Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 4
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 20084 Fréttir InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Móðir tveggja langveikra drengja er ósátt við skort á lyfjum Fær ekki verkjalyf fyrir börnin „Ég er svo reið. Mér finnst ólíðandi að ég geti ekki fengið verkjastillandi lyf fyrir drengina mína því hvergi eru til endaþarmsstílar,“ segir móðir tveggja langveikra barna. Hún hefur reglu- lega þurft að gefa sonum sínum Pinex Junior endaþarmsstíla við verkjum en þeir eru nú hvergi fáanlegir. „Þeir verða því að finna til, nema ég mylji niður íbúfen, skipti því til helminga og gefi þeim,“ segir móðir- in sem hefur miklar áhyggjur af því að gefa drengjunum of mikið magn af íbúfeni enda erfitt að henda reiður á skammtastærðum þegar töflurnar eru muldar niður. „Það veit guð að ég yrði ósátt ef ég þyrfti verkjalyf en fengi þau ekki því þau væru ekki til á landinu. Þetta snertir heilsu barnanna okkar,“ segir hún. Þegar blaðamaður hafði sam- band við Lyfjastofnun fengust þær upplýsingar að stofnunin hafi um miðjan október farið fram á innköll- un á 250 milligramma stílum af Pin- ex Junior endaþarmsstílum vegna þess að villur voru í leiðbeiningum um skömmtun á umbúðum lyfsins. Virka innihaldsefnið í Pinex Junoir er parasetamól en of stórir skammtar geta haft alvarlegar auka- verkanir í för með sér. Actavis sem er framleiðandi lyfs- ins sendi því frá sér tilkynningu 16. október um að lyfið hefði verið fjar- lægt úr apótekum. Þá tilkynnti Act- avis einnig: „Lyfið verður fáanlegt aftur með réttum leiðbeiningum innan skamms.“ Síðan eru liðnar sex vikur. Endaþarmsstílarnir eru á biðlista hjá Lyfjastofnun og eru væntanlegir í apótek í þessari viku. Pinex Junoir stílar í 125 milligramma styrkleika eru heldur ekki fáanlegir og sömu- leiðis væntanlegir í vikunni. erla@dv.is Sex vikna bið Actavis innkallaði Pinex Junior endaþarmsstíla fyrir börn um miðjan október. Lyfið átti að koma aftur á markað von bráðar en fæst ekki enn í apótekum. Fjárfestingafélagið Gift er komið í þrot og því ljóst að sá hlutur sem fimmtíu þúsund einstaklingar áttu rétt á í félaginu er að engu orðinn. Einn af þeim var fyrrverandi þingmaðurinn Valdimar Leó Friðriksson en hann segist hafa tapað hundrað þúsund krónum. Hann er verulega ósáttur við vinnubrögð Eignarhaldsfélags Samvinnu- trygginga sem átti Gift. Fyrrverandi þing- maður tapar á giFt „Ég var með bílatryggingar frá 1977, mér skildist að ég ætti að fá um hundrað þúsund krónur vegna þessa,“ segir fyrrverandi þingmað- ur Frjálslynda flokksins, Valdimar Leó Friðriksson. Hann furðar sig á gjaldþroti Gift, sem var fjárfest- ingafélag í eigu Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, en fimm- tíu þúsund manns áttu eignarrétt í því í ljósi þess að þeir greiddu tryggingar í Samvinnutrygging- ar. Nú er Gift komið í þrot sam- kvæmt bréfi sem skilanefnd Sam- vinnutrygginga birti á heimasíðu sinni á föstudaginn. Gift átti þrjá- tíu milljarða í eiginfé og um sex- tíu milljarða í eignum. Staðan nú er vægast sagt slæm fyrir fjárfest- ingafélagið, því það skuldar þrjátíu milljarða umfram eignir. Spila með almannafé Þingmaðurinn fyrrverandi, Valdi- mar Leó, segist hafa borgað trygg- ingar í Samvinnutryggingar í ára- vís. Hann var ekki sá eini sem átti til- kall til félagsins, aðr- ir fjölskyldu- meðlim- ir hans eru nú í sömu stöðu. „Per- sónulega finnst mér þetta ótækt, ég skil ekki eftir hvaða- lögmálum þeir voru að vinna,“ seg- ir Valdimar sem sér málið út frá einföldum forsend- um; honum líður eins og forsvars- menn félagsins hafi verið að spila með fé almennings. Hann segir það eingöngu eðli- legt að hann sæki sitt fé til baka, þá sé væntanlega dómstólaleiðin ein fær í dag. Hver borgar að lokum? „Það er viðurkennt að almenning- ur ætti að fá þetta,“ segir Valdimar Leó sem er einn af fimmtíu þús- und einstaklingum sem áttu að fá greitt í formi hlutabréfa vegna þess að þeir tryggðu hjá Sam- vinnutryggingum frá 1987 til 1988. Þá veltir Valdimar því einnig fyrir sér hvort það séu einhver lög sem nái utan um þetta. Hann bendir á að tilgangur Samvinnutrygginga hafi meðal annars verið að ávaxta sem best eigið fé félagsins. Nú er peningurinn tapaður og skila- nefnd Samvinnutrygginga boðað til fundar fulltrúaráðs um miðjan desember. „Hver á síðan að borga skuld- irnar?“ spyr Valdimar og veltir því fyrir sér hvort það lendi þá á þeim sem áttu rétt á hlut í Gift. Vill upplýsingar Að mati Valdimars þarf að upp- lýsa almenning um umsvif félags- ins sem voru talsverð. Félagið átti til að mynda Langflug sem átti um þrjátíu prósent í Icelandair. Stjórn- arformaður Langflugs var Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. Þá átti FS7, eignarhaldsfélag í eigu Finns, hlut í Langflugi. Í stjórn Gift sátu á tíma- bili þeir Helgi S. Guðmundsson, sem hefur verið náinn félagi Finns í gegnum tíðina. Þá sat einnig Þór- ólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Skagfirðinga og framsóknarmað- ur, sem stjórnarformaður Gift um tíma. Hann sagði sig hins vegar úr stjórn í mars síðastliðnum. Hápólitískt framsóknarmál „Þetta virðist vera hápólitískt enda þarf að útskýra þessi sterku tengsl við Framsóknarflokkinn,“ seg- ir Valdimar sem telur að almenn- ingur, eða að minnsta kosti þeir fimmtíu þúsund einstaklingar sem áttu tilkall til fjármuna sem töpuð- ust, fái einhverjar upplýsingar. Fundur fulltrúaráðs Eignar- haldsfélags Samvinnutrygginga verður haldið 18. desember næst- komandi. Í fulltrúaráði situr með- al annars Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknar. „Þetta virðist vera hápólitískt enda þarf að útskýra þessi sterku tengsl við Framsóknarflokkinn.“ VaLur grettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is Valgerður Sverrisdóttir Formaður Framsóknarflokksins situr í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga en fundur hefur verið boðaður upp úr miðjum desember til þess að ræða stöðu Gift. Valdimar Leó Friðriksson Fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins tapaði hundrað þúsund krónum á þroti Gift sem er í eigu Eignarhaldsfé- lags Samvinnutrygginga. Þögn um slysaskot Utanríkisráðuneytið verst frétta af íslensku stúlkunni sem skaut strák slysaskoti í október. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri hjá utanríkis- ráðuneytinu, segir að af tillits- semi við stúlkuna verði ekki veittar neinar upplýsingar um málið. Blaðamaður DV spurði Pétur hvort yfirvöld í Rúss- landi væru búin að krefjast framsals og hver staðan í mál- inu væri nú. „Það var ákveðið í samráði við fjölskyldu henn- ar að veita ekki fjölmiðlum upplýsingar um málið,“ segir Pétur og bendir á að ákveðið hafi verið í upphafi málsins að veita upplýsingar um stöðuna, en það virðist hafa breyst. dæmdur fyrir sprengjugerð Jón Gauti Magnússon, sem einna helst er þekktur fyrir að hafa orðið fyrir barðinu á lög- regluþjóni í 10-11 verslun í maí síðastliðnum þar sem lögreglu- þjónn tók hann hálstaki, þarf að greiða 100 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs vegna þriggja brota sem hann framdi fyrr á árinu. Hann er dæmdur fyrir veggjakrot á veggi Slippfélagsins og Reykjavíkurborgar. Einnig er hann dæmdur fyrir að hafa búið til ellefu sprengjur sem fundust á heimili hans og voru gerðar upptækar. egill fær 800 þúsund krónur Sjónvarpsstjarnan Egill Helga- son upplýsti á bloggsíðu sinni í gær að hann sé með 800 þúsund krónur í mánaðarlaun hjá Rík- isútvarpinu. Að auki fær hann jakkaföt og frían síma. „Menn hafa verið að spyrða mig saman við ofurlaun. DV hefur kallað mig súperlaunamann og helsta launagæðing Ríkisútvarpsins. Ég held þetta eigi rætur að rekja til umtals sem fór í gang þegar ég hætti á Stöð 2 á sínum tíma. Þá var Fréttablaðinu markvisst beitt til að spinna sögur um að ég hefði verið óheyrilega vel haldinn í launum,“ skrifaði Egill á blogg sitt. völva Séð og heyrt rekin Völva tímaritsins Séð og heyrt var rekin í gær en spá henn- ar fyrir árið 2008 var ekki í takt við það sem í raun gerðist. „Við sáum okkur ekki annað fært en að reka völvuna,“ segir Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt. Völvan spáði meðal annars arfa- slöku gengi handboltalands- liðsins og að útrásarvíkingarnir yrðu í góðum gír.„Þá sagði hún líka að kvennalandsliðið í knatt- spyrnu myndi ekki skila neinum árangri,“ segir Eiríkur og bætir við að nú komi það í hlut galdra- nornar að spá fyrir næsta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.