Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Side 6
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 20086 Fréttir * Töffari á Akureyri * Skítafýlubombur í Borgarbíói * Mætti með saltfiskinn á ballið * Rakvélablöðin borðuð með bestu lyst * Lás opnaður með augnaráðinu * Náði úrum, veskjum og brjósthaldara * Uppskurður með berum höndum * Morðhótun * Löggubíl ekið undir áhrifum * Hjartastopp í sjónvarpsviðtali holar@simnet.is – www.holabok.is Einlæg, áhugaverð, fyndin, átakanleg! Engin tilboð hafa borist Björgólfi Guðmundssyni í West Ham: Ekki selt jólasveinum „Það eru engin tilboð komin í West Ham. Þessi frétt í The Mirror er röng og á sér ekki stoð í raunveruleikan- um.“ segir Ásgeir Friðgeirsson, tals- maður Björgólfs Guðmundssonar, eiganda West Ham, en breska dag- blaðið hélt því fram á síðum sín- um í gær að Björgólfur hefði hafnað þremur tilboðum í félagið. Ásgeir segir engin tilboð hafa bor- ist og staðan hjá Björgólfi varðandi West Ham sé óbreytt. Enn sé verið að skoða alla kosti í stöðunni. Ásgeir viðurkennir að áhugi sé fyrir félag- inu. „Menn hafa verið að hringja og ég svara þeim stuttlega að haft verði samband við þá ef áhugi er fyrir að selja. Síðan les ég í blöðunum viðtöl við þessa sömu menn þar sem þeir segjast eiga í viðræðum um kaup á West Ham.“ segir Ásgeir og furðar sig á því að eitt tveggja mínútna samtal skuli enda sem baksíðufrétt í bresku blaði. Hann segir ráðgjafa vera að störf- um sem vega og meta möguleik- ana, en tíma þeirra verði ekki eytt í jólasveina. Fyrst og fremst sé þetta spurning hvort áhugi væri hjá „al- vörumönnum“ eins og Ásgeir orðar það. „Félagið verður ekki auglýst til sölu þannig að tilboð komi frá hvaða jólasveinum sem er.“ Björgólfur Guðmundsson keypti West Ham fyrir 85 milljónir punda á sínum tíma eins og frægt er orðið. Að auki yfirtók hann skuldir félagsins að andvirði 23 milljóna punda og dældi öðrum 30 milljónum punda í félagið þegar góðærið reis sem hæst. Bresk- ir fjölmiðlar gera því skóna að West Ham sé metið á 150 milljónir punda í dag. mikael@dv.is Ævintýrið heldur áfram Björgólfur Guðmundsson og fyrrverandi stjórnar- formaður West Ham, Eggert Magnússon, hrintu West Ham-ævintýrinu úr vör. Mynd: Getty Sjúk síld Sýking fannst í síld sem veiddist út af Keflavík í fyrradag, en áður hafði sams konar sýkingar orðið vart í Breiðafirði fyrir helgi. Það getur tekið stofninn nokkur ár að ná sér þar sem öll sýkt síld drepst. Skip hafa hætt veiðum í Breiðafirði vegna sýkingarinnar en þar sem hennar hefur nú orð- ið vart út af Keflavík er ljóst að sýkingin er orðin mjög útbreidd. Gullmoli bæjarfulltrúa Gullmolinn ehf. óskaði eftir því við umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar að nefndin fjall- aði um hugmynd að uppbygg- ingu verslunarmiðstöðvar í mið- bæ Reykjanesbæjar. Það sem vekur þó athygli er að fyrirtækið Gullmolinn ehf. er skráð á sama heimilisfang og heimili bæjar- fulltrúans Steinþórs Jónssonar. Steinþór er þekktur athafna- maður í Reykjanesbæ en hann á meðal annars Hótel Keflavík. Atvinnulaus Suðurnes 1.012 eru nú atvinnulausir á Suðurnesjunum og er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem talan nær þúsund. Mikið at- vinnuleysi er suður með sjó og er enga vinnu að fá. DV ræddi við ungan fjölskylduföður í Garðinum sem var nýverið sagt upp hjá verktakafyrirtæki. Hann segist hafa leitað að vinnu alla daga frá því honum var sagt upp í byrjun nóvember en enginn sé að ráða. Álverið í Helguvík sem lengi hefur verið ljósi punkt- urinn í atvinnulífi Suðurnesja- manna er nú í mikilli óvissu og ekki er vitað hvort það komi til með að rísa á tilsettum tíma. InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is „Hann kemur til landsins á 6 til 8 vikna fresti til þess að fara á stjórn- arfundi,“ segir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs Thors Björg- ólfssonar, en hann lenti glæsilegri einkaþotu sinni á Reykjavíkurflug- velli um eittleytið í nótt. Þetta mun vera í fyrsta skipti síðan bankakerf- ið á Íslandi hrundi sem Björgólfur kemur hingað til lands á einkaþot- unni. Samkvæmt heimildum blaðs- ins hefur hann leigt sér einkaþotu- þjónustu til þess að koma hingað eftir hrun bankanna. Ástæðan fyr- ir komu Björgólfs Thors hingað til Íslands er fyrst og fremst að sækja stjórnarfundi þeirra fyrirtækja sem hann á hér á landi. Stjórnarfundir á Íslandi Áætluð lending Björgólfs Thors var klukkan kortér fyrir eitt í nótt. Þá flaug Björgólfur frá Bretlandi, þar sem hann er búsettur ásamt konu og barni. Einkaþota Björgólfs er glæsi- leg svört þota af gerðinni Bombardi- er CL-600-2B16 Challenger. Á stéli vélarinnar má sjá merki úr norrænu goðafræðinni. Tákn þrumuguðsins Þórs, eða Thor, nafna Björgólfs. Íslandsför auðmannsins unga er sem fyrr segir hluti af regluleg- um heimsóknum hans til þess að sækja stjórnarfundi hjá þeim fjöl- mörgu fyrirtækjum sem hann kem- ur að. Þeirra á meðal er Actavis, sem er reyndar á sölu þessa dagana. Þá mun hann einnig sækja stjórnar- fund vegna Straums fjárfestinga- banka sem skilaði tapi í kringum þrjátíu milljarða. Á baðströnd í miðri kreppu Athygli vekur að síðast sást til þotu Björgólfs á Tenerife en mynd náðist af henni þar 29. október, rétt tæpum mánuði eftir hrun bankakerfisins. Því virðist sem Björgólfur Thor, eða einhver honum tengdur, hafi verið í sumarleyfisparadísinni á meðan Íslendingar tókust á við afleiðingar bankakreppunnar. Þess má geta að Icesave-reikningar Landsbankans, sem var í eigu þeirra feðga, Björgólfs Thors og Björgólfs Guðmundsson- ar, féllu á íslenska skattgreiðendur. Talið er að heildarskuldir sem lenda á Íslendingum vegna reikninganna verði á annað hundrað milljarða króna. ekki til bjargar Mogganum Þegar haft var samband við Ás- geir Friðgeirsson, talsmann þeirra feðga, sagði hann að koma Björgólfs boðaði engar sérstakar fréttir. Hann væri eingöngu hingað kominn til þess að sinna fyrirtækjum sínum og hlúa að því sem hann á hér á landi. Spurður hvort tímasetningin teng- ist kröggum Morgunblaðsins, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, sagðist Ásgeir ekki telja svo vera. „Þetta tengist ekkert Morgun- blaðinu,“ segir Ásgeir til þess að taka af allan vafa um tilgang ferðar Björ- gólfs. Björgólf eldri vantar hlutafé Morgunblaðið hefur frest til viku- loka til þess að verða sér úti um nýja hluthafa og nýtt hlutafé. Hlutafé Ár- vakurs hefur verið fært niður í núll. Samkvæmt heimildum DV er vinna við að finna hluthafa komin nokk- uð langt, þó sé ekki alltaf samasem- merki á milli áhuga og fjárráða. Ekki er ljóst hversu lengi Björg- ólfur verður hér á landi. Auðkýfingurinn Björgólfur thor Björgólfsson, kom hingað til lands á einkaþotu sinni í nótt í fyrsta skipti síðan kreppan skall á. Hann hefur þó verið hér eftir hrunið en sam- kvæmt heimildum DV kom hann ekki á þotunni sjálfri. Síðast sást til þotunnar í sumar- leyfisparadísinni Tenerife, en það var 29. október, rétt tæpum mánuði eftir að banka- kerfi Íslands hrundi í einu vetfangi. Á einkAþotu í Skjóli nætur „Þetta tengist ekkert Morgunblaðinu.“ valur GrettiSSon blaðamaður skrifar: valur@dv.is einaþota á tenerife Síðast náðist mynd af þotu Björgólfs Thors á Tenerife en það var í október, tæpum mánuði eftir hrun bankakerfisins hér á landi. Björgólfur thor Björgólfsson Glæsilegi auðkýfingurinn Björgólfur lá í sólbaði í miðju bankahruninu, eða einhver nákominn honum miðað við þær myndir sem náðust af þotu hans á Tenerife.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.