Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2008, Blaðsíða 20
Miðvikudagur 22. Október 200820 Fókus Stefán Máni hefur sótt í sig veðr- ið með hverri bók á ferli sem hef- ur einkennst af nokkurri leit. Í Ísra- el, sem kom út fyrir nokkrum árum, var hann búinn að ná feykilega góðum tökum á smásmyglisleg- um lýsingum á umhverfi, athöfum og tilfinningum sem hafa verið eitt sterkasta höfundareinkenni hans. Hann breytti nokkuð um stefnu með Svartur á leik þegar hann skoð- aði undirheima Reykjavíkur í sér- stæðri glæpasögu sem bar keim af rannsóknarblaðamennsku. Túristi kom út 2005, svolítið eins og skratt- inn úr sauðarleggnum eftir Svartur á leik, og benti til þess að höfundur- inn væri enn að reyna að finna þann takt sem hentaði honum best. Ári síðar tók Stefán Máni, með Skipinu, af öll tvímæli um að honum líður best innan um harðsvíraða krimma og annað hyski á leið til glötunar. Með Skipinu má segja að hann hafi stokkið aftur á bak, yfir Túrista, þar sem bókin var áþekkari Svartur á leik og einhvern veginn rökrétt fram- hald á því sem höfundurinn var að gera þar. Skipið klauf jólabókaflóðið árið 2006 á fullu stími, fékk fyrirtaks dóma og rokseldist, enda hreint út sagt frábær tryllir sem bauð upp á Íslendinga í aðstæðum og atburða- rás sem minnti um margt á Alistair McLean sem var á árum áður helsta háspennukeflið á íslenskum bóka- markaði. Ódáðahraun er í raun á svipuð- um miðum og Skipið þótt aðalper- sónan hafi ætíð fast land undir fót- um, í það minnsta í bókstaflegum skilningi. Þetta er fyrirtaks reyfari sem rígheldur frá fyrstu köflum og stærsti gallinn við bókina er einfald- lega að hún stenst Skipinu ekki fylli- lega snúning. Nett vonbrigði fyrir þá sem slógust í för með ofurkrimman- um Kölska á fraktaranum Per se fyr- ir tveimur árum en þar sem Ódáða- hraun er engu að síður fantagóður krimmi segir þessi (ef til vill) ósann- gjarni samanburður meira um Skip- ið en nýju bókina. Sem fyrr spinnur Stefán Máni söguna af miklum krafti og fjöri og á bestu sprettunum finnst manni maður vera kominn aftur um borð í Per se. Í Ódáðahrauni teflir Stefán Máni fram Óðni R. Elsusyni, eitilhörð- um undirheimakóngi sem lendir í bölvuðu basli þegar stór sending af amfetamíni fuðrar upp í lúkunum á honum og kostar hann auga. Þá eru góð ráð dýr en verða miklu dýrari en Óðin hefði getað órað fyrir. Hann fer strax í björgunaraðgerðir til þess að halda bissnessnum gangandi en kemst aldrei í dópinnkaupaleiðang- ur til útlanda þar sem örlögin taka völdin og áður en hann veit af er hann kominn á kaf í flókin viðskipti við ríkustu menn landsins og fer að höndla með fyrirtæki eins og hann gerði með dóp áður. Og skyndilega eru milljarðar undir þegar alfaðir ís- lenskra undirheima djöflast eins og naut í flagi í umhverfi sem er hon- um framandi þótt gamalreynd með- ul hans úr glæpaheiminum virki þar vel. Óðinn er ekki óskyldur Kölska enda tengir hann þessar tvær bæk- ur saman en í byrjun Skipsins ætlar Óðinn sér að ganga frá Kölska með logsuðutæki og harkaleg viðskipti þessarra tveggja glæpona verða til þess að Kölski hrekst um borð í Per se. Óðinn er, eins og Kölski, dásam- lega ýkt týpa en hann haslar sér völl í glæpaheiminum á fermingaraldri. Þá er hann þegar orðinn öflugur sprúttsali og stimplar sig hressilega inn þegar hann nefbrýtur sautján ára fól með klaufhamri frekar en að láta góss sitt af hendi. Óðinn er þessi dásamlega tegund andhetju sem maður hikar ekki eitt augnablik við að ganga í lið með og hann er „okk- ar“ maður allt til enda. Hann er líka límið sem heldur bókinni saman og heldur lesandanum á sínu bandi og dregur hann á hárinu í gegnum gloppur í þræðinum sem gera af og til vart við sig á seinni hlutanum þegar krimminn er kominn á kaf í viðskiptagrautinn. Stíll Stefáns Mána er sem fyrr sprellfjörugur, kryddaður með gegn- sæjum en skemmtilegum vísunum í norræna goðafræði og vægast sagt hressilegum ofbeldisköflum. Maður getur eiginlega ekki beðið um mikið meira, nema auðvitað annað Skip, en góðu heilli eiga þessar bækur það sameiginlegt að mann hungrar í meira um leið og síðasta blaðsíðan hefur verið lesin. Betri mælikvarði á gæði bóka er vandfundinn. Þórarinn Þórarinsson á m i ð v i k u d e g i Auglýst eftir stuttmyndum Stuttmyndahátíðin LjósvakaLjóð auglýsir eftir myndum. Hátíðin, sem er fyrir fólk á aldrinum 15-25 ára og er meðal annars unnin í samstarfi við Zik Zak kvikmyndagerð, verður haldin í NorræNa húsiNu þaNN 6. Nóvember. valdar verða 6 -10 stuttmyndir úr innsendum myndum til að keppa um aðalverðlaunin, 75 þúsund króna peningaverðlaun. Nánari upplýsingar á ljosvakaljod.is. með mAfíunA á hælunum DV greindi frá því í síðustu viku að lögreglan á Ítalíu rannsakaði nú hvað sé hæft í því að mafían í Napolí hyggist ráða Roberto Saviano, höf- und metsölubókarinnar Gomorra, af dögum. Síðastliðin tvö ár hefur Savi- ano notið lögregluverndar eftir að Camorra, mafían í heimaborg hans, ákvað að refsa honum vegna þeirrar velgengni sem Saviano hefur notið eftir að bók hans um mafíuna kom út. Nú berast þær fréttir af Saviano að hann hafi flúið Ítalíu vegna ótta um líf sitt. Í viðtali við dagblaðið La Repubblica segist hann afar ótta- sleginn og vilji fá líf sitt aftur í stað- inn fyrir líf flóttamanns. Bók Savian- os kemur út hjá Bjarti í næstu viku. steindýrin verðlAunuð Gunnar Theodór Eggertsson hlaut Íslensku barnabókaverð- launin í ár fyrir sögu sína Stein- dýrin en verðlaunin voru afhent í Hlíðaskóla í Reykjavík í gær. Að mati dómnefndar er hér á ferð- inni hörkuspennandi og frumleg ævintýrasaga sem sækir efnivið sinn í þjóðsögur og ævintýri en er þó engu lík. Sagan kviknaði þegar Gunnar vann við að segja börn- um sögur og ævintýri á frístunda- heimilinu Hlíðaskjóli. Gunnar Theodór er bókmennta- og kvik- myndafræðingur og Steindýrin er fyrsta bók hans. Hann hlýtur að launum 400 þúsund krónur og viðurkenningarskjal. óritskoðuð AnnA frAnk Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út í kilju hina frægu Dagbók Önnu Frank. Þetta er sögð vera lokaútgáfa Dagbókarinnar og er þetta í fyrsta sinn sem óritskoðuð útgáfa hennar kemur út á Íslandi. Allir kaflarnir sem faðir Önnu kaus að sleppa í fyrri útgáfum eru sagðir vera hér. Anna hélt dagbókina í miðju fári seinni heimsstyrjaldarinnar, frá júní 1942 til ágúst 1944, og er hún í senn ein- læg, opinská og oft hnyttin. Engin bók, að Biblíunni undanskilinni, hefur selst meira en Dagbók Önnu Frank. hlutAbréfAbrAsk Fyrsta frumsýning L.A. á þessu hausti, Músagildra Agöthu Christie, olli vonbrigðum. Leikstjórinn hefur tekið þá stefnu að leika verkið sem kómedíu, nánast farsa, og það er bara ekki að virka. Í stað þess að samsamast persónunum, eins og vera ber í góðum og gamaldags þriller, er okkur boðið að hlæja að þeim, flestum alltjent, með þeirri afleiðingu að hið ísmeygilega og spennuþrungna andrúmsloft tryll- isins nær aldrei að myndast. Af hverju þarf allt að vera svo fyndið í leikhúsinu nú til dags?, sagði mæt- ur leikhúsmaður við mig, þegar ég hitti hann eftir sýninguna. Af hverju er ekki hægt að leika gamla glæpar- eyfara bara eins og þeir eru skrifað- ir? Eða, ef menn þurfa endilega að gera eitthvað nýtt, að finna þá föt sem þeir passa í? Leikendur er mjög misvel vaxn- ir þeim vanda sem leikstjórnin set- ur þá í. Reyndari leikendum tekst flestum að klóra sig fram úr hon- um, enginn þó sem Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir sem siglir í gegnum þetta eins og ekkert sé. Sannarlega gaman að sjá henni bregða aftur fyrir á leiksviði. Yngri leikendum, sem eru sumir lítt reyndir, geng- ur mun verr að fóta sig, ekki síst þegar leikstjórinn reynir að fá þá til að gera hluti sem þeir geta alls ekki. Þar nefni ég einkum nýliðann Sindra Birgisson sem ég hef aldrei séð áður, en er ekki ólíklegur til að geta plumað sig undir betri stjórn. Þennan uppskrúfaða ýkjuleik réði hann ekki við. Hjá sumum öðrum var, með leyfi að segja, viðvanings- bragur sem gengur ekki á höfuð- sviði Norðurlands. Búningar voru ákaflega skrýtnir sumir hverjir, en sjálfsagt var það í samræmi við vilja leikstjórans. Lýsing var hins vegar áberandi vel af hendi leyst, enda Lárus Björnsson enginn byrjandi í faginu. L.A. hefur á síðari árum smám saman verið að hrista af sér ýmsa barnasjúkdóma amatörleikhúss- ins sem hrjáðu það lengi framan af. Þessi sýning er skref aftur á við á þeirri braut. Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki það sem koma skal undir stjórn Maríu Sigurðardóttur. Jón Viðar Jónsson vonbrigði á akureyri leiklist LeikféLag akureyrar: Músagildran eftir agöthu Christie Þýðing og staðfærsla: gísli rúnar Jónsson Leikstjóri: Þór tulinius Leikmynd: Árni Páll Jóhannsson Búningar: Sunna björk Hreiðarsdóttir Lýsing: Lárus björnsson og Sveinn benediktsson Skref aftur gagnrýnanda finnst uppfærsla Músagildrunnar vera skref aftur á bak hjá La. bækur Ódáðahraun Höfundur: Stefán Máni Útgefandi: JPv Stefán Máni Heldur sig við harðsvíraða glæpamenn og heldur stefnunni sem hann tók með Skipinu þótt eineygði glæponinn óðinn r. elsuson hafi fast land undir fótum. á AmfetAmíni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.