Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Side 52
föstudagur 5. desember 200852 Konan Lengdu endingartímann maskari getur oft verið dýr fjárfesting og þess vegna er enginn ástæða til að minnka endingartíma hans. Passaðu þig því á að pumpa ekki burstann í hylkinu þar sem maskarinn getur þurrkast upp með tímanum. snúðu burstanum frekar létt í maskarahylkinu þegar þú dregur hann upp, þá endist maskarinn mun lengur. Florence Helga Thibault er alin upp í Frakklandi en heldur tryggð við Ísland, land móður sinnar, með því að senda ungum Íslendingum bráðskemmtilegar og litríkar Lúl- úsögur. Florence Helga er afkasta- mikil ung kona sem býr ekki ein- göngu til einstaklega fallegar bækur fyrir yngstu kynslóðina heldur hef- ur hún líka hannað skartgripi fyrir Louis Féraud, lampa og aðra skraut- muni fyrir Soyons Fou og bækling fyrir 66°N í Lyon. Hún hefur feng- ið mikið lof fyrir starf sitt, bæði hér sem erlendis. Bækurnar eru tilvald- ar til að skoða með fullorðna fólk- inu og njóta saman ævintýranna sem birtast á hverri blaðsíðu. Florence Helga býr með manni og barni í París, en hefur nú þeg- ar sent heim 4 skemmtilegar sögur um kisuna Lúlú: Dagur í lífi Lúlú, Lúlú kann að telja, Lúlú lærir litina og síðast en ekki síst Lúlú heldur jól. Bækurnar eru innbundnar og 20 blaðsíður. hver og henta vel litl- um höndum til að fletta, klappa og strjúka. Bókaútgáfan SALKA gefur út. Fjórar frábærar bækur komu nýverið út um kisuna Lúlú eftir Florence Helgu Thibault. Dagur í lífi Lúlú, Lúlú kann að telja Lúlú, lærir litina og síðast en ekki síst Lúlú heldur jól LúLú kemur tiL ísLands umsjón: kolbrún Pálína helgadóttir, kolbrun@dv.is einLæg kurteisi er faLLeg ragnhildur magnúsdóttir, útvarps- kona á bylgjunni. Hvað borðar þú í morgunmat? „ef ég hef lyst á morgnana þá eru það vínber.“ Hver er uppáhaldsdrykkurinn þinn? „kaffi - ég og kaffi eigum vel saman.“ Hvar líður þér best? „innan um gott fólk, þegar ég er að hlaupa, í íslenskri náttúru og í new York.“ Hvaða bók er á náttborðinu þínu? „4 bækur núna, meðal annars the tipping Point og bók um engla sem marsibil, vinkona mín, gaf mér.“ Hvernig heldur þú þér í formi? „Ég hleyp hátt í klukkutíma í senn, fer í ræktina eða geng á fjöll.“ Hvaða snyrtivörur notar þú dagsdaglega? „maskara, augnblýant og varasalva / gloss.“ Hvar kaupir þú helst föt? „finnst gaman að kaupa föt heima í kalíforníu en er alveg opin gagnvart þessu, adidas, juicy Couture, marc jacobs, eitthvað á flóamarkaði, breytir engu ef ég fíla það. uppá- haldssokkabuxurnar mínar fékk ég til dæmis bara í apóteki.“ Hvað gerir þú þegar þú vilt dekra við sjálfa þig? „fer til útlanda eða í árbæjarlaugina og slaka á.“ Hvert er þitt helsta fegurðarráð? „mér finnst fólk sem er eðlilegt og tilgerðarlaust fallegt. kurteisi er falleg þegar hún er einlæg, annars er hún bara kjánaleg.“ Hver er þín fyrirmynd? „tina turner er ein af þeim og svo á ég eina vinkonu sem er hreinlega fullkomin manneskja og góður karakter.“ Kona viKunnar Styrktarfélagið gefur nú fyrir jólin út óróann „Grýlu” en hún er hluti af „jólasveinaseríu” félagsins. Þetta er í þriðja sinn sem óróinn kemur út en óróarnir frá félaginu hafa síðustu þrjú ár prýtt jólatré Reykvíkinga, Óslóartréð. Katrín Ólína Pétursdóttir og Hallgrímur Helgason leggja félaginu lið þetta árið, hann fæst við orðin en hún við stálið. kvenLegur frumkraftur grýLu NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði „Óróinn er þriðji hluti í seríu sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að síðustu þrjú ár. Hugmyndin er að í hvert skipti leggi saman krafta sína rithöfundur sem yrkir jólakvæði og hönnuður sem vinnur með hringform og myndgerir í því séríslenskar hugmyndir um jólin,“ segir Katrín Ólína iðnhönnuður með meiru því einnig fæst Katrín við sköpun á mjög víðu sviði. Katrín Ólína og Hallgrímur Helgason fengu það hlutverk að leggja félaginu lið þetta árið og fengu frjálsar hendur við verkið. „Við Hallgrímur drógumst að Grýlu í stað þess að taka jólasvein fyrir og það á ágætlega við á þessu ári. Það mætti eiginlega segja að Grýla hafi ákveðið að koma til byggða sjálf á þessu ári. Hún á kannski von á að komast í feitt að þessu sinni,“ segir Katrín um hugmyndina á bak við óróann. Aðspurð segir Katrín það vissulega vandaverk að gera jólaskraut úr vondri Grýlu, því kröfur til skrauts eru þær að það fegri umhverfið. „Grýla hefur verið með okkur svo lengi í anda að nú er kannski kominn tími til að viðurkenna hana og taka hana í sátt í eitt skipti fyrir öll. Tilefnið er ærið því að þessu sinni er hún komin til að styrkja fötluð börn og ungmenni, henni er því ekki alls varnað, greyinu.“ Katrín Ólína var með alls konar hugleiðingar um Grýlu á meðan á hönnun óróans stóð. „Það fór ýmislegt í gegnum huga minn um þetta hryllilega fyrirbæri sem greipt er í meðvitund okkar, á hlaupum með poka yfir öxl á eftir börnum í teikningum eins og þessari eftir Tryggva Magnússon í bókinni Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum til dæmis. En þegar aðeins lengra er hugsað er vel líklegt að Grýla standi fyrir frumkraft sem er kvenlegur í eðli sínu og tengist nóttinni, tunglinu, móður náttúru, innsæi og þess háttar krafti sem hefur í gegnum söguna þótt stórhættulegur.“ Katrín Ólína segir samstarfið við Hallgrím hafa gengið eins og við var að búast. „Það gekk eins og í sögu að vinna með Hallgrími. Hann orti magnað Grýlukvæði. Grýlan sem ég bjó til minnir á næturhimin, grýlukerti, tungl og glettna kellu með langt nef.“ Ásamt því að eiga heiðurinn af þessum glæsilega óróa sem hægt verður að nálgast í verslunum Epal og Casa er Katrín Ólína með sýningu í Listasafni Reykjavíkur um þessar mundir. „Á þessari sýningu sýni ég 85 fermetra teikningu og teiknimyndaverk í F-sal Hafnarhússins. Sýningin mín er hluti af stærri samsýningu, ID-lab sem Ólöf K.Sigurðardóttir er sýningarstjóri að. Verkið er fantasíuheimur og kallast Ugluspegill og er vísun í spegilmyndina samanber upphaf/ endi meðal annars. Verkið er óður til tunglsins, náttúrunnar, tilfinninganna og draumsins,“ segir hönnuðurinn og listamaðurinn Katrín Ólína að lokum um leið og hún býður alla velkomna á sýninguna. kolbrun@dv.is GRÝLA grýla bíður bakvið horn á brókarsíðum frakka. hún er gömul galdranorn sem gleypir vonda krakka. gnístir saman tönnum tveim, með tungulöngu slefi vætir hár á vörtum þeim sem vaxa á hennar nefi. eyrnalöng með loðin brjóst og ljóta fúaleggi. gerir myrkrið morgunljóst mygluskán í skeggi. í bensínstybbu bíður hún í bílastæðahúsum með úldið glott og ygglibrún, eyrun full af músum. Þann neysluóða nöldursegg sem nýtur þess að væla og pantar á jólum páskaegg á pönnu mun hún spæla. en næpuhvítan nammigrís í nestisboxið setur og þá sem borða bara ís hún bryður líkt og hnetur. í skammdeginu skjót sem ör hún skýst á milli bíla. Þar sem spenna spillir för spennir beltið grýla. og fim sem köttur kerling er, í kveiktum jólaljósum á milli húsa hún sveiflar sér og safnar frekjudósum. Því frekjan á sinn fastagest í formóður sinni, grýlu. en þó finnst henni bragðast best börn sem eru í fýlu. Við skulum því ekki hafa hátt og hátíðlega lofa foreldrum okkar friði og sátt og fara snemma að sofa. og ef við verðum áfram góð eftir næturhvílu við sjáum hvar fennir um foldarslóð í fýlusporin grýlu. Hallgrímur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.