Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Blaðsíða 28
föstudagur 5. desember 200828 Helgarblað
aldrei snúa aftur og búa í heimalandi
sínu Ísrael. Hún lítur ekki á sig sem
Ísraela í heimsþorpinu. „Hver þú ert
er mikilvægara en hvaðan þú ert. Af
hverju ætti ég að líta á sjálfa mig sem
Ísraela?“ spurði Dorrit árið 2004.
Mikið fjaðrafok varð í kringum
heimsóknir Dorritar til heimalands-
ins sumarið 2006. Þar lenti hún tví-
vegis á einum mánuði í vandræðum
hjá starfsmönnum innflytjendaeft-
irlitsins þar í landi. Í samtölum við
íslenska fjölmiðla í kjölfarið sagðist
hún efins um hvort hún myndi nokk-
urn tímann snúa aftur. Í fyrra skiptið
var hún í Ísrael að heimsækja veikan
föður sinn þegar hún var kyrrsett á
flugvellinum í margar klukkustundir.
Ástæðan var sú að hún var ekki með
ísraelskt vegabréf. Innan við mán-
uði síðar var sama upp á teningnum
þegar hún var á ferð þar ásamt fleir-
um. Fyrir seinni ferðina kvaðst Dor-
rit hafa gengið sérstaklega frá öllu
þannig að ekkert þessu líkt endur-
tæki sig. Myndskeið af hremming-
um forsetafrúarinnar láku í fjölmiðla
sem birtu samskipti hennar og starfs-
mann innflytjendaeftirlitsins. Dorrit
brást ókvæða við meðferðinni á sér.
Áhugasöm um landið
Dorrit er veraldarvön heimskona
sem hefur heillað Íslendinga með
áhuga sínum á landinu, lífinu og
listum. Hún hefur stutt við bakið á
fjölda íslenskra listamanna og hönn-
uða með því að kynna vörur þeirra
á erlendri grundu, klæðast flíkum
þeirra á opinberum viðburðum. Sem
dæmi má nefna íslensku lopapeys-
una sem frúin hefur einstakt dálæti á
en ítrekað hafa birst myndir af henni
í lopafatnaði af ýmsum toga og hef-
ur hún fjallað mikið um íslenka lop-
ann í fjölmiðlum ytra. Í einkaviðtali
við Séð og heyrt auglýsti forsetafrúin
meðal annars eftir fallegum og þjóð-
legum mynstrum á lopapeysubekki
sem gagnast gætu í fjöldaframleiðlsu
fyrir hátískuhús í Evrópu. Var Dor-
rit sögð komin í viðræður við tísku-
kónginn Ralph Lauren um íslensku
lopapeysuna sem hátískuvöru.
Það er markmið Dorritar að koma
ungu íslensku listafólki á framfæri og
leggja lið velferðarmálum barna og
unglinga, einkum þeirra sem eiga við
fötlun og geðræn vandamál að stríða.
Hún hefur einnig ásamt forsetanum
tekið virkan þátt í því að styrkja útrás
íslenskra fyrirtækja og markaðsöflun
á erlendum vettvangi.
Alveg ekta
„Hún hefur opnað gáttir sem eru
ómetanlegar fyrir tónlistarmenn,
myndlistarmenn og leiklistarfólk svo
dæmi séu nefnd,“ segir Jakob Frí-
mann Magnússon spurður um Dor-
rit, en hann telur forsetafrúna hafa
nýtt sambönd sín og tengslanet víðs
vegar um heiminn til góðs fyrir ís-
lenska menningu og þjóð. Hann seg-
ir Dorrit hafa komið nokkrum sinn-
um á tónleika sína og segir hana afar
hrifnæman og skemmtilegan tón-
leikagest. „Hún er glaðleg, alþýðleg
og hispurslaus. Hjá henni er ekki að
finna neinn leikaraskap og einlægni
hennar er nokkuð sem Íslending-
ar meðtóku eins og skot. Við vorum
lánsöm að fá svona glæsilega alþjóð-
lega forsetafrú á Bessastaði.“ segir
Jakob Frímann, afar hrifinn.
„Ég held að þau saman hafi ver-
ið afar virk í að liðsinna þeim stétt-
um sem ekki hafa viljað binda at-
hafnir sínar eingöngu við landið og
miðin. Það ber ekki að lasta það þó
þjóðhöfðingi veiti þeim liðsinni sem
leggja mikið undir og færast mikið í
fang hvort heldur sem það er bjór-
framleiðsla í Garðaríki, tískuvöru-
verslanir í Englandi eða skipaútgerð
í Kína.“ segir Jakob og lítur á það
sem eitt af skylduhlutverkum for-
setahjónanna. „Ég er því algjörlega
ósammála þeim sem vilja nú tala
forsetann og embættið niður fyrir að
hafa gegnt sjálfsögðum og eðlilegum
skyldum sínum.“
Fer út fyrir rammann
Þótt Dorrit sé með eindæmum dönn-
uð og falleg kona með fágaða fram-
komu flestum stundum má enn sjá
glitta í uppreisnarkonuna í henni. Í
obinberum heimsóknum og á öðr-
um viðburðum, stórum sem smáum,
hefur henni ekki alltaf gengið vel að
fylgja eftir formlegum prótókollregl-
um. Hún er þekkt fyrir að fara út fyr-
ir rammann og tjá skoðanir hisp-
urslaust. Aðspurð út í hegðun sína
í ítarelgu viðtalið við tímaritið Nýtt
Líf árið 2006 eftir að hafa verið kosin
Kona ársins hafði hún þetta að segja.
„Ég hef fengið athugasemdir fyr-
ir hegðun mína og það hefur einn-
ig verið hringt á forsetaskrifstofuna
vegna hennar. Ég get bara ekki ann-
að en hagað mér eins og mér líður.
Ég get ekki látið eins og ég sé einhver
önnur en ég er, ég er ekki þannig. Ég
kem eins fram alla og get ekki breytt
mér. Ég vil samt biðjast velvirðing-
ar á framkomu minni hafi ég gengið
fram af einhverjum,“ segir forsetafrú-
in sem ber fyrir sig að hún hafi ekki
gengið í venjulegan skóla og því ekki
fengið formlega þjálfun sem fólk fær
í gegnum slíka skólagöngu.
Forsetinn ræddi þessa óhefluðu
framkomu Dorritar í viðtali við Kast-
ljós á Bessastöðum í haust þegar
hann tók þar á móti íslenska hand-
knattleikslandsliðinu eftir fræðgðar-
för þess á Ólympíuleikana í Peking.
Þar sló forsetinn á létta strengi og
sagði það fullreynt að fá Dorrit til að
fara eftir prótókollum. Eins og Eirík-
ur Jónsson bendir á virðist frjálsræði
Dorritar heilla landann en þó er ekki
öllum skemmt.
Vandræðaleg uppátæki
„Það fer ekki á milli mála að hún hef-
ur oft farið út fyrir prótókollið á op-
inberum vettvangi og ég hef sagt það
að forsetafrúin þurfi að halda sig við
prótókollið og formlegheit í fram-
komu og gæta sín á öllum uppátækj-
um. Það er nefnilega ekki það sama
að vera fræg poppstjarna og gang-
ast upp í því að bregða á leik í návist
fjölmiðla,“ segir Jón G. Hauksson, rit-
stjóri Frjálsrar verslunar. Í föstudags-
pistli sínum á heimur.is á dögun-
um gagnrýndi hann það dekur sem
honum finnst Morgunblaðið vera
að sýna forsetafrúnni. Komst hann
svo að orði að hann væri að öllum
líkindum ekki sá eini sem yrði eilít-
ið vandræðalegur fyrir framan sjón-
varpsskjáinn þegar Dorrit ákveddi að
bregða á leik fyrir myndavélarnar.
„En þjóðin lítur upp til hennar,
það er engin spurning, en það er eng-
um, hvorki Ólafi né forsetaembætt-
inu, greiði gerður með oflofi og dekri
eins og mér fannst Morgunblaðið
sýna þarna.“ segir Jón G. Hauksson.
Vandræðalegt atvik
Sem dæmi um óheflaða framkomu
Dorritar má nefna atvik sem margir
undruðu sig á er Friðrik krónprins
Danmerkur og eiginkona hans Mary
krónprinsessa sóttu Ísland heim í
maí á þessu ári. Krónprinsinn og hin
íðilfagra eiginkona hans fengu gífur-
lega athygli fjölmiðla hér á landi á
meðan á heimsókninni stóð og var
mikið fjallað um glæsileika prins-
essunar. Líklegt þykir að Dorrit hafi
fundist hún eitthvað út undan enda
vön að stela senunni hvar sem hún
kemur en þegar forsetahjónin fóru til
Þingvalla ásamt Friðrik og Mary um-
vafin fjölmiðlum missti Dorrit örlítið
hemil á sér að mati margra. Forseta-
frúin fór að stökkva upp á steina og
gera hinar ýmsu kúnstir til að fá at-
hygli ljósmyndara og þótti mörgum
uppátækið hið vandræðalegasta.
Björn Blöndal, ljósmyndari Séð
og heyrt, hefur fylgt forsetahjónun-
um eftir á ýmsum ferðalögum jafnt
innanlands sem utan. Hann seg-
ir áberandi hversu illa Dorrit láti að
stjórn. Hún geri það sem henni sýn-
ist þegar henni sýnist og eigi það til
að kljúfa sig út úr hópnum á opin-
berum samkomum, jafnvel bara til
þess að tína blóm úti í haga. Björn
segir forsetann oft árangurslaust
reyna að grípa fram fyrir hendurnar
á Dorrit og hafa hemil á henni. Birni
er í þessu sambandi sérlega minnis-
stætt þegar hann tók myndir af Dorrit
þegar hún skellti sér upp í leðurrúm
á sýningu í Listasafni Íslands. „Þetta
átti að vera eitthvert sadistarúm og
Ólafur reyndi að stoppa hana,“ seg-
ir Björn og bætir því við að forseta-
embættið hafi reynt að koma í veg
fyrir birtingu myndanna. Þá minn-
ist Björn þess einnig að einhverju
sinni hafi Dorrit yfirgefið föruneyti
forsetans úti á landi til þess að spila
körfubolta á háhæluðum skóm við
krakkahóp.
Fleiri viðmælendur blaðsins
höfðu á orði hversu hænd Dorrit
væri að börnum en sjálf er hún barn-
laus og segist aldrei hafa séð eftir
því að hafa ekki eignast börn. „Ég
lít svona vel út afþví ég á ekki börn.
Þegar þú eignast börn ertu upptekin
af þeim öllum stundum. Líka þegar
þau fullorðnast þá hefurðu áhyggjur.
Það er afar lýjandi.“
Ódauðlegar fréttir
„Ég hef bara einu sinni hitt hana. Það
var á BSÍ í fertugsafmæli Karls Th.
Birgissonar,“ segir Eiríkur Jónsson.
„Ég var leiddur til hennar og kynnti
mig. Hún leit á mig, brosti sínu blíð-
asta og sagði „I know you.““ Ekki þarf
að koma á óvart að Dorrit hafi þekkt
deili á Eiríki enda hafa fáir blaða-
menn íslenskir gert Dorrit betri skil
en Eiríkur. Fyrst í DV og síðar í Séð
og heyrt.
Á meðan Ólafur Ragnar og Dor-
rit nutu tilhugalífsins í því mátu-
lega svigrúmi sem þjóðin gaf þeim
skrifaði Eiríkur nokkrar ódauðlegar
fréttir um heitkonu forsetans eins
og Dorrit var jafnan nefnd í þá daga.
Þannig sagði DV frá því að Dor-
rit hefði vakið óskipta athygli þegar
hún stakk sér til sunds í sundlaug
Garðabæjar og synti í S þannig að
eftir var tekið. Þá gerði DV sérstaka
frétt um að kærustuparið hefði kíkt á
myndbandaleigu í Garðabænum og
sótt sér mynd til að horfa á á Bessa-
stöðum.
Ólafur Ragnar ræddi þennan
mikla áhuga í viðtali við Mannlíf í
byrjun árs: „Það væri mikil aftur-
för ef íslenskt samfélag breyttist á
þann hátt að forsetinn gæti ekki lifað
venjulegu lífi á eðlilegan hátt. Sem
betur fer er það enn hægt og engin
sérstök vandamál fólgin í því. Þegar
við Dorrit vorum að kynnast fund-
um við fyrir dálítið þrúgandi áhuga
hjá einstaka fjölmiðlasnillingum
sem meðal annars fóru að hringja
á vídeóleiguna þar sem við sóttum
okkur stundum myndir til þess að
reyna að komast að því hvaða mynd-
ir við værum að horfa á. En því hefur
nú linnt, sem betur fer.“
Áhugi þjóðarinnar á Dorrit hefur
þó hvergi nærri dvínað og fátt bendir
til annars en að hún geti stolið sviðs-
ljósinu hvar sem er og hvenær sem
er enda virðist þessi glaðværa dem-
antadrottning sem stal hjarta forset-
ans vera orðin sterkara sameining-
artákn en hann sjálfur.
kolbrun@dv.is, mikael@dv.is, toti@dv.is
Fyrstu kynni gunnar V. andrésson kynnti
dorrit fyrir þjóðinni með tár á hvarmi.
Mynd GunnAr V. Andrésson
Hlúð að heitmanni dorrit vék ekki frá
Óalfi á meðan hann lá sárþjáður með
brotna öxl í tilhugalífinu.
Mynd GunnAr V. Andrésson
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
39
98
6
11
/0
7
Húfur og vettlingar
1.990kr.Verð frá
í jólapakkann
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500