Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Síða 32
föstudagur 5. desember 200832 Helgarblað Þ að fauk svo í mig þegar ég las fyrir tilviljun blogg þar sem rætt var um að farið hefði verið illa með Jón Gerald son minn í bernsku þegar hann var í pössun hjá konu. Þar var skrifað að hann hefði svona ríka réttlætiskennd því það hafði verið farið svo illa með hann í bernsku. En fólk bloggar oft um það sem það þekkir ekki neitt og dæmir fólk án þess að þekkja alla söguna. Ég er til í að segja mína hlið málsins því ég vil gera eitthvað og stoppa svona slúður. En ég veit samt að maður stoppar aldrei alveg slúður.“ Íslenskir auðmenn lyginni lÍkastir „Það eru mörg ár síðan Jón Gerald sagði við mig: „Mamma, ef íslenska þjóðin vissi hvað þessir menn, það er þessir íslensku auðmenn, eru að gera myndi fólk ekki trúa því.“ Hann hafði heyrt það sem þeim fór á milli í snekkjunni frægu þar sem þeir voru boðsgestir. Og þá var hann að meina fleiri en Baugs- menn. Það var ótrúlegt að hlusta á það hvernig þeir ætluðu að spila sitt Matador og skipta gróðanum á milli sín. Og svo er þetta allt komið á daginn. Jón Gerald var meðvirkur með þeim, hann kann ekki að setja mörk og tekur á sig of mikla ábyrgð. Það eru ástæður fyrir því. Ég sé þetta allavega þannig og er hér bara að segja þetta eins og það snýr að mér. En hvar eigum við að byrja? Kannski á bernsku minni?“ tekin frá móður sinni ,,Ég var tekin af móður minni þegar ég var lítil því hún var ung móðir með berkla og við systkinin gátum ekki verið hjá henni. Hún var kornung manneskja og komin á Vífilstaði. Ég var sett í fóstur hjá góðum hjónum og því alin upp á ósköp venjulegu heimili. Við vorum tvö fóstursystkinin og það var svo vel hlúð að okkur og mikil reglusemi á heimilinu. En ég eignaðist dóttur þegar ég var ung, 17 ára, með Valbirni sem var frægur íþróttamaður á þeim tíma og kvenfólkið vitlaust á eftir honum. Við áttum ekki samleið. En dóttir mín var svo alin upp hjá raunverulegu móður minni. Hún hafði misst sín börn ung og þetta fór svona, mér var ýtt frá. Ég var 17 ára og ekki fær um að sinna minni skyldu. Ég var tilfinningarík og stjórnaðist af því. En ég komst í skóla til Svíþjóðar og fór síðar til Kanada 1961 til 1962. Í kjölfarið fór ég að fljúga hjá Loftleiðum á gömlu DC 6- vélunum sem tóku aðeins 81 farþega. Þetta var hörkufjör, allir voru ungir og hressir og uppgangur hjá flugfélaginu.Það var æv- intýrafólk í þessu starfi. Margt skemmtilegt fólk en þetta var erf- iðisvinna. Langar vaktir og maður þurfti að vaka og standa sig. Jón Gerald fæddist árið 1964. Ég hitti pabba hans og við urð- um ástfangin. En hann ætlaði sér nú aldrei að axla þessa ábyrgð. Hann er bandarískur og af þýskum ættum. Maður var í drauma- vímu þarna af ást. En ég var ósátt við að þurfa að ala drenginn upp ein. Ég hafði jú staðið í þessum sporum ein áður og var ósátt. Á þessum tíma var líka kominn alvarlegur alkóhólismi í mína fjölskyldu og fólk kunni ekkert að takast á við þetta þá. Feluleikur og vanþekking einkenndu umræðuna um drykkju- vanda. Fósturbróðir minn var þannig að áfengi breytti honum í erfiðan mann og það hafði verulega slæm áhrif á fósturmóður mína og splundraði heimilinu. Á þessum árum var það skömm fyrir fjölskyldu þegar menn „lentu í Bakkusi“. Þá var SÁÁ ekki komið og lítið um úrræði. Ég var svo ósátt að sitja ein uppi með dreng og brotna fjölskyldu en fann mitt öryggi í vinnunni. Flug- ið varð mitt líf og mitt öryggi. Þetta bitnaði á lífi Jóns Geralds, ekki spurning. Hann var á flakki hjá vandalausum og hjá mér til skiptis og hann vantaði festu. Jón var duglegur en hann hefur sjálfsagt verið ofvirkur. Og ég sjálf var alltaf að leika hetju, sem ég var ekki. Ég var orðin svo stressuð að ég var farin að nota Mogad- on sem læknar sköffuðu. En það fór ekki vel í mig að taka öll þessi lyf. Fólk þarf ekki svefnlyf eða áfengi til að deyfa sig ef það vinnur í sjálfu sér. En ég var ekki komin svona langt þá.“ Varð að taka til Í eigin garði Svo gerist það að kunningjakona mín, Anna heitin Guðmunds- dóttir, tók á móti fólki sem fór á Freeport og ég flaug stundum með þetta fólk og varð mjög spennt fyrir því sem þar var að gerast. Ég sá að þessi meðferð reyndist fólki vel. Loks skildi ég að alkó- hólismi var fjölskyldusjúkdómur hjá mér. Og mig langaði að fræð- ast um þessi mál. Þegar ég komst á fyrirlestur um fjölskyldusjúk- dóminn alkóhólisma opnaðist nýr heimur fyrir mér. Ég byrjaði að tengja þetta við fjölskyldu mína og við sjálfa mig. Það var mikil heppni að ég hitti konu, ráðgjafa hjá SÁÁ, sem sagði: „Guðlaug, þú getur ekkert átt við annarra manna neyslu. Þú verður að taka til í þínum eigin garði og læra á sjálfa þig. Það þarf enginn að nota áfengi eða svefnlyf.“ Og ég meðtók það og ég þakka henni fyrir þetta. Alveg fram að því finnst mér að ég hafi verið mjög upp- tekin af öðrum. Og Jón Gerald varð út undan. Hann var í pössun og ég var ekki að gera mína skyldu. Þetta bitnaði á honum. Hann varð að bjarga sér sjálfur og standa sig. Ég og fleiri gerðum óeðli- legar kröfur til hans um að standa sig. Eins og mér þótti og þyk- ir innilega vænt um hann. Hann er svo góð- ur strákur og hjartahreinn. En hann er svo mikill tilfinningamaður og finnst hann alltaf verða að standa sig. En hann er ekki bara almennilegur maður held- ur líka meðvirkur. Nú sé ég að hann var ekki gamall þegar sterk réttlæt- iskennd kom fram hjá honum. Ég er náttúrlega bara að tala fyrir mig. En ég upplifi það þannig að hann hafi ekki lært að maður þarf að kunna að setja mörk. Fólk veður oft inn fyrir landamæri annarra þótt því hafi ekki verið boðið þangað.“ get ekki spólað til baka „Ég hélt í starfið mitt í fluginu eins og það væri Guð almáttugur sjálfur og Jón ferðaðist mikið með mér og flæktist út um víð- an völl. En hann fékk ekki það uppeldi sem hann hefði þurft að fá. Ég sit uppi með það og get ekki spólað til baka. Ef ég hefði fengið mínar upplýsingar fyrr og lært á mig hefði þetta kannski farið öðruvísi. Ég var alltaf svo hrædd um hann. Hann fór í skóla í Ölfusinu hjá aðventistum. Ég var að reyna að finna öryggi fyrir hann og setti hann í þennan skóla. (Þetta var áður en ég tók til hjá mér sjálfri.) En hann gerði uppreisn þarna. „Þeir liggja þarna á bæn frá morgni til kvölds og svo er verið að misnota minnimáttar mann sem vinnudýr,“ sagði hann við mig. Jón Gerald tók þenn- an mann að sér og fór að berjast fyrir réttindum mannsins og að hann fengi hærra kaup. Og Jón var rekinn úr skólanum fyrir þetta. Þeir réðu ekkert við hann. Maðurinn grét þegar Jón fór því hann hafði aldrei eignast betri vin. Hann er ekkert fullkominn, tók til dæmis ekki leiðsögn held- ur vissi hlutina. Sjálfsagt partur af hans ofvirkni. Mér er minn- isstætt að ég fékk skólagjöldin ekki endurgreidd þegar hann var rekinn. Enda var ég einstæð móðir og það var aldrei tekið tillit til manns. Ég varð að basla og standa mig og ég reyndi að vera hetja. En loks tók ég til hjá mér og fór að viðurkenna minn vanmátt og ég er ekkert öðruvísi en hinir. Hluti af þessu var að ég fór á Staðarfell og tók á mínum málum. Þar fann ég svo vel að ég þarf ekki vín eða svefnpillur. Og ég lærði að ég þurfti ekki að eltast við einhverja hópa heldur vann ég í því að eiga eðli- leg samskipti við aðra og bera ábyrgð á eigin líðan. Ég hreinlega hætti að taka þátt í óheilbrigði. Vitanlega tók það sinn tíma að ná andlegum styrk og vinna sig upp aftur og því fór ég í hlutastarf hjá Flugleiðum. Það fór tími í að vinna úr mikilli reiði út í sjálfa mig. Ég var sjálfri mér svo reið fyrir hvernig ég hafði tekið vitlaust á þessu. En ég er þakklát fyrir 12 spora kerfið sem ég tel vera það besta sem Bandaríkjamenn hafa fært heiminum.“ fjölskyldusjúkdómur „En mín skoðun er sú að sonur minn hefði líka þurft að taka á sinni meðvirkni. Og samband okkar er því miður ekki eins og skyldi. Í dag lifi ég því lífi sem ég vil lifa. Meðvirknin var erfitt hlut- skipti undirlægjunnar sem þóknast og kann ekki að verja sig. Það á allt að vera svo fínt og slétt svo ekki má rugga bátnum. En þegar frá leið fór ég að njóta lífsins og vinnunnar minnar miklu betur. Og ég hélt áfram að fljúga í um það bil 43 ár. Það er ekki langt síðan ég hætti. Ég endaði minn feril hjá Air Atlanta. Og var orðin 62 ára þegar ég fór að vinna fyrir Þóru og Arngrím. Á þessu tíma- bili var Baugsmálið að byrja. Og ég held ég hafi verið leidd til Atlanta því þá heyrði ég svo lítið um það sem var að gerast. Það gerði mér gott. Og mér þykir svo vænt um Þóru Guðmunds- dóttur – maður hleypur ekki í vinnu 62 ára en hún samþykkti að fá mig aftur. Við höfðum kynnst þegar ég var hjá henni á árum áður og flækst um alla Afríku og unnið við pílagrímaflug. Árið 2001 byrjaði ég þar í föstu starfi og gerði víðreist um allan heim. Fékk að kynnast mörgum þjóðum og sá hvað Air Atlanta hef- ur unnið gott starf í að þjálfa mörg hundruð manns frá þriðja heiminum sem flugliða. Fólk frá Pakistan, Afríku, Indónesíu, Indlandi og víðar fékk þjálfun hjá Air Atlanta og hefur búið að henni æ síðan. Fólk fékk þarna tækifæri hjá Þóru og Arngrími sem annars hefðu kannski aldrei boðist í lífinu.“ að leika sér með annarra manna peninga „Ég var því árum saman á ferðinni um heiminn og sökkti mér ekki niður í Baugsmálið. En Jón Gerald sagði mér frá því að efnamennirnir hefðu rætt um það hvernig þeir ætluðu að skipta auðnum á milli sín. Mér blöskraði það. Þeir voru komnir í lána- starfsemina og áttu bankana og þurftu að eiga alla skapaða hluti. Það gat engin búð verið í friði. Allt var keypt upp af fáum auðmönnum. Þetta var náttúrlega óeðlilegt. Síðan fékk ég óvænta upphringingu, dóttir mín sagði mér frá því að Jón Gerald hafi kært Baugsfeðga – ég var að koma heim frá Nígeríu og svaf heldur lítið þá nótt, leist ekki á þetta. En hann var orðinn fullorð- inn og maður getur ekki stjórnað öðru fólki. Samskipti okkar voru líka orðin minni en áður.“ Hallærislegur farsi „En þegar sonur minn kærði Baugsmenn held ég að hann hafi einfaldað hlutina of mikið fyrir sér. Hann vissi að þeir voru að gera misjafna hluti og ætlaði sér ekki að láta þá setja sig út á gaddinn heldur ætlaði einungis að bjarga sér. En svo var búinn til hér sá hallærislegasti farsi sem um getur. Hann leitaði til Jóns Steinars lögfræðings. Hvað var sá maður að hugsa? Og mig lang- ar að spyrja: Hvernig datt lögfræðingnum í hug að Jón Gerald gæti farið í málaferli við svokallaða auðmenn? Betri er mögur sátt en feitur dómur – þetta las ég einhvers staðar. Jón Gerald vann málaferli í Bandaríkjunum og þeir urðu að borga honum. En hann hafði ekkert í málaferlin hér. Og ég spyr mig: Var ekki miklu meira sem hékk á spýtunni heldur en Jón Gerald vissi um? Hann leit aldrei á þetta sem pól- itískt mál og var að bjarga sér fjárhagslega en á Íslandi var hamr- að á því að þetta væri pólitískt mál. Gleymum því ekki að Jón Gerald hafði búið erlendis í 20 ár og gerði sér ekki grein fyrir því að íslenskt samfélag er klíkusamfé- lag – maður verður að tilheyra ákveðnum klíkum.“ HVað er að okkur Íslendingum? „Ég er farin að trúa því að valdamenn hafi ætlað sér að klekkja á Jóni Ásgeiri sem var orðinn of valda- og áhrifamikill hér. Þetta snýst um peninga en þó aðallega um völd. En hver skapaði þennan jarðveg og gerði nokkrum auðmönnum kleift að eignast svona mikið? Voru það ekki Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn? Hvers vegna var ekki bindiskylda á bönkunum? Davíð Oddsson og Valgerður Sverrisdóttir voru við völd og hvað voru þau að hugsa? Jarðvegurinn var þannig að auðmenn gátu eignast allt. Svo geta fáir menn eignast kvótann og tekið hann úr sjávarpláss- unum. Hvað er að okkur Íslendingum? Þessi farsi, Baugsmálið, var búinn til og minnir mig helst á Geirfinnsmálið en þar var líka búinn til farsi um fólk af siðblind- um mönnum. Hvernig stendur svo þjóðin í dag? Af hverju leyfð- um við þessu að gerast? Hvað heldur seðlabankastjóri að hann Guðlaug með Jón átta mánaða „Jón gerald fæddist árið 1964. Ég hitti pabba hans og við urðum ástfangin. en hann ætlaði sér nú aldrei að axla þessa ábyrgð. Hann er bandarískur og af þýskum ættum. maður var í draumavímu þarna af ást. en ég var ósátt við að þurfa að ala drenginn upp ein.“ Tveggja ára gutti að sögn guðlaugar var Jón gerald óttalegur óþekktarangi sem barn og enginn réð við hann. Hún telur að í dag hefði hann verið greindur ofvirkur. Í vinnuferð í Nígeríu „Við urðum að hafa lífverðina með okkur hvert sem við fórum.“ Í pílagrímaferð með flugfélaginu Saudia guðlaug með írönskum vinum sínum í einni af pílagrímsferðum sínum. með hina helgu borg medinu í bakgrunni. Helgarviðtalið SiGrÍður ArNArdóTTir sirryarnar@gmail.com

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.