Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2008, Side 22
þriðjudagur 21. október 200822 Fólkið Sagan segir að allir eigi sér tví- fara úti í hinum stóra heimi. Jón Ás- geir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, er nauðalíkur Hollywood- leikaranum Tom Cruise á þessari mynd sem var tekin þegar fyrsta Bónus-verslunin var opnuð fyrir tæpum tuttugu árum. Á sama tíma var Cruise að slá í gegn í kvikmynd- um á borð við Rain Man og Cockta- il. Báðir voru þeir svakalegir töffarar og áttu framtíðina fyrir sér. Á síðustu árum eða vikum – í það minnsta hjá Jóni Ásgeiri – hefur leiðin legið svo- lítið niður á við. Upphaf niðurtúrs Krúsarans er hins vegar gjarnan miðað við sófahoppið fræga í þætti Opruh Winfrey fyrir nokkrum árum. Tískusérfræðingurinn Mr. Black- well kvaddi þennan heim á sunnu- dagskvöldið síðastliðið. Fólk beið ávallt í ofvæni eftir lista hans yfir verst klædda fólkið sem kom út einu sinni á ári. Björk Guðmundsdóttir söngkonan komst nokkrum sinnum á lista hans. Herra Blackwell virtist hafa haft litla þolimæði um ævina gagnvart nýstárlegum klæðnaði fræga fólksins og fékk Björk oftar en einu sinni sæti á listanum góða. „Hún dansar í myrkrinu – og klæð- ir sig þar líka,“ sagði hann eitt árið um Björk. Við annað tækifæri sagði herra Blackwell: „Tilgerðarlegt og dýrt tískuslys í verstu martröð Sal- vadors Dalí,“ og: „Hún lítur út eins og karakter í eyðilögðu tískuævin- týri. Köllum hana héðan í frá Lísu í Klaufalandi.“ Dansar í myrkrinu „Það eru tveir þættir sem ég get valið um sem eru frægastir hérna í Búlgaríu. Þetta eru svona spjall- þættir sem stjörnurnar koma fram í og eru mjög svipaðir Jay Leno og David Letterman. Eftir það á ég eftir að verða súperstjarna hérna,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir á léttu nótunum en hún hefur vart undan að svara búlgörskum fjölmiðlum eftir að hafa flust þangað til lands í síðasta mánuði. Ásdís sem hef- ur starfað mikið við fyrirsætustörf fluttist út með eiginmanni sínum, knattspyrnumanninum Garðari Gunnlaugssyni. Aðspurð hvort hún fái meiri at- hygli en knattspyrnumaðurinn Garðar svarar hún hlæjandi: „Já, ég get eiginlega ekki neitað því. Ég er örugglega alveg helmingi fræg- ari en hann hérna úti.“ Garðar veg- ar staðið sig vel með búlgarska meistaradeildarliðinu CSKA Sofia. „Hann er aðeins að venjast þessu ennþá en hann er búinn að skora fimm mörk á tímabilinu. Það tekur okkur miklu lengri tíma að komast inn í þetta land en önnur þar sem það eru bara einhver óskiljanleg tákn á öllum skiltum og erfitt að skilja þetta tungumál.“ Ásdís tekur þessari búlgörsku frægð bara létt og gerir sér eigin- lega enga grein fyrir af hverju búlg- arskir fjölmiðlar sækja svo í hana. „Ég geri mér enga grein fyrir því af hverju ég er að fá alla þessa at- hygli. Ætli það sé ekki aðallega út af módelstörfunum,“ segir Ásdís en á næstu dögum birtist hún á forsíðu búlgörsku útgáfunnar af hinu virta ítalska tímariti Max. „Þetta eru tvær til þrjár opn- ur, viðtal og myndir. Þetta er mun virtara blað en til dæmis Maxim og allar súperstjörnurnar hafa verið framan á þessu tímariti. Mér hefði nú aldrei dottið það í hug að verða einhver súperstjarna í Búlgaríu,“ segir hún hlæjandi en í gær fékk Ásdís einnig boð frá Playboy í Búlg- aríu um að sitja fyrir á forsíðunni. „Ég er líka búin að fá tilboð frá Maxim og FHM og er að skoða öll tilboðin núna. Ég ætla að ákveða mig þegar ég kem aftur hingað eftir jólafríið en ég ætla að vera í einhverju af þessum þremur tíma- ritum, FHM, Maxim eða Playboy.“ Sjálf segir Ásdís að nánast sé fjallað um hana daglega í búlgörsk- um fjölmiðlum. „Ég les voðalega lítið blöðin hérna, þau eru náttúrulega öll á búl- görsku svo ég skil náttúrulega ekki neitt. Ég heyri af öllu sem er skrif- að en það er talað um mig nánast daglega í pressunni hérna en get lítið fylgst með því. Blaðamennirn- ir hringja ekkert í mig og spyrja mig heldur skrifa þeir meira bara það sem þeim hentar en það sem hefur verið þýtt fyrir mig er voðalega gott. Ég er hálfgerð gyðja í þeirra augum og það er haldið voðalega mikið upp á mig hérna.“ Aðspurð hvers hún sakni mest frá Íslandi þarf Ásdís ekki lengi að hugsa sig um. „Það eru vinirnir og fjölskyldan. Ég svo sem sakna þess ekkert að vera í þessu hræðilega ástandi á Íslandi núna og er bara mjög feg- in að vera hérna.“ krista@dv.is Það má með sanni segja að athafnakonan Ásdís Rán sé að slá í gegn í Búlgaríu. Hún fluttist út með eiginmanni sínum Garðari Gunnlaugssyni sem spilar knattspyrnu með meistaradeildarliðinu CSKA Sofia og drengjum þeirra. Hún hefur vart undan við að svara búlgörskum fjölmiðlum sem keppast um að fá hana í viðtöl og mynda- tökur en næst á dagskrá er viðtal í vinsælum spjallþætti í anda Jay Leno. „Ég fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum vikum síðan. Hef verið að trúbadorast í þrjú ár. Fólk hefur alltaf gaman af því að hlusta á mig spila, en það er mun skemmtilegra að hlusta á annað fólk syngja og ég spila undir,“ segir Ragnar Ólafsson trúbador sem heldur lifandi karaókí-kvöld á Café Oliver á þriðju- dögum. „Ég bjó til hundrað og þrjátíu laga möppu með textum. Fólk velur sér síðan lag og eftir því bíður míkrófónn og ég spila und- ir,“ segir Ragnar og er handviss um að lifandi karaókíið sé alveg sér á báti í heiminum. „Ég held að þetta sé alveg einstakt í heim- inum. Það má kannski finna þetta einhvers staðar í Japan, en ég er nokkuð viss um að þetta er einstakt hér á landi,“ segir Ragnar sem þegar hefur haldið lifandi karaókí-kvöld tvisvar við góðar undirtektir. Ragnar kemur einnig til með að hjálpa fólkinu við sönginn. Hann raddar með söngvurunum og leið- beinir þeim sem gerast svo djarfir að stíga upp á svið. Hann segir lagavalið mjög fjölbreytt. „Þetta er gott bland af lögum. Þarna má finna Bítlana, Sálina og Britney Spears. Það má segja að þetta séu lög sem vekja upp söngkenndir fólks. Svo inn á milli má finna „extreme“ lög eins og Barbiegirl með Aqua,“ útskýrir Ragnar. Hann segir alla geta fundið eitthvað fyrir sinn smekk á listanum. Ragnar segir skemmtilegast að fylgjast með fólkinu sem ríður á vaðið. „Sumir eru með rosa stæla þegar þeir syngja og aðrir taka allar rokkpósurnar í bókinni. Ég mun koma til með að gefa verðlaun fyrir bestu frammistöðuna og þá er ég ekki bara að tala um sönginn heldur líka fílinginn í laginu er það er sungið.“ hanna@dv.is í fyrsta sinn á íslanDi TrúBAdorinn RaGnaR ÓLafsson Býður upp á lifAndi KArAóKí á CAfé oliver: Ragnar Ólafsson býður upp á lifandi karaókí á Café oliver. Hann segir þetta einstakt fyrirbæri. Ásdís RÁn: alveg eins og tom Cruise Helmingi frægari en garðar súperstjarna í Búlgaríu Ásdísi var í gær boðið að sitja fyrir í Playboy í búlgaríu en áður höfðu henni borist tilboð frá tímaritunum Maxim og FHM. Hún ætlar að taka tilboði frá einu af tímaritunum þegar hún snýr aftur til búlgaríu í janúar eftir jólafrí á Íslandi. mynd aRnoLd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.