Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Page 46
föstudagur 5. desember 200846 Sakamál
Prestur og harðstjóri Í augum ættingjanna voru orð
prestsins lög. Konur, synir og dætur sem ekki hlýddu honum í einu og öllu áttu
ekki von á góðu. sagt var að höfuð þeirra, sem settu sig upp á móti honum,
hefðu verið moluð, líkamar þeirra hlutaðir niður og kastað á skarn.
Hann var andras Pandy, prestur af ungversku bergi brotinn, búsettur í belgíu
þar sem hann þjónaði samfélagi ungverskra mótmælenda. Hann var heillandi
prestur og varð vinsæll og vellauðugur. en Pandy var ekki allur þar sem hann var
séður.
Lesið um andras Pandy í næsta helgarblaði dV.
Læknirinn
sem aLdrei var
Jean-Claude Romand lifði upplognu lífi í hartnær tvo áratugi. Fjölskylda og vinir álitu hann framúrskar-
andi lækni og vísindamann. Í raun eyddi hann dögunum í ráp og iðjuleysi. Svo fór að lygavefurinn varð
Jean-Claude um megn og hann tók afdrifaríkar ákvarðanir í örvæntingu.
umsjón: KoLbeinn þorsteinsson, kolbeinn@dv.is
Frakkinn Jean-Claude Romand,
var hæglátur, snyrtilegur, viðfelld-
inn maður og læknir. Það var í það
minnsta það sem hans nánustu og
vinir hans héldu. En líf Romands
var byggt á lygi, ekki stórri, en lygi
engu að síður, því hann hafði aldrei
staðist læknisprófið.
Um átján ára skeið blekkti hann
fjölskyldu og vini. Ekki aðeins
héldu þau að hann væri framúr-
skarandi læknir heldur einnig að
hann ynni hjá Alþjóðaheilbrigð-
isstofnun Sameinuðu þjóðanna,
og að hann væri við að finna upp
lækningu gegn krabbameini.
Romand lagði reyndar stund á
læknisnám, en mestan hluta tím-
ans lá hann í sinnuleysi uppi í
rúmi, borðaði dósamat og tók ekki
á móti þeim sem heimsóttu hann.
Til að útskýra fjarveru sína sagði
hann einum samnemanda sínum
að hann væri með krabbamein,
ekki alvarlegt, en krabbamein engu
að síður. Þeirri vitneskju var hald-
ið innan lítils hóps. Ein þeirra sem
vissu þetta var Florence, sem Rom-
and hafði endrum og sinnum sleg-
ið sér upp með.
Sækir tíma í tólf ár
Að lokum fór svo að Romand var
tjáð af yfirvöldum skólans að hann
gæti ekki tekið þriðja árs prófin, en
hann gæti sótt um aftur sem annars
árs nemandi. Þetta gerði Romand,
aftur og aftur um tólf ára skeið.
Í millitíðinni hafði samband
hans og Florence eflst. Florence
hafði reyndar fallið í læknisfræði,
en ákvað þess í stað að reyna við
lyfjafræði. Henni var með öllu
ókunnugt um blekkingar Jeans-
Claudes, þau trúlofuðust og hún
fullvissaði vini sína um að Jean-
Claude yrði meiriháttar læknir.
Reyndar var Romand sömu skoð-
unar og hann tilkynnti henni að
hann hefði lokið læknisfræðinni og
hefði boðist vinna hjá rannsókn-
arstofnun. Skömmu síðar tilkynnti
hann heitkonu sinni að hann hefði
verið færður til alþjóðaheilbrigð-
isstofnunar Sameinuðu þjóðanna
þar sem hann mundi vinna að
rannsóknum.
Til að fullkomna blekkinguna
sagði Jean-Claude að krabbamein-
ið sem hefði hrjáð hann hefði hop-
að, og því var ekkert því til fyrir-
stöðu að hann kvæntist Florence,
sem hann gerði og eignuðust þau
tvö börn.
Vinur áhrifamanna
Eins og oft vill verða vafði lygi
Jeans-Claudes upp á sig, og eins og
hendi væri veifað varð Jean-Claude
frábær vísindamaður hjá WHO,
þar sem hann vann að lækningu
á krabbameini. Hann talaði ekki
mikið um vinnu sína, en því var
varpað fram að hann væri trúnað-
armaður fyrrverandi forsætisráð-
herra Frakklands, Laurents Fabius,
og góðvinur Bernards Kouchner,
ráðherra í ríkisstjórn Frakklands.
Í alla staði var Jean-Claude fyr-
irmyndarborgari. Fjölskyldan hafði
sest að í litlum fjallabæ, Jura, og
hann var í miklu sambandi við aðra
lækna í bænum og álitinn burðarás
í bænum.
Með reglulegu millibili fór Rom-
and yfir til Sviss, heimsótti heil-
brigðisstofnun Sameinuðu þjóð-
anna og hirti þar ýmisleg skjöl og
bæklinga sem ekki þurfti að greiða
fyrir. Annars eyddi hann dögunum
á hótelum þar sem hann kynnti sér
Sviss, enda þurfti hann að vita eitt-
hvað um landið sem allir héldu að
hann ynni í.
Lygavefurinn raknar upp
Eftir því sem tíminn leið jókst álag-
ið á Jean-Claude. Áhyggjur af því
að upp kæmist um lygarnar sem
hann hafði borið á borð og áhyggj-
ur vegna fjármála lögðust þungt á
hann. Hann hafði talið tengda-
móður sína, Corinne Hourtin, á
að láta hann fá yfirráð yfir öllu fé
hennar, svo hann gæti fjárfest í
banka; það yrði ekki mikið mál,
hann ætlaði að hitta Bernard
Kouchner og Corinne væri vel-
komið að slást í hópinn.
Móðir Jeans-Claudes hringdi
og skildi ekkert í að kominn var
mikill yfirdráttur á bankareikn-
ing hennar. Jean-Claude reyndi að
róa hana og fullvissaði hana um
að hann myndi bjarga því. Alstað-
ar í kringum hann var veröldin að
hrynja. Starfsmaður skólans í Jura
þurfti að ná í hann, en vissi það eitt
að hann ynni hjá WHO, en þegar
hann hringdi þangað hafði enginn
heyrst á Jean-Claude minnst.
Myrðir fjölskylduna
Jean-Claude gerði misheppnaða
tilraun til að myrða tengdamóð-
ur sína þegar þau ætluðu að „hitta
Kouchner“, en vissi að næsta fórn-
arlamb yrði Florence. Föstudags-
kvöld eitt sátu þau hjónin í stofunni
og hann reyndi að verjast spurn-
ingum eiginkonu sinnar, sem urðu
sífellt áleitnari. Þeagr hún um síð-
ir dottaði í sófanum notaði Jean-
Claude tækifærið og barði hana til
bana með kökukefli.
Morguninn eftir sagði Jean-
Claude börnum sínum að mamma
ætlaði að sofa fram eftir, og fór með
þeim inn í stofu til að horfa á sjón-
varpið.
„Ég vissi að eftir að hafa drepið
Florence yrði ég að drepa Caroline
og Antoine og að þessi andartök
fyrir fram sjónvarpið yrðu þau síð-
ustu sem við myndum njóta sam-
an,“ sagði Jean-Claude seinna.
Caroline kvartaði yfir kulda og
Jean-Claude varð henni samferða
upp í svefnherbergi hennar, þar
fékk hann hana til að leggjast á
rúmið, setti kodda yfir andlit henn-
ar og skaut hana með riffli. Síðan
kallaði hann á Antoine, og um leið
og drengurinn kom inn í herbergið
skaut faðir hans hann.
Foreldrar og hundur
Eftir að hafa myrt fjölskyldu sína
lokaði hann húsinu vandlega og ók
sem leið lá heim til foreldra sinna
í Clairvoix. Hann skaut föður sinn
í bakið eftir að hafa lokkað hann
upp á aðra hæð hússins, og síðan
skaut hann móður sína þar sem
þau stóðu augliti til auglitis. Hann
mundi seinna hvernig fölsku tenn-
urnar höfðu dottið úr munni henn-
ar þegar hún féll, hann setti þær á
sinn stað aftur. Síðasta fórnarlamb-
ið var labradorhundur foreldr-
anna.
Að þessu loknu ók Jean-Claude
Romand heim á ný, tók inn stóran
skammt af lyfjum, skvetti olíu í bíl-
skúrinn og kjallarann og bar eld að.
Síðan lagðist hann við hliðina á dá-
inni eiginkonu sinni og beið þess
sem verða vildi.
Jean-Claude varð ekki að þeirri
ósk sinni að verða fjölskyldunni
samferða inn í eilífðina. Honum
var bjargað af slökkviliði bæjarins.
Við réttarhöldin komu í ljós hin-
ar stórfurðulegu lygar sem hann,
fjölskylda hans og vinir höfðu lif-
að við.
Réttarhöldin fóru fram 1993, og
hann hlaut ekki náð fyrir augum
kviðdómenda. Hann var dæmdur
til lífstíðarfangelsis en getur sótt
um reynslulausn 2015, þegar hann
verður sextíu og eins árs.
KoLbeinn þoRSteinSSon
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Hann talaði ekki mikið um vinnu
sína, en því var varpað fram að
hann væri trúnaðarmaður fyrr-
verandi forsætisráðherra Frakk-
lands.
Fjölskylda Romands örvænting
hans rak hann til ódæðisverka.
Úr blöðum ekki einu sinni
romand skildi hvernig
hann gat blekkt sína
nánustu í svo langan tíma.
Vantar þig fjármálaráðgjöf?
Þarftu að ná áttum í peningamálunum?
lVið gerum heildar yfirlit yfir fjárhagsstöðuna
lVið semjum við kröfuhafa um gjaldfallnar skuldir
lVið aðstoðum þig við fasteignaviðskipti
lVið gerum verðmat á fasteigninni þinni
lVið bendum þér á hvar má spara og minnka útgjöld
Hringdu núna!
Það er auðveldara að taka á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík Sími 510-3500 og 615-1020
Guðrún Hulda Ólafsdóttir hdl
Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali
Geymdu þessa auglýsingu – Hún getur komið sér vel