Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Qupperneq 14
Á dularfullri lítilli eyju lengst norður í ballarhafi býr ósam-stæður hópur strandaglópa við fremur kröpp kjör. Á þessari eyju er öllum náttúrulögmál- um snúið á hvolf og hvorki viðtekin sannindi eðlisfræðinnar um tíma og rúm né einföldustu þumalputtareglur um efnahagsmál virka á eyjunni. Eyj- arskeggjum hefur því eðlilega reynst erfitt að fóta sig í tilverunni og sá vísir að siðmenntuðu samfélagi sem þeir hafa reynt að koma á laggirnar er ekki upp á marga fiska. Daglegt líf fólksins, sem minnir mest á skipbrotsmenn í eigin landi, er því ein samfelld runa áfalla og lífshættulegra uppákoma. Í sumar rákust íbúar eyjunnar til að mynda á risavaxinn og svang-an hvítabjörn en slík dýr hafa ekki beinlínis verið frek til fjörs- ins á eyjunni. Þegar ísbjörninn birtist var samt allt í lukkunnar velstandi á eyjunni þannig að glóparnir gerðu sér lítið fyrir, skutu dýrið og héldu síðan áfram að lifa í vellystingum þótt ein- hverjir þeirra teldu sig skynja að vá byggi í lofti. Fáir vildu þó trúa dóms- dagsspámönnunum en illu heilli rættust hrakspárnar með haustinu og gott betur. Fyrir utan tannhvassan björninn hafði fátt raskað ró fólksins nema ef vera skyldi dularfullur svartur reykur sem leggst yfir eyjuna með reglu- legu millibili og hefur frekar hvimleið áhrif á geðslag og fjárhagsstöðu hins almenna eyjamanns. Þótt enginn hafi botnað upp né niður í svörtu þokunni þótti nauðsynlegt að gefa henni nafn og í daglegu tali fólks nefnist hún stýrivextir. Þoka þessi, sem er hin mesta óáran, er ekki náttúruafl og að- alkallinn á eyjunni stjórnar henni og getur sigað henni á óttasleginn múg- inn þegar honum sýnist. Aðalkallinn á litla samleið með hinum almenna eyjar-skeggja þótt hann hafi ráðið ríkjum á eyju hinna for- dæmdu lengur en elstu menn muna. Hann hefur myndað harðsvíraða klíku sem hefur með hörku og ofbeldi tekist að viðhalda völdum og áhrifum karlsins þótt sjálfur sé hann nokkuð farinn að reskjast. Hrædda fólkið sem húkir nú í flæðarmáli eyjunnar og býr sig undir að lifa á fiski og rollukjöti á vetri komanda, sem verður bæði kaldur og erfiður, kallar klíku þessa aldrei annað en „hina“. Hinir“ hafa haldið öllu stjórnkerfi eyjunnar í hel-bláum járngreipum sínum og hafa ekki síst notið þess að ráða yfir dularfullu byrgi undir Svörtuloftum. Í iðrum byrgisins tikkar skelfileg dómsdagsvél og þar hefur aðalkarlinn ætíð haft mann á vakt sem hefur þann starfa að stimpla ákveðna talnarunu með reglulegu millibili í tölvu. Riðlist þessar gengisvísitölur er hætt við því að allt líf á eyjunni þurrk- ist bókstaflega út. Ill álög virðast hvíla á þeim sem stendur þessa dómsdags- vakt yfir gengistölvunum í byrginu og allir þeir sem gegnt hafa starfinu í einhvern tíma hafa að lokum sturlast. Þegar talnageggjunin rennur á við- komandi fer hann að sýna verulega andfélagslega hegðun og fer að fremja alls kyns illvirki sem ógna lífi allra sem eyjuna byggja. Illu heilli fór aðalkarlinn sjálfur að standa þessa vakt þar sem hann treysti engum öðrum og hefur með stjórnleysi sínu í talnaleikfiminni ekki aðeins sett eyjuna á hvolf heldur einnig vakið athygli umheimsins á eyjunni og nú hyggja alls konar öflugir ættbálk- ar úti í hinum stóra heimi á stríð á hendur eyjarskeggjum sem vita ekki sitt rjúkandi ráð enda blásaklausir. Lykillinn að rólegu lífi eyj-arskeggja hingað til hefur ekki síst verið fólginn í því að enginn vissi í raun hvað og hvar þessi eyja var. Nú vita það hins vegar allir og aðalskúrkurinn Brown ætlar sér að ganga milli bols og höfuðs á íbúum eyjunnar, bæði „hinum“ og „þeim“ sem landið munu erfa. Eina lífsvon eyjarskeggja er fólgin í enn einu brellutólinu sem foringinn býr yfir, en einhvers staðar á eyjunni er merkileg sveif falin. Sveifin er þeirrar náttúru að sé henni snúið hratt rangsælis í klukkustund hverfur eyjan og birtist á ný einhvers staðar allt annars stað- ar. Takist ekki að færa eyjuna í tæka tíð, þá erum við lost! þriðjudagur 21. október 200814 Umræða LOST! svarthöfði Jón TrauSTi reyniSSOn riTSTJóri Skrifar. Margir munu ekki geta borgað af lánunum, en geta ekki heldur losnað við íbúðina. Skuldafangelsi heillar kynslóðar Leiðari Höfuðstefna Sjálfstæðisflokksins er að standa vörð um frelsi einstaklingsins. Stefna sama flokks hefur hins vegar valdið því að heil kynslóð Íslendinga er að glata frelsi sínu. Hjá venjulegu fólki er stærsta fjárfesting lífsins fasteignin. Sjálf- stæðisflokkurinn hét því fyrir síðustu kosningar að „treysta fjár- hagslegt sjálfstæði einstaklinga“ með því að „sem flestum sé gert kleift að búa í eigin húsnæði“. Flokkurinn beinlínis stefndi að því að fólk keypti fasteignir og á hans valdatíð var fólki gert kleift að skuldsetja sig meira en áður, og það á tímum ofþenslu í efnahagslíf- inu. Gríðarlegt flæði lánsfjár olli því að fasteignaverð hækkaði um 60 prósent á skömmum tíma í Reykjavík, þannig að yngri kynslóð borgarbúa þurfti bæði að borga meira fyrir fasteignina og skuld- setja sig meira. Þótt fasteignabólan væri dæmd til að springa og lítið mætti út af bera vöruðu stjórnmálamenn almenning ekki við og gerðu ekkert til að koma í veg fyrir að fólk lenti í fjárhagslegri ánauð með stærstu fjárfestinguna. Þvert á móti réðust stjórnmálamenn gegn gagnrýn- endum og átöldu þá fyrir að „tala niður fasteignamarkaðinn“. Það er í raun ósanngjarnt að segja að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Í júní síðastliðnum varð henni loksins ljóst að til vandræða stefndi á fasteignamarkaði. Þá greip hún til þeirra aðgerða að auðvelda ungu fólki að komast inn á ofþaninn markaðinn að hruni kominn. Það fólk sem tók gylliboðinu sér nú fram á gríðarlegan vanda og jafnvel eins konar vistarband, sem felst í því að eiga íbúð sem lækk- ar í verði og lán sem hafa hækkað umfram virði eignarinnar. Marg- ir munu ekki geta borgað af lánunum, en geta ekki heldur losnað við íbúðina. Á Íslandi hafa húsnæðiseigendur minni rétt en víðast hvar ann- ars staðar. Hér getum við ekki gengið út úr íbúðum okkar og skilað þeim til bankans, líkt og í Bandaríkjunum. Og hér erum við í þeirri einstaklega ósanngjörnu stöðu að fasteignalánin hækka í sama hlutfalli og hækkun verðlags, þannig að fasteignaverðið verður að hækka svo við höldum í við skuldirnar. Ísland er eitt versta land í heimi til að eiga fasteign í, en samt sem áður hefur Sjálfstæðisflokk- urinn það sem eitt helsta markmið sitt að koma okkur út í þessi ósanngjörnu viðskipti. Hluti eldri kynslóðarinnar sem hefur náð að lifa sómasamlegu lífi undanfarin ár fékk fasteign sína ódýrt, þar sem verðbólgan át upp óverðtryggð lánin. Varlegar spár gera ráð fyrir yfir 20 prósenta verð- bólgu á árinu. Það þýðir að 20 milljóna króna fasteignalán hækkar um fjórar milljónir króna, bara á einu ári. Við þurfum að komast að því sem fyrst hvort erlendar spár um allt að 75 prósenta verðbólgu geti mögulega ræst, því frelsi heillar kynslóðar er að veði. Stjórnmálamennirnir sváfu ekki á vaktinni. Þeir voru glaðvakandi í því að ýta okkur út í fjárhagslega ánauð sem fylgir því að eiga mikið skuldsetta fasteign á verðtryggðu láni. spurningin „Tja... Kolfinna [Baldvins] sagði fjögur þúsund, fréttirnar fimm hundruð. Ég trúi á hinn gullna meðalveg, þannig eigum við ekki að segja um það bil tvö þúsund, plús nokkrir rónar,“ segir Valur Gunnarsson, rithöfundur og tónlistarmaður, en hann spilaði á mótmælunum gegn davíð oddssyni á laugardaginn. deilt var um fjöldann sem mætti á svæðið. Hvað vOru margir á móTmæLunum? sandkorn n Skyndilegt brotthvarf Tryggva Þórs Herbertssonar úr ráðgjafahlutverki Geirs H. Haarde forsætisráðherra vakti mikla athygli. Tryggvi Þór hafði staðið upp úr bankastjórastól Askar Capi- tal til að verða ráð- gjafi. Þá var umræða um að Tryggvi væri á flótta úr bankan- um þangað sem hann nú ætlar að snúa aftur. Nú er staðfest að blikur eru á lofti hjá Askar því sextán starfsmenn bankans og dótturfyrirtækja misstu vinnuna í síðustu viku. n Tap Askar Capital er auðvit- að ekki frábrugðið tapi fjölda annarra fyrirtækja. Vitað er að SPRON hefur verið í mikl- um vanda, enda stóð til að sá banki sameinaðist Kaupþingi. Frá þeim áformum var horfið þegar Kaupþing var yfirtekið af ríkinu. Guðmundur Hauksson sparisjóðsstjóri og hans fólk eru þó hvergi af baki dottin. Bankinn hafði keypt nokkur hundruð miða á fyrstu minn- ingartónleikana um Vilhjálm Vilhjálmsson og boðið var upp á einkapartí í Höllinni áður en tónleikarnir hófust. n Silfur Egils bregst sjaldan, enda er Egill Helgason einn öflugasti spyrill landsins og gef- ur sjaldnast nokkuð eftir. Egill er þó ekki aðeins ríkisstarfs- maður á fín- um launum sem slíkum. Hann heldur úti Silfri Eg- ils á Eyjunni þangað sem safnast flest- ir kverúlant- ar landsins. Fyrir það stúss fær hann vel borgað og það skiljanlega ef litið er til þess að hann heldur uppi aðsókninni á vefinn. Svo er ekki verra að hann nær að kynna síðuna sína nokkrum sinnum í hverjum þætti Silf- ursins. n Í netheimum hefur verið gert stólpagrín að fréttaumfjöll- un Moggans þar sem erlend- um seðlabönkum er gert upp samsæri gegn Íslandi. Höf- undurinn er Agnes Bragadótt- ir blaða- maður sem nú hefur öðlast fyrri sess á ritstjórn Morgun- blaðsins. Tímaritið Herðubreið lýsti hlutverki hennar sem kráku á öxl Styrmis Gunnars- sonar, fyrrverandi ritstjóra. Heldur sló í bakseglin þegar Ólafur Stephensen tók við rit- stjórn Moggans en hann hefur nú fetað í slóð Styrmis og Agn- es trónir í öndvegi ritstjórnar og hefur fengið sitt eigið pláss á fréttasíðum sem heitir Agnes segir ...! LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég réð ekki við [tilfinninguna] og tel mig ekki vera verri fyrir það.“ n Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem beygði af þegar hún gekk inn á flokksfund í fyrradag. Fundargestir risu úr sætum og klöppuðu fyrir henni en Ingibjörg var að snúa aftur eftir erfið veikindi. - DV „Mér fannst það eiginlega nokkuð augljóst, eins framkvæmdasamir og Íslendingar eru, að í staðinn fyrir að kaupa eiturlyf af heildsölum erlendis myndum við fara að framleiða þau sjálfir.“ n Þráinn Bertelsson rithöfundur sem skrifaði um Íslendinga sem starfrækja amfetamínverk- smiðju í skáldsögunni Englar dauðans sem kom út í fyrra. Slík verksmiðja fannst í Hafnarfirði í síðustu viku. - DV „Ég var í sjokki og sagði að ég hefði fengið þetta heima hjá mér.“ n Jessica Sól Helgudóttir nemi þegar gjaldkeri í þýskum banka sagðist ekki geta tekið við íslenskum seðlum sem hún reyndi að fá skipt í evrur. Gjaldkerinn bauðst svo til að henda seðlunum fyrir Jessicu. - DV „Fréttaáherslurnar á 24 stundum voru meira á mannlega vinkilinn heldur en á Mogganum. Og kannski meiri gredda þar.“ n Lára Ómarsdóttir blaðamaður sem fór af 24 stundum yfir á Morgunblaðið þegar fyrrnefnda blaðið var lagt niður á dögunum. - DV bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.