Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Blaðsíða 10
Miðvikudagur 22. Október 200810 Neytendur
Lof&Last
n Lofið fær Wilsons
Pizza fyrir
gríðarlega gott
tilboð um liðna
helgi. Hægt var að fá
stóra pítsu með
tveimur áleggstegundum á eitt
þúsund
krónur gegn
því að pítsan
yrði sótt. Stór
pítsa dugir þremur og er því afar ódýr
máltíð.
n Lastið fær World
Class í Laugum fyrir
bílastæðin. eftir að
fyllt var í holur á
malarstæðunum beint fyrir
framan stöðina í vor er
ástandið aftur orðið eins og
það var. afar
holótt og óþægilegt
yfirferðar. Það er fátt
meira pirrandi en
vegur þar sem maður fer að óttast um
undirlag bílsins síns.
Álfheimum 158,90 178,60
Bensín dísel
Kópavogsbraut 157,20 176,90
Bensín dísel
Skógarseli 157,40 178,10
Bensín dísel
Skemmuvegi 155,10 174,80
Bensín dísel
Nýju sendib. 155,20 174,90
Bensín dísel
Hæðarsmára 157,20 177,00
Bensín dísel
Stórahjalla 157,40 177,10
Bensín díselel
d
sn
ey
t
i
Bónus býður upp á ódýrustu matarkörfuna en bæði Kaskó og Nettó eru nú komnar
með lægra verð en Krónan. 11-11 er með dýrustu matarkörfuna. Þar er matarkarfan 68
prósentum dýrari en þar sem hún er ódýrust. Þetta er niðurstaðan af verðkönnun DV
í matvöruverslunum. Könnunin er hér birt aftur vegna mistaka við útreikning. Munur
á einstökum vörutegundum er allt að 219 prósent.
70% MUNUR
Á KÖRFUNNI
Fríhöfnin
ódýrust
Litað dagkrem frá kanebo er
vinsælt hjá mörgum konum. krem
sem gerir húðina frísklegri án þess
að vera meik. Hægt er að fá
dagkremið á nokkrum stöðum í
borginni en það er ódýrast í
Fríhöfninni á 3.179 krónur.
Neytendur greiða á bilinu 2.164
krónur til 3.638 krónur fyrir DV-mat-
arkörfuna eftir því hvar þeir kaupa
inn. Ódýrust er matarkarfan í Bónus
en dýrust er hún í 11-11. Matarkarf-
an kostar 110 krónum minna í Bónus
en í Kaskó sem býður nú upp á næst-
ódýrustu matarkörfuna. Í þriðja sæti
er Nettó og Krónan er fallin í fjórða
sæti yfir ódýrustu matarkörfuna. Síð-
ast þegar DV gerði svona könnun var
Krónan með næstódýrustu matar-
körfuna.
68 prósenta verðmunur
Verðkönnun DV var unnin á
mánudag og var þá kannað verð á
DV-matarkörfunni í tíu verslunum. Í
DV-matarkörfunni voru tólf vöruteg-
Dagkrem frá kanebo
Fríhöfnin 3.179 kr.
Hagkaup 3.919 kr.
Lyfja 3.932 kr.
Hygea 3.980 kr.
frystið kryDDjurtir
Það getur verið dýrt að nota eingöngu ferskar
kryddjurtir fyrir þá sem slíkt kjósa. Pakkningar
í verslunum eru stórar miðað við hvað maður
þarf að nota lítið í einu. til að koma í veg fyrir að
kryddið skemmist og nýtist ekki er sniðugast
að frysta það. Saxa niður og setja í klakabox.
Svo tekur maður einn og einn mola út í einu
þar sem það nýtist líka illa í heilu lagi. gott ráð í
kreppunni þar sem verð hækkar stöðugt.neytendur@dv.is uMSjón: ÁSdíS björg jóHanneSdóttir, asdisbjorg@dv.is
Neyte ur
undir að þessu sinni en þrjár þeirra
fengust ekki í öllum verslunum. Því
miðast útreikningurinn að lokum
við þær níu vörutegundir sem voru
til alls staðar.
Verðmunurinn á ódýrustu og
dýrustu matarkörfunni nemur 68
prósentum. Munurinn á ódýrustu
og næstódýrustu matarkörfunni
nemur fimm prósentum. Munurinn
á dýrustu og næstdýrustu körfunni
nemur hins vegar rúmum tólf pró-
sentum.
Þrjár á verði tveggja
Verðmunur á einstökum vöru-
tegundum getur verið mjög mik-
ill milli einstakra verslana. Þannig
kostar Orville Natural-örbylgju-
popp með sex pokum í pakkning-
unni 219 krónur í Kaskó en 698
krónur í 11-11. Verðmunurinn er
219 prósent sem þýðir að hægt er
að kaupa þrjár pakkningar í Kaskó
fyrir lægri upphæð en maður borg-
ar fyrir eina pakkningu í 11-11.
Þessar pakkningar voru ekki til í
öllum verslunum og því eru þær
ekki teknar með í útreikning á DV-
matarkörfunni.
Miklu munaði líka á verði kiwi-
ávaxtarins. Hann má fá á 245 krón-
ur kílóið í Bónus en í 11-11 kostar
hann 539 krónur. Verðmunurinn er
120 prósent þannig að hægt er að fá
rúmlega tvöfalt meira magn í Bón-
us en 11-11 fyrir sömu upphæð.
Svipaða sögu er að segja af
Stjörnu-ostapoppi og hveitibrauði
frá Myllunni. Poppið er dýrast í 10-
11 en ódýrast í Bónus. Brauðið er
ódýrast í Kaskó en dýrast í 11-11.
nýtt verklag
Mistök voru gerð við úrvinnslu
könnunarinnar og birtust því rang-
ir útreikningar í DV í gær. Verð virt-
ust því vera hærri í nokkrum versl-
unum en þau eru í raun og veru.
Að auki riðlaðist uppröðun versl-
ana frá þeirri ódýrustu til þeirrar
dýrustu. DV biður lesendur sína
og kaupmenn afsökunar á þess-
um mistökum. Nýtt verklag verður
haft við framkvæmd og úrvinnslu
verðkannana í framtíðinni.
verðkönnun í matvöruverslunum 20. október:
Fjarðarkaup Hagkaup Samkaup Bónus Krónan 10-11 11-11 Kaskó Nóatún Nettó Ódýrast Dýrast Munur
Pillsbury hveiti 368 Ekki til 492 Ekki til 389 429 579 400 509 Ekki til 368 579 57,34%
Appelsín 2 l 189 205 197 158 179 305 298 169 215 159 158 305 93,04%
Axa fibersund-múslí 298 406 424 Hætt 349 399 498 332 407 344 298 498 67,11%
Orville natural 6 pack 298 369 389 253 Hætt 529 698 219 589 339 219 698 218,72%
Stjörnu ostapopp 141 143 147 96 125 209 235 114 149 97 96 209 117,71%
Merrild 103 kaffi 479 495 575 474 475 729 679 475 496 477 474 729 53,80%
McVities Hob nobs 226 228 212 189 239 199 309 195 258 199 189 309 63,49%
Smjörvi 185 208 199 174 186 219 239 177 209 180 174 239 37,36%
Kíví, kílóverð 359 449 397 245 346 399 539 347 489 349 245 539 120,00%
Myllan hveitbrauð 285 279 398 225 269 379 409 189 375 236 189 409 116,40%
Kínakál, kílóverð 389 299 369 298 299 399 485 299 485 299 298 485 62,75%
Rjómaostur 325 384 377 305 326 399 445 309 385 315 305 445 45,90%
Samtals á vörum sem
til voru í öllum verslunum 2578 2690 2871 2164 2444 3237 3638 2274 3061 2311 2164 3638 68,11%
matarkarfan 20.10.08
Munur á körfum
Bónus 2.164
Kaskó 2.274 5,08%
Nettó 2.311 6,79%
Krónan 2.444 12,94%
Fjarðarkaup 2.578 19,13%
Hagkaup 2.690 24,31%
Samkaup 2.871 32,67%
Nóatún 3.061 41,45%
10-11 3.237 49,58%
11-11 3.638 68,11%
keypt í matinn Skera má verulega
niður í útgjöldum með því að kaupa
frekar í ódýrari verslunum en þeim
dýrari. mynD róbert reynisson