Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Blaðsíða 17
Celtic var ekki mikil fyrirstaða fyrir
Englandsmeistara Manchester Un-
ited sem fóru létt með kollega sína
frá Skotlandi, 3-0, í E-riðli meistara-
deildarinnar í gær. Dimitar Berbat-
ov skoraði tvívegis fyrir Man. Unit-
ed og var rangstæður í bæði skiptin.
Wayne Rooney heldur áfram marka-
formi sínu og skoraði í fimmta leikn-
um með meisturunum í röð í gær-
kvöldi.
Gamla frúin, Juventus, gaf stuðn-
ingsmönnum sínum smjörþefinn
af góðu dögunum með 2-1 sigri á
Spánarmeisturum Real Madrid í gær.
Sjálfur eiginmaður gömlu frúarinnar,
Alessandro Del Piero, kom Juventus
á bragðið. Alls voru 36 mörk skoruð
á mögnuðu meistaradeildarkvöldi.
Flest sáust í Villareal og í Búkarest.
Getumunurinn algjör
Celtic átti ekkert í Manchester Un-
ited í gær og sat undir pressu í níu-
tíu mínútur. Liðið minnti tvisvar á sig
með fínum skotum í fyrri hálfleik en
meiri usla gerði það heldur ekki. Að-
eins var spurning um hvenær United
myndi skora fyrsta markið en þegar
það kom var það ekki löglegt. Dimitar
Berbatov var rangstæður þegar hann
kláraði færi sitt snaggaralega af stuttu
færi. Hann var svo aftur rangstæður
í seinna marki sínu en bryddaði upp
á nýjung og fagnaði báðum mörkun-
um. Wayne Rooney skoraði svo gott
mark með skoti fyrir utan teig í blá-
hornið og þau hefði getað orðið fleiri.
Ekki mitt að dæma
„Þetta er ekki mín ákvörðun að
taka. Ég reyni bara að skora. Dómar-
inn ákveður hvort það sé rangstaða
og hann sagði að svo væri ekki,“ sagði
Berbatov um mörkin í gær. „Það var
frábært fyrir mig að skora aftur og enn
mikilvægara að við unnum leikinn,“
sagði Berbatov
Rangstæður eður ei var Ferguson
ánægður með tveggja marka mann-
inn í gær. „Hann var frábær. Stórkost-
leg frammistaða aftur. Berbatov færir
mikla ró yfir síðasta þriðjunginn hjá
okkur og vonandi verður áframhald
á. Ekki bara þegar hann leikur með
Rooney heldur einnig Tevez,“ sagði
Ferguson en Tevez fékk hálftíma í
leiknum í gær þegar hann kom inn á
fyrir Berbatov.
„Undrið“ stóð fyrir sínu
Alessandro er ekki kallaður „Undr-
ið“ af stuðningsmönnum fyrir ekki
neitt. Mark hans gegn Real Madr-
id í gær var stórfenglegt og kveikti í
Juventus-mönnum sem minntu á
gamla tíma og lögðu Real Madrid, 2-
1. Þrátt fyrir að Ruud van Nistelrooy
kæmist enn einu sinni á blað í meist-
aradeildinni dugði það ekki til þar
sem Amauri hafði þá þegar skorað
sigurmarkið.
Í Villareal var svo boðið upp á
sannkallaða markasúpu. Stærsti sigur
heimamanna í meistaradeildinni fyr-
ir leikinn gegn Álaborg í gær var 1-0
hvorki meira né minna. Í gær skoruðu
þeir því fyrir ígildi sex leikja í ótrúleg-
um 6-3 sigri þar sem Joseba Llorente
skoraði þrennu á tuttugu og einni
mínútu. Sigur þeirra og United fer
langt með að tryggja liðunum áfram-
hald í keppninni.
Miðvikudagur 22. Október 2008 17Sport
Sport EnGin samEininG Fram og Fjölnir munu ekki sameinast en vinnuhópur á vegum félaganna sendi út yfirlýsingu þess efnis í gær. viðræðurnar sigldu í strand á nafngift nýja félagsins en Framarar vildu halda sínu hundrað ára gamla nafni. Það gátu Fjölnismenn ekki sætt sig við. annað sem stöðvaði liðin var samning-ur Fram við reykjavíkurborg en Fjölnir er ekki með samsvarandi samning. Liðin ætluðu að sameinast á nýju svæði Fram við Úlfarsfell í grafarholtinu.
Manchester United og Arsenal eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í meistara-
deildinni. United fór létt með Celtic á heimavelli og Tyrklandsför Arsenal var ekki næst-
um jafnerfið og margir vildu meina. „Undrið“ stóð fyrir sínu gegn Real Madrid.
„Ég held að þetta hafi verið 100.
leikur Barcelona á heimavelli í meist-
aradeildinni og við vorum fyrstir til að
vinna þá,“ segir Alfreð Gíslason, þjálf-
ari þýska handknattleiksliðsins Kiel,
sem vann Barcelona, 31-27, í meist-
aradeildinni í síðustu umferð. Fyr-
ir utan tap í leiknum gegn Ciudad
Real í meistarakeppni Evrópu er Al-
freð taplaus í hinum tólf leikjunum í
þýsku deildinni og meistaradeildinni.
Þá vann Kiel einnig Hamburg í leik
meistara meistaranna í Þýskalandi.
Allt byrjaði þó með jafntefli gegn
nýliðum Dormagen. „Undirbún-
ingurinn fyrir þann leik var ekk-
ert eðlilegur vegna ólympíufaranna
og meiðsla. Æfingaplanið hjá mér
byggðist líka þannig upp að sá leik-
ur var ekki til staðar. Menn voru því
mjög þreyttir en það hvarflaði aldrei
að manni að hægt væri að tapa þeim
leik á heimavelli,“ segir Alfreð. Kiel
hefur unnið átta leiki í röð í deildinni
síðan. Þar af stórleiki gegn Hamburg
og Rhein-Neckar Löwen sem Guðjón
Valur Sigurðsson leikur með.
Liðið á samt enn eitthvað í land
með að ná sínu besta formi segir Al-
freð. „Við eigum enn þó nokkuð mikið
eftir. Við erum að spila betur og bet-
ur en okkur vantaði til dæmis Nicola
Karabatic fyrstu fimm vikurnar. Það
er náttúrulega gríðarlegur styrkur að
fá hann inn,“ segir Alfreð en gamla
kempan og fyrirliðinn Stefan Lövg-
ren leysti Karabatic af fyrstu vikurn-
ar. „Gamli maðurinn byrjaði mót-
ið stórkostlega og hefur verið frábær.
Hann fær núna aðeins að hvíla sig eft-
ir að Karabatic kom inn,“ segir Alfreð
en Lövgren skoraði átján mörk gegn
Rhein-Neckar sem var einu marki frá
markametinu í þýsku úrvalsdeildinni.
Næst taka við leikir í deild og bik-
ar gegn botnliði Stralsunder áður en
kemur að landsleikjahléinu. Þar fær
Alfreð kærkomið frí. „Ég hef ekkert
gert nema verið með æfingar, horft á
upptökur af leikjum og verið aðeins
með konunni síðan ég kom hingað.
Eftir leikina gegn Stralsunder tek ég
mér nokkurra daga frí á heimilinu
mínu í Austur-Þýskalandi,“ segir Al-
freð Gíslason.
tomas@dv.is
alfreð Gíslason hefur farið frábærlega af stað með stórlið Kiel í handboltanum:
FYRSTIR TIL AÐ LEGGJA BARCELONA
AuÐvELT hJá
ARSENAL
arsenal gerði góða ferð til tyrklands í
gærkvöldi og gjörsigraði Fenerbahce
í g-riðli. gestirnir skoruðu 2 mörk
með mínútu millibili á 10. og 11.mín
en Silvestra lagaði stöðuna fyrir
heimamenn með sjálfsmarki 7
mínútum síðar. diaby skoraði svo
þriðja mark arsenal og staðan orðin 1-
3 eftir aðeins 21 mínútu. en gunners
voru ekki hættir. Á 49. mínútu skoraði
alexandre Song fjórða mark arsenal.
daniel guiza lagaði stöðuna fyrir
tyrkina með því að minnka muninn í
2-4 á 78. mínútu en hinn 17 ára gamli
aaron ramsey kláraði svo dæmið, 5-2,
með marki í uppbótartíma.
sveinn@dv.is
MEISTARAdEILdIN
E-RiÐiLL
Man. United - Celtic 3–0
1-0DimitarBerbatov(29),2-0DimitarBerbatov
(52.),3-0WayneRooney(76).
Villareal - Álaborg 6–3
0-1MarekSaganowski(19.),1-1GiuseppeRossi
(28.),2-1JoanCapdevilla(33.),2-2Thomas
Enevoldsen(36.),3-2JosebaLlorente(67.),4-2
JosebaLlorente(70.),4-3JoanCapdevilla(77,
sjálfsmark.),5-3RobertPires(79.),6-3Joseba
Llorente(86).
staÐan
Lið L U J t m st
1. Man. utd 3 2 1 0 6:0 7
2. villareal 3 2 1 0 7:3 7
3. Celtic 3 0 1 2 0:1 1
4. Álaborg 3 0 1 2 0:3 1
F-RiÐiLL
Bayern Munchen - Fiorentina 3–0
1-0MiroslavKlose(4.),2-0BastianSchweinsteiger
(25.),3-0ZeRoberto(90.).
Steaua Búkarest - Lyon 3–5
1-0Arthuro(8.),2-0DorinGoian(11.),2-1Kader
Keita(23.),KarimBenzema(33.),3-2OvidoPetre
(45.),3-3Fred(69),3-4KarimBenzema(71.),3-5
Fred(90.).
staÐan
Lið L U J t m st
1. bayern M. 3 2 1 0 5:1 7
2. Lyon 3 1 2 0 8:6 5
3. Fiorentina 3 0 2 1 2:5 2
4. Steaua b. 3 0 1 2 3:6 1
G-RiÐiLL
Porto - Dynamo Kíev 0–1
0-1OleksandrAliev(27.).
Fenerbache - Arsenal 2–5
0-1EmmanuelAdebayor(10.),0-2TheoWalcott
(11.),1-2MikaelSilvestre(19,sjálfsmark.),1-3
AbouDiaby(21.),1-4AlexandreSong(49.),2-4
DanielGuiza(78.),2-5AaronRamsey(90.).
staÐan
Lið L U J t m st
1. arsenal 3 2 1 0 10:3 7
2. dyn. kiev 3 1 2 0 2:1 5
3. Porto 3 1 0 2 3:6 3
4. Fenerbache 3 0 1 2 3:8 1
H-RiÐiLL
Zenit St. Pétursborg - BATE Borisov 1–1
0-1PavelNehaichik(52.),1-1FatihTekke(80.).
Juventus - Real Madrid 2–1
1-0AlessandroDelPiero(5.),2-0Carvalho
Amauri(49.),2-1RuudvanNistelrooy(66.).
staÐan
Lið L U J t m st
1. Juventus 3 2 1 0 5:3 7
2. real M. 3 2 0 1 5:3 6
3. bate 2 0 1 1 2:4 1
4. Zenit 2 0 0 2 1:3 0
ÚRSLIT
Byrjar vel alfreð hefur góð tök á stjörnum kiel. mynd GEtty imaGEs
EinstEfna á
Old traffOrd
tÓmas ÞÓR ÞÓRÐaRsOn
blaðamaðurskrifar: tomas@dv.is
sjáið þennan del Piero er maðurinn á
delle alpi í tórínó. mynd/aFP
Kolrangstæður Hægt er
að deila um seinna mark
berbatovs í gær en í því
fyrra sem hann skorar hér
var hann rangstæður.