Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Page 10
þriðjudagur 21. október 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fá
starfsstúlkurnar á
Heilsugæslustöð-
inni í grafarvogi.
þær sýna mikinn
liðleika og reyna eftir
bestu getu, þrátt fyrir að mikið sé að
gera, að koma
til móts við
þarfir hvers
og eins.
jafnvel þó mikið sé að gera. Viðmót
sem margir mega taka sér til
fyrirmyndar.
n Lastið fær krónan á
granda fyrir rangar
hilluverðmerkingar.
kona keypti Neutral
color þvottaefni og tók
eftir því þegar hún kom út
að strimillinn sýndi 699
krónur.
Hilluverð sagði hins
vegar 490 krónur.
konan fékk
endurgreiddan mismuninn en
blöskraði hversu mikill hann var.
Álfheimum 158,90 178,60
Bensín dísel
Öskjuhlíð 157,20 176,90
Bensín dísel
Skógarhlíð 157,40 178,10
Bensín dísel
Skemmuvegi 155,10 174,80
Bensín dísel
Starengi 155,20 174,90
Bensín dísel
Vatnagörðum 157,20 177,10
Bensín dísel
Skógarseli 157,40 177,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Matarkarfan er ódýrust í Bónus en dýrust í 11-11 samkvæmt nýrri verðkönnun DV. Matarkarf-
an er 100 prósentum dýrari í 11-11 en í Bónus. Athygli vekur að mesti verðmunur á einstökum
vörutegundum fer upp í 175 prósent frá einni búð til annarrar. Verðið í Bónus var 13 prósentum
lægra en í Krónunni. Mikið er um að hilluverð sé rangt og því þurfa neytendur að vara sig.
100% munur á matarkörfunni
Á meðan aurinn er lítill og
bensínverð hátt er bráðsniðugt ráð
að reyna að sameina í bíla efir
bestu getu. Hvort sem um
vinnufélaga eða hjón er að ræða
getur borgað sig að minnka
notkun á bensíni. Sérstaklega ef
fólk á tvo bíla. það þarf ekki að taka
upp á því að losa sig við bílinn til
að reyna að græða peninga eða
losna við vexti. bara slaka á notkun
hans um tíma. Sá sem á bíl sem
eyðir 8 lítrum á hundraðið og fer
með tvo tanka á mánuði getur
sparað sér 20 þúsund krónur. þær
nýtast í margt annað á krepputím-
um. Vinnufélagar geta samið um
að skipta akstri á milli sín.
Bónus er ódýrasta matvöruversl-
unin á höfuðborgarsvæðinu ef marka
má verðkönnun DV sem framkvæmd
var í gær. Matarkarfan í Krónunni, þar
sem hún var næstódýrust, var tæpum
13 prósentum dýrari. Matarkarfan í
dýrustu versluninni, 11-11, var 100
prósentum dýrari en í ódýrustu versl-
uninni.
Verðmunur á einstökum vöruteg-
undum milli verslana er frá 37 pró-
sentum upp í 175 prósent og sýnir
það gríðarlegan verðmun hjá versl-
unum höfuðborgarsvæðisins.
Ódýrast í Bónus
Matarkarfan kostar 2.164 krónur
í Bónus en 4.336 krónur í 11-11 þar
sem hún er dýrust. Verðið miðast við
þær níu vörutegundir sem til voru
í öllum verslunum í sömu pakkn-
ingum. Meðal þeirra eru kíví, kína-
kál, kaffi, brauð, popp og gos.
Reynt var að kanna verð
á hveiti, múslí og ör-
bylgjupoppi en
það var ekki hægt
vegna þess að
annaðhvort var
það ekki lengur
til sölu eða ekki
til. Athygli vek-
ur að sú verslun
sem oftast hef-
ur verið dýrasta
verslunin á höfuð-
borgarsvæðinu, 10-
11, var einungis þriðja dýrasta búðin
samkvæmt könnuninni.
Lágvöruverðsverslanirnar
Töluverðu munar á Bónus og þeim
verslunum sem næstar koma. Krónan
og Kaskó voru 12 og 15 prósentum
dýrari. Matarkarfan í Krónunni
var 280 krónum dýrari en í
Bónus og í Kaskó var hún
329 krónum dýrari. Ein-
ungis tveimur prósent-
um munar á Krónunni
og Kaskó sem sýnir
að bilið milli Bónuss
og Krónunnar er að
breikka.
Næst á eftir komu
Fjarðarkaup, Nettó og
Hagkaup en þar var karf-
an á bilinu 19 til 25 prósent-
um dýrari en í Bónus. Svokall-
aðar klukkubúðir eru svo
langdýrastar, þar mun-
ar 50 til 100 prósent-
um. Mesta athygli
vekur að versl-
unin 10-11 sem
oftast hefur verið
dýrasta verslunin er
nú sú þriðja dýrasta
og munar 50
prósentum
hjá henni
og dýrustu
versluninni,
11-11.
Einstakar vörur
Verðmunur á einstökum vöruteg-
undum er mikill. Minnsti verðmunur
er 37 prósent og sá mesti 175 prósent.
Verðmunur á Smjörva er 37 prósent.
Hann kostar 174 krónur í Bónus en
239 krónur í 11-11. Þess
má geta að í verð-
könnun sem
gerð var þann
25. mars síð-
astliðinn
kostaði
Smjörvinn
í Bónus
143 krón-
ur og hefur
því hækkað
um 22 pró-
sent. Mesti
verðmunurinn
var á fjölskyldu-
stærð af Orville-ör-
bylgjupoppi en sá
verðmunur var ekki
tekinn með í lokaút-
reikninga því Krón-
an hefur hætt sölu á
þessari stærð. Ódýrust var pakkningin
í Bónus á 253 krónur en dýrust í 11-11
á 698 krónur. Í könnuninni sem gerð
var þann 25. mars kostaði poppið 498
krónur í 11-11. Það hefur því hækkað
um 40 prósent.
Misræmi í verðmerkingum
Algengast er að verðmunur fari
yfir 50 prósent og í nokkrum tifelllum
yfir 100 prósent. Það sýnir að gríðar-
legur verðmunur er á milli einstakra
verslana á höfuðborgarsvæðinu og
ljóst að bilið milli lágvöruverðsversl-
ana og dýru búðanna er mjög breitt.
Við gerð könnunarinnar bar á
misræmi í hilluverði og kassaverði.
Í Hagkaup sýndi hilluverðmerking
að kílóverð á kínakáli var 379 krón-
ur. Þegar á kassa var komið var verð-
ið aftur á móti 299 krónur. Sama er
að segja um 10-11 en hilluverðmiði
sýndi að 400 grömm af rjómaosti
áttu að kosta 329 krónur. Við kassa
var verðið 399 krónur.
Kemur á óvart
Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, segir verð-
muninn á milli verslana gríðarlegan.
„Óneitanlega bregður manni í brún
neytendur@dv.is umSjóN: ÁSdíS björg jóHaNNeSdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyten ur
Tölvukaupendur súpa hveljur yfir verðhækkunum undanfarið
Tugþúsunda hækkun á Tölvum
Fall krónunnar og gríðarlega óhag-
stætt gengi hefur orðið til þess að
margir tilvonandi tölvukaupendur
verða fyrir áfalli þegar stigið er inn í
tölvuverslanir í dag. Ein vinsælasta
fartölvan undanfarin misseri hefur
verið Macbook-tölvan frá Apple. Þann
15. júlí var verðlistaverðið á ódýrustu
týpunni af hvítri 13“ Macbook frá App-
le IMC á Íslandi 134.990 krónur. Hafi
tölvukaupendur hikað við að skella sér
á eina slíka nýverið gæti þeim brugðið
illa þegar litið er á verðlista Apple í dag
þar sem sama tölva er nú verðsett á
185.990 krónur. Tilboðsverð hefur þó
verið á þessari sömu tölvu undanfarið
þar sem verð hefur farið niður í allt að
120 þúsund krónum. Hækkunin nem-
ur því tugum þúsunda.
„Allar verðlagningar hjá okkur eru
háðar krónunni,“ segir Íris Richter,
rekstrar- og markaðsstjóri Apple IMC
á Íslandi. Hún segir að gríðarlegt fall
krónunnar undanfarið útskýri þess-
ar miklu hækkanir sem nú hafa dun-
ið á. En þessi mikla hækkun nú á sér
líka aðra skýringu. „Ég held að ástæð-
an fyrir því að fólk upplifi þetta sem
mikið sjokk núna er að við vorum of
sein að hækka. Við reyndum að halda
verðlaginu á tilteknum tímapunkti
sem hefði í raun átt að kalla á hækk-
un miðað við gengi. Innkaupaverðið
hækkaði og þegar við brugðumst loks
við varð stökkið stærra. Staðreynd-
in er samt sem áður sú að við höfum
hækkað minna en krónan hefur fall-
ið. En við munum lækka um leið og
gengið jafnar sig, það er alveg ljóst,“
segir Íris og vonast til að um tíma-
bundið ástand sé að ræða enda ekki
skemmtileg staða fyrir fyrirtæki sem
eru í innflutningi að vörur hækki nú
upp úr öllu valdi.
Apple kynnti á dögunum nýja út-
gáfu af hinum vinsælu Macbook- og
Macbook Pro-fartölvum og segir Íris
að von sé á þeim til landsins. „Von-
andi verður gengið það hagstætt að
þær tölvur verði spennandi kostur
fyrir fólk.“
verðkönnun í matvöruverslunum 20. október:
Fjarðarkaup Hagkaup Samkaup Bónus Krónan 10-11 11-11 Kaskó Nóatún Nettó Ódýrast Dýrast Munur
Pillsbury hveiti 368 Ekki til 492 Ekki til 389 429 579 400 509 Ekki til 368 579 57,34%
Appelsín 2.l 189 205 197 158 179 305 298 169 215 159 158 305 93,04%
Axa fibersund múslí 298 406 424 hætt 349 399 498 332 407 344 298 498 67,11%
Orville natural 6 pack 298 369 389 253 hætt 529 698 219 589 339 253 698 175,89%
Stjörnu ostapopp 141 143 147 96 125 209 235 114 149 97 96 209 117,71%
Merrild 103 kaffi 479 495 575 474 475 729 679 475 496 477 474 729 53,80%
McVities Hob nobs 226 228 212 189 239 199 309 195 258 199 189 309 63,49%
Smjörvi 185 208 199 174 186 219 239 177 209 180 174 239 37,36%
Kíví kílóverð 359 449 397 245 346 399 539 347 489 349 245 539 120,00%
Myllan hveitbrauð 285 279 398 225 269 379 409 189 375 239 189 409 116,40%
Kínakál kílóverð 389 299 369 298 299 399 485 299 485 299 298 485 62,75%
Rjómaostur 325 384 377 305 326 399 445 309 385 315 305 445 45,90%
Samtals á vörum sem til
voru í öllum verslunum 1769 1847 1952 1436 1665 1994 4336 2493 3650 2653 2164 4336 100,37%
Finnur þú Fyrir því að verðlag á matvöru haFi hækkað?
„já, eins og til dæmis verðið úti í búð.“
HEiða ÓsKarsdÓttir,
67 Ára öryrki
„já, það er mjög greinilegt. Ég held
til dæmis hér á flatkökum sem
kosta 119 krónur, þær kostuðu
áður langt undir 100 krónum.“
Áslaug Ólafsdóttir,
69 ára
Við mælum
með...
...að sameinast um bíla
matarkarfan 20.10.08
Munur á körfum
Bónus 2.164
Krónan 2.444 12,94%
Kaskó 2.493 15,20%
Fjarðarkaup 2.578 19,13%
Nettó 2.653 22,60%
Hagkaup 2.690 24,31%
Samkaup 2.871 32,67%
10-11 3.237 49,58%
Nóatún 3.650 68,67%
11-11 4.336 100,37%
30%
28%