Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 28. Október 20088 Fréttir RIFRILDI SEM FÓRU ÚR BÖNDUNUM Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, er krafinn um ríflega 9,1 milljón króna í skaðabætur í þremur líkamsárásarmálum sem tekin voru til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Verjandi hans segir Davíð hafa tekið sig á og lifa í dag þjóðfélagsvænu lífi. Davíð Smári Helenarson, oft kall- aður Dabbi Grensás, mætti fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þar sem fram fór aðalmeðferð í þrem- ur líkamsárásarmálum gegn hon- um. Davíð Smári var snyrtilega klæddur í gráum jakkafötum og vel til hafður þegar mál hans var tekið fyrir. Honum er gefið að sök að hafa á tímabilinu frá lokum ágúst til loka desember í fyrra ráðist á þrjá menn sem allir hlutu talsverða áverka. Verjandi Davíðs, Jón Egilsson, seg- ir aðdraganda hafa verið að öllum málunum og að Davíð hafi tekið sig rækilega á síðan. Hann lifi í dag mjög þjóðfélagsvænu lífi. Dómarinn lá í valnum Í fyrsta lið er Davíð ákærður fyr- ir að hafa veist að Val Steingríms- syni knattspyrnudómara eftir leik í utandeildinni 28. ágúst í fyrra með þeim afleiðingum að Valur rifbeinsbrotnaði. Verjandi Davíðs Smára, Jón Egilsson, segir Davíð iðrast þess mjög að hafa látið skap- ið hlaupa með sig í gönur. „Hann hefur lært af því. Davíð vill meina að dómarinn hafi sagt að hann myndi sjá til þess að hann fengi ekki að keppa framar í fótbolta. Og þá hafi hann misst sig.“ Knatt- spyrnudómarinn krefst miskabóta að upphæð 800 þúsund krónur. Réðst á landsliðsmann Davíð Smári er ákærður í öðrum lið fyrir að hafa aðfaranótt laugar- dagsins 22. desember í fyrra ráð- ist á knattspyrnumanninn Hann- es Þ. Sigurðsson á Hverfisbarnum. Samkvæmt ákæru á Davíð að hafa kýlt Hannes í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í sófa á skemmtistaðnum. Þar á Davíð að hafa látið höggin dynja áfram á honum. Hannes hlaut meðal annars heilahristing, brot í kinn- beinsboga og sprungu í ennisbeini hægra megin. Hannes var lengi frá vinnu sinni sem knattspyrnu- maður eftir árásina. Hannes krefst skaðabóta að upphæð ríflega 4,5 milljónir króna. Verjandi Davíðs bendir á að talsverður aðdragandi hafi verið að þeim átökum. Sjálfur hafi Davíð verið allsgáður þegar at- vikið átti sér stað. Missteig sig kannski Þriðja ákæran snýr að atviki sem átti sér stað á gamlárskvöld árið 2007 á skemmtistaðnum Apótek- inu í Austurstræti. Í ákærunni seg- ir að Davíð Smári hafi þar kýlt Dav- íð Arnórsson þannig að hann féll í gólfið, og þá hoppað á vinstri fæti hans þar sem hann lá á gólfinu. Af- leiðingar þess voru þær að Davíð Arnórsson ökklabrotnaði og hlaut rof á liðböndum. Hann fer fram á skaðabætur að upphæð ríflega 3,8 milljónir króna. „Kærandinn viðurkenndi að þeir hefðu verið að rífast yfir göml- um erjum sem endaði með átökum fleiri en þeirra tveggja. Og hann gat ekki skýrt endilega þennan hluta eins og ákæran er. Ég myndi sjá það sjálfur hugsanlega þannig að hann hafi misstigið sig,“ segir Jón Egilsson um áverka og tildrög þess atviks. 9 milljóna króna barsmíðar Alls er Davíð Smári krafinn um ríflega 9,1 milljón króna í skaða- bætur fyrir brotin þrjú. Hann hef- ur þegar hlotið skilorðsbundinn dóm vegna hótana í garð lögreglu- manna og verði hann fundinn sek- ur í öllum ákæruliðum getur hann átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Að sögn verjanda hans er hann ekki með ljótan feril. Hótan- irnar hafi komið í kjölfar þess að hópur lögreglumanna hafði hann í tökum. Jón segist eiga von á því að ef Davíð verði dæmdur nú verði sú refsing skilorðsbundin. „Þegar öll þessi mál eru skoðuð eru þetta rifr- ildi sem fóru úr böndunum,“ segir Jón. Davíð hefur tekið sig á „Það er ekki þannig að hann sé stoltur af þessu. Síður en svo, heldur hefur hann sýnt iðrun. Þetta eru hlutir sem menn sitja uppi með. Ég tel þetta ekki eins einhliða alvarleg brot og frásagn- ir benda til. Davíð hefur tekið sig á, hann er í fastri vinnu, orðinn faðir og lifir mjög þjóðfélagsvænu lífi. Hann er hættur að fara út á líf- ið enda skilst mér að hann fái ekki frið ef hann fer niður í bæ,“ segir Jón Egilsson. Að- almeðferð málsins klárað- ist ekki í gær og var frestað til 6. nóvember þar sem mörg vitni vantaði. Dóms- úrskurðar er að vænta um mánuði eftir að aðalmeðferð lýkur. SiguRðuR Mikael jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is „Davíð hefur tekið sig á, hann er í fastri vinnu, orðinn faðir og lifir mjög þjóðfélagsvænu lífi.“ Vill 4,5 milljónir Hannes Þ. Sigurðsson, atvinnumaður í knattspyrnu, kærði davíð Smára fyrir fólskulega líkamsárás sem átti sér stað á Hverfisbarnum í desember í fyrra. MynD: kaRl PeteRSSon Stútfullur sportpakki Í DV eru heilar átta síður af íþróttaumfjöllun. Í enska boltanum ber hæst að Fulham datt út og Manchester náði bara jafntefli. DV byrjar að kynda upp fyrir íslenska fótboltann í sumar og rætt er við Sigrúnu Brá sundkonu. Bls. 16–23 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 7. TBL. – 96. ÁRG. – [MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 ] VERÐ KR. 220 Þröstur Þórhallsson Afsalar sér stórmeistara- launum fyrir Henrik Bls. 4 Davíð úr Fazmo kýldi Sveppa niður í gærmorgun LÉK KALLA Á ÞAKINU SÁRÞJÁÐUR „Hann var með stjörnustæla,“ segir Davíð Smári Helenarson um ástæðu þess að hann réðst á Sverri Þór Sverrisson, Sveppa, fyrir utan Hverfisbarinn snemma ígærmorgun. Nokkrum klukkutímum síðar steig Sveppi á svið í Borgarleikhúsinu og lék Kalla á þakinu sárþjáður. Förðunarfræðingar leikhússins reyndu allt semþeir gátu til að fela glóðaraugað en glöggir gestir sýningarinnar komu auga á að ekki var allt með felldu. Bls. 6 Alblóðugur fyrir utan Hverfisbarinn DAVÍÐ FAZMO Árni í leyfi Frúin rúmföst í mánuð og á fljótandi fæði Bls. 6 6 MÁNUDAGUR 9. JANÚAR 2006 Fréttir DV Glöggir gestir barnaleikritsins Kalli á þakinu í gær komu auga á að aðal stjarna sýningarinnar, Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi, gekk ekki heill til skógar. Nokkrum klukkutímum áður en hann gekk á svið var ráðist á hann fyri r utan Hverfisbarinn í miðbæ Reykjavíkur, þar sem hann hafði verið að skemm ta sér – fyr- ir að vera, að sögn árásarmannsins Davíðs Smára Helenarsonar, með stjörnus tæla. „Ég horfði nú ekki á allt Idolið en ég var bara rosalega ánægð með stelpuna sem komst áfram.Mér fannst hún sæt og hún söng líka mjög vel. Hún hafði eiginlega bara allt með sér fannst mér.“ „Þetta lá borðliggjandi fyrir, hún var bara langbest. Hún valdi líka ágætislag og var bara með góðan karakter með því. Mér fannst þessar rólegu ballöður sem hini voru að taka bara leiðinlegar. Hún hafði eitthvað sem hinir höfðu bara ekki.“ Hann segir / Hún segir Sigrún Bender fegurðardrottning. Nana réttur sigurvegari? Búi Bentsen útvarpsmaður. Árni Magnússon félagsmálaráðherra tekur sér frí frá störfum Eiginkonan rúmföst í mánuð á fljótandi fæði Árni Magnússon félagsmálaráð- herra mun verða í leyfi frá störfum næstu vikur. Ástæðan er sú að eigin- kona hans, Edda Björg Hákonar- dóttir, glímir við erfið veikindi og mun því Árni þurfa að hugsa um börnin þeirra tvö og heimilið auk þess sem hann þarf að annast eiginkonuna. Edda Björg hóf nám við Viðskipta- háskólann á Bif- röst í haust. Samkvæmt heimildum DV lagði hún mjög hart að sér í náminu, svo hart að ristil- veiki tók sig upp hjá henni. Til að reyna að ná sér góðri hafa læknar ráðlagt henni að liggja fyrir í þrjár til fjórar vikur. Á þeim tíma má hún ekkert leggja á sig og má eingöngu neyta fljótandi fæðis. Veikindin hafa ekki eingöngu sett strik í reikninginn hvað varðar nám Eddu Bjargar heldur einnig í fyrir- hugaða búferla- flutninga fjöl- skyldunnar. Síð- ustu misseri hafa þau búið í Hvera- gerði. Þar var Árni einmitt bæjarfulltrúi áður en hann tók sæti á þingi. Fjöl- skyldan hafði áætlað að selja húsið sitt í Hveragerði og flytja í Bryggju- hverfið í Reykjavík. Því hefur hins vegar verið slegið á frest um óákveð- inn tíma, að minnsta kosti þar til Edda Björg hefur náð sér góðri. Börn þeirra tvö hafa á nýjan leik hafið nám í sínum gamla skóla í Hvera- gerði. Í fjarveru Árna frá Alþingi mun Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra gegna embætti félagsmálaráð- herra og mun Sæunn Stefánsdóttir varaþingmaður taka sæti Árna á þingi. V ldu ekki selja jörð Meirihluti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs felldi á fundi á miðvikudag tillögu minnihlutan um að sveit- arfélagið myndi selja jörð- ina Gröf í Eiðaþinghá. „Vandséð er hvaða hag sveitarfélagið hefur af því að eiga jörðina og ætti því að vera ærin ástæða til sölu, ekki síst nú þegar sveitarfélagið stendur frammi fyrir miklum fjár- festingum,“ sagði í tillög- unni sem meirihlutinn felldi en samþykkti um leið að fresta ákvörðun um ráð- stöfun jarðarinnar. Grünenfelder í hótelrekstri Einstaklingur að nafni Renato Grünenfelder hyggst taka að sér rekstur á gisti- stað úr Fosshótelkeðjunni á Húsavík. Bæjarráðið á Húsavík hefur fyrir sitt leyti veitt jákvæða umsögn þegar sýslumaðurinn óskaði eftir áliti þess á veitingu leyfis til handa Grünenfelder til að reka hótelið sem stendur við Ketilsbraut. Eins og kunnugt er hefur verið um- talsverð aukning í fjölda ferðamanna á Húsavík í tengslum við hvalaskoðun- arferðir og fleira. Sverrir Þór Sverrisson hafði fyrr um kvöldið verið að skemmta sér á Hverfisbarnum ásamt nokkrum vinum sínum, meðal annars Auð- unni Blöndal, félaga Sveppa úr sjónvarpsþáttunum Strákarnir. Sveppi blóðugur Sverrir yfirgaf Hverfisbarinn skömmu eftir klukkan sex um morguninn þegar staðnum var lokað og stóð þar fyrir utan ásamt nokkrum öðrum, þar á meðal Dav- íð Smára Helenarsyni. Davíð Smári er stjarna áskorandahorns heim- síðunnar Tveir.is sem þeir félagar Hallgrímur Andri Ingvarsson og Ingvar Þór Gylfson sjá um. Davíð Smári og Sverrir byrjuðu að rífast fyrir utan Hverfisbarinn og ekki leið á löngu þar til Sverrir lá blóð- ugur í valnum eftir hnefahögg frá Davíð Smára, sem á árum áður var annálaður slagsmálahundur og hefur margoft verið kærður fyrir líkamsárásir. Þrátt fyrir atburði helgarinnar segist Davíð hins vegar búinn að snúa baki við ofbeldinu, líkt og fé- lagar hans Hallgrímur og Ingvar Þór. Þeir þrír voru allir orðaðir við Hverfisbarsárásirnar sem gerðu Fazmo-klíkuna alræmda síðasta sumar. Davíð segist sjá eftir árásinni en hann hafi einfaldlega misst þolinmæðina þegar Sverrir fór, að hans sögn, að úthúða fjöl- skyldu hans og kærustu. Fékk stærðarinnar glóðar- auga „Við hleyptum Sverri hingað inn og leyfðum honum að þrífa sig,“ segir Henning Þór Hauksson, yfir- dyravörður á Hverfisbarnum, um málið, en starfsmenn hans aðstoð- uðu Sverri eftir árásina. Hann mun hafa borið sig vel eftir atvikið en nokkuð blæddi úr andliti hans, auk þess sem stærðarinnar glóðarauga var farið að gera vart við sig. Dyra- verðirinir voru búnir að loka staðn- um þegar árásin var gerð en komu auga á að Sveppi væri í vanda staddur og komu honum til bjarg- ar. Sýningunni breytt vegna áverkanna Glóðaraugað hafði síður en svo minnkað þegar Sverrir vaknaði í gær- dag. Klukkan tvö lék hann í barnaleik- ritinu Kalli á þakinu og þurfti starfs- fólk förðunardeildar Borgarleikhús- ins að hafa sig allt við til að hylja um- merki árásarinnar fyrir barnungum leikhúsgestunum. Glöggir gestir komu þó auga á að ekki var allt með felldu. Þar að auki var einu atriði sýn- ingarinnar, þar sem Sverrir fer hvað næst áhorfendum, breytt vegna at- burða næturinnar. Sveppi segir ekkert DV hitti Sverri Þór Sverrisson baksviðs í Borgarleikhúsinu í gær eftir að hann hafði hlotið dúndrandi lófatak að laun- um frá aðdáendum sínum. Hann bar sig vel þrátt fyrir að hafa leikið aðalhlutverkið í fjörmikilli barnasýningu minna en tíu klukkutímum eftir að hafa orðið fyrir lík- amsárás í miðbæ Reykjavík- ur, en sagð- ist engu að síður ekki vilja ræða um málið. „Ég vil ekki tala um þetta,“ sagði Sveppi, þurrkaði svitann úr andliti sínu og gekk inn í búnings- herbergi sitt. andri@dv.is „Mér þykir þetta mjög leitt en hann var með þvílíka stjörnustæla við mig. Þegar hann fór að móðga fjölskyldu mína og kærustu var mér nóg boðið,“ segir Davíð Smári Helenarson sem kýldi skemmtikraftinn Sverri Þór Sverrisson, eða Sveppa, í miðbæ Reykjavíkur snemma á sunnudagsmorgun. Eftir árásina, sem átti sér stað á Vatnsstíg, leitaði Sverrir ásjár dyravarða á Hverfis- barnum sem hleyptu honum inn og hjálpuðu honum að þurrka blóð úr andliti sínu. „Ég vil ekki tala um þetta.“ Hverfisbarinn Dyraverðir staðarins voru búnir að loka þegar árásin var gerð en komu auga á að Sveppi væri í vanda staddur og komu hon- um til bjargar. Davíð Smári Helenar- son Sér eftir að hafa lamið Sveppa en segir hann hafa verið með stjörnustæla. Sverrir Þór Sverrisson Sveppi fór á kostum sem Kalli á þakinu í gær þrátt fyrir að bera áverka eftir árásina sem átti sér stað nokkrum klukkutímum áður. Sveppi laminn fyrir stjörnustæla á bar Ingvar Þór og Hallli Maðurinn sem réðst á Sveppa er stjarna áskorandahorns sem strákarnir halda úti á heimasíðu sinni Tveir.is Heimavinnandi Árni Magn- ússon hefur tekið sér leyfi frá störfum til að sjá um heimilið í veikindum eiginkonu sinnar. Áfram í Hveragerði Vegna veikinda Eddu Bjargar hefur fjölskyldan slegið því á frest að flytja frá Hveragerði. DV Fréttir fimmtudagur 30. ágúst 2007 7 hafa verið kúgaðar til að þegja um meðferðina. „Ég veit að tvær stúlkur þurftu að leita læknisaðstoðar vegna ofbeldis forstöðumannsins. Eng- in kæra var lögð fram því stelpurn- ar voru skíthræddar og foreldrarnir í mörgum tilvikum illa fyrirkallaðir. Hann kúgar stelpurnar algjörlega og passar virkilega upp á að engin kjafti frá eða kærur skili sér,“ sagði faðirinn og bætti við: „Börnin voru niðurlægð í tali, les- ið upp úr einkadagbókum þeirra fyrir aðra og þau beitt líkamlegu ofbeldi af hálfu Ingjalds. Við tókum dóttur okk- ar þaðan í burtu þrátt fyrir viðvaranir Ingjalds og Barnaverndarstofu. Þeg- ar við bárum upp á forstöðumann- inn andlegt og líkamlegt ofbeldi var brugðist hart við og litið á kvartanir okkar sem vesen. Viðbrögðin voru þau að ef við hættum ekki þessu ves- eni fengjum við enga aðstoð fyrir dóttur okkar.“ Vona að þetta sé ekki rétt Ingibjörgu Guðmundsdóttur, móður eins af núverandi skjólstæð- ingum Meðferðarheimilisins að L ugalandi, varð hverft við að lesa ásakanir á hendur forstöðumanni meðferðarheimilisins. Hún segir hann hafa hlotið meðmæli barna- verndaryfirvalda og vonar að ásak- anirnar reynist ekki á rökum reistar. „Mér brá við að lesa þessar ásakanir því dóttir mín býr á heimilinu. Hún hefur verið ánægð í þá daga sem hún hefur verið þarna en hún hefur ver- ið mjög stutt. Það er áfall að heyra ásakanirnar en ég hef ekki orðið vör við neitt ofbeldi. Ég myndi vilja að þetta yrði skoðað nánar því þetta er mjög óþægilegt fyrir foreldrana og stelpurnar sem eiga heima þarna. Ég vona að ekkert af þessu sé satt,“ segir Ingibjörg. Aðspurður undraðist faðirinn hvítþvott Barnaverndarstofu sem hann segir að eigi fyrst og fremst að gæta hagsmuna barna. Hann bend- ir á fjölda vitnisburða fyrrverandi skjólstæðinga sem staðfesti ofbeldi forstöðumannsins. „Margar af stelp- unum höfðu engan stuðning frá ætt- ingjum og voru ofurseldar meðferð- araðilunum. Málið var rannsakað vel þar sem margar aðrar stúlkur, sem voru samtímis okkar dóttur á Laugalandi, komu í viðtöl og studdu framburð hennar og sögðu frá sinni reynslu af andlegu og líkamlegu of- beldi Ingjalds. Í stuttu máli sagt hvít- þvoði Barnavarndarstofa Ingjald í hvínandi hvelli og lýsti starfseminni þar sem einhvers konar míníútgáfu af Paradís.“ „Í stuttu máli sagt hvítþvoði Barna- varndarstofa Ingj- ald í hvínandi hvelli og lýsti starfseminni þar sem einhvers konar míníútgáfu af Paradís.“ „Ég vissi að það væri vafasamt að dæma þarna en mig óraði ekki fyrir því að þetta væri eitthvað í þessa veru. Það er náttúrlega hrikalegt að lenda í þessu og alveg klárt mál að þarna dæmi ég ekki aftur,“ segir Valur Steingrímsson knattspyrnudómari. Davíð Smári Helenarson, mark- vörður Dynamo Gym 80, réðst á Val eftir leik við Vatnaliljurnar í Utan- deildinni í fyrrakvöld. Valur hafði þeg- ar skammt var til leiksloka vísað leik- manninum af velli með rautt spjald fyrir ósæmilega framkomu innan vall- ar. Er Valur flautaði leikinn af skömmu síðar réðst Davíð Smári að honum og sparkaði honum harkalega í jörðina. Farið var með Val á slysavarðstofu þar sem hugað var að meiðslum hans. Þrjú rifbein hans brotnuðu í árásinni og hann liggur nú fyrir samkvæmt læknisráði. Ekkert fordæmi Stjórn Utandeildarinnar kom sam- an í gær og fór yfir atvikið. Ekkert for- dæmi er fyrir slíkri líkamsárás í langri sögu deildarinnar og þær upplýsing- ar fengust hjá stjórninni að setja þurfi skýrt fordæmi fyrir því að svona hegð- un líðist ekki. Á fundinum var rætt hversu langt keppnisbann leikmað- urinn ætti að hljóta í Utandeildinni. Niðurstaðan varð sú að hann verður í banni út næsta keppnistímabil. Davíð Smári hefur nú þegar sett sig í samband við stjórn deildarinnar og beðist afsökunar á hegðun sinni. Þar lýsti hann því yfir að hann iðrist gjörða sinna og að hann hygðist setja sig í samband við fórnarlambið. Dauðsér eftir dómgæslunni Aðspurður stefnir Valur á að kæra árásina til lögreglu á næstunni og hefur í höndum lögregluskýrslu og áverka- vottorð. Hann segist ekki hafa dæmt marga leiki í Utandeildinni og segir þennan leik þann síðasta sem hann dæmi þar. „Ég hef það alls ekki nógu gott eftir þessa hræðilegu uppákomu. Fyrir utan líkamsárásina viðhafði leik- maðurinn hræðilegar hótanir í minn garð, þá réðst hann aftan að mér og sparkaði mig niður. Ég held að það sé ekki annað hægt en að kæra svona lag- að,“ segir Valur. „Þetta á ekki að gerast í fótbolta. Það eru ekki margir dómarar sem vilja dæma í þessari deild vegna vandræða oft á tíðum. Á löngum dóm- araferli hef ég aldrei lent í neinum vandræðum og ég dauðsé eftir að hafa tekið að mér að dæma þennan leik.“ trausti@dv.is MARKVÖRÐURINN GEKK Í SKROKK Á DÓMARANUM Allur lurkum laminn Valur liggur sárkvalinn heima fyrir með þrjú brotin rifbein. Hann óraði ekki fyrir því að geta lent í líkamsárás fyrir dómgæslu í fótbolta. „Á löngum dómara- ferli hef ég aldrei lent í neinum vandræðum og ég dauðsé eftir að hafa tekið að mér að dæma þennan leik.“ TrAusTi hAfsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Bræðurnir, sem lögreglan í Borg- arnesi handtók á sunnudagsmorg- un ásamt tveimur stúlkum, eru þekkt- ir glæpamenn og hafa komið við sögu lögreglu áður. Þeir eru þekktir í undir- heimunum og hafa stundað fíkniefna- sölu í Reykjavík. Lögreglan í Reykjavík staðfesti það að þeir ættu sakaferil að baki, meðal annars fyrir fíkniefnamis- ferli og ofbeldisbrot. Samkvæmt upplýsingum DV hafa þeir ekið um á hvítri Grand Cherokee- bifreið með krómfelgum. Lögreglan í Borgarnesi staðfesti það að þeir hefðu ekið um á hvítum bíl en vildu ekki gefa nánar upp um tegundina. Mennirn- ir verða að líkindum ákærðir fyrir lík- amsárás, umferðarlagabrot og fíkni- efnamisferli en þeir óku aftan á bifreið tveggja manna um sjöleytið á sunnu- dagsmorgun og gengu í skrokk á far- þega bifreiðarinnar. Málavextir eru þeir að bræðurnir héldu frá Reykjavík í átt að sumarbú- stað í Hvalfirði þar sem fórnarlamb- ið var statt ásamt félaga sínum aðfara- nótt sunnudagsins. Bræðurnir töldu sig eiga óuppgerð mál við fórnarlambið en með þeim í för voru tvær stúlkur um tvítugt. Að sögn Theódórs Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns í Borgarnesi, fundu bræðurnir ekki sumarbústaðinn og brugðu því á það ráð að hringja í fórn- arlambið og lokkuðu það til sín. Mað- urinn fór út úr bústaðnum með félaga sínum og fór sem leið liggur niður á veginn til að hitta bræðurna. Þegar þeir sáu hvað verða vildi forðuðu þeir sér á bílnum og hringdu og óskuðu eftir að- stoð frá lögreglu. Bræðurnir héldu þá á eftir þeim og brugðu á það ráð að keyra aftan á bíl þeirra til að ná honum út af veginum. Bræðrunum tókst ætlunar- verk sitt og endaði bíllinn utan vegar mikið skemmdur eftir aftanákeyrsluna. Ökumaðurinn forðaði sér út úr bílnum en farþeginn læsti að sér en hann var sá sem mennirnir voru á eftir. Bræðurn- ir hoppuðu þá á þaki bílsins og brutu rúður til að draga manninn út þar sem höggin voru látin dynja á honum. Bræðurnir eru fæddir árið 1973 og 1981 en talið er að þeir hafi verið und- ir áhrifum kókaíns. Lögreglan í Borg- arnesi og á Akranesi var kvödd á vett- vang og handtók ódæðismennina en neysluskammtar af kókaíni fundust í bifreið þeirra. Lokkuðu fórnarlambið til sín Lögreglan Ódæðismennirnir eru þekktir bræður úr undir- heimastarfsemi reykjavíkur. mánudagur 7. janúar 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Grímseyj rferja í Slippinn Slippurinn á Akureyri sér um lokaendurbætur á Grímseyjar- ferjunni Sæfara ef fer sem horfir. Fyrir helgi var opnað fyrir tilboð í endurbæturnar og bauð Slipp- urinn lægst, tæpar 13 milljónir. Fjórar stöðvar hér á landi sem geta tekið ferjuna í slipp áttu kost á að bjóða í verkið. Tilboð bárust frá þeim öllum en þau þrjú sem hafnað var voru á bili u 22 til 27 milljónir. Næstlægsta tilboðið var því um helmingi hærra en það lægsta. Vegagerðin fer ú yfir tilboðin en Slippurin getur hafi vinnu við skipið 15. janúar og er áætl- aðu verktími þrjár vikur. Vinsæl önd boðar mannkærleika Kostnaður við framleiðslu þátta fyrir Stundina okkar um Engilráð, andarunga sem býr á Sjónarhóli, skiptist á milli Sjónvarpsins og leik- skólasviðs Reykjavíkurborgar. Borgin greiðir fyrir leiklestur þáttanna, vel á hálfa milljón króna, á meðan Sjón- varpið greiðir ýmsan annan kostnað, svo sem upptökur, grafíska vinnslu, hljóðsetningu og klippingu. Þess ber að geta að framlag Sjónvarpsins er stærsti hluti kostnaðar við fram- leiðslu þáttanna og fjöldi vinnu- stunda starfsmanna stofnunarinnar er þar að baki. DV greindi frá samstarfi leik- skólasviðs borgarinnar og RÚV við Sjónarhól, samtök fjölskyldna barna með sérþarfir, þar sem framleidd- ir verða 8 þættir með Engilráð sem sýndir verða í Stundinni okkar. Ofs- agt var að allur kostnaður þáttanna sé greiddur af leikskólasviðinu. Hið rétta er að kostnaðurinn deilist nið- ur á milli þess og Sjónvarpsins. Full- yrðing á forsíðu DV að Sjónvarpið fái efnið endurgjaldslaust var því röng. Innslög í Stundina okkar þar sem Engilráð er í aðalhlutverki hafa áður verið sýnd hjá RÚV. Sjónvarpsvetur- inn 2004-2005 voru 8 þættir sýndir í Stundinni okkar. Þórhallur Gunnars- son, dagskrárstjóri RÚV, segir þá hafa notið mikilla vinsælda meðal áhorf- enda. „Þættirnir byggjast á mann- kærleika og umhyggjusemi eins og Sjónarhóll stendur fyrir. Vegna vin- sælda þáttanna og góðs samstarfs við Sjónarhól var ákveðið að hefj- ast handa á nýjan leik og fer öndin ljúfa nú í leikskóla og vinnur verkefni með börnum á sama aldri og marka áhorfendahóp Stundarinnar okkar,“ segir Þórhallur. trausti@dv.is Þórhallur Gunnarsson dagskrárstjóri rúV segir öndina ljúfu vinsæla meðal áhorfenda barnaþáttarins. Sýknaður af líkamsárás Héraðsdómur Reykjavík- ur sýknaði á föstudag karlmann af ákæru um að hafa kýlt annan mann í andlitið með krepptum hnefa. Hinum ákærða var gefið að sök að hafa klukkan 6 að morgni sunnudagsins 18. júní síðastliðinn slegið mann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að framtönn hans brotnaði. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ekki sé úti- lokað að einhver annar en ákærði hefði slegið fórnarlambið í andlitið þar sem mannmergð hafi myndast í kringum atganginn. Því sé vafinn slíkur að sýkna beri hinn ákærða af ákæru um líkamsárás. Neitað um l yfi til ættleiðingar Ekki var fallist á kröfu m nns um ógildingu tveggj ú skurða dómsmálaráðuneytisins um synjun leyfis til að ttleiða tvær stjúpdætur hans. Úrskurðir ráðu- neytisins voru by gð r á því að lágmar ssambúðartíma foreldra barnsins haf ekki verið fullnægt. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu mannsins af sömu ástæðu og rá uneytið. Maðurinn og kon n hafi hins vegar aðeins verið í sambúð í rúm þrjú ár. Stefn- anda var einnig gert að greiða 150 þúsund krónur í málskostnað. Hyggja á útrás til Slóveníu Skipti hf gerði á föstudag tilboð í slóvenska fjarskiptafé- lagið Telekom Slovenije. Skipti er eitt þriggja fyrirtækja sem gerðu tilboð í félagið en um er að ræða 75 prósenta hlut í fyrirtækinu. Tilboðið er bundið trúnaði samkvæmt samkomu- lagi við slóvensk stjórnvöld sem koma til með að eiga 25 prósent í félaginu. Hjá félaginu starfa um 4.400 starfsmenn en tekjur félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins námu um 54 milljörðum króna og hagn- aðurinn var 9,4 milljarðar. Einkavæðingarnefnd slóvensku ríkisstjórnarinnar fundaði um tilboðin á föstudag og varð niðurstaðan að þeir aðilar sem buðu í félagið þurfa að skila inn nýjum tilboðum fyrir 15. janúar. Ofbeldismaðurinn Davíð Smári Helenarson, sem sló atvinnufót- boltakappann Hannes Þ. Sigurðsson á Hverfisbarnum fyrir jól, er á þriggja ára skilorði fyrir brot gegn valdstjórn. Verði hann fundinn sekur fyrir árás- ina á Hannes gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm. Móðir Davíðs segir hann góðan pilt. Hann sé hins vegar þjakaður af svefnleysi auk þess sem hann sé skapstór. Árásin á Hannes er sú sjötta á tveimur árum sem hann er bendl- aður við. Hann á yfir höfði sér kær- ur vegna þriggja líkamsárása. Auk Davíðs var Hallgrímur Andri Ingv- arsson með honum og er grunaður sem einn af þremur árásarmönnum sem veittust að Hannesi. Sjálfur segir Hallgrímur að hann hafi reynt að stía Davíð frá Hannesi. Svefnlaus í mörg ár „Hann á sitt skap, ég viðurkenni það,“ segir móðir Davíðs, Helen Jó- anna Halldórsdóttir, um son sinn en Davíð hefur verið þjakaður í mörg ár af svefnleysi að sögn Helenar. Síðan drekkur hann ofan í það auk þess að vera skapmikill. Sú blanda virðist oft enda með líkamsárásum. Helen segist ekki verja það sem hann hefur gert. Hún segir að Davíð ætli að leita sér aðstoðar vegna skap- ofsans sem virðist heltaka hann. Hún segir son sinn þó hafa verið bláedrú þegar árásin hafi átt sér stað. Þá full- yrðir hún að Davíð hafi alls ekki átt upptökin. „Ég er stolt af honum en ekki af því sem hann hefur gert,“ segir móð- ir Davíðs sem hefur þurft að þola svívirðilegar árásir á einkalíf sitt en henni hafa borist hótanir í gegnum smáskilaboð. Steig á milli Hallgrímur Andri Ingvarsson varð vitni að því þegar Davíð Smári réðst á Hannes og hann var einnig viðstadd- ur árásina sem átti sér stað á Apótek- inu þar sem piltur fótbrotnaði. Í yf- irlýsingu sem Hallgrímur sendi DV í gærkvöldi segir orðrétt: „Umrætt kvöld á Hverfisbarnum var ég í góðra vina hópi að skemmta mér. Þegar leið á kvöldið og við vorum að huga að því að heimsækja annan skemmti- stað verðum við allir varir við mikinn hamagang á efri hæð staðarins. Þar sem við vorum staðnir upp og á leið- inni út sáum við vel að þarna voru slagsmál í gangi. Ég þekkti til annars aðilans og taldi mig geta komið í veg fyrir að hlutirnir færu meira úr bönd- unum en þá var orðið. Ég stakk mér þarna á milli beggja aðila og á allan heiður af því að þessi slagsmál gengu ekki lengra heldur en raunin varð. Þessa frásögn mína styður og getur staðfest fjöldinn allur af vitnum þar sem ég var ekki einn á ferð sem og að margir voru á efri hæð staðarins. Missti linsu Svipað var uppi á teningnum á Apótekinu en þar labbaði ég inn á salerni staðarins með einum vini mínum sem er vinur fórnarlambs- ins þar. Það sem við verðum vitni að er að sami aðili og áður var í miklum ham. Æsingurinn var mikill og gekk ég aftur þar á milli þar sem ég taldi mig geta stöðvað átökin sem og haft stjórn á báðum aðilum. Það varð úr að ég náði að stöðva þetta en það var ekki áfallalaust þar sem úr mér var slegin önnur linsan en á endanum náði ég að stöðva atið. Það var fyrir einskæra tilvilj- un að ég varð vitni að báðum þess- um slagsmálum en ástæða þess að ég taldi mig geta stöðvað það sem í gangi var er sú að ég þekki til aðila sem átti í hlut. Ég vil ekki meina að það hafi verið mistök af minni hálfu að stöðva bæði þessi átök því mun verr hefði getað farið.“ Yfirlýsingin er birt í heild sinni á www.dv.is. Lögreglan hefur hvorki tekið skýrslur af Hallgrími né Davíð Smára en hún hefur myndbandsupptökur af árásinni undir höndum. valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Davíð Smári Helenarsona Dabbi Grensás Helenar Jóönnu Halldórsdóttur. Hallgrímur andri ingvarsson SvefNlauS á Skilorði Hallgrímur andri ingvarsson Var viðstaddur báðar árásirnar en segist ekki hafa tekið þátt í þeim. Hannes Þ. Sigurðsson Þríbrotnaði á andliti eftir fólskulega líkamsárás. eiður Smári Guðjohnsen ráðist var á hann í miðbæ reykjavíkur en davíð Smári var bendlaður við málið. „Það var einhliða ákvörðun Guð- jóns Pedersen leikhússtjóra að taka Jón Viðar Jónsson, leiklistargagn- rýnanda DV, af gestalista Borgarleik- hússins,“ segir Styrmir Gunnarsson, stjórnarmaður í Leikfélagi Reykjavík- ur og ritstjóri Morgunblaðsins. Guðjón tók ákvörðun um þetta vegna dóma Jóns Viðars um verk leikhússins að undanförnu. Skrif Jóns Viðars um „nályktina sem leggur frá Borgarleikhúsinu“ taldi hann móðg- un við leikhúsið og leikhúsgesti. Styrmir vill að öðru leyti ekki tjá sig um þessa ákvörðun án þess að hafa rætt hana við Guðjón sjálfan en bætir við að í 110 ára sögu Leikfélags Reykjavíkur sé þetta ekki einsdæmi. „Fyrir um hundrað árum var manni bannað að mæta á sýningar Leikfé- lagsins en það hefur sem betur fer ekki gerst lengi.“ Styrmir er á þeirri skoðun að gestalistar séu úrelt fyrir- bæri. „Almenn skoðun mín er sú að mér finnst koma til greina að fjölmiðl- ar greiði alltaf fyrir fulltrúa sína á við- burði, hvort sem um ræðir tónleika, leiksýningar eða aðra menningarvið- burði. Það er orðið úrelt og gamal- dags að fjölmiðlar þiggi ókeypis miða. Mér finnst að fjölmiðlar eigi sjálfir að ákveða hvaða viðburði þeir vilji fjalla um og greiða þá aðgöngumiðana sjálfir.“ Aðspurður hvernig hann hefði brugðist við ef leiklistargagnrýnandi Morgunblaðsins hefði hlotið sömu meðferð og Jón Viðar segir Styrmir: „Það hefur margoft gerst að fulltrú- ar Morgunblaðisins hafi ekki verið velkomnir á menningarviðburði. Við látum það hins vegar ekki á okkur fá og ákveðum sjálf hvað við skrifum um.“ Dómur Jóns Viðars um upp- færslu Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu birtist á blaðsíðu 24 í DV í dag. trausti@dv.is „Ég og dóttir mín höfum verið að fá hræðileg smáskilaboð þar sem okkur er hótað,“ segir Helen Jó- anna Halldórsdóttir, móðir Davíðs Smára Helenarsonar, oft kallað- ur Dabbi Grensás, sem hefur ver- ið kærður ásamt tveimur öðrum árásarmönnum fyrir að lemja fót- boltamanninn Hannes Þ. Sigurðs- son á Hverfisbarnum rétt fyrir jól. Þá þríbrotnaði Hannes í andliti og talið er að hann verði að minnsta kosti mánuð frá æfingum með norska úrvalsdeildarliðinu Viking í Stafangri. Davíð hefur margsinn- is verið dæmdur fyrir líkamsárás- ir en ávallt hlotið skilorðsbundna dóma. Ver ekki soninn „Maður er hvekktur vegna þess- arar umfjöllunar og ég er ekki sátt við að hann sé tekinn af lífi án dóms og laga,“ segir Helen um þá miskunn- arlausu umræðu sem hefur gengið um Davíð eftir árásina. Hún breið- ir þó ekki yfir hegðan sonar síns. Hann réðst til að mynda á dómara í utandeildarkeppni í fótbolta á síð- asta ári. Sú árás var kærð en Davíð sópaði löppunum undan dómaran- um með þeim afleiðingum að hann braut þrjú rifbein. Þá fór Davíð í við- tal bæði í Íslandi í dag og Kastljósi. Þar sagðist hann ætla að gera eitt- hvað í sínum málum og taldi sig hafa náð botninum þá. Davíð ekki einn Aðspurð segist Helen ekki viss um hvort hún muni kæra hótanirn- ar sem hún hefur fengið vegna sonar síns. Henni þykir verst að systir hans fái einnig hótanir, en hún er aðeins fimmtán ára. Hún segir alla umræðuna um mál- ið gríðarlega erfiða fyrir sig. Sjálf eigi hún engan annan son. Hún segist elska Davíð þrátt fyrir hans galla. Þá bendir hún á að það sé ósanngjarnt að nafngreina hann einan en auk Davíðs voru tveir aðrir árásarmenn. Særir gríðarlega „Þetta særir mig gífurlega,“ seg- ir Helen sem er bæði þreytt og reið vegna málsins. Hún segir Davíð vera að taka sig saman í andlitinu eftir árás- ina. Hann muni útvega sér lögfræð- ing í vikunni. Þá hyggst hann leita sér meðferðar vegna skapofsans og reið- innar. Því skal þó haldið til haga að í fyrr- greindum sjónvarpsviðtölum lofaði hann því sama. Davíð hefur auk árás- arinnar á Hannes verið kærður fyrir að fótbrjóta mann á klósettinu á Apótek- inu í miðborg Reykjavíkur eftir jól. Þá voru árásarmennirni einnig þrír. Ítarlega umfjöllun um ofbeldisferil Davíðs Smára er að finna á blaðsíðu 6 í DV í dag. mánudagur 7. janúar 2008 Dagblaðið vísir stofnað 1910 FréttaSkot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðist 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðist allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Borgar leikhúsið ekki? Fjölskyldu hrotta hótað hræðilega Dabba Grensás Jólin búin Grafarvogsbúar fögnuðu þrettándanum með brennu og flugeldasýningu í gær. Ljóst var að fólk skemmti sér vel í rökkrinu enda sungið, dansað og skotið upp flugeldum fram eftir kvöldi. DV mynd Stefán Einhliða ákvörðun Guðjóns Hverfisbarinn Dabbi Grensás og tveir huldumenn þríbrutu fótboltamanninn á Hverfisbarnum. Valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Guðjón Pedersen Tók sjálfur ákvörðunina um að taka leiklistargagnrýnanda DV af gestalista. undirbýr málshöfðun Jóhannes Gunnarsson, fráfarandi fyrsti trúnaðarmaður vagn- stjóra Strætó bs., undirbýr mála- rekstur gegn Reyni Jónssyni, fram- kvæmdastjóra Stætó bs. Það gerir hann eftir að hafa hlotið áminningu fyrir ölvun í starfi eftir formlega móttöku við trúnaðarmannaskipti fyrirtækisins fyrir skömmu. Fallið var frá áminningum á hendur öðrum trúnaðar önn m fyrirtækisins og deilan hefur nú ratað nn á borð lögmanns BSRB. „Þetta er ennþá stál í stál og vagnstjórarnir eru bálillir yfir hegðun framkvæmd stjórans. Ég inn fékk áminningu og nú er ég að undirbú dómsmál því ég get ekki annað en farið í hart með þetta,“ segir Jóhannes. ógnaði með hnífi Lögreglan í Reykjanesbæ hand- tók karlmann á laugardagskvöld fyr- ir að ógna öðrum manni með hnífi. Tilkynnt var um að hann væri einnig að sprengja skoteldaköku svo ná- lægt fjölbýlishúsi að ógn stafaði af. Lögreglan fór á staðinn og handtók viðkomandi. Að sögn varðstjóra er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann hefur í hótunum við fólk með hníf- um og greinilegt sé að viðkomandi sé í töluverðu andlegu ójafnvægi. ók ölvaður inn í garð Ökumaður missti stjórn á bíln- um sínum þegar hann ók niður Furugrund í Kópavogi í fyrrinótt. Bíllinn endaði inni í garði. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn talinn hafa verið ölv- aður. Hálka var á veginum og telur lögreglan það einnig hafa átt þátt í óhappinu. Engin slys urðu á fólki í þessari skrautlegu bílferð en ekki liggur fyrir hve mikið bíllinn er skemmdur. Hálka var víða á götum bo garinnar um helgina, enda hiti um frostmark. axlarbrotnaði í hálkunni Ökumaður missti stjórn á bílnum sínum við Einarsnes í Skerjafirði í Reykjavík á laugar- daginn. Tvennt var í bílnum og var farþegi fluttur á slysadeild. Ekki fengust upplýsingar um al- varleika meiðslanna en þau eru ekki talin alvarleg. Í Mosfells- bæ missti ökumaður mótorhjóls stjórn á því. Hann var á suður- leið á Vesturlandsvegi og rann til í hálkunni þegar hann ók inn á hringtorg við Lágafellskirkju. Hann lá í götunni þjáður og kom sjúkrabíll sem flutti hann á slysa- deild. Þar kom í ljós að hann var axlarbrotinn. Hjólið er nokkuð skemmt. jh-897 stolið Bíl ungrar konu var stolið fyr- ir utan Mjóddina á laugardag. Ef marka má Vísi.is lagði hún bíl sínum og fór í bankann. Þegar hún kom út aftur var bíllinn horfinn. Í bílnum voru ýmsir persónulegir munir á borð við fatnað, barnabílstól, geisla- diska og húslykla. Konan hefur því þurft að skipta um lás. Þeir sem hafa upplýsingar um bílinn eru beðnir að hafa samband við lögreglu. Bíllinn er silfurlitaður Volkswagen Golf, árgerð 2005, og ber númerið JH-897. Styrmir Gunnarsson 13 ára piltur tekinn á fjórhjóli Síðastliðinn föstudag fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um að ungur drengur á Stokks- eyri væri á ferð um götur bæjar- ins á fjórhjóli og hefði legið við slysi vegna aksturslags hans. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var á ferð 13 ára drengur. Foreldrum drengsins var gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um réttindi og akstur fjórhjóla. Drengurinn er ósakhæfur og verður því ekki gerð refsing fyrir brotið en mál hans verður sent barnaverndaryfirvöldum til meðhöndlunar. Féll þrjá metra Maður, sem var að vinnu í Dalshverfi í Innri-Njarðvík á Suðurnesjum, féll aftur fyrir sig á mánudaginn. Talið er að fallið hafi verið rúmir þrír metrar. Hann slasaðist nokkuð við fallið og handleggsbrotnaði meðal annars. Sjúkrabifreið kom á vettvang og ferjaði manninn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Lögreglan hafði í nógu að snúast á mánudag en meðal annars voru fimm rúður brotnar í Gerðaskóla. Talið er að grjót hafi verið notað við skemmdarverkin. Bea fann dóp Fíkniefnahundurinn Bea fann tuttugu grömm af marijúana auk kannabisfræja og neyslutóla í Hveragerði um síðustu helgi. Lögreglan hafði haft grun um að í íbúðinni leyndust fíkniefni og fór fram á úrskurð dómara til þess að framkvæma húsleit. Með í för var tíkin Bea. Þegar leitað var í húsinu komu fíkniefnin í ljós enda fátt sem fer framhjá sérþjálfuðu lyktarskyni Beu. Einn maður var handtekinn vegna efnanna sem lögreglan lagði hald á. Manninum var sleppt að yfirheyrslum loknum. miðvikudagur 20. febrúar 20086 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Hannes Þ. Sigurðarson Davíð Smári Helenarson Lögfræðingur stýrir skútunni Lárentsínus Kristjánsson hæsta- réttarlögmaður hefur tekið við stjórn- artaumum fjárfestingafélagsins Gnúps af Kristni Björnssyni, einum af aðaleigendum félagsins. Hans hlut- verk er að vinna úr afar erfiðri fjár- hagsstöðu félagsins. „Ég er bundinn trúnaði en erfið staða hefur svo sem blasað við. Ætli ég hafi ekki ver- ið fenginn inn til að rétta skút- una við og koma málum í eðli- legra horf. Það gengur svona eftir atvikum. Auðvitað helst þetta í hendur við stöð- una á markaðnum, ef eitthvað fer að birta yfir honum vænkast hag- ur okkar. Við bíðum eftir því að birti til,“ segir Lárentsín- us. Fjárhagsstaða Gnúps hefur verið afleit síðustu mánuði. Upp úr áramót- um sendir félagið frá sér tilkynningu þess efnis að samið hafi verið við helstu lánadrottna um fjárhagslega endurskipulagningu. Stór hluti eigna félagsins hefur nú þegar verið seld- ur og rekstur orðinn sama og eng- inn. Ì kjölfar hremminga neyddist Gnúpur til að segja upp hús- næði sem fyrir- hugað var undir höfuðstöðvar félags- ins. Það var þúsund fermetra glæsi- rými í sérhönnaðri skrifstofubyggingu í Borgartúni 26. Lárentsínus staðfestir að lítil starf- semi sé í gangi hjá Gnúpi. Hann segir ljóst að ekki verði flutt inn í nýjar höf- uðstöðvar í bráð. „Það er afráðið að félagið flytur ekki inn í nýja hús- næðið og væntanlega verða þar fundnir nýir leigjend- ur. Til að byrja með flyst félagið inn á skrifstof- una til mín og verður þar með sitt heimilisfang. Það verður eitthvað lítið um formlega starfsemi,“ segir Lárentsínus. trausti@dv.is Kristinn Björnsson Hefur stigið niður sem stjórnandi gnúps og lögfræðingur hefur tekið við stjórnartaumunum. Magnús Kristinsson Hefur ásamt öðrum eigendum fjárfestingafélagsins gnúps tapað miklu undanfarið. HANNES krEfSt BótA frÁ DABBA Fótboltakappinn Hannes Þ. Sig- urðarson, sem spilar í Stafangri í Noregi, hyggst krefja ribbalda um skaðabætur sem réðust á hann um jólin á Hverfisbarnum. Hann þrí- brotnaði í andlitinu og var frá und- irbúningstímabili fótboltaliðsins Vikings í Stafangri í heilan mánuð. Samkvæmt frétt sem birtist á roga- landavis.is segir Hannes lögregluna búna að bera kennsl á árásarmenn- ina. Ekki sé þó búið að bera kennsl á alla hlutaðeigendur í málinu. Fréttir bárust af því að Davíð Smári Helenarson væri viðriðinn árásina en hann hefur margsinnis kom- ist í kast við lögin vegna líkamsár- ása. Heimildir herma að vinnutap Hannesar sé metið á milljónir. Fótboltakappi andlitsbrotnar Það var 21. dese ber sem Hannes var að skemmta sér á Hverfisbarnum ásamt félögum. Hann er atvinnumaður í fótbolta og spilar jafnan með Viking í Stafangri í Noregi. Þetta sama kvöld eiga þrír menn að hafa veist að honum. Á meðal vitna á staðnum var Hallgrímur Andri Ingvarsson sem er fyrrverandi meðlimur svokallaðrar Fazmo-klíku. Hallgrímur sagði í viðtali við DV í janúar að Davíð Smári hefði ráðist á annes. Sjálfur sagðist hann hafa reynt að stía þeim í sundur. Þá var Hallgrímur einnig vitn að annarri árás þar sem Davíð Smári á að hafa fótbrotið pilt á klósetti skemmtistaðar í R ykjavík. Í yfirlýsingu sem Hallgrímur sendi frá sér vegna málsins stóð: „Umrætt kvöld á Hverfisbarnum var ég í góðra vina hópi að skemmta mér. Þegar leið á kvöldið og við vor- um að huga að því að heimsækja annan skemmtistað urðum við all- ir varir við mikinn hamagang á efri hæð staðarins. Þar sem við vorum staðnir upp og á leiðinni út sáum við vel að þarna voru slagsmál í gangi. Ég þekkti til annars aðilans og taldi mig geta komið í veg fyrir að hlutirnir færu meira úr böndun- um en þá var orðið. Ég stakk mér þarna á milli beggja aðila og á all- an heiður af því að þessi slagsmál gengu ekki lengra heldur en raun- in varð.“ Mikið skap Móðir Davíðs Smára, Helen Jó- anna Halldórsdóttir, sagði hann skapmikinn í viðtali við blaðið í jan- úar: „Hann á sitt skap, ég viður- kenni það.“ Þá segir hún son sinn hafa verið þjakaðan af svefnleysi í mörg ár. Helen sagðist ekki verja það sem hann hefur gert. Hún sagði að Davíð ætli að leita sér að- stoðar vegna skapofsans sem virð- ist heltaka hann. Hún fullyrti þó að Davíð hefði verið bláedrú þegar árásin hafi átt sér stað. Að auki vildi hún meina að Davíð hefði alls ekki átt upptökin. „Ég er stolt af honum en ekki af því sem hann hefur gert,“ sagði móðir Davíðs en sjálf hefur hún þurft að þola svívirðilegar árás- ir á einkalíf sitt en henni hafa borist hótanir í gegnum smáskilaboð. Málið í rannsókn Rannsókn lögreglunnar er á lokastigi. Hannes býst við því að málið fari fyrir dómstóla innan skamms. Í viðtali við norskan miðil segist hann ætla að krefjast skaðabóta. Ekki er gefið upp hversu miklar skaðabætur hann muni fara fram á en talið er að þær geti hlaupið á milljónum. Að auki, verði Davíð Smári ákærður og dæmdur, hefur hann rof- ið þriggja ára skilorð sem hann er á vegna ann- arrar líkamsárásar. valur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is „ég er stolt af honum en ekki af því sem hann hefur gert.“ Hannes Þ. Sigurðarson Hefur verið frá æfingum í mánuð með viking í Stafangri vegna beinbrota sem hann hlaut eftir líkamsárás á Hverfisbarnum. Davíð Smári Helenarson er grunaður um að hafa tekið þátt í líkamsárás á Hannes Þ, Sigurðarson. Hverfisbarinn Hannes var að skemmta sér með góðum vinum þegar ribbaldar réðust á hann á staðnum og brutu á honum andlitið. þriðjudagur 2. september 20086 Fréttir Í gær voru þingfestar fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur ákærur á hend- ur Davíð Smára Helenarsyni fyr- ir þrjár líkamsárásir sem framdar voru árið 2007. Davíð Smári neit- aði að mestu sök, samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu. Davíð Smári, sem hefur oft komist í kastljós fjölmiðlanna fyr- ir endurteknar líkamsárásir, er ákærður fyrir að hafa ráðist gegn knattspyrnudómaranum Vali Stein- grímssyni í lok ágúst í fyrra. Davíð er ákærður fyrir að rífa í hann í miðj- um knattspyrnuleik í utandeildinni og sparka í fætur hans þannig að hann féll til jarðar. Við það brotn- uðu þrjú rifbein í fórnarlambinu og það hlaut jafnframt mar á hægri upphandlegg. Valur sagði í samtali við DV eftir árás- ina í fyrra að hann hefði vitað að það væri vafasamt að dæma þarna, en hann hefði ekki órað fyrir því að afleiðingarnar gætu orðið eitt- hvað í þessa veru. „Það er náttúr- lega hrikalegt að lenda í þessu og alveg klárt mál að þarna dæmi ég ekki aftur,“ sagði hann. Davíð Smári kom fram í fjölmiðlum eftir atvikið og sagðist myndu leita sér hjálpar. Réðst á landsliðsmann Hinar tvær ákærurnar lúta að málum sem komu upp eftir árás- ina á knattspyrnudómarann. Davíð Smári er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt laugardagsins 22. desember í fyrra ráðist að knatt- spyrnumanninum Hannesi Þór Sigurðssyni á Hverf- isbarnum. Árásin var fólskuleg því Davíð er ákærð- ur fyrir að hafa kýlt Hannes í andlitið með þeim afleið- ingum að hann féll í sófa inni á skemmtistaðn- um. Þar lét Davíð Smári höggin dynja á honum. Hannes hlaut heilahristing, glóð- araugu beggja vegna og einnig brotnaði hann á kinn- beinsboga og hlaut áverka á tönn. Hannes var lengi frá vinnu sinni sem knattspyrnu- maður eftir árásina. Hann krefst skaðabóta vegna vinnu- taps, en talið er að þær kunni að nema milljónum króna. Hoppaði á liggjandi mann Enn fremur er Davíð Smári ákærður fyrir líkamsárás á gaml- árskvöld inni á skemmtistaðnum Apótekinu í miðbæ Reykjavíkur. Í ákærunni segir að hann hafi kýlt Davíð Arnórsson þannig að hann féll í gólfið á skemmtistaðnum. Þegar Davíð var kominn í gólfið hoppaði Davíð Smári ofan á vinstri fót hans þar sem hann lá í gólfinu. Fórnarlambið ökklabrotnaði við þetta og einnig rofnuðu liðbönd. Í viðtali við Ísland í dag, skömmu eft- ir árásina, sagði Davíð að það væri árásarmaðurinn Davíð Smári sem væri fórnarlambið í þessu máli og hann vonaði að árásarmaðurinn myndi leita sér hjálpar. Davíð Smári hefur þegar hlotið skilorðsbundinn dóm og verði hann fundinn sek- ur í öllum ákærulið- um getur hann átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. Að- almeðferð í mál- inu fer fram 23. september. valgeiR öRn RagnaRsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Þar lét Davíð Smári höggin dynja á honum. Hannes hlaut heilahristing, glóðaraugu beggja vegna og einnig brotnaði hann á kinnbeinsboga og hlaut áverka á tönn. Davíð smári Helenarson Hannes Þ. sigurðsson DAVÍÐ SMÁRI NEITAR SÖK Hannes Þ. sigurðsson Knattspyrnumaðurinn Hannes þ. sigurðsson var illa leikinn eftir árás á Hverfis- barnum rétt fyrir síðustu jól. Davíð smári Helenarson getur átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi. valur steingrímsson Knattspyrnudómarinn rifbeinsbrotnaði. Páll Egill Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, segir að hann muni á næstu dögum eða vikum funda með forsvarsmönnum Afstöðu, fé- lags fanga, vegna óánægju þeirra með breytingar á meðferð reynslulausn- arbeiðna, þar sem góð hegðun fanga fær aukið vægi. Fangar segja að Páll forstjóri hafi neitað að ræða við Afstöðu vegna við- bragða þeirra við tilkynningunni um breytingarnar, en Páll segir að fund- ur sé fyrirhugaður. „Ég hef rætt málin við stjórnarmann Afstöðu og við ætl- um að halda fund á næstu dögum eða vikum,“ segir Páll. Í nýju reglunum um reynslulausn var vægi góðrar hegðunar í afplánun aukið, en Afstaða vill meina að með því sé föngum mismunað. Misskiln- ingur hafi þar að auki orðið þar sem menn hafi skilið tilkynninguna þannig að góð hegðun leiddi af sér reynslu- lausn fyrir alla fanga þegar þeir hefðu lokið við helming dómsins. Afstaða vill meina að þannig hafi allir sem lesið hefðu tilkynninguna skilið hana. Í reglunum var skilgreining á ungum föngum hækkuð úr 18 í 21 ár, og eiga þeir fangar möguleika á reynslulausn að afplánuðum helmingi refsitímans, hafi hegðun verið með ágætum. Sér- stakt tillit er þá tekið til hegðunar sí- brotamanna og þeirra sem ekki hafa átt möguleika á reynslulausn. Og loks var tilgreint að hegðun fanga skipti máli í öðrum tilfellum, meðal annars, þegar litið er til þess hve langur tími líður milli afplánana. Þriðji og síðasti liðurinn olli miklum misskilningi hjá föngum, fangavörðum og stjórnend- um fangelsanna að sögn aðstand- enda Afstöðu. Liðurinn var leiðréttur síðar. Páll segir að um ákveðinn mis- skilning hafi verið að ræða en það sé skýrt að Fangelsismálastofn- un sé bundin af lögum og fordæmum sem kveði á um að þeir fangar sem dæmdir eru fyrir alvarlegt brot eigi ekki möguleika á reynslulausn að af- plánun helmings. mikael@dv.is Óánægðir fangar fá fund Páll egill Winkel Forstjóri Fangelsismálastofnunar segist hafa rætt við stjórnarmann afstöðu og fyrirhugað sé að funda vegna óánægju langtímafanga. MynD Heiða HelgaDóttiR Benjamín fékk frest Þingfestingu í máli Benjamíns Þórs Þorgrímssonar gegn 365 hf. hefur verið frestað fram á föstu- dag. Taka átti málið fyrir í dag en Benjamín fékk frest til að skila inn greinargerð. Þá verður önnur fyrirtaka. Benjamín fór í mál gegn 365 vegna Kompás-þáttar sem sýna átti í september en óvíst er hvort töf verði á sýningu þáttarins vegna málsins. Hann krefst lög- banns á sýningu myndskeiðs sem á að sýna það þegar hann gengur í skrokk á fyrrverandi veitingastaðaeigandanum Ragn- ari Magnússyni. InnlenDarFréttIr ritstjorn@dv.is Ingibjörg stærri en Geir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Samfylki gin yrðu stærsti flokkur landsins ef kosið yrði nú, sam- kvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem Ríkisútvarpið sagði frá í gær. Samkvæmt könnuninni fengi flokkurinn 33 prósent atkvæða en Geir H. Haarde og Sjálfstæðis- flokkurinn 32 prósent. Vinstri-græn fengju 19 pró- sent samkvæmt könnuninni og Framsóknarflokkurinn tíu pró- sent. Frjálslyndi flokkurinn félli af þingi með fjögur prósent atkvæða og Íslandshreyfingin fengi ekki þingsæti nú frekar en í síðustu kosningum, hún mælist nú með tveggja prósenta fylgi. Óánægðir Reykvíkingar Reykvíkingar eru ósáttir við nýja borgarstjórnarmeiri- hlutann sem tók við völdum í borginni seint í síðasta mán- uði. Samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup eru 56 prósent Reyk- víkinga óánægð með nýja meirihlutann. Það er þó öllu betri niðurstaða en meiri- hluti Sjálfstæðisflokks og Ól- afs F. Magnússonar fékk, 70 prósent Reykvíkinga sögðust ósátt við hann í Þjóðarpúlsi í maí síðastliðnum að því er fram kom í kvöldfréttum Rík- isútvarpsins í gær. 9. ja úar 2006 30. ágúst 2007 7. j núar 2008 20. febrúa 2008 2. september 2008 Hefur tekið sig á aðalmeðferð hófst í gær á málum gegn davíð Smára Helenarsyni. Í málunum þremur er hann krafinn um ríflega 9,1 milljón króna í miskabæt- ur. Verjandi davíðs segir hann hafa tekið sig á og að málin séu ekki jafneinhliða slæm og af er látið. MynD: Heiða HelgaDóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.