Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 28. Október 200816 Ættfræði 40 ára í dag 30 ára n Radoslaw Rafal Jablonski Hegranesi 25, Garðabær n Juan Camilo Roman Estrada Rafstöðvarvegi 35, Reykjavík n Stella Bryndís Helgadóttir Kjarrlundi 3, Akureyri n Reynir Atli Jónsson Austurvegi 14, Þórshöfn n Óðinn Már Kristjánsson Torfufelli 50, Reykjavík n Kristján Þórarinsson Kirkjuvöllum 5, Hafnarfjörður n Auður Bryndís Hafsteinsdóttir Funalind 11, Kópavogur n Berglind Hafsteinsdóttir Sílatjörn 18, Selfoss n Sigurlaugur Gísli Gíslason Geirlandi, Kirkjubæ- jarkl. 40 ára n Patrick Robert Pinson Tjarnargötu 47, Reykjavík n Rimantas Uzdra Borgarbraut 3, Borgarnes n Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir Ársölum 3, Kópavogur n Halldóra Birna Jónsdóttir Búðanesi 3, Styk- kishólmur n Ragnheiður Jakobsdóttir Háhlíð 10, Akureyri n Erlingur Bjarnason Fagranesi v/Vatnsenda, Kópavogur n Hjörtur Ragnarsson Borgarholti 6, Ólafsvík n Ingólfur Einarsson Bæjargili 80, Garðabær n Lúðvík V Þórisson Fífuseli 30, Reykjavík n Davíð Oddsson Drápuhlíð 21, Reykjavík n Guðmundur Bjarki Grétarsson Hólsbraut 11, Selfoss n Geir Borg Sunnuflöt 23, Garðabær n Hilmar Þór Hannesson Seljalandi 3, Reykjavík n Sveinn Logi Guðmannsson Gauksási 21, Hafnarfjörður n Kristján Skúli Ásgeirsson Fremristekk 8, Reykjavík n Lilja Rut Sæbjörnsdóttir Hólagötu 23, Vestman- naeyjar 50 ára n Kristín Ingibjörg Mar Bræðraborgarstíg 43, Reykjavík n Þórhildur Bjarnadóttir Hátúni, Hvolsvöllur n Jóhannes Guðmundsson Laufrima 37, Reykjavík n Guðjón Snorri Þóroddsson Engimýri 11, Akureyri n Marinó Steinn Þorsteinsson Öldugötu 3, Dalvík n Jóhanna Jónsdóttir Bjarnhólastíg 22, Kópavogur n Jóhanna María Ingimarsdóttir Norðurbyggð 20b, Þorlákshöfn n Friðgeir Axfjörð Hverfisgötu 50, Hafnarfjörður n Súsanna Kristinsdóttir Garði 1, Mývatn n María Hilmarsdóttir Eiðismýri 14a, Seltjarnarnes n Guðmundína Ragnarsdóttir Furuhlíð 15, Hafnarfjörður n Ingvar Geir Guðbjörnsson Norðurbyggð 8, Þorlákshöfn n Þorkell Ragnarsson Kóngsbakka 14, Reykjavík 60 ára n Kazimieras Vytautas Srebalius Kleppsvegi 44, Reykjavík n Sævar O Albertsson Seljavegi 25, Reykjavík n Guðleif Guðlaugsdóttir Lækjarbakka, Hvolsvöllur n Þorleifur G Sigurðsson Brávallagötu 44, Reykjavík n Margrét Guðmundsdóttir Þórðargötu 30, Borgarnes n Guðgeir Halldór Guðmundsson Ártröð 10, Egilsstaðir n Kristján Jóhannes Karlsson Háarifi 35 Rifi, Hellissandur n Greta Önundardóttir Bakkahjalla 2, Kópavogur n Halla V Árnadóttir Bakkastöðum 7b, Reykjavík 70 ára n Guðjón Jónsson Víðivöllum 26, Selfoss n Árni Pétursson Vogsholti 9, Raufarhöfn n Unnur Sigurjónsdóttir Stuðlaseli 12, Reykjavík n Þórður Jónasson Hringbraut 121, Reykjavík n Margrét Björgvinsdóttir Barðaströnd 12, Seltjarnarnes 75 ára n Sigrún Jóhannesdóttir Gnípuheiði 7, Kópavogur 80 ára n Ingveldur H B Húbertsdóttir Kirkjulundi 8, Garðabær n Valgarður Baldvinsson Álfabyggð 1, Akureyri 85 ára n Einar Ágústsson Hlíðargötu 62, Fáskrúðsfjörður n Ásta Jónsdóttir Miðvangi 41, Hafnarfjörður n Margrét Indriðadóttir Karfavogi 40, Reykjavík Kristín Loftsdóttir prófessOr í mannfræði við Hí Kristín fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hún var í Víðistaða- skóla, stundaði nám við Flensborg og lauk þaðan stúdentsprófi 1989, stundaði nám í mannfræði við HÍ og lauk þaðan BA-prófi í mannfræði, stundaði nám við University of Ar- izona, lauk þaðan MA-prófi 1994 og Ph.D.-prófi 2000. Hún vann dokt- orsrannsókn í Níger í Vestur-Afríku 1996-98. Kristín vann í fiski hjá Norður- stjörnunni í Hafnarfirði á unglings- árunum og í Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði. Hún var sumarstarfs- maður hjá Þróunarsamvinnustofn- un Íslands árið 2000. Kristín var ráðin lektor í mann- fræði við HÍ árið 2002, varð dós- ent við deildina 2004 og hefur verið prófessor í mannfræði frá ársbyrjun 2008. Hún hefur unnið að rannsókn- um á sviði hnattvæðingar, fólks- flutningum, ímynda, fjölmenningar- og þróunarmála. Hún hefur samið fjölda greina í fagtímarit og bóka- kafla. Nú er að koma út eftir hana ritið The Bush is Sweet – Agency, Development and Power among WoDaaBe Partoralist in Niger. Kristín sendi frá barnabókina Fugl í búri sem hún fékk Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir árið 1988. Þá sendi hún frá sér skáldsög- una Fótatak tímans, 1990 en hún var tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna. Kristín var með sýningu í Hafn- arborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, árið 2000: Hornin íþyngja ekki kúnni: Vettvangsrann- sókn Kristínar Loftsdóttur mann- fræðings meðal WoDaaBe hirðingja í Níger, en sýningin var einnig sett upp í Þjóðarbókhlöðu – Landsbóka- safni, árið 2001. Kristín hefur m.a. setið í stjórn Alþjóðamálastofnunar HÍ, í stjórn Mannfræðistofnunar HÍ og í stjórn Rannsóknarstofu um fólksflutninga og fjölmenningu á vegum HÍ. Fjölskylda Eiginmaður Kristínar er Már Wolfgang Mixa, f. 6.2. 1965, fjármála- fræðingur hjá Sparisjóðabankanum. Hann er sonur Ólafs Mixa, læknis í Reykjavík, og Ásthildar Gísladóttur Königseder. Börn Kristínar og Más eru Mím- ir Kristínarson Mixa, f. 26.1. 2003; Alexía Kristínardóttir Mixa, f. 24.1. 2006; Sól Kristínardóttir Mixa, f. 24.1. 2006. Systkini Kristínar eru Ásta Lofts- dóttir, f. 27.5. 1966, framkvæmda- stjóri hjá Mónuhúsinu í Hafnarfirði; Jónína Dögg Loftstdóttirt, f. 23.8. 1976, kennari í Hafnarfirði; Magnús Loftsson, f. 11.11. 1981, nemi við HÍ. Foreldrar Kristínar eru Loft- ur Magnússon, f. 10.10. 1945, fyrrv. skólastjóri, búsettur í Hafnarfirði, og Erla Guðlaug Sigurðardóttir, f. 17.3. 1947, kennari í Hafnarfirði. Ætt Loftur er sonur Magnúsar, bif- reiðarstjóra í Kópavogi Loftssonar, b. í Haukholtum í Hrunamannahreppi Þorsteinssonar, b. þar Eiríkssonar, b. þar Jónssonar, b. þar Jónssonar, b. í Skipholti, bróður Fjalla-Eyvind- ar. Móðir Eiríks var Valgerður Eiríks- dóttir, ættföður Bolholtsættar Jóns- sonar. Móðir Þorsteins var Guðrún Helgadóttir, hreppstjóra í Sólheim- um, bróður Valgerðar. Móðir Lofts í Haukholtum var Guðrún Lofts- dóttir, b. á Minni-Mástungu Eiríks- sonar, ættföður Reykjaættar Vigfús- sonar. Móðir Guðrúnar Loftsdóttur var Guðrún Bjarnadóttir b. í Árbæ Stefánssonar, b. þar, Bjarnasonar, ættföður Víkingslækjarættar Hall- dórssonar. Móðir Guðrúnar Bjarna- dóttur var Margrét, systir Valgerðar og Helga í Sólheimum. Móðir Magnúsar bifreiðastjóra var Kristín Magnúsdóttir, b. í Skolla- gröf Þórðarsonar, b. í Steinsholti Ól- afssonar, prófasts í Sólheimaþing- um Árnasonar. Móðir Magnúsar í Skolla-Gröf var Kristín, systir Guð- rúnar í Minni-Mástungu. Móðir Kristínar var María Amalía Thoms- en, dóttir Thomasar Thomsen, fakt- ors í Hafnarfirði, og Katrínar Þor- steinsdóttur. Móðir Lofts skólastjóra var Jón- ína, dóttir Ásbjörns, smiðs í Sand- gerði Pálssonar, og Sigríðar Snorra- dóttur. Erla Guðlaug er dóttir Sigurð- ar, skrifstofumanns Magnússon- ar, bryggjuvarðar í Hafnarfirði Bjarnasonar, sjómanns í Hafnar- firði, frá Efra-Brúarhrauni í Hafnar- firði Markússonar. Móðir Bjarna var Kristín Halldórsdóttir. Móðir Magn- úsar bryggjuvarðar var Guðlaug Þorsteinsdóttir. Móðir Sigurðar skrifstofumanns var Kristín Jóhann- esdóttir, ættuð úr Húnavatnssýslu. Móðir Erlu Guðlaugar var Ásta Jónsdóttir, útvegsb. á Bjarnastöðum á Álftanesi Diðrikssonar, og Guð- rúnar Guðnadóttur. Til hamingju með afmælið! Fannar fæddist á Patreksfirði en ólst upp á Bíldudal. Hann var í Grunnskóla Bíldudals og stundaði nám við Héraðsskólann í Reykholti í Borgarfirði. Fannar vann í frystihúsinu á Bíldudal á unglingsárunum, vann við smíðar á Hornafirði er hann var sautján ára, fór til sjós átján ára og var háseti á bátum frá Bíldudal, Tálknafirði og Hafnarfirði til 2004. Er Fannar kom í land hóf hann störf við smíðar á Bíldudal í eitt ár, hóf síðan störf hjá Íslenska kalkþör- ungafélaginu 2005 og hefur starfað þar síðan. Fannar hefur starfað í slökkvi- liðinu á Bíldudal frá 2002. Hann hefur starfað með Björgunarsveit- inni Kópi á Bíldudal frá fjórtán ára aldri og hefur starfað með Leikfé- lagi Bíldudals sl. þrjú ár og situr nú í stjórn félagsins. Fjölskylda Eiginkona Fannars er Signý Sverrisdóttir, f. 27.7. 1982, kennari á Bíldudal. Synir Fannars og Signýjar eru Símon Freyr Fannarsson, f. 24.8. 1999; Friðbjörn Valur Fannarsson, f. 26.11. 2002; Sverrir Elí Fannars- son, f. 8.2. 2007. Systkini Fannars eru Anna Lilja Ottósdóttir, f. 17.8. 1969, búsett á Höfn í Hornafirði; Elín Hróðný Ottósdóttir, f. 28.2. 1972, búsett í Grundarfirði; Valdimar Bernódus Ottósson, f. 8.7. 1977, búsettur á Bíldudal; Friðbjörn Steinar Ottós- son, f. 25.2. 1987, búsettur á Bíldu- dal. Foreldrar Fannars eru Ottó Valdimarsson, f. 15.4. 1950, starfs- maður hjá KNH á Ísafirði, og Mar- grét Hjartardóttir, f. 4.5. 1953, starfsmaður við Heilsugæsluna á Patreksfirði. fannar freyr ottósson verkamaður á bíldudal „Það hlaðast á mann árin,“ segir Lúðvík V. Þórisson um það að verða fertugur en hann fagnar þeim áfanga í dag. Ekki stendur til að gera neitt mikið í tilefni dagsins því búið er að halda upp á afmælið. Lúðvík fékk óvænta afmælisveislu á laugardag- inn þar sem hans nánustu ættingj- ar og vinir voru samankomnir til að fagna. „Konan mín plataði mig og sagði að við værum að fara í kaffi til mömmu minnar. Þegar við komum var allt orðið troðið af fólki. Boð- ið var upp á snittur og bjór og við áttum þar saman góða stund. Þetta kom mér verulega á óvart en mjög skemmtilega. Ég var eiginlega plat- aður í eigið afmæli og gerði konan það í samráði við mömmu,“ seg- ir Lúðvík hógvær en ánægður með herlegheitin. Lúðvík fékk fullt af litlum fallegum gjöfum og mest bar þó á viskíflöskum sem hann á nú á lager. Lúðvík sem starfar sjálfstætt á ekki von á því að vinnufélagar hans geri eitthvað óvænt í tilefni dagsins þar sem þau eru bara tvö, hann og konan hans, og hún er búin að koma honum á óvart. „Það eru kannski einna helst dæt- urnar sem muna eftir þessu,“ segir Lúðvík en að hans sögn eru þær mik- ið fyrir afmæli. Sjálfur er hann ekki mikið afmælisbarn og er í raun hætt- ur að telja árin. „Maður vonar í raun að enginn muni eftir þessu eftir að maður eldist,“ segir Lúðvík að lokum og hlær en hefur augljóslega lúmskt gaman af þessu. 30 ára í dag Fjölskyldan kom Lúðvík V. Þórissyni á óvart með afmælisveislu: Plataður í afmælið Viskíflöskur á lager lúðvík hefur fengið margar gjafir, einkum viskíflöskur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.