Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.2008, Blaðsíða 12
föstudagur 12. desember 200812 Helgarblað Á þessum síðustu og verstu tímum þegar fátt annað er rætt en tap ríkra og fátækra vegna bankakreppunnar svonefndu er ekki úr vegi að huga að ríkustu mönnum sögunnar. Tímaritið Forbes hefur gefið út lista yfir tvö hundruð ríkustu menn sögunnar og kennir þar margra grasa. Margir þeirra sem komast á listann eru farnir yfir móðuna miklu, og þurfa því ekki að horfa í gaupnir sér, hnuggnir vegna taps í kreppunni. Hinir þurfa kannski ekki að hafa áhyggjur, því þeir eru á listanum, og til þess að komast á hann nægir ekki að vera milljónamæringur. Milljarður er lágmarkið. Engan Íslending er að finna á listanum, hvorki lífs né liðinn. GenGhis Khan auðuGastur Bandaríska tímaritið Forbes hef- ur sett saman lista yfir 200 ríkustu menn mannkynssögunnar og kennir þar ýmissa grasa. Nöfn margra á list- anum hljóma kunnuglega, en flesta þessara auðugustu manna sögunn- ar má telja óþekktar stærðir í huga annarra en þeirra sem lifa og hrær- ast annðhvort í sögu eða fjármálum, eða hvoru tveggja. Eitt hundrað og fimmtán manns af þessum tvö hundruð manna lista eru bandarískir, og kemst ekkert land með hælana þar sem Banda- ríkin eru með tærnar með tilliti til fjölda einstaklinga á listanum. Ellefu koma frá Rússlandi, níu frá Bretlandi eða Breska samveldinu, níu frá Ind- landi og önnur lönd eiga síðan færri fulltrúa á listanum. Þess ber að geta að enginn Íslendingur er á þessum lista Forbes-tímaritsins. Genghis Khan Sá sem ber höfuð og herðar yfir alla á lista Forbes er Genghis Khan, stofnandi móngólska heimsveldis- ins. Nafn hans hefur allajafna ekki verið tengt peningum eða auði. Í huga flestra tengist Genghis Khan frekar harðstjórn og grimmd. Hvað sem slíkum vangaveltum líður má teljast augljóst, við nánari íhugun að leiðtoga jafnvíðfeðms ríkis og það mongólska var hefur varla skort fé. Forbes-tímaritið metur Genghis Khan á litla 713,2 milljarða banda- ríkjadala. Genghis Kahn fæddist 1162 og stofnaði mongólska veldið 1206 þegar hann sameinaði fjölda ættbálka Norðaustur-Asíu. Síðan réðst hann til atlögu við nágranna- ríkin og á valdatíma hans náði mongólska veldið yfir verulegan hluta Mið-Asíu. Uppspretta auðs Genghis Kahns var hið víðfeðma ríki hans. Genghis Kahn lést árið 1227 og var grafinn í ómerktri gröf á óþekktum stað. Eftir Genghis Kahn er haft: „Mesta ham- ingjan felst í að sigra óvini þína, að hrekja þá undan sér, að ræna þá auð sínum, að sjá ástvini þeirra laugaða tárum, að þrýsta að brjósti þínu kon- um þeirra og dætrum.“ Rockefeller-ættin Næstan til sögunnar má nefna John D. Rockefeller. Ólíkt Genghis Khan er ríkidæmi fyrsta hugtakið sem kemur upp í hugann þegar Rocke- feller ber á góma. John D. Rocke- feller er í öðru sæti á lista Forbes sem metur hann á 318,3 milljarða bandaríkjadala. Hann nær því ekki að verða hálfdrættingur miðað við Genghis Khan. John Davison Rockefeller fæddist 1839 og dó 1937. Hann var banda- rískur iðnjöfur og stofnaði olíufélag- ið Standard Oil árið 1870 og veitti því forstöðu þar til hann settist formlega í helgan stein árið 1897. Rockefell- er losaði sig ekki við hlutabréfin og þegar mikilvægi olíu jókst varð hann vellauðugur, og gott betur því hann varð auðugasti maður í heimi og fyrsti bandaríski milljarðamæring- urinn. Hann er iðulega talinn hafa verið ríkasti maður sögunnar. Fyrir utan auð sinn hefur hon- um verið talið til tekna að hafa ver- ið brautryðjandi góðgerðarstarfsemi í þeirri mynd sem nú þekkist. Sagan segir að allt frá því hann fékk fyrstu laun sín hafi hann gefið tíu prósent tekna sinna til kirkju sinnar. Eftir því sem auðlegð hans jókst jukust einnig fjárframlög hans, sem gjarna runnu til menntunar- og heilsumálefna. John D. Rockefeller er ekki eini sinnar ættar á lista Forbes. Á listan- um er einnig að finna John D. Rocke- feller yngri og William Rockefeller, bróður John D. eldri. John D. Rockefeller yngri er í 17. sæti listans, metinn á 141,4 millj- arða bandaríkjadala, og William Rockefeller, sem stofnaði Standard Oil með John D. eldri, er í 79. sæti, og er metinn á 28 milljarða banda- ríkjadala. Í þriðja sæti listans er Andr- ew Carnegie. Hann fæddist 1835 í Skotlandi, en auðgaðist í stáliðnaði í Bandaríkjunum. Líkt og John D. Rockefeller eldri lét hann góðgerð- armál sig miklu varða. Hann er met- inn á 298,3 milljarða bandaríkjadala. Andrew Carnegie dó 1919. Keisarar og kóngar Eðli málsins samkvæmt er að finna á lista Forbes fjölda manna sem voru drottnarar í ríki sínu, keisarar, fara- óar og konungar eða drottningar. Einn þeirra sem fylla þann flokk er Nikulás II Rússlandskeisari frá 1894 til 1917. Hann er í fjórða sæti list- ans, metinn á 253,5 milljarða dala. Uppspretta auðs Nikulásar var ætt hans, en hann var af Romanov-ætt- inni sem var við völd í Rússlandi frá 1613-1917, þegar öll fjölskylda Nik- ulásar var myrt í rússnesku bylting- unni. Vilhjálmur II Englandskonung- ur frá 1087 til 1100 er í 15. sæti list- ans. Hann er metinn á 151,7 millj- arða dala og fast á hæla hans, í 16. sæti er Elísabet I Englandsdrottning frá 1558 til 1603. Hún var af Tudor- ættinni, fimmti og síðasti einvald- ur þeirrar ættar á Englandi. Hún er metin á 142,9 milljarða dala. Elísabet II Englandsdrottning er í 83. sæti á listanum. Hún er af Wind- sor-ættinni og varð drottning 1952. Hún stendur nöfnu sinni af Tudor- ættinni langt að baki hvað auðlegð varðar og er metin á 26,2 milljarða dala. Enn ein kona er a listanum sem vert er að nefna. Það er engin önnur en Kleópatra VII drottning Egypta- lands frá árinu 51 fyrir Krist til 30 fyrir Krist. Kleópatra situr í 23. sæti listans, og er metin á 95,8 milljarða dala. Í tuttugasta og fjórða sæti er Napóleon Bonaparte, stjórnandi Frakklands nánast óslitið frá 1804 til 1815. Napóleon er metinn á 90 millj- arða dala. Byssur og bílar Margir þeirra sem komast á lista Forbes voru frumkvöðlar á hin- um ýmsu sviðum. Á meðal þeirra er Henry Ford, stofnandi Ford-bif- reiðaverksmiðjunnar. Ford var hug- myndaríkur uppfinningamaður og átti 161 einkaleyfi í Bandaríkjunum. Bíll hans Ford T-model olli byltingu KolBeinn þoRsteinsson blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Mesta hamingjan felst í að sigra óvini þína, að hrekja þá undan sér, að ræna þá auð sínum, að sjá ástvini þeirra laugaða tárum, að þrýsta að brjósti þínu konum þeirra og dætrum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.