Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Side 2
þriðjudagur 21. október 20082 Fréttir Tekjur fimm bankastjóra á síðasta ári námu tæpum tveimur milljörðum króna, eða 1,7 milljörðum. Það voru hreinar tekjur samkvæmt tekjublaði Mannlífs sem gefið var út í ágúst. Þessir bankastjórar eru allir hætt- ir störfum núna eftir þjóðnýtingu bankanna. Launahæsti bankastjór- inn var Hreiðar Már Sigurðsson hjá Kaupþingi sem var með tæpar átta hundruð milljónir í tekjur á síðasta ári. Þess má geta að þetta eru tekjur bankastjóranna en ekki aðeins laun þeirra fyrir reglubundin störf. Þeg- ar rætt er um tekjur þeirra er átt við laun og fjármagnstekjur til viðbótar, til dæmis af kaupréttarsamningum og sölu hlutabréfa. Árslaun banka- stjóranna eru talsvert lægri. Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri hjá Lands- bankanum var með tæpar 160 millj- ónir í árstekjur. Þá var Lárus Welding hjá Glitni með rúmar þrjú hundruð milljónir. Halldór J. Kristjánsson hjá Landsbankanum rekur lestina með tæpar 86 milljónir króna á ári. Tuttugu með milljarða Tuttugu forstjórar deildu með sér rúmlega tveimur milljörðum króna í launa- og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári samkvæmt ársskýrslum. Sá sem var með hæstu launin er Frið- rik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-Burðaráss, en hann fékk alls 412 milljónir fyrir sinn snúð. Þess ber að geta að inni í launum Friðriks er starfslokasamningur sem hann gerði við bankann þegar hann lét af störfum. Fjórir bankastjórar stærstu viðskiptabankanna deildu með sér tæpum hálfum milljarði í launatekj- ur á síðasta ári. Þar af var Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, með rúmlega hundr- að og sextíu milljónir króna í laun. Milljónir fyrir að tapa Flest félög í Kauphöll Íslands skil- uðu af sér ársreikningi fyrir árið 2007 og voru laun forstjóra þeirra allt frá fimmtán milljónum króna fyrir árið til hundraða milljóna. Þá var nokkuð um að menn hættu störfum á árinu og fengu þeir því starfslokagreiðsl- ur. Mesta athygli vekur þó að þetta á einnig við hjá því fyrirtæki sem tap- aði um 67 milljörðum króna á árinu og setti Íslandsmet í tapi, það er FL Group. Þar fékk Hannes Smárason 90 milljóna króna starfslokasamn- ing að viðbættum þeim 50 milljón- um króna sem hann hafði hlotið í laun og árangurstengdar greiðslur á árinu. Hannes hætti í desember og tók Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri við af honum. Jón fékk um 32 millj- ónir króna í laun á síðasta ári. FL Group er nú Stoðir en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun eftir að Glitnir var þjóðnýttur. Níu hundruð milljónir í stjóra- skipti Skýrasta dæmið um ríkidæmi for- stjóranna fyrir kreppu er væntanlega þrjú hundruð milljóna króna samn- ingurinn sem var gerður við Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis. Þá upphæð fékk hann fyrir það eitt að taka til starfa hjá bankan- um. Sama ár hætti Bjarni Ármanns- son sem bankastjóri Glitnis en hann hafði rekið bankann í tíu ár. Hann fór þó ekki tómhentur heim, held- ur fékk hann 190 milljónir króna í launagreiðslur. Inni í því er starfs- lokasamningur. Bjarni hagnaðist enn fremur um 391 milljón króna á kaupréttarsamningum eftir að hann hætti. Það eitt að losa sig við einn bankastjóra og ráða annan kostaði Glitni því tæpar níu hundruð millj- ónir króna á síðasta ári. Tími ofurlauna liðinn „Besta samlíkingin er sennilega sú að þegar togaraskipstjórinn kom að landi með verðmætan farm sem var rétt um 200 milljónir í aflaverð- mæti var hann spurður hvort það væri ekki gaman að koma með svona mikið að landi. Hann svaraði því til að þetta væri ekki nema þriðjungur af launum tekjuhæstu bankamann- anna,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri-grænna, um ofur- laun forstjóra á Íslandi. Hann seg- ir þessi laun hafa verið hluta af því sjúka ástandi sem hér ríkti, og all- ir tóku þátt í. Þar sé enginn undan- skilinn. Hann segir það þó sárast að þessir menn borguðu ekki eðlilega skatta til samfélagsins, þökk sé fyrri ríkisstjórn sem afnam hátekjuskatt. „Ég held að tími ofurlauna sé lið- inn hér á landi,“ segir Steingrímur að lokum. Þjóðverjar hafna bónusum Bónusgreiðslur eru umdeildar víða um veröld. Til að mynda sagði Josef Ackerman, aðalbankastjóri Deutsche Bank, sem var sá launa- hæsti af forstjórum þrjátíu stærstu fyrirtækjanna í Þýskalandi, að hann ætlaði að fórna bónusgreiðslum þessa árs vegna þess að bankinn glímir nú við mesta fjármálavanda frá því í kreppunni miklu 1929. Þetta á líka við um bankastjóra nokkurra fjárfestingarbanka í Þýskalandi; þeir verða af bónusgreiðslum þessa árs vegna ástandsins. „Þessu fordæmi verða margir aðrir að fylgja,“ sagði Michael Glos, fjármálaráðherra Þýskalands, við þingmenn í Berlín fyrir nokkrum dögum. „Þetta eru fyrstu ánægjulegu merki þess að forstjórar hafi ákveðið að stinga ekki bónusgreiðslum í eig- in vasa.“ Afturkræfar bónus- greiðslur Mörg dæmi eru þess víða um lönd, til dæm- is í Banda- ríkjunum, að banka- stjórar af- þakki bón- usgreiðslur eða verði af þeim vegna ákvörðunar bankastjórna. Alessandro Profumo, aðalbanka- stjóri ítalska bankans UniCredit SpA, verður af árangurstengdum bónus- greiðslum á þessu ári þar sem bank- inn nær engan veginn markmiðum sínum um arðsemi. Á síðasta ári fékk hann liðlega 9 milljónir evra í sinn vasa, þar af 6 milljónir evra í bónus- greiðslur og aðrar árangurstengdar greiðslur, eða sem svarar 900 millj- ónum íslenskra króna sé miðað við núverandi gengi. Bandarísk yfirvöld hafa ákveð- ið að rannsaka gjaldþrot nokkurra banka. Athugaðar verða bónus- greiðslur til yfirmanna og gerð krafa um að þær verði afturkræfar 2 ár aft- ur í tímann. Vill ekki tala um þessa hluti Svör hafa ekki enn fengist um bónusgreiðsl- ur og laun for- stjóra á þessu ári Þeir fengu milljarða í ofurlaun Alls fengu nokkrir forstjórar á Íslandi rúmlega tvo milljarða króna í laun á síðasta ári en árstekjur þess hæsta slöguðu hátt upp í hálfan milljarð. Bankastjórarnir fjórir deildu með sér tæp- um hálfum milljarði í launatekjur. Það kostaði Glitni tæpar 900 milljónir að losna við bankastjóra og fá nýjan. Launahæsti maður síðasta árs var Friðrik Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums- Burðaráss. Einn bankastjórinn, Lárus Welding, fékk þrjú hundr- uð milljónir fyrir að hefja störf. Tekjur bankastjóranna eru þó mun hærri en launatölurnar einar og sér segja til um. VALur greTTissoN blaðamaður skrifar: valur@dv.is Forstjórarnir í Kauphöllinni Forstjóri Árslaun í milljónum króna Sigurgeir brynjar kristgeirsson, Vinnslustöðin 5,0 erlendur Hjaltason, exista 33,8 jón karl ólafsson, icelandair 34,0 þórður Sverrisson, Nýherji 34,7 Sigurður Valtýsson, exista 40,5 Hörður arnarson, Marel 45,0 Hannes Smárason, FL group 50,0 ari edwald, 365 54,0 baldur guðnason, eimskip 61,0 guðmundur Hauksson, SProN 61,0 jón Sigurðsson, Össur 64,0 Xavier govare, alfesca 68,0 Árni Pétur jónsson, teymi 83,0 William Fall, Straumur 94,0 Hreiðar Már Sigurðsson, kaupþing 110,0 Lárus Welding, glitnir 114,0 Magnús jónsson, atorka 117,0 Ágúst guðmundsson, bakkavör 130,0 Sigurjón þ. Árnason, Landsbankinn 163,5 Friðrik jóhannsson, Straumur-burðarás 412,0 inni í þessum tölum eru laun og árangurstengdar greiðslur. Laun þeirra Lárusar Welding og Williams Fall eru framreiknuð þar sem þeir hófu störf á þessu ári. Starfslokagreiðslur eru undanskildar í tilfellum þeirra sem hafa hætt störfum, líkt og jóns karls ólafssonar og Hannesar Smárasonar. þá ber að geta þess að laun Lárusar Welding eru miðuð við síðasta ár og koma þau til með að lækka um helming á þessu ári vegna ákvörðunar stjórnar glitnis. sigurður einarsson og Hreiðar Már sigurðsson Í ráðherrabústaðnum við hrun íslenska efnahagskerfisins. Lárus Welding Fékk þrjú hundruð milljónir fyrir að byrja að vinna. að auki fékk hann 114 milljónir í árslaun. sigurjón Þ. Árnason annar banka- stjóri Landsbankans vill ekki ræða meintar bónusgreiðslur sem ráðamenn fengu um síðustu mánaðamót. Hannes smárason Fékk fimmtíu milljónir fyrir að tapa rúmlega sextíu milljörðum hjá FL group á síðasta ári. Tíu tekjuhæstu bankamenn landsins 1. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri kaupþings 741,6 2. bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri glitnis 516 3. Friðrik jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Straums-burðaráss 373,2 4. Steinþór gunnarsson, forstöðumaður verðbréfamiðlunar Landsbankans 354 5. Lárus Welding, forstjóri glitnis 318 6. jón diðrik jónsson, fyrrverandi forstjóri glitnis á Íslandi 296,4 7. guðmundur Örn þórðarson, framkvæmdastjóri Property group í danmörku 268,8 8. jón kristinn oddleifsson, Landsbankanum 258 9. tómas kristjánsson, fyrrverandi starfsmaður glitnis 256,8 10. Finnur reyr Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður glitnis 242,4 tekjur í milljónum króna árið 2007

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.