Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 28. Október 20082 Fréttir
Annþór Kristján Karlsson tekur þátt í listsýningu sem miðar að því að veita innsýn í alla kima samfélagsins. Hann
afplánar nú dóm á Litla-Hrauni fyrir líkamsárás en hefur nýtt fangavistina til að hætta fíkniefnaneyslu. Fyrsta
verk Annþórs þegar hann losnar út verður að kaupa flugfar til Spánar þar sem hann ætlar að hefja nýtt líf.
BJÓ MÉR TIL
AFSAKANIR
„Áður hefði ég aldrei séð sjálfan mig fyrir
mér í svona, að standa uppi á AA-fundum
og láta gott af mér leiða. Ef ég ætlaði að
láta eitthvað gott af mér leiða hér áður fyrr
hefði það örugglega verið til þess að ég
myndi græða eitthvað á því sjálfur. Og þá
er ég ekki að tala um eins og maður græð-
ir á því í AA, maður græðir á því að maður
fær til baka, bara gleði. En ég hefði þurft
að græða eitthvað fjárhagslega á því,“ seg-
ir Annþór Kristján Karlsson, fangi á Litla-
Hrauni, í portrettverki listamannanna
Ólafs Ólafssonar og Libiu Castro, Allir eru
að gera allt sem þeir geta, sem nú stendur
yfir í Listasafni Reykjavíkur.
Dreymir um byggingafyrirtæki
Annþór hefur lengi verið milli tann-
anna á fólki og best þekktur sem hand-
rukkari. Hann ræðir þessa staðreynd í
verkinu. Libia ræðir við hann á ensku og
spyr hvað sé fram undan hjá honum þeg-
ar hann verði laus úr fangelsi.
Það fyrsta sem Annþór ætlar að gera
þegar hann losnar er að kaupa sér flug-
miða til Spánar þar sem hann ætlar að
byrja nýtt líf. Hann segir íslensk dagblöð
hafa gert sig að þekktum glæpamanni og
því sé það eina í stöðunni fyrir hann að
flytja úr landi. Sá félagsskapur sem hann
hefur umgengist í gegnum árin tengist
sömuleiðis allur hans gamla lífi sem of-
beldismanns og fíkils þannig að best sé
að byrja nýtt líf á nýjum stað.
Hann ætlaði alltaf að flytja til Spán-
ar í apríl á þessu ári en þar sem hann var
þá dæmdur í fangelsi fyrir að handleggs-
brjóta mann breyttist það. Annþór hefur
hins vegar áfrýjað dómnum og vonast til
að losna mun fyrr út en fimm ára fangels-
isdómurinn segir til um.
Á Spáni ætlar hann að byrja á að læra
tungumálið en síðar jafnvel stofna bygg-
ingafyrirtæki. Í raun skiptir það hann þó
ekki málið hvað hann tekur sér fyrir hend-
ur svo lengi sem það tengist ekki glæpum,
segir hann við Libiu.
Hundraðfaldur þúsundkall
Libia spyr hann út í lífseiga sögusögn
þess efnis að samfangi hans hafi fyrir
nokkrum árum fengið lánaðar þúsund
krónur hjá honum. Hann borgaði aldrei
skuldina og þegar út fyrir veggja fangels-
isins var komið sagði sagan að Annþór
hafi rukkað hann um hundrað þúsund
krónur.
„Þetta er sönn saga,“ segir hann kím-
inn og útskýrir. „Á þessum tíma, í kring-
um 1997 eða 1998, voru þúsund krónur
hér inni eins og tíu þúsund krónur utan
veggjanna. Þessi gaur lofaði að borga
þúsund krónur og ég sagði við hann að
ef hann myndi svíkja mig myndi ég rukka
hann um hundrað þúsund krónur. Og ég
stend alltaf við loforð mín. Þetta er ekki
fallegt en þetta er satt,“ segir Annþór í
verkinu.
Hann tekur fram að í dag sjái hann
að þetta hafi ekki verið það rétta og í dag
myndi hann ekki gerast sekur um álíka
kjánaskap. „Mér fannst eins og hann væri
að stela frá mér og ég vildi koma því á
framfæri að ef þú stelur frá mér þá kem ég
á eftir þér,“ segir hann.
„Auðvitað var ég hættulegur“
Annþór svarar því einnig til hvort hann
hafi ekki verið hættulegur á þessum tíma.
„Ég var ekki eins og annað fólk. Auðvitað
var ég hættulegur. En ég gekk aldrei upp
að saklausu fólki og barði það til óbóta.“
Libiu leikur forvitni á að vita hvernig
honum hafi liðið þegar hann lamdi fólk.
„Það var ekkert mál. Í huganum hafði ég
búið mér til alls konar afsakanir. Kannski
þær að viðkomandi hafði svikið mig, logið
að mér eða látið mig líta illa út. Þá barði ég
hann og notaði ofbeldi.“ Hann segist lítið
hafa hugsað um afleiðingar þess að beita
fólk ofbeldi. „Ég var heppinn að ég varð
engum að bana þegar ég barði einhvern.
En ég var bara lítið barn í stórum líkama,
ég hræddist ekkert og hugsaði ekki um af-
leiðingarnar. Ég þekkti bara þessa leið og
þekkti hana vel,“ segir Annþór.
Líður yndislega í fangelsinu
Aðspurður hvernig lífið sé innan
fangelsisveggnanna segir hann: „Það er
ekki slæmt eftir að maður fór að njóta
þess. Mér líður rosalega vel hér í dag og
ég er ekki einu sinni að ljúga því. Mig
vantar tíu til fjórtán klukkustundir
til að komast yfir allt sem ég þarf að
gera. Mér líður sjálfum alveg æðis-
lega hérna. Mér hefur aldrei fundist
það sérlega erfitt en kannski heldur
niðurdrepandi. En núna er ég að
upplifa svo marga hluti. Ég er að
fá svo mikið og er á svo góðri and-
legri bataleið að mér líður yndis-
lega hérna.“
Venjulegur dagur hjá honum
er heldur hefðbundinn: „Maður
vaknar á morgnana, fer í skól-
ann, það er skóli til þrjú, eftir
skóla er það ræktin.“ Síðan fer
Annþór iðulega í fótbolta til að
brenna hitaeiningum, sinnir
heimalærdómi og hringir jafn-
vel í fjölskyldumeðlimi eða
vini.
Í skólanum er hann nú í
fimmtán fögum, og nemur
meðal annars íslensku, dönsku,
rafmagnsfræði og efnisfræði
byggingaiðnaðar. „Ég er að taka
þrjátíu og fimm einingar á þess-
ari önn sem er hálfgerð geðveiki,“
segir Annþór.
Auk þessa er hann síðan virkur
í Afstöðu, félagi fanga, og berst fyr-
ir réttindum þeirra. Meðal þess sem
fangar hafa gagnrýnt er að tvímennt
sé í sumum klefum. „Eins og í þessum
klefum sem er tvísetið í er dollan svona
úti á miðju gólfi og það er kannski ekki
mjög fallegt að hafa herbergisfélagann á
dollunni við hliðina á rúminu sínu,“ seg-
ir hann.
Helsta baráttumál hans er þó að fang-
ar fái tækifæri til að aðlagast samfélaginu
með það að markmiði að koma út betri
menn.
„Ég var bara lítið barn í stórum líkama, ég hræddist
ekkert og hugsaði ekki um afleiðingarnar.“ErLA HLynsDóttir
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Ó: Geturðu sagt mér eitthvað frá
barnaskólaárunum? Hvernig gekk
skólagangan?
A: Ég var mjög mikill vandræðagrip-
ur. Ég var svo ofdekraður og fékk allt
sem ég vildi. Og þar af leiðandi endur-
speglaðist það svolítið í lífinu hjá mér.
Ég tók því mjög illa þegar ég fékk ekki
það sem ég vildi út úr lífinu og frá fólki
í kringum mig og tók fljótt upp á því
að beita alltaf ofbeldi. Mér fannst það
svona eina ráðið svona í mínum hlut-
um, hvernig ég ætlaði að takast á við
það, því ég kunni bara ekki aðra leið
til þess. (...)
Ó: Hvernig gerðist það fyrst?
A: Ég byrja nú bara held ég ellefu ára
á því að ræna bankabók frá mömmu
minni. Ég var svo rosalega frekur
krakki. Ég vildi alltaf fá allt og ef ég
fékk það ekki þá einhvern veginn bara
tók ég það. Og svo byrjaði ég að nota
áfengi þegar ég var svona þrettán,
fjórtán ára og þá svona fann ég mig al-
veg í því sko. Það var alveg mitt, sem
sagt mín upplifun af lífinu, að þarna
væri ég búinn að finna mig í þessari
áfengisneyslu. Og svo fer ég út í fíkni-
efnaneyslu þegar ég er orðinn svona
nítján ára gamall og þá ennþá finn
ég mig. Þá var þetta svo gott, þá gátu
fíkniefnin sem sagt, þá var ég miklu
betri í því að drekka. Ég var náttúr-
lega strax orðinn fársjúkur alkóhól-
isti en gerði mér aldrei grein fyrir því.
Og svo náttúrlega leiddi bara eitt af
öðru og maður þurfti að fjármagna
þessa neyslu sína með einhvers kon-
ar afbrotum þannig að þá fór maður í
það að brjótast inn og gerir í raun allt
svona sem var á móti samfélaginu því
samfélagið passaði ekkert fyrir mann.
Maður var svona einhvern veginn,
maður passaði bara ekki inn. Þetta
voru mjög erfiðir tímar í rauninni
því maður kannski vildi gera eitthvað
gott og lifa þessu eðlilega lífi en samt
bara passaði maður ekki inn í það.
Ég áttaði mig náttúrlega aldrei á því á
þessum árum að það sem þarna var á
bak við þetta allt saman var þessi fár-
sjúki alkóhólisti sem ég var. Ef ég hefði
kannski leitað mér hjálpar sem alkó-
hólisti hefði ég ábyggilega sem sagt
getað orðið að öðruvísi manni heldur
en það sem varð raunin.
Ó: Og kannski þessi frekja?
A: Ég hefði þá kannski orðið aðeins
auðmjúkari og sýnt meira umburðar-
lyndi og þess háttar því það var bara
ekki til í mér. Ef eitthvað á móti blés
var ég bara kominn á hnefann. Og
maður svona upplifir þetta í dag eftir
að hafa, ef maður hleypur svona yfir
mörg ár, þá eins og ég segi í dag er ég
hættur, er kominn í þetta AA og fékk
þessa vakningu sem talað er um í því í
rauninni. Mér líður bara allt öðruvísi.
Og þessi upplifun, hvernig ég upplifi
sjálfan mig í dag og hvernig ég upp-
lifði sjálfan mig áður en ég varð edrú,
þetta er ekki, ég get ekki líkt þessu
saman. Þetta er eins og þú flettir yfir í
aðra bók. Þetta er ekki einu sinni kafli
í sömu bókinni. Af því að það var allt-
af allt á móti mér. Mér fannst, það var
aldrei neitt mér að kenna. Um leið og
ég áttaði mig bara á því að þetta er
mér sjálfum að kenna, hvernig lífið er
búið að vera, og fór að taka ábyrgð á
mínum gjörðum þá verður þetta allt
miklu betra. Þegar maður fyrirgefur
og losar sig við þennan þunga bagga
að bera alltaf þessa gremju og reiði
til náungans og til allra þeirra sem
manni fannst hafa gert eitthvað í sínu
lífi því maður sá aldrei að maður hefði
gert neitt sjálfur, það er svona þetta
sem er alveg búið að gjörbreytast hjá
mér í dag.
Brot úr portrettinu af Annþóri Kristjáni Karlssyni. ólafur ólafsson listamaður ræðir við hann:
Var orðinn fársjúkur alkóhólisti