Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 15Umræða Hver er maðurinn „Valur Snjólfur Ingimundarson körfuboltaþjálfari.“ Hvað drífur þig áfram? „Það sem drífur mig áfram eru framfarir.“ Hvar ertu uppalinn? Er uppalinn á Stokkseyri og á Suðurnesjum Jordan eða Magic? „Jordan.“ Hvaða lið í NBA myndir þú helst vilja hafa spilað fyrir sem leikmaður? „Boston.“ Hvað lið í NBA værir þú til í að þjálfa í dag? „Boston.“ Hvernig var tilfinningin að sigra grannaslaginn? „Hún var mjög góð. Sérstaklega eftir síðustu útreið.“ En bræðraslaginn? „Það er ekkert sérstök tilfinning. Það gefur mér ekkert að vinna bróður minn.“ Eru einhver veðmál ykkar á milli fyrir leiki? „Ekkert svoleiðis.“ Ertu sáttur við deildina það sem af er vetri? „Ég hefði viljað sjá færri útlendinga en er mjög sáttur við gengi liðsins.“ Hver eru markmið vetrarins? „Framfarir.“ Hvað má betur fara í íslenskum körfubolta? „Honum hefur farið mikið fram undanfarin ár en það má huga betur að heildarumgjörðinni. Það sem er jákvætt er að ég held að íslenskir leikmenn eigi eftir að bæta sig mikið á næstunni.“ En í íslenskri pólitík? „Allt.“ Er bylting í aðsigi á íslandi? „Já, það er svoleiðis. Hvað gerir skepna sem er króuð af úti í horni? Hún bítur frá sér.“ SturlA JóNSSoN 42 áRA VöRUBílStJóRI „Ég vona ekki, ég átta mig ekkert á því hvað fram undan er. Ég ræð bara deginum núna á þessari stundu. Ég ræð ekki morgundeginum.“ GEir JóN ÞóriSSoN 56 áRA yFIRlöGREGlUÞJónn „Byltingin er þegar orðin, við þurfum bara að færa hana frá Facebook og yfir á göturnar.“ Atli ViðAr ÞorStEiNSSoN 25 áRA VERktAkI „Vonandi neyðist þessi ríkisstjórn til þess að fara frá.“ HAukur Már HElGASoN 30 áRA RItHöFUnDUR Dómstóll götunnar VAlur SNJólfur iNGiMuNd- ArSoN, þjálfari njarðvíkur og stigahæsti leikmaður á íslandi fyrr og síðar, bar sigorð af nágrönnum sínum í keflavík á sunnudag. Hann bar ennig sigurorð af Sigurði, bróður sínum, sem þjálfar keflavík en segist enga ánægju hafa af því. Íslenskir leikmenn bæta sig „Já, hún er hafin, og allir með.“ Guðríður GuðMuNdSdóttir 25 áRA AnARkIStI maður Dagsins Þegar keppt er í íþróttum er mik- ilvægt að keppendur sitji allir við sama borð og sé ekki mismunað á nokkurn hátt. Ekki er t.d. sanngjarnt í 100 m hlaupi að sumir keppendur fái að hefja keppni við 60 m línuna. Það gefur þeim óeðlilegt forskot. Þannig spretthlaup á margt sam- eiginlegt með þeirri samfélagsgerð sem við horfum nú uppá hrynja fyrir augum okkar. Skipuleggjend- ur keppninnar (les. stjórnvöld) hafa alltaf ákveðið fyrirfram hverjir það eru sem fá að hefja hlaupið við 60 m línuna. Almenningur byrjar hins vegar við rásmarkið. Ættar- og klíkuveldi Allan fullveldistímann hefur ætt- ar- og klíkuveldi verið viðloðandi Ísland. Stjórnmálamenn hafa hald- ið um spottana – ákveðið fyrirfram hverjir mega auðgast umfram aðra. Á tímabili hafta og skömmtunar ákváðu stjórnvöld t.d. hver fékk að flytja inn hveiti fyrir jólin. Það var mjög gott fyrir þann sem stóð að innflutningnum – enda öll heimili landsins á fullu í bakstri fyrir jólin. Helmingaskiptafyrirkomulag- ið sem einkennt hefur íslenska stjórnarhætti allan fullveldistím- ann hefur stórskaðað samfélagið. Það fyrirkomulag hefur gert stjórn- arherrunum á hverjum tíma kleift að útdeila sameiginlegum eignum og gæðum landsmanna eftir flokks- línum. Einkavæðing ríkisfyrirtækja er þessu marki brennd – stundum uppnefnd einkavinavæðing. Sala ríkisbankanna á sínum tíma er gott dæmi um þetta. Afrakstur þeirra vinnubragða liggur nú fyrir – ís- lenska bankakerfið hrundi nánast á einni nóttu og bankarnir eru nú aft- ur komnir í hendur þjóðarinnar. Í einkavæðingarferli viðskipta- bankanna ákváðu stjórnvöld hvaða einstaklingar fengu að taka sér stöðu við 60 m línuna. Aðrir hlupu alla 100 metrana. Fyrirfram var ákveðið hverjir myndu hreppa gullið – ein- staklingar í „talsambandi“ við flokk- ana. Slík vinnubrögð voru regla frekar en undantekning. Einungis var tímaspursmál hvenær samfélag, sem byggði á þannig grunni, byrjaði að molna innan frá – og það hefur nú gerst. dr. Gideon Gono Við uppbyggingu er skynsamlegt að horfa til reynslu annarra þjóða. Fyr- irmyndirnar geta hvort tveggja verið til að læra af þeim eða forðast mis- tök. Nýverið endurskipaði Mugabe dr. Gideon Gono seðlabankastjóra Simbabve næstu fimm árin, enda ber hann fullt traust til dr. Gono. Síðasta opinbera verðbólgumæl- ing í Simbabve er 23.150.888,87%. Í peningamálum simbabveska seðla- bankans sem komu út í apríl 2007 mældist verðbólgan 3.713,9% og olli ástandið bankastjórninni greinilega áhyggjum. Viðhorf bankastjórn- arinnar endurspeglaði þó ekki síst áhyggjur af því að íbúar Simbabve tækju mark á skoðunum erlendra hagspekinga..Það bæri feigðina í sér. Þrátt fyrir að pressan hafi gagn- rýnt stjórnvöld harðlega og krafist afsagnar dr. Gono, m.a. fyrir afglöp í starfi og tilrauna til framleiðniaukn- ingar með kaupum á traktorum og kornskurðarvélum fyrir úrvals- bændur (en þann flokk fylla bæði dr. Gono og Mugabe), hafa viðbrögð yfirvalda verið á einn veg: Alls ekki megi persónugera vandann í dr. Gono. Nýtt samfélag Úr rústum þeirra stjórnarhátta, sem nú hafa runnið sitt skeið, gefst okk- ur tækifæri til þess að móta nýtt samfélag. Tími ættar- og klíkuveld- isins á að vera liðinn undir lok. Nið- urstaðan af þeirri stefnu liggur fyrir – og er ekki gæfuleg fyrir íslenskan almenning. Nú gefst okkur tæki- færi til þess að vinda ofan af þessari stefnu og móta samfélag með nýj- um leikreglum. Leikreglurnar verða að vera skýrar og tryggja það að allir hafi sömu tækifæri. Keppendurnir í 100 m hlaupinu verða hér eftir allir að hefja keppni við rásmarkið – ekki verði fyrirfram ákveðið af stjórn- völdum hverjir eigi að hreppa gull- ið. Fyrir slíku samfélagi eiga jafnað- armenn að berjast. „Nýja“ Ísland og Dr. Gono kjallari svona er íslanD 1 Gaf brjóst í garðinum Gwen Stefani gaf barni sínu brjóst í rólegheitum í almenningsgarði fyrir framan ljósmyndara. 2 Egill fær 800 þúsund og jakkaföt Egill Helgason bloggaði um laun sín og fríðindi sem eru fólgin í jakkafötum og greiddum símakostnaði. 3 Brand hrósaði íslensku strákunum Þjálfari Þýskalands hrósaði íslenska handknattleiksliðinu að loknum leik liðanna. 4 Ekki afskrifað hjá mér segir Styrmir Fyrrverandi Moggaritstjóri segir skuldir sínar hjá landsbankanum ekki hafa verið strikaðar út. 5 „Ég er ekki pabbi minn“ Helga lára Haarde, dóttir Geirs, segir sína meiningu og hikar ekki við að verja pabba sinn. 6 kjöti kastað í stjórnarráðið Mótmælendur egndu fyrir hræætur. 7 krónan sett á flot – sekkur Gengisvísitalan hefur aldrei verið hærri. mest lesið á DV.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.