Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 26
föstudagur 5. desember 200826 Helgarblað Kýs „sveita- mann“ fremur en flagara Demantadrottningin Dorrit dorrit moussaieff glæsileg í myndatöku sem tekin var fyrir tímaritið Nýtt líf árið 2006. Dorrit Moussaieff er fimmta konan sem gerist húsfreyja á Bessastöðum. Þessi veraldarvana heimskona heill- aði Íslendinga með áhuga sínum á landinu og íslenskum veruleika sem er um margt býsna ólíkur þeim glys- heimi demanta og frægðarfólks sem hún lifði og hrærðist í áður en hún heillaði rakarasoninn frá Ísafirði og settist að við hlið hans á Bessastöðum. Dorrit hefur nýtt sambönd sín erlendis til þess að greiða götu íslensks lista- og viðskiptafólks á alþjóðavettvangi en hefur um leið heillað þjóðina með frjálslegri framkomu sem hefur oft á tíðum varpað skugga á sjálfan forsetann. Ólafur Ragnar Grímsson hefur átt í vök að verjast eftir banka- hrunið og niðurlægjandi hremmingar útrásarvíkinganna sem hann batt trúss sitt við. Dorrit heldur hins veg- ar áfram að glansa og nýtur án efa meiri almannahylli en eiginmaðurinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.