Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2008, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 8. Október 20086 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Blaðamenn reknir á dyr Öllum blaðamönnum sem ætluðu sér að vera viðstaddir starfsmannafund Landsbankans með forsætisráðherra, viðskipta- ráðherra og fjármálaráðherra í gær var vísað úr bankunum. Tölu- verður fjöldi blaðamanna og ljós- myndara var kominn inn í bank- ann en þeim var umsvifalaust vísað út. Fundurinn með starfs- mönnum átti að hefjast klukk- an tólf en hann hófst ekki fyrr en allir blaðamenn og ljósmyndarar höfðu yfirgefið bankann. Lýst eftir íslenskri konu í Færeyjum Lögreglan í Færeyjum lýsti í gær eftir íslenskri konu, Val- gerði Brand, sem ekkert hef- ur spurst til síðan á laugar- dag. Valgerður, sem er 61 árs, átti að fara aftur til Íslands með flugi á mánudagskvöld en skilaði sér ekki í flugið. Í kjölfarið var farið að grenslast eftir henni en hún hugðist ferðast akandi um eyjarnar. Hún gisti á hóteli í Þórshöfn en síðast sást til hennar þegar hún leigði bifreiðina á laug- ardaginn. Valgerður er sögð ljóshærð og lágvaxin. „Þið fjölmiðlamenn eigið að vera krítískir, en samúð ykkar virðist vera með stóru hluthöfunum – mín sam- úð er með þeim auðvitað en meira með almenningi,“ sagði Davíð Odds- son seðlabankastjóri í Kastljósi RÚV í gærkvöld þar sem hann sat fyrir svör- um um embættisverk sín. Hann sagði að sem betur fer væru menn að fara þá leið í bankakreppunni að láta hana ekki bitna á almenningi. Um leið og menn áttuðu sig á því að ekki væri ætl- unin að láta almenning blæða mundi staðan batna og gengið styrkjast. Hann kvaðst hafa varað stjórn- völd við og hafa gengið á fund for- ráðamanna ríkisstjórnarinnar og lýst gríðarlegum áhyggjum. Raunar hefði hann lýst ástandinu sem nú er upp komið við bankastjóra fyrir 12 til 14 mánuðum. Menn hefðu líklega talið sig of svartsýnan. Aðspurður kvaðst hann geta hætt strax sem seðlabankastjóri ef það leysti einhvern vanda. Hann heyrði það einkum frá þokkalega vel reknu félagi sem hamast hefði á sér í þrjú til fjögur ár. Hann hefði aldrei svar- að gagnrýni. Davíð kvaðst ekki víkj- ast undan ábyrgð; hann hefði opnað þjóðfélagið en gæti ekki borið ábyrgð á því að einhverjir misnotuðu frelsið. Davíð sagði að þegar banki – eins og Glitnir – væri að fara í þrot væri orðsporsáhættan mikil. Framlag rík- isins til lausnar málsins hefði verið rosalega vanþakkað og hann hefði aldrei vitað meira vanþakklæti. Rík- inu bæri engin skylda til þess að leggja fram fé og lán til þrautavara væru aldrei veitt nema með hörðum skilyrðum til dæmis um að skipta út stjórnarmönnum. Ef illa færi mundi Seðlabankinn tapa miklu. Davíð gagnrýndi útrásina. „Ég hef aldrei verið að bera lof á þessa útrás. Mér hefur alltaf þótt hún vera mikið furðuverk... Ég söng aldrei þennan útrásarsöng.“ Davíð Oddssyni hefur alltaf þótt útrásin mikið furðuverk: Vanþakklátir Glitnismenn Davíð Oddsson Seðlabanka- stjóri svaraði fyrir embættis- verk sín í kastljósi. Ríkið tekur Glitni Hópur fólks frá fjármálaeft- irlitinu fór inn í höfuðstöðvar Glitnis um klukkan 21 í gær- kvöld og neitaði að tjá sig um hvaða erindi það ætti í bank- ann. Samkvæmt heimildum DV tengdist heimsóknin yfirtöku ríkisins á Glitni og að ríkisvæða ætti bankann með sama hætti og Landsbankann aðfaranótt þriðjudags. Glitnir var kominn í nær vonlausa lausafjárstöðu í gær. Hluthafafundur hafði verið boðaður á laugardag. Sam- kvæmt þessu er samningurinn við ríkið út af borðinu og ríkið þarf ekki að leggja fram 84 millj- arða króna. Hluthafar í Glitni missa samkvæmt þessu allt sitt. Sérþjálfaðir lífverðir úr sérsveit ríkislögreglustjóra fylgdu Geir H. Haarde í gær en þeir vöktuðu meðal annars Stjórnarráð Íslands þar sem forsætisráðherrann varði drjúgum hluta af degi sínum. Ekki hefur áður þótt ástæða til að vernda forsætisráðherra Íslands eða aðra ráðherra ríkisstjórnarinn- ar á götum úti en vegna ástandsins í fjármálaheiminum þykir mönn- um nú nauðsynlegt að vernda Geir. Samkvæmt heimildum DV var Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra líka með lífverði en af- þakkaði þá eftir tvo daga. Blaðamaður yfirheyrður Um leið og fregnir bárust af líf- vörðum Geirs hélt blaðamaður DV ásamt ljósmyndara niður í Stjórn- arráð Íslands þar sem forsætisráð- herrann var staddur á fundi ásamt Ingimundi Friðrikssyni seðla- bankastjóra, Tryggva Þór Her- bertssyni, sérlegum efnahagsráð- gjafa Geirs, og fleiri sérfræðingum. Lífverðir Geirs fylgdust náið með mannaferðum í kringum Stjórnar- ráðið út um glugga þess á meðan á fundinum stóð. Eftir nokkra bið fyrir utan Stjórnarráðið mættu tveir sérsveit- armenn á merktri lögreglubifreið og staðnæmdust hjá blaðamanni. Sérsveitarmennirnir kröfðu blaða- mann og ljósmyndara um skil- ríki og sönnun þess að þeir ynnu á fjölmiðli. Eftir að hafa sett ofan í við blaðamenn vegna þess hvern- ig bíl þeirra var lagt sáu sérsveitar- mennirnir ekki tilefni til frekari yf- irheyrslna og keyrðu á brott. Á ómerktri Toyotu Um klukkan hálf níu í gær- kvöldi yfirgaf Geir síðan Stjórn- arráðið og settist upp í BMW- bifreið sína ásamt bílstjóra og vildi ekkert tjá sig um þessa nýt- ilkomnu vernd. Jakkafataklæddu lífverðirnir fylgdu honum út og stigu upp í ómerkta Toyota Cor- olla-bifreið. Lífverðirnir fylgdu síðan forsætisráðherra heim til sín í Granaskjól og lokuðu göt- unni á meðan Geir steig út úr bíl sínum og gekk inn. Björn Bjarnason, dómsmála- ráðherra og æðsti yfirmaður sér- sveitarinnar, vildi ekkert segja til um það af hverju lífverðir gættu Geirs eða hver hefði tekið þá ákvörðun að vernda hann. „Samkvæmt öryggisreglum skýrir embætti ríkislögreglu- stjóra ekki frá því hvernig staðið er að öryggisgæslu, hvort heldur einstaklingar eða stofnanir eiga í hlut,“ sagði Björn þegar hann var inntur eftir svari. Lífverðir vöktu athygli Lífverðirnir sem fylgja Geir eru oftast nær klæddir í nýpress- uð svört jakkaföt, með talstöð í eyranu og tilbúnir í hvað sem er. Slíka harðjaxla sér hinn almenni borgari aðeins í Hollywood-kvik- myndum og því hafa lífverðir Geirs vakið mikla athygli með- al annars á Alþingi en þar fylgdu þeir honum eftir hvert fótmál. Þingmanni sem blaðamaður DV ræddi við í gær þótti það ekk- ert skrítið að forsætisráðherra væri kominn með lífverði í ljósi þess sem nú er í gangi á Íslandi. Óánægjan með störf hans væri svo mikil að best væri að hafa all- an varann á. LÍFVERÐIR GÆTA GEIRS Líf Geirs H. Haarde er í hættu ef marka má öryggisgæsluna sem nú er í kringum for- sætisráðherrann. Sérþjálfaðir lífverðir frá sérsveit ríkislögreglustjóra fylgja Geir hvert sem hann fer og keyra um á ómerktum bifreiðum til að vekja ekki athygli. Fylgst er með öllum mannaferðum í kringum Stjórnarráð Íslands og sérsveitin köll- uð út ef einhverjir þykja grunsamlegir. Geir í hættu? Lífverðir fylgja nú forsætis- ráðherra Íslands hvert sem hann fer. MYND SIGTRYGGUR ATLI MÁR GYLfASON blaðamaður skrifar: atli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.