Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.2008, Blaðsíða 10
flök, saltfiskflök og loks var beðið um verð á plokkfiski. Allar búðir tóku blaðamanni vel og veittu upplýsing- arnar fúslega. Gallerý fiskur og Fiskisaga dýrastar Eins og fyrr sagði reyndist fiskurinn á landsbyggðinni ódýrari en á höfuð- borgarsvæðinu. Fiskisaga rekur alla- vega átta fiskbúðir á höfuðborgar- svæðinu og er því langstærsti aðilinn á markaði. Það virðist ekki skila sér í ódýrara fiskverði. Fiskisaga reyndist hafa dýrustu fiskikörfuna, ef svo má að orði komast, en hún samanstendur af sex vörum. Verðið hjá Fiskisögu er um 42 prósentum hærra en á Siglufirði. Þær tegundir voru til í öllum búðun- um en neðri hluti töflunnar sýnir vör- ur sem ekki voru til alls staðar. Rétt er þó að benda á að af þeim sex verslunum þar sem allar tíu vör- urnar voru til, reyndist Gallerý fiskur dýrasta verslunin. Tekið skal fram að könnunin endurspeglar aðeins verð í verslunum en ekki þjónustustig eða ferskleika fisksins. Mikill verðmunur á saltfiski Mestur verðmunur reyndist á salt- fiskflökum. Saltfiskurinn er ódýrast- ur í Fiskbúð Suðurlands, kílóverðið er þar 1.190 krónur en hann er dýrastur í Gallerý fisk, kostar þar 1.990 krónur kílóið. Minnstur verðmunur reynd- ist á roð- og beinlausri ýsu, 35,4 pró- sent. Sem fyrr er verðið lægst á Siglu- firði, kostar 1.100 krónur, en Fiskisaga verðleggur ýsuna, roð- og beinlausa, á 1.490 krónur. ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 200810 Neytendur Dísilolía el D sn ey t i Gullinbrú verð á lítra 154,7 kr. verð á lítra 176,4 kr. Skeifunni verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 174,9 kr. Skógarhlíð verð á lítra 154,5 kr. verð á lítra 176,6 kr. bensín Við Kænuna verð á lítra 149,1 kr. verð á lítra 170,8 kr. Bæjarlind verð á lítra 149,2 kr. verð á lítra 170,9 kr. Fellsmúla verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 176,4 kr. Skógarseli verð á lítra 153,2 kr. verð á lítra 174,9 kr. UMSJón: BAlDUR GUÐMUnDSSon, baldur@dv.is / neytendur@dv.is Verðkönnun á ferskum fiski leiðir í ljós að fiskurinn er mun dýrari á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Þar munar tugum prósenta en Fiskbúð Siglufjarðar er í sérflokki hvað verðið snertir. Á einstökum vörum er mestur verðmunur á saltfiski, rúm 67 prósent. Best að kaupa fisk úti á landi Fiskbúð Siglufjarðar reyndist bjóða ódýrasta fiskinn af öllum þeim vörum sem á annað borð voru til í búðinni. Þær þrjár fiskbúðir sem athugaðar voru á landsbyggðinni reyndust all- ar ódýrari en búðirnar á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta kom í ljós þegar DV gerði verðsamanburð á fiski í níu búð- um fyrir helgi. Verðmunur á dýrustu og ódýustu búðinni reyndist að jafn- aði um 48,4 prósent. Ódýrast á landsbyggðinni Fiskbúð Siglufjarðar virðist í sérflokki þegar að verðlagi kemur. Verslunin býður fisk á nærri 18 prósent lægra verði en sú búð sem næst kemst henni í verði. Fiskbúð Suðurlands á Selfossi hefur næstódýrasta fiskinn en Fiskbúðin Vík í Reykjanesbæ fylg- ir fast á hæla hennar, með um 20 pró- sent hærra verð en kollegar þeirra á Siglufirði. Sú búð á höfuðborgar- svæðinu sem næst kemst Fiskbúð Siglufjarðar í verði er Fiskbúðin Hóf- gerði. Þar er verð á ferskum fiski að jafnaði 26 prósent hærra en fyrir norðan. Níu fiskbúðir, tíu vörur Fiskbúðirnar sem athugaðar voru í könnuninni voru: Gallerý fiskur, Fiskbúðin Hafberg, Fiskisaga Höfða- bakka, Fiskbúð Suðurlands, Fisk- búðin Freyjugötu, Fiskbúðin Vík, Fiskbúðin Lækjargötu, Hafnarfirði, Fiskbúðin Hófgerði og Fiskbúð Siglu- fjarðar. Könnunin fór þannig fram að blaðamaður DV hringdi í áðurnefnd- ar fiskbúðir, kynnti sig og sagðist vera að gera verðsamanburð. Því næst var beðið um útsöluverð á tíu vörum, kílóverð að sjálfsögðu. Tegundirn- ar voru; ýsuflök með roði, nætursölt- uð ýsa, stórlúða í sneiðum, þorskflök með roði, roð- og beinlaus ýsa, ýsa í raspi, beinlaus laxaflök, rauðsprettu- EinBlínið á yFirdráttinn Fólk sem er bæði með mynt- körfulán og yfirdráttarlán ætti að hugsa sig tvisvar um áður en það leggur sérstaklega fyrir til að greiða af láni sem það hefur látið frysta. Yfirdráttarlán eru dýrustu lán sem hægt er að taka. Því ætti fólk að einbeita sér að því að greiða niður yfirdráttarlán. Vext- irnir af þeim eru nú um 26 pró- sent, mun hærri en flest önnur lán. VISA-raðgreiðslur eru einnig mjög dýr lán. MiKill VErð- Munur á trópí Athugul húsmóðir hafði sam- band við DV og vildi benda á mikinn verðmun á Trópí-ávaxta- safa. Hún hafði morgun einn fyrir um tveimur vikum keypt App- elsínutrópí í flösku. Fyrir vöruna greiddi hún 200 krónur í bakaríi í Hafnarfirði. Skömmu síðar átti hún leið í Europris þar sem hún sá flöskuna á 129 krónur. Síðan þá hefur hún bæði komið við í Krónunni, þar sem flaskan kost- aði að hennar sögn 119 krónur og Bónus þar sem sams konar flaska var á 109 krónur. Verðmunurinn er því um 83 prósent. n Kona ein hafði samband og sagðist hafa gist á Hótel Búðum á dögunum. Hún sagði að um kvöldið hafi hljómsveit spilað fram eftir nóttu og haldið vöku fyrir hluta gestanna. Hún sagði að ballið hefði ekki borið á góma þegar gistingin var pöntuð og því hafi þetta valdið henni nokkrum vonbrigðum. n Kona hafði samband og sagði frá verslunarferð í Partýbúðina. Á meðan á afgreiðslu stóð lenti hún á spjalli við vin þannig að hún áttaði sig ekki á því hvað vörurnar kostuðu. Þegar út í bíl var komið rak konan augun í að hún hafði eytt meiru en til stóð. Þegar hún bað um að fá að skila vörunni reyndist það auðsótt mál og var henni, með bros á vör, boðin endurgreiðsla. SEnDIÐ loF EÐA lAST Á nEYTEnDUR@DV.IS „Fiskbúð Siglufjarðar virðist í sérflokki þeg- ar að verðlagi kem- ur. Verslunin býður fisk á nærri 18 prósent lægra verði en sú búð sem næst kemst henni í verði.“ BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Fiskurinn er ódýrastur á Siglufirði Fisksalinn Eysteinn Aðalsteinsson rekur Fiskbúð Siglufjarðar ásamt eiginkonu sinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.