Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Qupperneq 6
„Veistu ég drep þig þegar ég sé þig
aumingi,“ segir í skilaboðum í síma
sem sautján ára stúlka fékk að láni hjá
símafyrirtækinu Nova. Stúlkan hefur
verið með síma hjá Nova um nokkurt
skeið. Nýlega bilaði síminn hennar og
hún fékk lánssíma á meðan hennar
var í viðgerð hjá fyrirtækinu. Henni
brá þegar hún byrjaði að nota símann
en þar voru vistuð skilaboð, að öllum
líkindum frá því að annar viðskipta-
vinur hafði fengið símann að láni hjá
fyrirtækinu. Vægast sagt eru það vafa-
söm samskipti sem fóru tveggja ein-
staklinga á milli. Skilaboð á borð við:
„Þú ert ræfillinn, sé þig á morgun.
Kíki í heimsókn á þig. Vittu til aum-
ingi!“ eru í símanum. Stelpan undrast
mjög að hafa fengið símann frá fyrir-
tækinu án þess að búið væri að eyða
skilaboðum úr honum.
Liv Bergþórsdóttir, framkvæmda-
stjóri Nova, segir að fyrirtækið reyni
að koma í veg fyrir slík tilvik. „Við
erum með mjög öruggt ferli í þessu en
vissulega geta okkur orðið á mistök,
við þyrftum að fá að skoða þetta til-
tekna atvik betur,“ segir Liv og bend-
ir á að auðvelt er að hreinsa símana.
„Þetta er ofsalega einföld aðgerð, við
straujum símana og þá fer símaskrá-
in, allur tölvupóstur og skilaboð út
af símanum. Ég verð að fá að kanna
hvort einhver mistök hafa átt sér stað
í þessu tilfelli.“ Hún segir að bilanir á
farsímum séu mjög algengar. „Það
er þekkt staðreynd að símtæki bila,
það eru ákveðnir standardar í því. Til
dæmis er Nokia með fjögurra pró-
senta bilanatíðni og svipað hjá Sony
Ericsson. Við veitum lánstæki á með-
an síminn er í viðgerð,“ segir Liv.
þriðjudagur 21. október 20086 Fréttir
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
20 % afmælisafsláttur
af öllum hefðbundnum
myndatökum og stækkunum
í október.
Nú er um að gera að panta stax
Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár.
MYND
Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði
S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Yfirlýsing Björgólfsfeðga um að þeir
myndu ganga í ábyrgð fyrir skuld-
um Eimskipafélagsins vegna gjald-
þrots XL Leisure ferðaheildsalans
er að engu orðin í kjölfar greiðslu-
stöðvunar Samson-hópsins. Ríkið
tók ekki yfir ábyrgð Samson, segir
ríkisendurskoðandi.
Staða Eimskips hefur verið
nokkuð mikið til umfjöllunar en
verðmæti fyrirtækisins hefur hríð-
fallið undanfarið. Samson eignar-
haldsfélag átti í kringum 90 millj-
arða króna í Landsbankanum en
þeir hurfu í kjölfar þjóðnýtingar
bankans. Samson var félag Björ-
gólfsfeðga um eignir í Lansbank-
anum.
Ábyrgð á hendi ríkisins
„Ábyrgðin var hjá Samson eign-
arhaldsfélagi en þegar ríkið greip
til sinna aðgerða gagnvart Lands-
bankanum varð félagið eignalaust
og fór í greiðslustöðvun, þannig
að þetta er á hendi ríkisins núna,“
segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmað-
ur Björgólfs Guðmundssonar fyrr-
verandi eiganda Landsbankans.
Ásgeir segir alveg ljóst að Samson
geti ekki ábyrgst skuldir XL Leisure
sem féllu á Eimskipafélagið í kjöl-
far gjaldþrots fyrrnefnda fyrirtæk-
isins. Hann segir ábyrgðina vera
komna í hendur ríkisins og hún sé
nú á hendi skiptastjóra Landsbank-
ans, Gunnars Sturlusonar. „Svona
er staðan á þessu og við höfum bara
ekkert um kröfuna að segja lengur,
þannig er það bara,“ segir Ásgeir.
Fellur ekki á ríkið
Þorfinnur Ómarsson, upplýs-
ingafulltrúi Fjármálaeftirlitsins, seg-
ir ábyrgð Samson ekki vera komna
yfir til ríkisins. „Þó að Landsbank-
inn fari til ríkisins þýðir það ekki að
Samson fari til ríkisins,“ segir hann
við DV.
Sveinn Arason ríkisendurskoð-
andi tekur í sama streng og Þorfinn-
ur. „Ríkið tekur enga ábyrgð á Eim-
skip. Ábyrgðin hvílir hjá Eimskip og
ef félagið getur ekki greitt hana þegar
eftir henni verður leitað, þá er næsta
skrefið að þeir fara bara á hausinn,“
segir Sveinn. Hann tekur fram að
Eimskip hafi lýst því yfir að félag-
ið standi traustum fótum og að það
verði bara að standa áfram á eigin
fótum. Hann segir Samson-hópinn
hafa ætlað að ábyrgjast greiðsluna
ef einhver krefðist þess að Eim-
skip þyrfti að standa í skilum. Þó að
Björgólfsfeðgar geti ekki staðið við
ábyrgðina fellur hún ekki á ríkið.
Óvissa
Breski ferðaheildsalinn
XL Leisure varð gjaldþrota
í byrjun september. Félagið
var að einhverju leyti í eigu
Íslendinga. Þeirra á meðal
Magnúsar Stephensen. Eim-
skipafélagið var í ábyrgð fyrir
yfirtöku stjórnenda á XL Leis-
ure Group. Ábyrgðin nam um
280 milljónum Bandaríkjadala,
eða sem nemur ríflega 25 milljörð-
um íslenskra króna. Ábyrgðin féll á
Eimskipafélagið, en Björgólfsfeðg-
ar lýstu því yfir að þeir myndu taka
hana yfir. Í kjölfar þess að Samson
eignarhaldsfélag, sem fór með 41%
hlut í Landsbankanum, óskaði
eftir greiðslustöðvun
kom upp óvissa
varðandi
það hvort
ábyrgðin
félli aft-
ur á Eim-
skipa-
félagið.
Nú er
það
orðið
ljóst.
„Ábyrgðin hvílir hjá
eimskip og ef félagið
getur ekki greitt hana
þegar eftir henni
verður leitað, þá er
næsta skrefið að þeir
fara bara á hausinn.“
ÓSKABARNIÐ ÁN
ÁBYRGÐARMANNS
JÓn BJarki magnússon
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
Ætlaði að ábyrgjast björgólfur guð-
mundsson og sonur hans björgólfur thor
ætluðu sér að ganga í ábyrgð fyrir skuldum
eimskipafélagsins en af því verður ekki.
Vill inn í hlýjuna
„Það er orðið ansi kalt í veðri.
Ég vona að ég komist þarna inn.
Annars hreinlega veit ég ekki
hvað verður,“ segir Lárus Björn
Svavarsson, betur þekktur sem
Lalli Johns. Hann er einn þeirra
fjölmörgu sem eru heimilislaus-
ir og vonast til þess að fá inni í
einu þeirra smáhýsa sem komið
hefur verið fyrir á Fiskislóð. Gert
er ráð fyrir að komandi íbúar geti
flutt þar inn í þessari viku. Lalli
fer í viðtal í dag hjá Þjónustumið-
stöð Reykjavíkurborgar: „Þá fæ
ég vonandi svar um hvað verður,“
segir hann.
Ekki náðist í neinn hjá velferð-
arsviði borgarinnar sem gat svar-
að til um hvort húsnæðinu hefði
þegar verið úthlutað.
Bara fimmtíu
nýir bílar
Nýskráningum ökutækja
hefur fækkað stórkostlega.
Fimmtíu ökutæki voru nýskráð
frá 10. til 17. október. Á sama
tíma í fyrra voru 543 ökutæki
nýskráð og hefur því fækkað
gríðarlega. Er hér um að ræða
nýskráningar og eigendaskipti
allra ökutækja, ekki bara bif-
reiða.
Ljóst er að nýskráningar
ökutækja á fyrstu 326 dögum
ársins, frá 1. janúar til 17. okt-
óber, eru samtals 17.063 en
á sama tímabili í fyrra voru
24.932 ökutæki nýskráð.
Veikur verjandi
Aðalmeðferð í máli Jóns
Ólafssonar, sem átti að fara fram
í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær,
var frestað. Að sögn Ragnars Aðal-
steinssonar, verjanda Jóns, urðu
veikindi eins verjandans til þess
að málinu var frestað.
Jón hefur verið ákærður fyrir
meiriháttar brot á skattalögum
en hann er sakaður um að hafa
skilað röngum skattframtölum
á árunum 1998 til 2002. Þannig
á Jón að hafa komið sér undan
greiðslu 360 milljóna þegar hann
var stjórnarformaður Norður-
ljósa. Auk Jóns eru þeir Hreggvið-
ur Jónsson, Ragnar Birgisson og
Símon Ásgeir Gunnarsson ákærð-
ir í málinu en aðalmeðferð mun
fara fram 3. nóvember.
Ábyrgðin sem Björgólfsfeðgar lofuðu að ganga í fyrir Eimskipafélagið er fallin aftur á
Eimskip. Í kjölfar þess að Samson eignarhaldsfélag fór í greiðslustöðvun varð ljóst að
félagið gat ekki ábyrgst skuldir Eimskips vegna XL Leisure. Ríkið mun ekki ganga í
ábyrgð fyrir Eimskip þrátt fyrir að það hafi tekið yfir Landsbankann sem var að mestu
í eigu Samson. Eimskip verður að standa á eigin fótum, segir ríkisendurskoðandi.
Engin ábyrgð eimskipafélagið þarf að
standa á eigin fótum en ábyrgð Samson
eignarhaldsfélags er einskis verð í kjölfar
þess að félagið fór í greiðsluþrot.
Sautján ára stelpa fékk óvæntan „bónus“ með lánssíma frá Nova:
Stúlka fékk farsíma með hótunum
úr síma
stúlkunnar
Lánssíminn var
fullur af hótunum.