Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.2008, Qupperneq 56
föstudagur 5. desember 200856 Tónlist
Fleetwood Mac á túr goðsagnakennda
hljómsveitin fleetwood mac hefur tilkynnt um fyrsta
tónleikatúr sinn í fimm ár. Í þetta skiptið verður þetta
svokallaður „greatest hits“-túr eða allt það besta sem
sveitin hefur sent frá sér á löngum og farsælum ferli.
fyrstu tónleikarnir fara fram fyrsta mars í Pittsburgh en
enn sem komið er hefur eingöngu verið tilkynnt um
tónleika í bandaríkjunum og Kanada.
umsjón: Krista hall, krista@dv.is
Kristinn Gunnar Blöndal sendir frá sér sína fyrstu sólóskífu undir listamannsnafninu Bob Justman í dag.
Hann segir alla plötuna vera hjartasorg og lögin vera samin beint frá hjartanu.
FÓlK er
VeSeN
SKÖTUHLA‹BOR‹
Á fiORLÁKSMESSU
Bjó›um einnig upp á sali til útleigu fyrir
15 til 300 manns: Fundahöld, árshátí›ir,
afmæli, ættarmót, fyrirtækjamóttökur,
starfsmannahóf, florrablót, giftingaveislur.
Vesturgata 2
Sími 552 3030.
Fax 561 7758
GSM 840-2566
www.restaurantreykjavik.is
restaurant@restaurantreykjavik.is
ÁSAMT JÓLAHLA‹BOR‹I
PANTA‹U Í
SÍMA 552 3030
Kristinn Gunnar Blöndal hóf tón-
listarferil sinn einungis þrettán ára
í dauðarokkshljómsveitinni Solit-
ery og hefur síðan þá verið virkur
þátttakandi í íslenskri tónlistarsenu.
Meðal annars hefur hann spilað
á orgel í Botnleðju, þeytt skífum á
skemmtistöðum borgarinnar undir
plötusnúðanafninu KGB og spilað á
alls kyns hljóðfæri með hinum ýmsu
hljómsveitum. Í dag sendir hann frá
sér sína fyrstu sólóplötu, Happiness
& Woe undir listamannsnafninu Bob
Justman.
„Það eru þrjú lög á plötunni sem
eru alveg orðin tíu ára gömul. Ég
byrjaði að semja þetta sem ég er að
gefa út núna þegar ég bjó í London.
Ég þorði bara aldrei að gera neitt
meira í þessu. Ég hugsaði einhvern
veginn alltaf með mér hvað ég væri
að vilja upp á dekk og hvað ég héldi
að ég gæti eitthvað sungið. Langmest
af tímanum mínum síðustu ár hef-
ur farið í að manna mig upp í það að
syngja,“ segir Kristinn.
Þreyttur á að vera í hljómsveit
„Ég var búinn að vera í hljómsveitum
svo lengi og var orðinn þreyttur á því.
Fólk er vesen. Einhvern veginn varð
því pælingin hjá mér að gera þessa
plötu bara einn. Ég samdi hvert ein-
asta snitti á henni fyrir utan einhvern
performans sem hljóðfæraleikararn-
ir komu með inn í þetta til að lita lög-
in aðeins,“ segir Kristinn sem upp-
haflega tók plötuna upp sjálfur, einn
með sjálfum sér.
„Svo vildi ég hafa aðeins meiri
life-fíling í þessu og tók plötuna
upp aftur með hljómsveit. Flís spil-
ar flesta grunnana, Amiina spilar
strengina, Orri trommari í Sigur Rós
spilar í einu lagi, Siggi Guðmunds
í Hjálmum í öðru lagi og svo syng
ég einn ástardúett með Ragnheiði
Gröndal.“
Ástarplata með öllu tilheyrandi
Sjálfur segir Kristinn plötuna ekki
vera partíplötu heldur frekar plötu
sem maður hlusti bara á fyrir sjálf-
an sig. „Öll platan er hjartasorg. Það
virðist hafa verið rosalega rauður
þráður í því sem ég geri að það verð-
ur einhvern veginn hálfsorglegt
alltaf. Ég veit ekki af hverju það
gerist. Lögin á plötunni eru eins og
sögur úr mínu lífi,“ segir hann.
Kristinn segist hafa verið ákveð-
inn í því að vera ekki með nein-
ar myndlíkingar í textum sínum.
„Ég vildi semja eitthvað sem kæmi
beint frá hjartanu eins hættu-
legt og það er. Maður er að taka
ákveðinn séns með því að standa
svona berskjaldaður. Ég hugsaði
með mér að ef þetta ætti að vera
eitthvað sem skipti einhverju máli
fannst mér þetta verða að vera ein-
lægt. Þetta er í rauninni bara ást-
arplata með öllu sem því fylgir
en það virðist samt sem ástin falli
frekar í aðra áttina en hina svo það
verður meiri sorg sem kemur út úr
því en gleði.“
Happiness & Woe kemur í allar
betri hljómplötuverslanir í dag og
hyggst Kristinn halda útgáfutón-
leika eftir áramót. Hægt er að kynna
sér Bob Justman betur á myspace-
síðunni: Myspace.com/bobjust-
man.
krista@dv.is
Bob Justman gefur út sína fyrstu
sólóplötu í dag.
„Ég vildi semja eitthvað sem kæmi beint
frá hjartanu eins hættulegt og það er.“
Mynd LiLJa Birgisdóttir