Rosmann, f. 2006;
Þorsteinn Gunnar, f. 15.10. 1990,
framhaldsskólanemi.
Systkini Guðrúnar eru Sigrún,
f. 4.9. 1950, flugfreyja, gift Brynj-
ólfi Markússyni rafverktaka; Hans
Ragnar, f. 27.7. 1958, byggingameist-
ari, kvæntur Helgu Laufdal; Sveinn,
f. 13.9. 1960, kerfisfræðingur.
Foreldrar Guðrúnar eru Þor-
steinn Þorsteinsson, f. 31.3. 1920,
viðskiptafræðingur og fyrrv. kaup-
maður, og Helga Hansdóttir, f. 10.11.
1923, húsmóðir og fyrrv. póstaf-
greiðslumaður.
Ætt
Systkini Þorsteins: Geir, nú lát-
inn, forstjóri Ræsis hf.; Hannes,
fyrrv. aðalféhirðir Landsbanka Ís-
lands; Narfi, nú látinn, raffræðingur,
og Bryndís, húsmóðir.
Þorsteinn er sonur Þorsteins
hagstofustjóra, bróður Hannesar,
alþm., ritstjóra og þjóðskjalavarðar.
Systir Þorsteins hagstofustjóra var
Jóhanna, móðir Óskars Gíslasonar
ljósmyndara, og amma leikaranna
Ævars Kvaran og Gísla Alfreðssonar.
Þorsteinn hagstofustjóri var sonur
Þorsteins, b. að Brú í Biskupstung-
um Narfasonar, og Sigrúnar, systur
Steinunnar, móður Tómasar Guð-
mundssonar skálds. Sigrún var dótt-
ir Þorsteins, b. að Drumboddsstöð-
um Tómassonar.
Móðir Þorsteins viðskiptafræð-
ings var Guðrún, systir Geirs Zoega
vegamálastjóra, Sigríðar Zoega ljós-
myndara og Áslaugar, móður Geirs
Hallgrímssonar forsætisráðherra.
Guðrún var dóttir Geirs T. Zoega,
rektors MR, sonar Tómasar Zoega,
formanns á Akranesi, en hann
var sonarsonur Jóhannesar Zoega
fangavarðar, forföður Zoegaættar á
Íslandi. Móðir Guðrúnar var Brynd-
ís, dóttir Sigurðar Johnsen, kaup-
manns í Flatey, og Sigríðar, dóttur
Brynjólfs Benediktsen, kaupmanns
í Flatey.
Bróðir Helgu var Gunnar Hans-
son arkitekt. Helga er dóttir Hans
R. Þórðarson stórkaupmaður, bróð-
ir Regínu leikkonu, Sigurðar banka-
manns, föður Þórðar, fyrrv. for-
stöðumanns Reiknistofu bankanna,
og Péturs Friðriks listmálara, Bjarna
píanóleikara og Þóreyjar, konu Sig-
urðar Demetz söngkennara. Hans
var sonur Þórðar, kaupmanns og
bæjarfulltrúa í Reykjavík, bróð-
ur Ragnheiðar, móður Jóns Leifs
tónskálds og Böðvars, afa Ragnars
Bjarnasonar söngvara. Þórður var
sonur Bjarna óðalsb. á Reykhól-
um Þórðarsonar, og Þóreyjar Páls-
dóttur. Móðir Þóreyjar var Jóhanna
Þórðardóttir, systir Jóns Thoroddsen
skálds. Móðir Hans var Hansína Lin-
net, dóttir Hans Dithlev Linnet, bók-
ara í Hafnarfirði, sonar Hans Adolph
Linnets, kaupmanns í Hafnarfirði,
og Ragnheiðar Seerup. Móðir Hans-
ínu var Gróa Jónsdóttir af Járngerð-
arstaðaætt.
Móðir Helgu var Guðrún, dótt-
ir Sveins Jóns, í Bráðræði í Reykja-
vík Einarssonar, bónda á Efri-Þverá í
Fljótshlíð Sveinssonar, og Helgu Ól-
afsdóttur, b. að Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð Pálssonar, bróður Erlings, föður
Þorsteins Erlingssonar skálds.
Guðrún var systir Ólafíu, fyrri
konu Lárusar Sigurbjörnssonar
skjalavarðar, Einars skósmiðs, en
allflestir afkomendur hans búa í
Ástralíu, Ingólfs lögregluþjóns, föð-
ur Rósu leikkonu og listamanns, og
Ólafs, fyrrverandi skrifstofustjóra
hjá Mjólkursamsölunni.
Til
hamingju
með
afmælið!
Brynhildur fæddist í Reykjavík
en ólst upp í Vestmannaeyjum. Hún
var í Barnaskóla Vestmannaeyja,
flutti í Mosfellsbæ tíu ára og var í
Varmárskóla, lauk stúdentsprófi frá
MS 1988, lauk embættisprófi í lög-
fræði frá HÍ 1994 og lauk MBA-prófi
frá HÍ 2008.
Eftir lögfræðinámið starfaði Bryn-
hildur hjá sýslumanninum í Vest-
mannaeyjum 1994-97 og var fram-
kvæmdastjóri hjá Umferðarstofu
1997-2006. Hún var framkvæmda-
stjóri stjórnsýslusvið (bæjarritari) í
Mosfellsbæ sl. sumar og er nú verk-
efnastjóri hjá sveitarfélaginu.
Brynhildur sat í stjórn nemenda-
ráðs MS, keppti í Morfís fyrir MS, sat
í stjórn Orators, félags laganema,
hefur starfað með Hjálparsveit skáta
í Reykjavík og setið í stjórn sveitar-
innar.
Fjölskylda
Eiginmaður Brynhildar er Magn-
ús Gunnarsson, f. 25.3. 1968, fram-
kvæmdastjóri GMT ehf.
Börn Brynhildar og Magnúsar
eru Ástríður Magnúsdóttir, f. 13.8.
2001; Hallgrímur Magnússon, f. 7.7.
2003.
Systkini Brynhildar eru Hildi-
gunnur Georgsdóttir, f. 6.8. 1973,
dýralæknir í Reykjavík; Harpa
Georgsdóttir, f. 25.4. 1975, viðskipta-
fræðingur hjá Vodafone; Tryggvi
Georgsson, f. 24.10. 1987, nemi í
Mosfellsbæ.
Foreldrar Brynhildar eru Georg
Tryggvason, f. 26.10. 1941, lögfræð-
ingur og fyrrv. bæjarlögmaður í
Vestmannaeyjum, og síðar, ásamt
eiginkonu sinni með eigin rekstur,
búsettur í Mosfellsbæ, og Ástríður
Hauksdóttir, f. 14.10. 1945, meina-
tæknir.
Brynhildur ver vikunni með fjöl-
skyldunni austur í Grímsnesi.
Brynhildur Georgsdóttir
verkefnastjóri hjá MOsfellsbæ
„Ég hélt upp á afmælið mitt
með stæl síðastliðið laugardags-
kvöld,“ segir afmælisbarn dags-
ins, Þorvaldur Pálmason.
Að sögn Þorvalds mættu á
þriðja hundrað manns til af-
mælisveislunnar sem haldin
var í veitingasal menntavísinda-
sviðs Háskóla Íslands en þar
starfar hann sem verkefnastjóri
í upplýsingatækni, fjarkennslu
og kennsluþróun við mennta-
vísindasvið. „Þetta var dýrlegur
fagnaður í alla staði.“
Aðspurður um veitingar
kvöldins segir hann þær ekki
hafa verið af verri endanum. „Við
buðum upp á pinna- og putta-
mat allt kvöldið ásamt áfengi.“
Mikið var um góðar ræður í
afmælinu en að þeim loknum
tók hljómsveitin Upplyfting við
og hélt uppi fjöri langt fram á
kvöld. „Þetta endaði bara með
flottu balli,“ segir Þorvaldur sem
sjálfur segist hafa tekið sporið á
dansgólfinu.
Þorvaldur á langan feril að
baki sem kennari en áður en
hann tók við starfinu hjá Há-
skóla Íslands árið 2000 starfaði
hann í heil þrjátíu ár við kennslu
í Kleppjárnsreykjaskóla í Borg-
arfirði. „Ætli ég hafi ekki alltaf
ætlað að verða kennari,“ segir
Þorvaldur að lokum sem ætlar
að verja afmælisdeginum í vinn-
unni.
kolbrun@dv.is
40 ára í dag
Þorvaldur Pálmason er sextugur í dag:
Dýrlegur fagnaður
Þorvaldur Pálmason
hélt upp á sextugsafmælið
með stæl.