Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 2
Blaðamenn og þingmenn biðu eftir Geir H. Haarde
forsætisráðherra sem aldrei kom í gær. Aftur á móti mátti finna
annan Geir H. Haarde sem mótmælti kröftuglega fyrir utan þing-
húsið. Þar krafðist hann launalækkunar. Um var að ræða Örn
Árnason sem var að taka upp atriði fyrir Spaugstofuna. Sjálfur
telur hann þingmenn það gáfaða að þeir fari ekki mannavillt,
þrátt fyrir sláandi líkindi.
föstudagur 5. desember 20082 Fréttir
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Þeir sem sjá fram á það að lán
af íbúðum þeirra verði hærri
en markaðsvirði geta hætt að
borga af lánunum. Tólf til fjór-
tán mánuði tekur að gera fjár-
nám í eign. Á þeim tíma getur skuldari
lagt jafnvirði afborgana inn á banka-
reikning og þannig búið sig undir
að leigja húsnæði. Sá sem keypti 22
milljóna króna íbúð í fyrra og átti í
henni fjórar milljónir mun fljótlega
skulda 9 milljónir umfram eign. „Það
er fráleitt að halda áfram að borga,“
segir Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur. Guðmundur segir að allur sá
fjöldi fólks sem sé í þessum sporum
eigi aðeins einn kost: „Hann er sá að
segja einfaldlega: „Við borgum ekki“ enda er ekkert
annað í boði. Það segir sig sjálft.“
við borgum ekki
miðvikudagur 3. desember 200810
Neytendur
Dísilolía
el
d
sn
ey
t
i
Gullinbrú verð á lítra 149,5kr. verð á lítra 179,6kr.Skeifunni verð á lítra 146,2kr. verð á lítra 173,9kr.Skógarhlíð verð á lítra 149,5kr. verð á lítra 179,6kr.
bensín
Spönginni verð á lítra 144,1kr. verð á lítra 170,3kr.Starengi verð á lítra 144,2kr. verð á lítra 170,4kr.Fellsmúla verð á lítra 148,2kr. verð á lítra 175,9kr.Skógarseli verð á lítra 148,0kr. verð á lítra 178,1kr.
umsjón: baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is
Fráleitt að borga
áFram aF lánunumBaldur Guðmundsson oGJón BJarki maGnússon
blaðamenn skrifa: baldur@dv.is og jonbjarki@dv.is
Engin hreyfing
viðskipti á fasteignamarkaði eru
lítil sem engin um þessar mundir.
Fólk situr uppi með himinhá lán,
hærri en verðgildi íbúðanna.
Guðmundur
ólafsson
hagfræðingur
vill frumvarp frá
ríkisstjórninni
þess efnis að
hætt verði að
borga af
skuldum í eitt til
tvö ár.
„Þeir ættu að boða að ekki verði greitt af
skuldum einstaklinga og fyrirtækja í eitt til tvö ár eða á meðan ríkisstjórnin er að ná
tökum á ástandinu og sanna sig.“
„Það er fráleitt að halda áfram
að borga,“ segir Guðmundur Ólafs-
son hagfræðingur um stöðu þess
fólks sem á í greiðsluerfiðleikum
vegna húsnæðislána. Hann segir að
fólk eigi í öllu tilliti að fara til skuld-
areigandans, oftast Íbúðalánasjóðs
eða bankanna, og spyrja þá hvað
sé til ráða þegar fólk ræður ekki við
greiðslurnar. Guðmundur segir að
allur sá fjöldi fólks sem er í þess-
um sporum eigi aðeins einn kost.
„Hann er þá að segja einfaldlega;
„Við borgum ekki“ enda er ekkert
annað í boði. Það segir sig sjálft,“
segir hann.
Guðmundur segir að eina vit-
ið hjá ríkisstjórninni væri að gefa
út yfirlýsingu hið bráðasta. „Þeir
ættu að boða að ekki verði greitt af
skuldum einstaklinga og fyrirtækja
í eitt til tvö ár eða á meðan ríkis-
stjórnin er að ná tökum á ástandinu
og sanna sig,“ segir hann.
lánið hækkar um sex milljónir
Þeir sem eiga innlend húsnæð-
islán standa frammi fyrir þeirri
staðreynd að lánið hefur hækkað
um 17 prósent á síðastliðnu ári.
Það þýðir að höfuðstóll láns sem
stóð í 18 milljónum í janúar, stend-
ur ári síðar í um 21 milljón króna.
Greiðslubyrði af 18 milljóna króna
láninu var 93 þúsund krónur í jan-
úar á þessu ári. Núna, um ári síð-
ar, er greiðslubyrðin orðin meira
en 107 þúsund krónur á mánuði og
hefur hækkað um tæplega 15 þús-
und krónur.
Seðlabankinn spáir því þó að úr
verðbólgunni muni draga á næsta
ári, hún verði 13 prósent yfir árið.
Það þýðir að greiðslu-
byrðin á láninu
muni standa í
um 122 þúsund
krónum á mán-
uði og lánið,
sem í byrjun
þessa árs var
18 milljónir,
muni standa
í 23,7 milljón-
um króna í lok
árs 2009. Hins
vegar ger-
ir Seðla-
bankinn ráð fyrir að staðan geti
orðið mun verri. Við óhagstæðar
aðstæður getur verðbólgan farið
upp undir 30 prósent og lítur dæm-
ið þá mun verr út.
Þú tapar 11 milljónum
Seðlabankinn spáir því að
íbúðarverð lækki um 30 prósent
að nafnvirði frá 2007 til 2011. Alls
lækkar húsnæðisverð um 47% að
raunvirði, að teknu tilliti til verð-
bólgu. Sá sem keypti 22 milljóna
króna íbúð 2007 og átti í henni fjór-
ar milljónir tapar því 11 milljónum
króna frá kaupunum til ársins 2011.
Íbúðin verður samkvæmt spám 15
milljóna króna virði, en lánið verð-
ur ekki lengur 18 milljónir króna. Á
tveimur árum hækkar lánið í tæpar
24 milljónir króna, og mun hækka
enn meira.
Guðmundur Ólafsson hagfræð-
ingur segir það vera fráleitt fyrir
fólk að halda áfram að borga, ef það
sér fram á að geta það ekki í nán-
ustu framtíð. Fólk verði að hætta að
borga.
Hægt að hætta að borga
Ákveði fólk að hætta að borga
af láni sínu, vegna þess að það sér
ekki möguleika á því að standa í
skilum þegar líður á veturinn, get-
ur ferlið tekið í kringum ár. Á þeim
tíma getur sá sem skuldar lagt þá
upphæð fyrir inni á bankabók, sem
annars myndi fara í að borga af lán-
inu, þar sem höfuðstóllinn hækk-
ar hvort sem skuldari borgar af því
eður ei. Íbúðalánasjóður hefur
ekki heimild til þess að krefj-
ast sönnunar frá skuldara
um að hann hafi ekki efni
á því að borga.
Hætti hann að greiða,
breytir engu hvort laun
hans dugi fyrir skuld-
um, ferlið er ávallt hið
sama. Hætti lántak-
andi að greiða í byrjun
mánaðar og ákveði að
borga ekki af greiðslu-
seðli líður mánuður þar
til hann fær ítrek-
un í pósti frá
Íbúðalána-
sjóði. Greiði
lántak-
andinn ekki af láninu þrátt
fyrir ítrekun, líða hátt í fjór-
ir mánuðir þar til lántak-
andi fær greiðsluáskorun.
Með því að hætta að borga af
lánunum hefur hann þannig
skapað sér tækifæri til þess að
leggja fyrir í stað þess að henda
peningunum inn í vaxandi lán
sem hann sér ekki fram á að
geta borgað af til lengdar.
safnað í stað þess að
henda í hækkandi lán
Ákveði skuldarinn að
bregðast ekki við greiðslu-
áskoruninni lætur Íbúða-
lánasjóður birta honum
nauðungarsölubeiðni
mánuði eftir að greiðslu-
áskorunin hafi verið send.
Í kjölfarið sendir Íbúða-
lánasjóður nauðungarsölu-
beiðni til sýslumanns. Þar
er málið tekið fyrir eftir tvo
til þrjá mánuði frá móttöku nauð-
ungarsölubeiðni. Sýslumaður til-
kynnir skuldara og fyrirtakan er
tekin fyrir. Uppboðið á húsnæðinu
er auglýst í dagblöðum. Uppboðið
hefst svo einum og hálfum mánuði
frá fyrirtöku. Sýslumaður tilkynnir
skuldara á nýjan leik og uppboðið
er auglýst í dagblöðum. Framhald
uppboðs er svo haldið innan við
fjórum vikum frá byrjun uppboðs.
Á þessum tíma getur sá sem skuld-
ar einfaldlega nýtt sér tímann í að
safna þeim peningum sem annars
myndu fara í sífellt hækkandi lán.
Þegar íbúðin er svo tekin af honum
í lok þessa ferlis, getur hann verið
búinn að koma sér upp sjóði sem
kemur sér vel þegar hann þarf svo
út á leigumarkaðinn.
rúmt ár í friði
Ferlið hjá sýslumönnum tekur
almennt á bilinu fjóra til sex mán-
uði ef ekki er frestað eða afturkall-
að. Ef Íbúðalánasjóður eignast eign
á nauðungarsölu er sent rýmingar-
bréf til íbúa og er rýmingarfrestur
yfirleitt þrír mánuðir. Tólf til fjór-
tán mánuðir hafa nú liðið frá því
að skuldari hætti að borga. Hafi
einstaklingurinn sem hætti að
borga af láninu á þessu tíma-
bili lagt fyrir 110
þúsund krónur
á mánuði á hann rúmar
1,5 milljónir þegar íbúðin er tekin
af honum. Þá peninga getur hann
svo notað til þess að greiða fyrir sér
þegar hann reynir að koma sér fyrir
í leiguíbúð.
Ekki vandalaus lausn
Þar sem lánið er orðið mun
hærra en verðgildi íbúðarinnar er
ljóst að Íbúðalánasjóður fær ekki
upp í kröfur við nauðungarsöl-
una og þá stofnast svokallað glatað
veð. Skuldara er tilkynnt um þetta.
Íbúðalánasjóður innheimtir ekki
slíkar kröfur og hefur aldrei gert
kröfu um að skuldari verði gerður
gjaldþrota. Glötuð veð teljast eft-
irstæð krafa vegna skuldabréfs og
fyrnist krafan á 10 árum.
Íbúðalánasjóður hefur heimild
til að fella niður kröfu eftir 5 ár sam-
kvæmt umsókn skuldara enda hafi
hann ekki fjárhagslegt bolmagn til
að greiða kröfuna. Einnig er hægt
að fá fellda niður kröfu ef greiddur
er helmingur kröfunnar. Ef skuldari
er með glatað veð birtist slík krafa á
vanskilaskrá Lánstrausts. Ef skuld-
ari er gjaldþrota fær hann ekki
fyrirgreiðslu hjá Íbúðalánasjóði
– ef maki er ekki gjaldþrota get-
ur hann sótt um og fengið fyrir-
greiðslu til að kaupa.
lausn stjórnvalda eykur
skuldaklafann
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra hefur undanfarið
aukið mjög heimildir Íbúðalána-
sjóðs til að koma til móts við fólk
sem á í greiðsluerfiðleikum. Nú
síðast samþykkti Alþingi lög um
greiðslujöfnun fasteignaveðlána.
Það þýðir ekki eftirgjöf skulda held-
ur er þar aðeins um tímabundna
lækkun á mánaðarlegum greiðsl-
um að ræða en þegar allt kemur til
alls mun kostnaður vegna lánsins
stóraukast.
Lögin kveða einnig á um að
Íbúðalánasjóði verði veittar laga-
heimildir til að leigja húsnæði í eigu
sjóðsins, þannig að fólk geti búið
áfram á eigin heimili, sem þá verð-
ur í eigu ríkisins. Lögin voru sett
með það markmið að leiðarljósi að
gera fólki kleift að búa áfram í íbúð-
arhúsnæðinu í tiltekinn tíma gegn
leigu. „Fólki sé þannig forðað frá
því að þurfa að hrekjast úr húsnæði
sínu með litlum fyrirvara og án
þess að eiga í önnur hús að venda“,
sagði Jóhanna þegar hún mælti fyr-
ir frumvarpinu á þingi.
Því er jafnvel mögulegt að þeir
sem hætta að borga húsnæðislánin
sín geti búið áfram á sama heimili.
+ 6 milljónir
lÁniÐ
-47%
eiGnin
Fullveldisdagur-
inn var markaður
mótmælum vegna
efnahagsástands-
ins. Hópur fólks
mótmælti á Arnar-
hóli og þaðan fóru um það
bil hundrað manns og
komu sér fyrir inni í and-
dyri Seðlabanka Íslands.
Þar krafðist fólk þess að fá
að tala við Davíð Oddsson
seðlabankastjóra. Krafan
var sú að hann mundi víkja úr embætti. Lögreglan hótaði að nota
táragas á mannfjöldann sem gaf sig ekki þrátt fyrir kröfur lögreglu
sem sagði mótmælin vera ólögleg. Mótmælendur þögnuðu skyndi-
lega og réttu upp hendur eftir að lögreglan hafði hótað að beita
táragasi. Þannig vildi fólkið sýna að það væri vopnlaust og friðsamt.
„Þetta eru ólögleg mótmæli!“ sagði lögreglan en fólk öskraði þá há-
stöfum og púaði. „Þetta eru fasistar,“ heyrðist kallað á meðal fólksins.
mótmælum linnir ekki
2
Séra Gunnar Björnsson
var sýknaður í Héraðs-
dómi Suðurlands í gær af
ákæru um kynferðisbrot
gegn tveimur stúlkum.
Hann átti að hafa strokið
bakið á annarri stúlkunni utan-
klæða á síðasta ári og látið þau orð
falla að sér liði illa og að straum-
arnir streymdu úr líkama hans
við það að faðma hana. Hann var
einnig sýknaður af því að hafa
kysst aðra stúlku í mars á þessu
ári nokkrum sinnum á kinnina
og reynt að kyssa hana á munninn. Í niðurstöðu Hér-
aðsdóms Suðurlands segir að það að faðma stúlkurnar og jafnframt
að strjúka bakið á annarri þeirra utanklæða teljist ekki kynferðisleg
áreitni. Var séra Gunnar því sýknaður af ákærunni. Að auki komst
dómurinn að þeirri niðurstöðu að Gunnar hefði ekki sýnt stúlkunum
yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað.
saklaus klerkur
3
hitt málið
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2008 3
Fréttir
36,3% 27,2%
4,5%
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
utanríkisráðherra
Geir H. Haarde
forsætisráðherra
Árni Mathiesen
fjármálaráðherra
Stuðningur Íslendinga við Geir H.
Haarde forsætisráðherra er jafnlít-
ill og stuðningur bandarísku þjóð-
arinnar við George W. Bush forseta
þegar hann mældist sem verstur
hjá bandaríska Gallup í lok sept-
ember. Einungis 27,2 prósent að-
spurðra í nýrri könnun Gallups
segjast ánægð með Geir.
Þannig birti bandaríska Gallup
sérstaka frétt um það þegar stuðn-
ingur við Bush féll niður í „sögulega
lægð“ 30. september síðastliðinn.
Sú sögulega lægð var 27 prósent,
eða sami stuðningur og er nú við
Geir Haarde forsætisráðherra.
Nýjar kannanir á ánægju með
störf Bush benda þó til þess að
stuðningur við hann minnki enn
meira en gefið var til kynna í
Gallup-könnuninni.
Þó er Geir ekki nándar jafn-
óvinsæll og Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra. Árni nýtur litlu
meiri stuðnings en Frjálslyndi
flokkurinn. Einungis 4,5 prósent
Íslendinga eru ánægð með störf
Árna.
Jóhanna Sigurðardóttir er lang-
vinsælasti íslenski ráðherrann.
Þrír af hverjum fjórum Íslending-
um lýsa ánægju sinni með störf
hennar. Næst á eftir kemur vara-
formaður Sjálfstæðisflokksins,
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
með um 40 prósenta stuðning.
Geir jafn óvinsæll
og George Bush
inn með chilly-pipar. Menn gerðu
sér grein fyrir því að lögreglumenn
voru að undirbúa árás ef þeir teldu
að þess þyrfti. „Réttlæti ekki ofbeldi!“
hljómaði inni í anddyri Seðlabank-
ans í fimm mínútur en breyttist svo
í „réttlæti ekki fasismi“.
Þögnin tók völd
Einn lögreglumannanna byrjaði þá
að tala í gjallarhorn hinum meg-
in glersins. „Þetta eru ólögleg mót-
mæli!“ en fólk öskraði þá hástöfum
og púaði. „Þetta eru fasistar,“ heyrð-
ist kallað á meðal fólksins. „Þeir ætla
að berja okkur, verum tilbúin“ og
fólk greip peysur sínar eða trefla og
færði yfir munn og nef til að verjast
mögulegri táragasárás. Lögreglan
hélt áfram að tala í gjallarhorn hin-
um megin glersins. „Þetta eru ólög-
leg mótmæli. Farið út. Öðrum kosti
verðum við að beita táragasi.“ Mót-
mælendur ætluðu ekki að gefa sig
þrátt fyrir hótanir lögreglunnar og
menn sussuðu hver á annan og báðu
fólk um að þegja og gefa algjöra
þögn. „Við biðjum ykkur um að yf-
irgefa anddyrið“ heyrðist í gjallar-
horninu en fólkið hafði þagnað og
rétti nú upp hendur og sýndi að það
væri óvopnað. Eftir nokkra þögn tal-
aði fólk um það að ef óeirðalögreglu-
menn myndu gera atlögu væru þeir
að ráðast á friðinn. Flestir héldu ein-
hverju fyrir andlit sín af ótta við að
lögreglan myndi henda táragasi inn
í anddyrið.
„Við munum beita táragasi“
„Við eigum þetta hús og við megum
vera hérna ef við viljum,“ sagði einn
og fleiri samþykktu með lófaklappi.
„Þetta verður vont í dag en við mun-
um muna þetta alla ævi,“ sagði annar
á meðan mannfjöldinn beið eftir því
að lögreglan myndi sleppa táragasi
inn í anddyrið. „Það er bannað að
beita ofbeldi á friðsamlega mótmæl-
endur,“ sagði ungur strákur með klút
eftir að lögreglan hafði endurtek-
ið að mótmælin væru ólögleg. „Við
munum beita táragasi, þannig að
fólk er beðið að fara héðan út. Lög-
reglan mun rýma anddyrið og beita
táragasi. Þetta eru ólögleg mótmæli
og fólk er beðið um að yfirgefa and-
dyrið.“ Einn mótmælenda, hinn 23
ára gamli Guðjón Heiðar Valgarðs-
son, hrópaði þá í átt að lögreglunni,
„það var líka ólöglegt að mótmæla
Hitler“. Eftir orð hans brutust út fagn-
aðarlæti. Og margir ræddu um það
hversu erfitt það hlyti að vera lögregl-
an hinum megin við glermúrinn sem
skipti fólkinu svo skýrt í tvo hópa. Þá
sem þurftu að verja valdhafana og
hina sem kröfðust breytinga.
Geir Jón varar fólk við
Greinilegt var að mannfjöldinn ætl-
aði ekki að gefa sig. Sífellt fleiri tóku
sig til og settust á gólfið og enn aðrir
byrjuðu að syngja „Kátir voru karlar“
þar til flestir tóku undir.
Fleiri lög voru sungin í kjölfarið
eins „The times they are a‘changin“
með Bob Dylan. Loks kom Geir Jón
Þórisson inn til fólksins og bað það
um að fara. Fólk hlustaði á hann og
ræddi við hann en virtist ekki ætla að
hreyfa sig eða færa. Geir Jón varaði
fólkið enn og aftur við því að táragasi
yrði beitt á mannfjöldann. „Við vor-
um sakaðir um það að vilja ekki tala
við ykkur fyrir viku, nú ætla ég að tala
við ykkur,“ sagði hann og ítrekaði það
að táragasi yrði beitt ef þess þyrfti.
Einn mótmælendanna sagði lögregl-
una vera að hóta þeim með gasi og
að fólkið myndi ekki gefast upp fyr-
ir slíkum hótunum. „Við erum mjög
þroskuð og erum ekki að fara að vera
með læti eða ofbeldi. Við erum búin
að fá nóg eins og næstum öll þjóðin,“
sagði hann.
Sundurleit samheldni
einstaklinga
Greinilegt var að þarna var saman
kominn sundurleitur hópur, og þar
var enginn einn leiðtogi. Samt sem
áður ríkti einhver samheldni í hópn-
um. Þarna var enginn einn sem hélt
ræðu, heldur fjöldi einstaklinga sem
voru með einfalda kröfu og ætluðu
að standa saman.
„Mótmælin verða friðsöm svo
lengi sem lögreglan fer ekki að beita
ofbeldi!“ hrópaði einn út úr þvög-
unni. Geir Jón fór þegar ljóst var að
mótmælendur ætluðu ekki út.
Fólk sat áfram sem fastast. Óeirða-
lögreglan hinum megin við glerið.
Friður hafði færst yfir fólkið sem virt-
ist nú einungis vera þarna til þess að
sýna fram á að það yrði ekki kúgað til
hlýðni. Krafan um Davíð var farin að
dvína. „Leggið niður vopnin!“ hróp-
aði mannfjöldinn í átt að lögreglu-
sveitinni sem ennþá stóð rammgerð
hinum megin veggjarins. Loks steig
nýr og ungur maður fram á sjónar-
sviðið og bað um að fá að tala við lög-
regluna sem stóð hinum megin.
Samningar nást
Algjör þögn tók við á meðan hann
lagði fram tillögu sína: „Davíð er
ekki hérna og við erum ekki að fara
að ná honum út. Ég er með smá
svona hugmynd um samstöðu okkar
á milli. Við erum þjóðin. Þið vinnið
fyrir þjóðina. Við lofum að fara um
leið og þið farið. Þið getið skilið eft-
ir þrjá menn til þess að fylgjast með
því hvort við förum. Þá erum við að
sýna samstöðu,“ sagði hann og fólk
virtist taka vel í tillögu hans. „Davíð
er farinn. Hann hefur engan áhuga
á þessu, hann horfir örugglega ekki
einu sinni á RÚV. Þetta snýst svolít-
ið mikið um völdin núna, þetta er
svolítil svona valdabarátta og valda-
fíkn sko. Við erum að bíða eftir ykk-
ur, þið eruð að bíða eftir okkur,“ og
áður en hann náði að ljúka máli
sínu sneru óeirðalögreglumennirn-
ir sér við einn af öðrum og héldu til
baka. Fólkið inni í anddyrinu fagn-
aði og klappaði og sneri líka við og
gekk út úr bankanum. „Valdið er
fólksins!“ hrópuðu margir á stétt-
inni fyrir utan bankann. Mótmæl-
endur höfðu komið fram með til-
lögu sem lögreglan tók vel í og allt
fór að lokum vel.
Nánar er fjallað um störf Davíðs
Oddssonar í Seðlabankanum á síðu
8.
Mótmælendur náðu samningum við
óeirðalögreglu í gær um að ef þeir s
íðarnefndu
myndu snúa við og ganga í burtu myn
du mótmælendur gera slíkt hið sama.
Um það bil
hundrað manns komu sér fyrir inni í
anddyri Seðlabanka Íslands seinni pa
rtinn í gær
og krafðist fólk þess að fá að tala við Davíð O
ddsson seðlabankastjóra. Krafan var sú að
hann þyrfti að víkja úr embætti. Lögr
eglan hótaði að nota táragas á mannfj
öldann sem
gaf sig ekki þrátt fyrir kröfur lögreglu
sem sagði mótmælin vera ólögleg. Mó
tmælendur
þögnuðu skyndilega og réttu upp hend
ur eftir að lögreglan hafði hótað að bei
ta táragasi,
þannig vildi fólkið sýna að það væri v
opnlaust og friðsamt.ÚT MEÐ DAVÍГ Vopnlaus þögn Fólkið rétti hendur sínar upp og þagði til þess að sýna að það væri óvopnað eftir að lögregla hótaði því að beita táragasi á mannfjöldann.
Talaði við mótmælendur Geir Jón Þórisson
gerði sér lítið fyrir og kom inn í anddyri ban
kans
þar sem mannfjöldinn hafði komið sér fyrir
, þar
bað hann fólk um að fara út því táragasi yrð
i
mögulega beitt. MynDIR SIGTRyGGuR ARI
ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 20082
Fréttir
VG 32%
Samfylking 31%
Sjálfstæðisflokkur 21%
Framsóknarflokkur 8%
Frjálslyndi flokkurinn 3%
Íslandshreyfingin 3%
Annað 3%
* Hlutfall námundað
32%
31%
21%
VINSTRI-
HREYFINGIN -
GRÆNT
FRAMBOÐ
SAMFYLKINGIN
SJÁLF-
STÆÐIS-
FLOKKUR
VINSTRI GRÆNIR
VINSÆLASTIR
Jóhanna Sigurðardóttir
félagsmálaráðherra
73,4% 40,5%
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
menntamálaráðherraÓákveðnir og auðir
Óákveðnir 10% Skila auðu 16%
Eftir ræðuhöld á Arnarhóli þar sem
Erpur Eyvindarson rappari hafði
meðal annars flutt rímu ofan af stytt-
unni af Ingólfi Arnarsyni þar sem
hann lýsti því yfir að landráð hefðu
verið framin á Íslandi hélt fjöldi
fólks í átt að Seðlabankanum. Þegar
mest var af fólki var mannfjöldinn
í og í kringum Seðlabankann eitt-
hvað á bilinu 200-300 manns. Fólkið
gekk inn í fyrsta anddyri bankans og
söng „lýðræði ekkert kjaftæði“. Ein-
hver sletti rauðum lit á veggina og
nokkrum eggjum var kastað á gler-
dyr í anddyrinu. Tveir lögregluþjón-
ar meinuðu fólkinu inngöngu í mót-
töku bankans. Sífellt fleiri tróðu sér
inn og söngur mótmælenda hljóm-
aði hátt og skýrt í anddyrinu. Fljót-
lega fjölgaði í liði lögreglu sem rað-
aði sér fyrir framan dyrnar. Sumir
mótmælenda stöppuðu á gólfinu á
meðan aðrir lömdu með prikum í
gólfið og krafan var áfram sú sama:
„lýðræði ekkert kjaftæði“.
Barið á rúðum
„Ekki standa vörð um þetta óréttlæti
sem er í gangi hérna,“ sagði einn mót-
mælendanna við lögreglumenn sem
stóðu fyrir dyrunum. Svo var púað
hátt. „Ef þið gangið núna út verðið
þið hetjurnar,“ hrópaði annar. „Hand-
takið Davíð,“ sagði sá þriðji. Nokkr-
ir mótmælendanna sögðu lögregl-
una meðseka, en lögregluþjónarnir
þögðu.
„Út með Davíð! Út með Davíð,“
byrjaði hópurinn svo að hrópa og þeir
sem stóðu fyrir utan hrópuðu með.
Menn börðu á rúður og báðu lögregl-
una um að óhlýðnast fyrirmælum.
Eftir nokkurn tíma gengu lögreglu-
menn frá dyrunum og fólkið fagn-
aði, taldi þar með að lögreglan hefði
ákveðið að láta undan háværum kröf-
um mótmælenda. Fólkið opnaði því
næst glerdyrnar og kom sér þannig
inn í næsta anddyri bankans þar sem
móttakan er. Þá kom í ljós að óeirða-
lögregla hafði gert sig klára inni á að-
algólfi bankans, hinum megin við
næstu glerdyr. Mótmælendur báðu
mann í móttökunni um að fá viðtal
við seðlabankastjóra en þeim var sagt
að það væri ekki hægt.
Vopnuð óeirðalögga
Mikil óvissa ríkti á meðal fólksins eft-
ir að það var komið inn í innra and-
dyri bankans. Ljóst var að lögreglu-
menn vopnaðir skjöldum, kylfum
og táragasi myndu beita hörku ef
ástandið færi úr böndunum. And-
dyrið fylltist af fólki og smám saman
fjölgaði í hópi óeirðalögreglumanna
sem röðuðu sér í línu fyrir framan
glermúrinn skildi að mótmælend-
ur og lögreglumenn. „Réttlæti – ekki
ofbeldi!“ kölluðu margir fyrir framan
glerið þar sem vopnaðir óreirðalög-
reglumenn stóðu með hjálma sína. Á
meðan mótmælendur inni í anddyr-
unum tveimur voru á að giska 100 til
150 voru óeirðarlögreglumenn orðn-
ir um það bil 30 til 40. Fólk hafði á
orði að nú ætti að pipra mannskap-
JÓN BJARKI MAGNÚSSON
blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is
„Mótmælin verða frið-
söm svo lengi sem lög-
reglan fer ekki að beita
ofbeldi!“
„
Glermúrinn Mótmælendur söfnuðust
saman í anddyri Seðlabankans en hinum
megin við glervegginn beið óeirðalögregl-
an og sagði að táragasi yrði beitt.
Miðvikudagur 3. deseMber 2008 3
Fréttir
„Mér blöskraði svo rosalega þegar
það kom upp að það átti að afskrifa
skuldir starfsmanna í Kaupþingi að ég
stofnaði þennan hóp,“ segir Geirlaug-
ur Blöndal sem stofnaði Facebook-
hópinn Hættum að borga af lánun-
um. Sjálfur borgar Geirlaugur ennþá
af öllum sínum lánum. Hann segir að
ef sú staða komi upp að hann þurfi að
velja á milli þess að borga af lánun-
um sínum eða fæða börnin sín verði
hann ekki í vafa um það hvað hann
muni gera. Hann mun frekar tryggja
fjölskyldunni fæðuöryggi.
Vill ekki borga
klúður ráðamanna
Geirlaugur vinnur við jarðboranir og
er 37 ára tveggja barna faðir. Alls eru
97 einstaklingar í hópnum hans Geir-
laugs á Facebook, þar á meðal Eva
Hauksdóttir sem er einnig búin að fá
sig fullsadda á ríkisstjórninni. Hópur
Geirlaugs er ekki sá eini sem finna má
á Facebook, þar eru einnig hóparn-
ir Hættum að borga fyrir klúður ís-
lenskra ráðamanna sem og Hættum
að borga af húsnæðisláninu.
Hingað og ekki lengra
„Ég geri mér alveg grein fyrir al-
varleika þess að borga ekki en mér
blöskrar hvernig hlutirnir eru orðn-
ir,“ segir Geirlaugur sem finnur sér-
staklega til með ellilífeyrisþegum sem
eru búnir að vinna hörðum höndum
alla sína ævi til þess eins og taka á sig
hverja kjaraskerðinguna á eftir ann-
arri. Á sama tíma vilja lykilstarfsmenn
niðurfellingu skulda, að sögn Geir-
laugs. Hann segist ekki sjá réttlætið
í því, nú sé nóg komið: „Það er bara
hingað og ekki lengra,“ segir Geirlaug-
ur að lokum.
Borgum í hít
En það er ekki eingöngu Geirlaugur
sem vill hætta að borga af lánum sín-
um því Eva Hauksdóttir, móðir Hauks
Hilmarssonar mótmælanda, segist
ekki vilja taka þátt í þessu. „Ég tala
núna bara fyrir mig sjálfa, en við erum
búin að vera að borga í einhverja hít,“
segir Eva sem er einnig komin með
nóg. Hún segir lánin ekki gera neitt
annað en hækka og sú hækkun muni
verða linnulaus.
„Núna sjáum við bara verðbólgu á
sama tíma og íbúðarverð lækkar,“ seg-
ir Eva.
Þrýst á breytingar
Sjálf hugsar Eva þetta sem aðgerðir
gegn stjórnvöldum til þess að þrýsta
á breytingar sem verði til þess að fólk
geti einhvern tímann eignast hús-
næði sitt.
„En ég vil ganga lengra,“ segir Eva
og nefnir þá að hún vilji svelta ríki og
banka. Hún vill að fólk hætti hrein-
lega að versla, sé fólk ekki tilbúið til
þess skorar hún á fólk að semja við
búðareigendur að borga ekki vaskinn
til ríkisins.
Bein kaup við bændur
„Í rauninni er núna tími til þess að
gera bara bein kaup við bændur,“ seg-
ir Eva sem þykir einsýnt að ekki verði
komið á breytingum nema þjóðin
beiti sterkari meðulum en hún geri
nú, en Eva tekur einnig sérstaklega
fram að mótmælaaðgerðir undanfar-
inna vikna hafi verið góðar.
„Á meðan skellurinn á að lenda
á okkur og kjararáð neitar að lækka
laun ráðamanna þarf að leiðrétta
þetta ástand,“ segir Eva að lokum.
Nánar er fjallað um að borga ekki húsnæðislán á síðu 10.
„Á meðan skellurinn á að lenda á okkur og
kjararáð neitar að lækka laun ráðamanna
þarf að leiðrétta þetta ástand.“
Hætta að
borga af
lánunum
Hundruð hafa sameinast um það á Facebook að borga ekki af hús-næðislánum sínum. Stofnandi eins hópsins, Geirlaugur Blöndalsegist enn borga reikningana sína og ætli að gera á meðan hann getur. Hann er tveggja barna faðir og er reiður út í ástandið. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar mótmælanda, hvetur fólk til að gera bein kaup við bændur og sniðganga ríkið.
Valur GrEttisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Eva Hauksdóttir Telur að með
þessu áframhaldi geti almenningur
ekki eignast sitt húsnæði fyrr en
það er komið á gamals aldur.
konu sinni, en hún hefði ekki þeg-
ið það. Auk þess að bjóða henni oft
far í bílnum sínum. Hann hefði allt-
af verið lengi að kveðja og faðma
hana og þegar hann faðmaði hana
hefði hann alltaf strokið henni um
handlegginn í leiðinni og þá óvart
þurft alltaf að snerta brjóstin eða
fara niður á rass eða eitthvað svo-
leiðis að sögn stúlkunnar. Þá hefði
henni þótt óþægilegt að hann hefði
alltaf tekið fast utan um hana og svo
hvíslað einhverju í eyrað á henni
eins og: „Þú ert svo falleg.“
Hrædd við Gunnar
Stúlkan sagðist hafa verið mjög
hrædd meðan Gunnar faðmaði
hana að sér inni í herberginu og
hugsað: „Hvað er hann að gera?“ Þá
hefði hún velt fyrir sér hvort hann
myndi loka dyrunum sem hefðu
verið opnar. Spurð um afleiðing-
ar þessa atviks sagðist stúlkan eiga
erfiðara með svefn en áður. Hún
þyrði ekki að sofna án þess að hafa
ljós kveikt. Hana dreymdi stund-
um illa og dreymdi oft ákærða. Þá
vildi hún ekki lengur fara í kirkjuna
nema organistinn væri einnig þar.
Eygló Jóna Gunnarsdóttir, djákni
í Selfosskirkju, bar vitni í málinu og
sagði að það væri algengt hjá Gunn-
ari að heilsa elskulega, jafnvel með
kossi á kinn. Það væri hans hátt-
ur. Eigi það jafnt við um unga og
gamla, karla og konur. Kvaðst hún
ekki hafa litið svo á að þessi hátt-
semi væri af kynferðislegum toga.
sýknaður
Gunnar neitaði þessu og hann neit-
aði einnig að hafa sagt í kjölfarið að
hann væri skotinn í henni. Hann
kvaðst þó kannast við að hafa kysst
stúlkuna á hvora kinn en þar hafi
ekkert kynferðislegt legið að baki.
Í niðurstöðu Héraðsdóms Suð-
urlands segir að það að faðma
stúlkurnar og jafnframt strokið ann-
arri þeirra á bakið utan klæða teljist
ekki kynferðisleg áreitni. Var séra
Gunnar því sýknaður af ákærunni.
Að auki komst dómur að þeirri nið-
urstöðu að Gunnar hefði ekki sýnt
stúlkunum yfirgang, ruddalegt
eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða
móðgað.
Ekki náðist í Gunnar í gær-
kvöldi.
unnar var Sýknaður
Geirlaugur Blöndal Tveggja
barna faðir hvetur fólk til þess að
hætta að borga reikningana sína.
Miðvikudagur 3. deseMber 20082
Fréttir
Séra Gunnar Björnsson var sýknaður
í Héraðsdómi Suðurlands í gær fyr-
ir kynferðisbrot gegn tveimur stúlk-
um. Hann átti að hafa stokið annarri
stúlkunni á bakið utanklæða á síðasta
ári og látið þau orð falla að honum
liði illa og straumarnir streymdu úr
líkama hans við það að faðma hana.
Hann var einnig sýknaður af því að
hafa kysst aðra stúlku í mars á þessu
ári, nokkrum sinnum á kinnina og
reynt að kyssa hana á munninn. Þá
átti hann að hafa látið þau orð falla
að hann væri skotinn í henni og hún
væri falleg. Stúlkurnar voru sautján
og átján ára gamlar þegar umrædd
atvik áttu að hafa átt sér stað.
Straumarnir streyma
„Krípí! Krípi!“ sagði yngri stúlk-
an þegar hún kom út í bíl til móður
sinnar eftir að hafa starfað í barna-
starfi kirkjunnar. Móðir stúlkunn-
ar varð heldur hissa á þessum orð-
um og bað um útskýringar á þeim.
Þá greindi stúlkan frá því að séra
Gunnar átti að hafa beðið hana um
að koma inn á skrifstofu til sín eftir
messu. Þar átti hann að hafa dreg-
ið hana út í horn, á bak við skáp, þar
sem ekki hefði sést til þeirra um opn-
ar dyrnar. Þar hafði hann sagt henni
að „straumarnir streymdu úr líkama
sínum“ þegar hann fengi að faðma
hana. Hefði hann svo strokið á henni
bakið, utan klæða, upp og niður um
mjóbakið.
Gefðu mér kraft
„Ég er nú ekki alveg hress [...]. Gefðu
mér nú kraft,“ vildi Gunnar meina að
hann hefði sagt frekar en eitthvað um
strauma sem streymdu úr líkaman-
um. Sjálfur gaf Gunnar þá skýringu
að hann hefði einkennilega lengi ekki
verið alveg hress, og jafnvel fengið fá-
einar hitakommur þegar á daginn
leið. Hefði hann haft á orði við stúlk-
una að hann hefði verið að breyta um
blóðþrýstingslyf og taldi einkennin
stafa af því. Hann neitaði fyrir hér-
aðsdómi að hann hefði sagt eitthvað
um straumana sem streymdu úr lík-
ama hans. Séra Gunnar hélt því fram
að faðmlagið væri ekkert frábrugðið
því sem algengt væri í samskiptum
hans við annað fólk. Hann sæi ekkert
óeðlilegt við það.
Með barokk á fóninum
Eldri stúlkan segir að séra Gunnar
hafi beðið hana um að koma inn
á skrifstofu til sín þar sem hann
hefði verið að spila barokktónlist.
Sjálf spilaði hún á flygil sem var í
kirkjunni. Þegar hún var komin inn
á skrifstofuna spurði hann hana
um verðlaun sem hún hafði fengið
vegna tónsmíða og í kjölfarið sagt
að hann yrði að faðma hana. Sjálf
lýsir stúlkan því fyrir dómi að séra
Gunnar hafi ætlað að kyssa hana á
munninn, „en hann strauk varirn-
ar, náði samt ekkert að kyssa mig
alveg af því ég færði mig svona frá,
svo kyssti hann mig nokkrum sinn-
um á hina kinnina[...],“ sagði stúlk-
an í héraðsdómi. Hún sagði að
hann hefði sleppt henni að lokum,
roðnað og horft á hana brosandi og
sagt: „Já, þú segir það.“
Bauð heim í söngtíma
Fram kom einnig hjá stúlkunni
að séra Gunnar hefði haldið mik-
ið upp á hana í fermingarfræðsl-
unni og sagt oft við hana: „Já, ég
hef aldrei haft svona fallega stelpu
í fermingarfræðslu, sem syngur
svona fallega og er svona sæt eins
og þú.“ Þá hefði hann boðið henni
að læra söng heima hjá sér, hjá
Séra G
valur GrettiSSon
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Sýknaður séra gunnar björnsson
var sýknaður af kynferðisbrotakær-
um gagnvart tveimur stúlkum.
Séra Gunnar og frú Ágústa
Hún stóð þétt að baki manni sínum
þegar ásakanirnar komu fram.
„Ég er nú ekki
alveg hress [...].
Gefðu mér nú
kraft,“
Forsætis-
ráðherra
mótmælti
„Ég sá einhvern úti í glugga en veit
ekki hver það var,“segir Örn Árnason
sem mótmælti í gervi forsætisráð-
herrans Geirs H. Haarde við Alþing-
ishúsið í gær. Mótmælin voru þó ekki
gegn ríkisstjórninni heldur kjararáði
sem vill ekki lækka laun ráðamanna.
Hinn raunverulegi Geir H. Haarde lét
ekki sjá sig á þingi en búist var við að
Geir myndi mæta í óundirbúinn fyr-
irspurnatíma. Hann lét ekki sjá sig,
en tvífari hans lét öllum illum látum
fyrir utan þinghúsið. Engar ástæður
voru gefnar fyrir skrópi Geirs, hins
raunverulega, það er að segja.
Þvinguð launahækkun
„Geir var að halda mótmælafund
með alþingismönnum og heimta
lau alækkun,“ segir gamanleikarinn
Örn Árnason um hvað hann hefði
verið að aðhafast fyrir utan þing-
húsið í grínklæðum. Um var að ræða
bra dara sem Spaugstofan var að
tak upp fyrir þátt sinn sem verður
sý d r á laugardaginn. Umfjöllun-
arefnið er hins vegar ekki spaugilegt,
enda biðlaði Geir til kjararáðs um að
lækka laun ráðamanna. Kjararáðið
brást ekki vel við þessari beiðni og
hafnaði beinlínis launalækkun Geirs
Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, formanns Samfylkingarinnar,
og fleiri ráðmamanna.
Vel gefnir þingmenn
Því verður ekki neitað að Örn líkist
forsætisráðherranum talsvert þeg-
ar hann bregður sér í líki hans en
spurður hvort aðrir þingmenn hafi
látið blekkjast í gær þegar hann mót-
mælti svaraði Örn: „Þingmenn eru
það vel gefnir að þeir fatta þetta.“
Aðspurður hvort það sé alveg rétt
metið hjá honum svarar Örn að það
séu fötin og jafnvel tóma augnaráð-
ið sem komi upp um hann í gervi
sínu sem Geir Haarde. Spurður hvort
hann hafi nokkurn tímann borið
túlkun sína undir Geir sjálfan segist
Örn ekki hafa gert það.
Rugluðust á Guðna
„En eitt skiptið var ég á göngu með
Guðna Ágústssyni um miðbæinn þar
sem við hittum svona góðkunningja
úr miðbæjarlífinu, þá sáu þeir eng-
an mun,“ segir Örn hlæjandi og bætir
við að þessir ágætu einstaklingar hafi
hvatt þá til góðra verka og jafnvel til
að gera eitthvað í þessu ástandi öllu
saman.
Spurður hvort þáttur þeirra
Spaugstofumanna hafi mætt ein-
hvers konar gagnrýni almennings
segir Örn það ekki vera, heldur þvert
á móti. „Við erum síst harðhentir,“
segir Örn, þó eflaust einhvern svíði
undan hárbeittu gríninu.
Þora á meðan aðrir þegja
„Við erum bara samfélagsrýnar,“ seg-
ir Örn um Spaugstofunna sem hefur
mælst nokkuð vel undanfarið vegna
þess að þeir virðast ekki víkja sér
undan því að gagnrýna ráðamenn,
og oft ansi harðlega.
„Einhver orðaði þetta þannig; við
þorum á meðan aðrir þegja,“ segir
Örn um einkunnarorð þeirra félaga
þessa dagana. Þáttur þeirra Spaug-
stofumanna verður á dagskrá næsta
laugardagskvöld og má þá heyra og
sjá mótmælaræðu Geirs.
valur@dv.is
ValuR GRettisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
Þrumuræða geir H. Haarde
mótmælti launahækkun
harðlega. mynd/bragi Þór
Jósepsson
Geir eða Örn Það
er ómögulegt að sjá.
Mótmælendur enga
þingmenn var að finna í
mótmælandaskara
spaugstofunnar.